Þær fréttir bárust í morgun að Premier League hafi kært City vegna brota á fjárhagsreglum frá árinu 2009 til 2018. Þetta eru klárlega stórtíðindi, en sáralitlar líkur á að þetta hafi nokkur áhrif á Liverpool eða titlasöfnun félagsins. Bæði varð Liverpool aðeins einu sinni í 2. sæti á þessu tímabili á eftir City (en United t.d. tvisvar), og ef við notum Tour de France sem samanburð, þá er enginn skráður sem sigurvegari þau ár sem Lance Armstrong “vann”. Þannig að ef niðurstaðan verður sú að titlarnir verði teknir af City (ólíklegt, en auðvitað lang réttast), þá eru líkast til litlar líkur á að öðrum verði dæmdur sigurinn.
Nú og þar fyrir utan, þó að City hafi verið kærðir, þá er ekki þar með sagt að málinu sé lokið. Einhverja peninga eiga þeir til að borga lögfræðingum. Skilst mér.
Ef einhverjar frekari fréttir berast í dag þá uppfærum við færsluna, en annars þá er það bara áfram gakk. Everton eftir viku.
Ekki vanmeta hvaða áhrif þetta mun hafa á leikmannahópinn okkar. Kjarninn í liðinu er búinn að hlaupa úr sér lungun síðustu ár í keppni við svindlara. Bara viðurkenning á því getur haft áhrif á hugarfar.
Svo þarf ekki að slá því út af borðinu að titlar Shitty fari til annara. Það verður freistandi fyrir PL/FA að gera það sem mun reynast vinsælt. Watford myndi t.a.m. fá bikarmeistaratitil í fyrsta sinn.
Auðvitað vonum við innst inni að City missi alla sína titla og þeir fari til réttmætra eigenda. Ég ætla bara ekkert að hengja mig á að það verði að gerast eða muni gerast. Við vitum alveg að í réttlátum heimi þá væri Liverpool með titla fyrir 2013-14, 2018-19 og 2021-22. En við bara búum víst ekki í réttlátum heimi.
Það á dæma þá niður í national league
Þetta mun líklegast dragast í einhver ár í viðbót og ekki skila neinu, þetta á meðan að Chelsea er ekki bara að misnota FFP heldur tröllríða því ef svo má að orði komast. Það er búið að taka FA fjögur ár að komast á þetta stig, City eru með úrvals lögfræðinga og ég held að það sé afar ólíklegt að þetta skili neinu, enda er FFP handónýtt drasl þó það sé öllum ljóst að City hefur aldrei farið eftir FFP.
Mikið væri það samt velkomið ef að City yrðu dæmdir, þetta mál allt hlýtur líka að hafa áhrif á sölur Utd og Liverpool t.d.. að einhverju leyti amk þar sem menn af svipuðu sauðahúsi hafa oft verið nefndir sem aðilar sem hafa áhuga.
Þetta mál er alveg ótrúlega mikilvægt í stóra samhenginu og gæti haft áhrif til langs tíma litið hvort sem City verða dæmdir eða ekki.
Góðu fréttirnar eru að það er verið að rannasaka svona og birta ákæru(ekki Íslenska leiðinn að þetta fari bara ofan í skúffu).
Slæmu fréttirnar eru að það mun ekkert gerast í þessu.
Það vita það allir sem vilja að Man City hefur svindlað í mörg ár. Þeir hafa gefið upp fullan völl þegar maður sér hálftíma stúkuna, þeir fóru fjótlega að fá styrki inn sem voru hærri en t.d Man utd, Liverpool og Real þótt að þeir voru ekki komnir á alvöru stall.
Þeir gátu verslað og verslað á tímabili og seldu varla frá sér nema fyrir smá aura en samt virtist bókhaldið vera bara í topp standi.
Að Liverpool hafi þurft að keppa við svona svindl lið er auðvita viðbjóðslegt en ýmindið ykkur hvernig deildin hefði verið ef Man city hefði ekki mátt svindla með seðlana. Þá væru komnir nokkrir auka bikarar í hús.
Eins og maðurinn sagði þá er lífið bara ekki sangjart og það verður svo ekkert gert í þessu nema að segja skamm skamm já og ef það ólíklega vildi til að þeir fá refsingu núna að tapa stigum eða hent úr deildinni þá fá þeir bara stjörnumerkta titla fortíðar á meðan að við fáum ekki neitt.
tja, það er amk smá von núna þar sem PL er ekki með neinar reglur varðandi fyrnd á brotum.
Þeir sluppu við meistaradeildarbannið m.a. vegna þess að brotin voru talin fyrnd.
Verði City sleppt aftur með sekt þá, eru það m.a. skilaboð til Newcastle, Chelsea ofl liða að þeim sé frjálst að ausa út endalausu fjármagni og það getur varla talist gott fyrir fótboltaheiminn.
Ha ha ha jesús eruð þið vikilega svona barnalegir að halda að þetta muni eitthvað hjálpa Liverpool. Treystið því að þetta mun ekki breyta neinu og Man Shittí mun halda öllum sínum titlum og stigum og það mun heldur ekkert vera gert út af kaupæði Chelsea, og það eina sem er öruglega hægt að treysta er að Liverpool fellur bara neðar og neðar.
Maður vonar allavega að chitty verði sektaður alvarlega. Að færa titla yfir á annað sætið í mörg ár er mjög hæpið finnst mér. En mikið vona ég að þeir fái harða refsingu.
Eins dauði er ekki alltaf annars brauð.
The season’s back on! Get in!
FSG reka Liverpool á heilbrigðan og heiðarlegan hátt…..
Ég hvet alla 7 stuðningsmenn Shitty á Íslandi, að yfirgefa félagið.
Alveg mjög svo sanngjörn spurning til Pep Guardiola á næsta blaðamannafundi:
“Hverju finnst þér þú virkilega hafa áorkað á Englandi?”
City gerði Liverpool að betra liði.
Sigrarnir gegn City voru bestu stundir síðustu tímabila. Sérstaklega vegna þess hvað maður upplifði þetta oft ósanngjarnt vegna peningastöðu City.
Ég held Liverpool ætti samt bara að einbeita sér að sjálfum sér. Næg eru verkefnin. Við erum ekki lengur helstu keppinautar toppliðanna. Við erum að keppa við okkur sjálf. Liðið er í algjöru rugli. Man varla eftir öðru eins. Risa nöfn á launaskrá og risa nafn við stjórnvöldin en liðið á leið í neðri hluta töflunar miðað við spilamennsku.
Áfram Liverpool og áfram Klopp!
City og áður Chelsea.
Þessir titlar sem þessi lið hafa unnið eftir aldamót eru svo ótrúlega ómerkilegir og marklausir.
Þetta vita allur sem vilja… þótt engar reglur að víti voru komnar í upphafi tíma Romans hjá CFC
Þá eiga allir titlar það sameiginlegt að vinnast á þann veginn að ég efast um að einhver stuðningsmaður þessara liða hafi ekki vitað skömmina innan í sér.
Þegar þú ert kraftlyftingarmaður og dælir í þig sterum ertu að auka viningslíkur þínar en það er svindl… þetta eru ekkert annað en sterapeningar…
Það er svo sannarlega kominn tími á að sakfella þessa svindlara. Mikið rosalega vona ég að þeir muni missa af öllum þessum titlum! Allir vita að þeir hafa svindlað á bókhaldinu sínu rétt eins og allir vissu að Al Capone var glæpamaður. Það þarf bara að sanna það.
Financial Doping !
Það á að dæma þá niður um deild, sekta og taka af þeim titla þessi ár. Hvað var ekki gert við Juve fyrir nokkrum árum ? Þá fékk t.d. Inter einn deildartitil, því þeir voru í öðru sæti.
Það versta er samt að FA er svo glatað og ónýtt að shitty sleppur bara með einhverja sekt ! Sem eigendunum munar alls ekkert um.
“niður um deild” … þú ert hógvær maður Höddi B, svo af ber.
“en sáralitlar líkur á að þetta hafi nokkur áhrif á Liverpool eða titlasöfnun félagsins.”
Sú leið var farinn á ítalíu að titlarnir voru teknir af liðum sem svindluðu með sambærilegum hætti.
Í öðru lagi hafa enginn fordæmi skapast fyrir ámóta svindli og City hefur stundað og því höfum við ekki nein dæmi til að bera okkur saman við.
Ég er þeirrar skoðunnar að það eigi að taka af þeim titlana, því það á ekki að verðlauna liðum fyrir svindl. Sérstaklega svona alvarlegt.
Raunsætt litið, þá held ég að það sé ómögulegt að segja til um útkomuna enda kom mér þessi kæra á óvart, því ég hélt að það væri orðin hefð fyrir því að “lýta” undan þegar svona stórir fílar kíkja inn í eldhús.
Árið 1990 var Swindon (sem vann 2.deildar playoffs það árið), dæmt niður í 2.deild aftur og Sunderland fór upp í staðinn. Þetta var vegna fjárhagsóreglu en Citeh er talið hafa brotið af sér uþb 100 sinnum. Ef þeir verða ekki dæmdir niður í 2.deild (jafnvel neðar!), þá getum við kysst þetta FFP bless. Núna er akkúrat málið að brenna þetta í stein fyrir framtíðina.
Ég hef ekkert á móti Citeh en vil bara sanngirni.
já, stærsta atriðið er að dæma þá niður um deild.
Refsingar sem ná aftur í tímann og fela í sér að svipta þá titlum eru langsóttari.
Ef ekkert verður gert þá halda munu City, Newcastle og Chelsea halda áfram að gefa í og mögulega verða Liverpool og Man Utd komnir með svipað fjármagn eftir eigendaskipti.
Það þarf klárlega að taka mjög hart á þessu, þetta getur sett fordæmi fyrir framtíðina, þetta er alveg ótrúlega mikilvægt fyrir fótboltann á Englandi og þess vegna velti ég fyrir mér hvort hugsanlegir kaupendur á félögum taki þetta inní reikninginn jafnvel þó niðurstaðan sé ekki klár.
Margir hafa verið að kalla eftir olíusjóðunum eða einhverjum eins og Todd B. til að kaupa Liverpool en ef City verða dæmdir þá hljóta forsendur FSG fyrir sölu að hafa breyst verulega þar sem þeir treystu einmitt á FFP allt frá kaupum.
Slétt skipti, Klopp – Ancelotti. Já, takk og Klopp má taka sína gömlu útbrunnu punga með. Þá finnst kannski kaupandi að LFC
Ancelotti spilaði vissulega lengst af með mínum mönnum, en ég hef engan húmor fyrir því að fá fyrrum stjóra Everton til Liverpool. Svo erum við með besta stjórann, þótt fátt bendi til þess á þessu tímabili.
En er það ekki bara sanngjarnt? Þeir fengu Rafa…
Dæma þá niður um deild og svipta þá dollum, svo þarf að taka chelsea fyrir næst, búnir að kaupa leikmenn fyrir 600m punda síðan síðasta sumar held að þar mætti grípa inn í.
sagt að Chelsea hafi keypt fyrir hærri upphæðir á tímabilinu en öll spænska deildin og öll þýska deildin
Eru menn í alvöru að tala um að það eigi að reka Jurgen Klopp? Manninn sem skilaði fyrsta deildartitli liðsins í hús í 30 ár. Manninn sem kom liðinu í alla úrslitaleiki í boði á síðasta tímabili. Manninn sem er búinn að halda liðinu í harðri toppbaráttu við Man City undanfarin ár. Manninn sem er búinn að stýra liðinu til sigurs í flestum eða öllum keppnum síðan hann tók við. Vissulega er gengið hörmulegt upp á síðkastið og liðið ólíkt sjálfu sér en á maðurinn ekki aðeins betra skilið en að stuðningsmenn liðsins kalli eftir höfði hans þegar á móti blæs? Hversu mikinn stuðning ætli hann fái frá eigendum td til þess að endurnýja leikmannahópinn? Það blasir við að þörfin er brýn að styrkja og endurnýja miðju og varnarlínuna en í tveimur síðustu gluggum hefur allt púður verið sett í sinn hvorn sóknarmanninn og hvorugur þeirra virðist enn sem komið er í þeim gæðaflokki sem maður hefði búist við miðað við verð. Það að FSG sé búið að opna fyrir mögulega sölu gefur manni ekki mikla von til þess að áhugi sé mikill þar á bæ að taka frekari þátt í að endurnýja hópinn. Auðvitað verður Klopp að axla ábyrgð líka en hann hlýtur samt að eiga einhverja þolinmæði skilið frá okkur stuðningsmönnum fyrir allt sem hann hefur áorkað hjá klúbbinum.
Sammála. Alveg ótrúlega skrítin umræða að reka Klopp! Væri ekki nær að standa á bakvið hann í mótlæti!
Sammála þér Andri að flest leiti. Hvernig dæmt verður í máli MC er bara best að hafi sinn gang innan PL. Ég er einn af þeim sem staðið hefur með Klopp og geri það áfram. En hvernig Klopp hefur tækklað síðustu vikur, m.a. í viðtölum, sannfæra mann um að eitthvað er að í hans herbúðum. Hann nær ekki að kveikja í mönnum til að berjast til síðasta manns í leikjum. Hápressan sem var aðalvopnið er ekki svipur hjá sjón og önnur lið hlaupa yfir okkar lið. Meiðslin setja vissulega strik í reikninginn en eins og ég hefur áður sagt geta þeir sem lítið eða ekkert hafa meiðst spilað vel og barist. Því hljóta menn að velta fyrir sér hvort tími hans sé liðinn eða hvort þessi vetur sé bara ein allsherjar óheppni og vonbrigði. Ef allt hefði verið eðlilegt hefði liðið átt að vera á hátindinum nú og sl 3 ár og brekkan niður á við að byrja héðan í frá. Þegar okkar lið varð meistari 2019-20 var liðið ungt og bestu árin framundan hjá flestum. Vonbrigðin felast því svolítið í öllum þessum tíma og væri gaman að vita hvenær áður í sögunni hafi jafn sterkt lið uppskorið jafn fáa titla. Geri ég þá alls ekki lítið úr þeim titlum sem þó komu. En það kemur alltaf annað tímabil en eftir því sem lengri tími líður þangað til nýir heimsklassa menn verða keyptir því erfiðara verður að klukka bestu (og þau sem eyða mestu) liðin.
Tek undir orð Andra. Besta spáin um framtíðina, er að finna í fortíðinni. Klopp hefur sannað fyrir okkur stuðningamönnum með sturluðum árangri að einmitt hann kann að byggja lið upp. Treysti eingum manni betur en Klopp í endurnýjun.
Sammála ykkur hér að ofan, þetta er svo galið að vilja Klopp í burtu að engu tali tekur! Og hvað ætla menn sér að fá í staðinn?! S.Gerrard? Nei takk, þrátt fyrir að vera goðsögn hjá félaginu, hann og Lampard á svipuðum stað, goðsagnir sem búið er að reka í tvígang frá stjórastöðum. Ancelotti? Nei takk, kominn á síðasta söludag eins og fleiri gamlir refir í boltanum.
Klopp allan daginn áfram og helst sem lengst! Það á að byrja taka til á hinum endandum sem eru FSG!
Ekkert kjaftæði, þið sem viljið Klopp burtu þá endilega komið með arftakann í leiðinni!
Everton er komið í fallsæti eftir leik kvöldsins. Vonandi bjóða þeir ekki upp á fótbrot eða annan viðbjóð í derbyinu á þriðjudaginn.
Æi, mánudaginn! Ekki er það skárri dagur.