Það er komið að næsta leik hjá stelpunum okkar, og í dag skella þær sér á Prenton Park og taka þar á móti Leicester.
Skoðum fyrst stöðuna í deildinni eins og hún var í morgun:
(Merkilegt nokk, þá eru stelpurnar okkar ofar í sinni deild heldur en strákarnir, en auðvitað eiga bæði lið bara að vera í 1. sæti í sínum deildum. Ekkert flókið hvert liðin stefna).
Jújú, andstæðingarnir eru í neðsta sæti deildarinnar. EN – og þetta er stór en – þær skiptu nýlega um stjóra, og eftir að hafa verið fallbyssufóður hafa þær náð að þétta raðirnar, unnu sinn fyrsta deildarleik gegn Brighton í janúar, og í síðasta leik töpuðu þær 0-2 fyrir City, en City var t.a.m. að vinna Arsenal 2-1 í gær. Það eru því allar líkur á að þessi leikur verði ekki jafn auðveldur og ef hann hefði farið fram í desember.
Nóg um það. Okkar konur mæta vonandi einbeittar í þennan leik, enda myndi sigur í dag fara langleiðina með að tryggja sætið í efstu deild sem var jú alltaf markmiðið á þessu fyrsta ári í efstu deild eftir þessa óheppilegu heimsókn í næstefstu deild 2 ár í röð.
Liðið sem byrjar lítur svona út:
Bonner – Matthews – Campbell
Roberts – Holland – Nagano – Hinds
Kearns – Stengel – Lawley
Bekkur: Cumings, Fahey, Robe, Silcock, Lundgaard, Taylor, Daniels, Dowie
Eins og sést vantar fyrirliðann Niamh Fahey en hún var líka frá í síðasta leik vegna meiðsla. Þá er hin finnska Emma Koivisto hvergi sjáanleg, það er Rhiannon “Razza” Roberts sem tekur hennar sæti í dag. Natasha Dowie byrjar á bekk í fyrsta leiknum sem hún er lögleg eftir þessa örstuttu pásu sem hún tók frá því að spila fyrir Liverpool (hvað eru 8 ár á milli vina?). Nýliðarnir Miri Taylor og Sophie Lundgaard halda áfram að byrja á bekknum, en komu báðar inná í síðasta leik. Það er svo Fuka Nagano sem byrjar enn einn leikinn á miðjunni, var valinn maður leiksins í síðasta leik, og full ástæða til að hafa auga með þessum leikmanni nr. 8. Bæði Missy Bo og Ceri Holland töluðu um að þær hefðu náð að spila framar vitandi af Nagano að sópa upp fyrir aftan sig. Það er því allt eins líklegt að þetta sé meira einhver 3-3-2-2 uppsetning eða 3-4-1-2. Kemur í ljós.
Leikurinn er sýndur á LFCTV GO, ásamt því að vera sýndur á The FA Player (hægt að horfa í gegnum breskt VPN).
KOMA SVO!!!
Þær eru jafn lélagar og kalla liðið 10 og 8 sæti
Helvíti flott allt saman og Thiago i nokkra vikna meiðsli framundan
Svo kemur það í ljós annað kvöld hvaða lið er skást í Liverpool nú um stundir.
Já ég held að lykilatriðið í þessari setningu (í augnablikinu a.m.k. ) sé “skást”.
Var á leiknum.
Mjög ósanngjarn sigur Leicester
Liverpool liðið spilaði á köflum fínan fótbolta.
Gaman að koma á heimavöll Tranmere.
Er planið mögulega að fara svo á Anfield í kvöld?