Annað kvöld koma bláklæddu nágrannarnir yfir Mersey-ána og heimsækja Anfield.
Bæði lið hafa nú verið heilt yfir tiltölulega slöpp á leiktíðinni og nú á meðan Liverpool bíður eftir ansi langþráðum sigri og góðum frammistöðum þá gerðu Everton stjóraskiptingu – Sean Dyche tók við af Frank Lampard og Everton átti líklega sinn besta leik í langan tíma þegar þeir unnu verðskuldaðan heimasigur gegn Arsenal síðastliðna helgi. Í sömu umferð drullutapaði Liverpool fyrir Wolves.
Everton misstu framherjan Calvert-Lewin í meiðsli frá því í síðasta leik og gæti munað um hann hjá þeim. Það eru ekki mörg mörk í þessu liði þeirra almennt.
Liverpool fékk flottar fréttir en Jota, Firmino og Van Dijk eru byrjaðir að æfa aftur og vonandi sjáum við þá í hóp aftur sem allra fyrst. Liverpool hefur klárlega saknað þessara leikmanna og svo er sagt að það ætti að styttast hægt og rólega í Luis Diaz og Konate en álögin halda áfram og nú er Thiago meiddur og líklegast frá í svona fjórar vikur.
Trent – Gomez – Matip – Robertson
Henderson – Bajectic – Keita
Salah – Gakpo – Nunez
Ætla að tippa á að liðið verði svona að mestu óbreytt frá síðasta leik. Thiago er frá svo ég giska á að Henderson eða Fabinho komi inn í hans stað – ég ætla að giska á að fyrirliðinn verði fyrir valinu.
Firmino og Jota eru eflaust ekki tilbúnir í að byrja svona leik svo ég held að framlínan haldist óbreytt, mögulega gæti Elliott komið inn á vænginn en ég held ekki. Van Dijk mun líklega ekki heldur byrja svo Gomez og Matip verða saman í vörninni.
Liðin fyrir ofan Liverpool hafa verið að misstíga sig og Liverpool verður að fara að nýta sér það og gera sitt til að eiga enn veika von á 4.sætinu. Sigur á Everton annað kvöld er algjör skyldusigur!
Þetta verður leikurinn sem liðið hrekkur í gang.
Stjóraskipti hvað ? Klopp er öruggur með sína stöðu sama þó að segja megi takk fyrir ekkert það sem af er ári kæri Klopp. Nú er bara að reyna að halda liðinu fyrir ofan miðju og í bjartsýniskasti spái ég sigri.
Sælir félagar
Ég tek undir með Ólafi Hauki að það er fullkomin skylda liðsins að vinna þennan leik. Hins vegar skil ég ekki þetta tal um álög. Það eru ekki álög á leikmönnum Liverpool að meiðast heldur er stór hluti liðsins meiðslapésar og öll venjuleg lið væru búin að losa sig við menn eins og t.d. Ox, Keita, Gomes og Thiago o.s.frv. og kaupa menn í staðinn sem hægt væri að treysta á. Ekki misskilja mig með menn eins og Thiago, hann er frábær leikmaður og er búinn að vera einn skársti miðjumaður liðsins undanfarið en hann er einfaldlega allt of mikið frá vegna meiðsla.
Ég hefi hvergi rekist á neinar skýringar á því hvers vegna leikmenn Liverpool meiðast meira en hjá öllum öðrum liðum. Það er að mínu mati tvennt sem skýrir þetta. Fyrir það fyrsta eru keyptir meiðslapésar af því að þeir fást ódýrar en ella. Þeirri kaupstefnu verðu að linna, hún er glórulaus. Í annan stað þá er eitthvað að í æfingakerfinu, styrktaræfingum o.s.frv. Mér finnst skrítið að enginn fréttamaður hvorki vilhallur né óvilhallur skuli ekki hafa kafað ofan í þau mál því Klopp hefur ekki svo lítið vælt yfir meiðslum leikmanna.
En annars, takk fyrir upphitunina og kröfuna um skyldusigur Ólafur Haukur
Það er nú þannig
YNWA
FSG out og það STRAX
Ef að þetta er ekki leikurinn fyrir leikmenn til að draga hausinn úr rassagatinu á sér og fara að spila eins og menn sem fá miljónir á viku fyrir að spila, þá verður þeim ekki bjargað.
Sigur á móti þeim bláu gæti orðið frábær vendipunktur á tímabilinu en miðað við hvað þeir hafa sýnt í vetur þá á ég ekki von á því,en mikið vona ég að menn mæti til leiks og sigri í kvöld og sýni smá baráttu.
Sæl og blessuð.
Áskoranirnar verða vart miklu stærri en þessar. Mér sýnist að belgíski hafsentinn hjá Leicester verði ekki með í dag en hann mun vera sá sem hefur oftast komið boltanum í mark andstæðinga okkar á árinu.
Hvar eigum við að leita fanga í bjartsýna spá?
Sóknarmönnum virðist fyrirmunað að skora. Keita karlinn er búinn að sýna það og sanna að kaupin á honum voru herfileg mistök. Thiago okkar skársti – er auðvitað meiddur. Og vörnin… úff… ekki mikil hugarró í þeim sem hana manna.
Auðvitað gæti maður sagt að leikmenn ættu að ,,rífa sig upp á rassgatinu” og ég ætla ekki að vitna í orð Gauja Þórðar um hráefni í kjúklingasúpu. Vandamálið virðist því miður vera tröllaukið og rista dýpra en bara með því að peppa upp stemmarann í klefanum. Liðið okkar minnir á reykvíska grunnskólabyggingu þar sem menn vanræktu eðlilegt viðhald í þeirri trú að íslenska sementið veitti ævarandi vörn gegn rakaskemmdum og myglu.
Ég er nokkuð spenntur fyrir þessum leik og hef fulla trú á okkar mönnum þó mér finnist vel í lagt að tala um skyldusigur í derby slag á móti Everton sem er nota bene með nýjan stjóra og unnu Arsenal í síðustu viku. Sagan segir okkur að það getur verið djöfullegt að eiga við Everton í þeirri stöðu.
Ég vil sjá Fabinho inn á miðjunni í stað Bajectic. Það er ekkert hægt að setja út á frammistöðu unga mannsins en nú þarf að koma okkar bestu mönnum í leikform. Fabinho er ekkert orðinn lélegur í fótbolta þó álag síðasta árs hafi náð í skottið á honum eins og öðrum í liðinu.
Henderson, Fabinho, Keita er heimsklassa miðja og ef ég væri Klopp þá myndi ég láta þá þrjá spila mikið á næstunni þó formið á þeim öllum hafi ekki verið upp á það besta að undanförnu. Því miður er of mikið dropp í gæðum á miðjunni þegar Bajectic, Elliot og Jones spila á miðjunni og enginn af þeim er nógu stöðugur í sínum leik og kominn á þann stall að gera tilkall til byrjunarliðssætis í heimsklassa liði Liverpool.
Þá myndi ég taka Gomez út á kostnað Nat Philips. Gomez átti stóran þátt í tapinu í síðasta leik og Matip leit hræðilega út við að sópa upp eftir hann mistökin. Þá er viðbúið að leikurinn verði fisikal og að Everton vilji láta reyna á gæði Liverpool í loftinu. Philips er einfaldlega betri í þeirri baráttu og mér finnst hann gera mun færri mistök en Gomez í vörninni.
Svo finnst mér stanslaust ákall sumra hérna inni um FSG out ömurlegt og skil ekki hvað menn hafa út á eigendurnar að setja. Við hljótum öll að vera sammála um að við viljum ekki spillt olíufé eigenda sem fremja stanslaus mannréttinda- og jafnréttisbrot – og vilja menn í alvöru menn eins og Todd Boehly?
Kaupstefna FSG hefur verið til algjörar fyrirmyndar og þeir hafa heldur betur bakkað Klopp upp undanfarin ár. Ég skil vissulega ákall um að keyptur væri miðjumaður í sumar en fyrst Bellingham og Tchuouaméni voru ekki til sölu þá var enginn þarna úti nógu góður fyrir Liverpool að mínu mati og rétt að bíða. Ég held að við værum ekki að ræða þetta ef miðjan hefði ekki lent í þessum meiðslavandræðum og ungu mennirnir hefðu verið jafn slakir og raun ber vitni um.
Það sem ég óttast mest núna er að lausnin við vanda Liverpool verði verri en vandamálið sjálft. Menn geri ákall um nýja eigendur án þess að segja hverja þeir vilji í staðinn og vilj losa sig við Klopp sem er einfaldlega besti þjálfari í heimi og enginn sem gæti fyllt það skarð. Þá ættu menn sem hafa fylgst lengi með Liverpool að muna að kaup á leikmönnum sem ekki eru úr efstu hillu geta komið verulega niður á leik liðsins í mörg ár. Jú vissulega góðir leikmenn sumir en ekki heimsklassa og þess vegna ekki í Liverpool klassa.
Ég geri mér alveg grein fyrir að árangur liðsins hefur verið óásættanlegur að undanförnu og staðan í deildinni er skelfileg. En að missa algjörlega trúnna á leikmenn, þjálfara og eigendur sem skópu besta lið í heimi fyrir nokkrum mánuðum síðan er bara fáránlegt að mínu mati.
Ég bíð svo spenntur eftir leiknum í kvöld og bið bara um ákefð og baráttu. Þá eigum við að hafa þetta þó þetta verði án efa mjög erfiður leikur.
Áfram Liverpool!
Kaupstefna FSG til algerrar fyrirmyndar! Skilur ekki hvað menn hafa út á eigendurna að setja!
Eru menn á sýru að skrifa hérna inná kop.is?
Henderson, Fabinho og Keita heimsklassa miðja.
Hef ég verið að missa af einhverju ?
ja… þú hefur líklegast misst af síðasta tímabili, því tveir þeirra voru þá í einu besta liði í heimi.
Ég er algjörlega sammála þér með FSG, ég skil ekki þetta hatur ákveðna manna hér inni á þeim. Kaupstefnan hefur verið flott, og mörg kaupin einnig. Mér finnst mjög líklegt að Klopp sjálfur hafi úrslita atkvæðið hvaða menn eru keyptir en ekki FSG. Þar að auki eru þeir að stækka og endurnýja leikvanginn, búinn að umbreyta æfingasvæðinu, réðu eftirsóttasta þjálfarann á sínum tíma og komið Liverpool aftur meðal þeirra bestu í heiminum. Þetta hafa þeir gert ein samt rekið Liverpool á mjög heilbrigðan hátt, annað en gert hefur verið í rekstri annarra risaklúbba sem við berum okkur við.
Það má eflaust flaust finna eitthvað sem má gagnrína, en heilt yfir finnst mér þeir hafa verið flottir eigendur, sem ég vona að verði sem lengst.
Þessi krísa sem Liverpool er í þessa stundina mun ég miklu frekar skrifa á Klopp en FSG þó ég sé Klopp-maður.
Þegar Klopp var að byrja sína stjóra tíða hjá Liverpool, þá bað hann okkur stuðningsmenn að hafa trú á verkefninu. Síðustu 4 ár hafa verið geggjuð, og þó það komi ein slæmt tímabil þá er bilað hve margir virðast hafa misst trúna.
Verður maður ekki að vera bjartsýnn og segja að þetta tapist bara 0-1
Þetta fer 1-1. Eða 0 – 0.
þrátt fyrir að komið sé inn í miðjan febrúar þá er mótið rétt hálfnað. 20 leikir búnir og 18 eftir.
Þrátt fyrir að maður sé ekkert sérlega bjartsýnn þá er enn tími til að snúa þessu gengi við og amk komast í baráttuna um meistaradeildarsæti.
Ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik 🙁 vona að ég hafi rangt fyrir mér í því
Hef mjög góða tilfinningu f leiknum. Menn með ferska fætur og hungraðir.
It is remarkable that no one lost their life!
Rannsóknarskýrslan um úrslitaleikinn í París var að berast og hún er ekki falleg. Niðurstöðurnar eru rothögg á evrópska knattspyrnusambandið UEFA, forseta UEFA spillingargosann Alexander Ceferin, og frönsku lögregluna í París sem beitti vopnum á alsaklausa leikgesti.
Mín skoðun er að Parísarborg og Stade de France eigi að fá langt bann frá úrslitaleikjum.
https://www.theguardian.com/football/2023/feb/13/champions-league-final-report-uefa-primary-responsibility-chaos-paris-liverpool-real-madrid
Og hér er fréttin á Sky Sports…
https://www.skysports.com/football/news/11095/12810141/champions-league-final-liverpool-fans-cleared-as-review-finds-uefa-french-authorities-to-be-at-fault
Liðið í kvöld: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Gomez, Robertson, Bajcetic, Fabinho, Henderson, Gakpo, Salah og Nunez.
Varamenn: Kelleher, Van Dijk, Milner, Keita, Firmino, Elliott, Jota, Tsimikas og Phillips.
Flott að sjá Van Dijk, Firmino og Jota á bekknum