Ofsalega vont tap gegn Úlfunum og gengur gjörsamlega ekki neitt. Everton/Stoke/Bolton/Burnley eftir helgi! Enska Úrvalsdeildin kærir Man City fyrir að hafa svindlað á reglum deildarinnar í 14 ár (döh) og við spáum lítillega í slúðri um næsta yfirmann knattspyrnumála.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull Húsasmiðjan Sólon Jói Útherji Ögurverk ehf
MP3: Þáttur 415
“Eftir höfðinu dansa limirnir” er gamalt og gott orðatiltæki sem passar vel við um þessar mundir eftir mínu mati.
Ég er á þeirri skoðun at Klopp er kominn á endstöðina.
Þegar hann tók við var það er gaman og spennandi fyrir hann að byggja eitthvað upp sem var illa á sig komið og ekkert gekk. Hann upplifaði árangur, uppgang og fór með liðið á nýja staði og skilaði tittlum. Enn þegar árangrinum er náð getur verið erfitt að halda honum og ekki minnst að halda neistanum.
Tökum sem dæmi mann á miðjum aldri sem ákveður að þjálfa sig upp fyrir Ironman. Hann æfir, sér árangur viku eftir viku og hann hlakkar til hvert skipti sem hann fer á æfingu. Og dag einn keppir hann i Ironman og getur séð hvað hans streð og sviti er búið að skila honum, árangrinum er náð. Hver hefur ekki prófað eitthvað svipað og svo misst áhugan þegar árangrinum er náð. Ég hef allevega prófað það.
Þetta held ég sé að gerast hjá Klopp, hann er búinn að missa áhugann og neistan sem gerði hann að Klopp eins og við þekktum hann.
Mikið er ég hjartanlega ósammála. Hann er klárlega einn besti ef ekki besti stjóri í heimi og hefur margsannað það. Hann þarf samt eins og allir aðrir allt tannhjólið í lagi til að viðhalda þeim árangri sem hann hefur náð með sín lið. Sérstaklega þegar samkeppnin um bestu leikmennina er svona rosalega skökk. Frá því hann tók við Liverpool t.a.m. er samkeppnin bara orðin skakkari og meira bull en hún var og þetta var fáránlegt 2015/16.
Það er kominn tími á bókstaflega alla aðra hjá félaginu áður en við horfum til Klopp.
Svo er annað, öll lið lenda í mótlæti á einhverjum tímapunkti og það er ekkert endilega alltaf besta lausnin að gefast upp strax og byrja upp á nýtt.
ég styð nú Klopp ennþá en hann virðist því miður hafa sofið á verðinum varðandi endurnýjun á leikmannahópnum.
Er Klopp ekki bara of þrjóskur og trúr sínum leikmönnum?
Nú vill hann semja við Firmino um leið og talað er um endurnýjun. Þrátt fyrir að Firmino hafi átt fína leiki framan af þá er langt síðan hann var upp á sitt besta. Núna er hann að meiðast mjög reglulega og er þá ekki bara tími til að segja takk og bless?
Mig grunar einnig Klopp sé ástæða þess að leikmenn eins og Keita og Ox eru ennþá hjá LFC. Trúi varla að það sé ósk FSG að halda í símeidda menn á ofurlaunum.
Við erum vissulega að sjá unga menn banka á dyrnar.
Miklu púðri var eytt í að ná Carvalho. Nú spyr maður sig hvers vegna? Hann hentar leikskipulaginu engan veginn.
Tilraunin með að gera miðjumann úr Elliott hefur gengið illa og því miður grunar mig að Klopp sé ekki búinn að gefast upp í þeim efnum. Þrátt fyrir að talsvert sé spunnið í Elliott þá virðist hann heldur ekki passa í leikskipulagið og sama má segja um Jones.
Þessi trú sem Klopp hefur á Jones er óskiljanleg.
Illskiljanleg er sú ákvörðun um að kaupa 18 ára back up fyrir Trent. Trent er sá leikmaður sem þarf einna mest á samkeppni að halda um stöðuna.
Nú er stór hluti hópsins í kringum þrítugt og flestir eru á hraðri niðurleið.
Kannski var ekki við því að búast að svo hatt drægi úr leikmönnum eins og Salah, Matip og Fabino.
Meiðslalistinn hefur einnig verið slíkur að ekkert lið í sömu málum væri að berjast á toppnum.
Missy Bo er auðvitað vel að því komin að vera fagmaður vikunnar, en svo má líka nefna Fuka Nagano sem er búin að koma gríðarlega sterk inn á miðjuna.
Gott hjá Gullkösturum að dissa drengjaliðið og velja fagkonu vikunnar.
Það efast enginn um getu Klopp. Indriði hér að ofan er spot on. Einhverja ábyrgð á gengi liðsins hlýtur Klopp að bera. Annað er bara barnalegt að segja. Mesta ábyrgðin er þó að sjálfsögðu hjá fsg.
Það er stigsmunur á að tala um að Klopp hljóti að bera einhverja ábyrgð, mikil ósköp. Hann myndi ekki halda öðru fram sjálfur.
Annað að segja að “Ég er á þeirri skoðun at Klopp er kominn á endstöðina”.
Aðeins að ljósari punktum.
Jota byrjaður að æfa aftur í first team training segja menn möguleiki á að hann spili gegn Everton ?
verður mögulega á bekknum. Yfirleitt er Jota lengi að komast í form eftir meiðsli, svo ég á ekki von á að nái fyrri styrk fyrr en um miðjan mars.
Myndi ekki búast við honum strax, eins og SSteinn var að benda mér á er nokkuð augljóst að gaurinn er að rísa upp frá dauðum m.v. húðlitinn 🙂
Ég ætla halda í vonina að hann komi sterkur inn og ef ég alveg að vera hreinskilinn þá held ég að Jota sem er búinn að vera meiddur marga mánuði ár sé í betra formi en framherjar okkar um þessar mundir það getur einfaldlega ekki versnað.
Klopp – Allt í botn
https://www.forlagid.is/vara/klopp-allt-i-botn/
Já, vissulega stigsmunur. Ég treysti mér samt ekki til að greina á milli þess hvort er nær lagi. Tíminn einn gerir það hugsanlega og í millitíðinni geta menn verið ósammála en eðlilegast að hver og einn fái rúm fyrir sína skoðun.
Áhugaverð grein eftir Paul Tomkins þar sem hann kemur m.a. inn à að Klopp hafi ákveðið að framlengja samning sinn með það markmið að endurbyggja liðið. Vel þess virði að lesa en greinin er löng
https://tomkinstimes.substack.com/p/rebuilding-liverpool-part-ii-how?utm_campaign=auto_share
Frábært ef Klopp vill fara í annað uppbyggingarferli.
Enn einu sinni eru sumir stuðningsmenn að reyna að afneita ábyrgðinni sem Klopp ber á hruni liðsins, sérstaklega á EKKI uppbyggingu þess. Jamie Carragher orðaði þetta vel í frétt á MBL-vefnum í vikunni. Hér talar hann um sumarið 2022 og endurnýjun Liverpool flotans.
„Þetta voru um það bil 60 til 70 milljónir punda sem var búið að eyrnamerkja fyrir miðjumann. Félaginu mistókst að kaupa Tchouameni og Jürgen Klopp og stjórnin tók þá ákvörðun að liðið þurfti ekki miðjumann. Sökin liggur hjá Klopp, og stjórninni. Þeir fara inn í tímabilið með þennan leikmannahóp og það sást strax í fyrsta leiknum gegn Fulham að miðjumenn liðsins réðu einfaldlega ekki við ákefðina í ensku úrvalsdeildinni.“
Þetta er Klopp í hnotskurn og lýsir vel dómgreindarleysi hans á köflum. Þó mér líki vel við Klopp, þá treysti ég honum ekki lengur til að stýra Liverpool. Þetta tímabil er það versta sem ég man eftir síðan ég fór að fylgjast með klúbbnum 1965 (í dagblöðunum!).
Ertu búinn að gleyma Roy Hodgson? Og Konchesky? Og Poulsen?
Man ekki eftir K og P, en Hodgson! Hann tók við þrotabúi frá öðrum en það verður ekki sagt nú um Klopp. Það styttist í að fleiri leikir tapist undir stjórn Klopp en Hodgson á tímabilinu ef þetta fer ekki að lagast. Eftir mörg frábær ár er Klopp kominn alveg út á þekju!
þessir miðjumenn og lönduðu 92 stigum í maí. 3 mánuðum seinna þá ráða þeir ekki við ákefðina í ensku úrvalsdeildinni?
Jahérna! Patrice Evra sektaður fyrir níð um samkynhneigða. Einhver var að kasta steinum úr glerhúsi þarna um árið.
Ég ætla henda smá staðreynd út í kosmósið.
Í ljósi umræðunar um glataðan varnarleik liverpool og ömurlegan sóknarleik.
Og sjá glasið hálf fullt.
Liverpool með 34 mörk skoruð 28 á okkur.
Liðið í 3 sæti er Manutd með 28 mörk á sig… og 36 skoruð.
5 sætið er Tottenham með 31 mark á sig en 41 skoruð. Newcastle með 34 mörk skoruð en er að spila ótrúlegan varnarleik.
Þrátt fyrir allar þessar hörmungar í vetur og umræðu um glataðan varnarleik eða sóknarleik eru þessar tölur samt sem áður staðreynd ..
En það eru stigin sem telja. En þetta ætti að gefa okkur von um að það er ekkert svo langt í þessi lið og ef liverpool heldur rétt á spilunum í sumar og með Klopp í brúnni þá verðum við búinn að ná þessum liðum og komnir aftur í baráttunna
Nú er Thiago meiddur…
Þetta tal um vörnina. Er hún virkilega vandamálið? Sjálfur held ég ekki. Held að vandamálið er að við erum ekki með dóminerandi bad-ass miðju sem getur tekið boltann, fært hann fram um 10-20 metra og skilað honum annaðhvort á kantana eða áfram í miðjuna. Þess vegna er Salah að bíða eftir þjónustu. Þess vegna er enginn að skora – þeir eru að sækja boltann 10-20 metrum of aftarlega og færa hann þessa vegalengd. Sem gefur andstæðingum tíma til að skipuleggja vörn.
Ljótt að segja það en KANNSKI er Henderson sá eini sem næstum geti þetta. Held að Keita, Ox og Thiago hafi allir verið keyptir einmitt til að gera þetta. Nema hvað Keita og Ox eru kandidatar fyrir öryrkjubætur, og… nú held ég endanlega að Thiago eigi bara að fá sér sérmekrtkar hækjur.
Lögum MIÐJUNA. Held t.d. að Minamino hafi verið betri kostur en bæði Keita, OX og JAFNVEL Thiago einfaldelga vegna þess að hann gat hlaupið og hafði smá pung. Finnum nokkra sem HALDA HEILSU og eru nógu andsk. reiðir. Væri betra ef þeir geti spilað bolta, en mér er orðið sktítsama hver er með high-score í hold-up eða hver getur skallað boltanum í fötu á æfingu. Finnum menn sem eru lílklegri að fá rautt en markleysi og málið leyst.
YNWA!
Sælir félagar
“Allt er í heiminum hverfult . . .” og “ekkier allt sem sýnist” var einhverntíma sagt.. Merkilegt í öllu þessu meiðslaveseni og leikmannaþurrð hjá klúbbnum þá er aldrei minnst á menn eins og Fabio Carvalho og Calvin Ramsey sem áttu á sínum tíma að vera slík kjarakaup og styrkur í breidd liðsins að menn (og jafnvel konur) héldu vart vatni yfir snilld LFC (og þeirra frænda allra). Þessara manna sést varla staður í umræðum um liðið okkar og er það verulegt gat í vælinu og röflinu í “kop-urum” og okkur öllum hinum. Það er full ástæða að spyrja; af hverju Steve B og Doak eru aðalvonarstjörnur liðains meðan þessi stórkostlegu kaup liggja fullkomlega óbætt hjá garði. En hvað veit ég sosum?
Þ’að er nú þannig
YNWA
FSG out og það strax.
Við vinnum championship deildina á næsta ári
Það var áhugaverður punktur í umræðum á Vellinum um síðustu helgi, að pressan á Potter hjá Chelsea sé minni en ella vegna þess hve illa Liverpool gengur. Það er örugglega rétt og við bætist að City eru líka að ströggla þrátt fyrir að hafa náð í “síðasta púslið” sem þá vantaði til að vinna Meistaradeildina, Haaland. Reyndar ætti allt tal um “síðasta púslið” að hringja viðvörunarbjöllum eftir ófarir Lukaku hjá Chelsea. Svo gæti svo sem verið að City vinni CL í vor en ég stórefa það.
Klopp og Guardiola taka fyrirsagnirnar og það að Guardiola sé að ströggla á sama tíma minnkar líka eflaust aðeins pressuna á Klopp. Guardiola virðist hafa verið meira í ruglinu þetta tímabilið en oftast áður, óvenjulegt fyrir hann, sérstaklega varðandi eilífar breytingar á liðinu og að losa sig við Cancelo til Bayern, beins keppinautar í CL. Leikskipulagi sem hefur virkað vel í gegnum árin hefur verið fórnað til þess að aðlaga liðið að styrkleikum Haaland og það eru heldur betur vaxtaverkir í því.
Að þessu sögðu held ég að leiðin liggi upp á við hjá LFC núna, 7-9-13. Jota er að koma úr meiðslum og kemur vonandi inn á gegn Everton, fleiri leikmenn á leiðinni til baka. Væri til í að sjá félagana Phillips og Williams í miðverðinum í þessum leik og áfram í næstu leikjum ef vel gengur.
Tiago meiddur í nokkrar vikur. Allt mjög bjart framundan hjá Liverpool 🙁
Þetta var viðbúið. Hann var látinn spila marga leiki í röð, sem var of mikið fyrir brothættan lúxusleikmann (sem er samt mjög góður).