Newcastle 0 – 2 Liverpool

Við getum fagnað því að liðið okkar frá síðasta leiktímabili er komið aftur! Þá erum við að meina liðið sem gat aldrei nýtt sér liðsmuninn ef andstæðingurinn missti mann af velli. En sigur í dag er það sem skipti mestu máli.

Gangur leiksins

Við þekkjum það varla lengur að Liverpool lendi ekki undir á fyrstu mínútunum, og í dag var það akkúrat á hinn veginn. Gott samspil Fab, Salah og Trent leiddi til þess að sá síðastnefndi var með gott pláss á miðlínunni, sá Darwin á auðum sjó milli miðvarðanna, og gaf hárfína sendingu á þann úrúgvæska sem tók boltann snyrtilega niður og afgreiddi framhjá Pope í netið. 0-1 staðan, og svo bættu okkar menn við 7 mínútum síðar. Salah fékk boltann fyrir framan teiginn, og átti eiginlega nákvæmlega eins fyrirgjöf eins og Mané átti á Salah í seinni leiknum gegn United í fyrra (þessum sem vannst 4-0 n.b.), nema að þessi sending fór beint á Gakpo sem var dauða-dauðafrír við vítapunktinn og renndi boltanum í netið. N.b. þá tók VAR góðan tíma í að skoða bæði mörkin: fyrst hvort Nunez hafi verið rangstæður (sem hann var ekki), svo hvort hann hafi tekið boltann niður með hendinni (sem hann gerði ekki), og svo í seinna markinu hvort Gakpo hafi verið rangstæður (sem hann var ekki). Þetta var a.m.k. bara fullkomlega sanngjörn staða. Og svo á 22. mínútu fengu Newcastle aukaspyrnu vinstra megin. Fyrirgjöfin fór beint á Alisson, hann tók útspark sem minnti á annað atvik í United leik, í þetta skiptið janúar 2020 þegar Alisson gaf á Salah sem skoraði. Núna var Pope vissulega fyrri til í boltann, en hann var í óþægilegri hæð, og Pope ákvað að reyna að skalla boltann eins og hafði gefist honum vel í svipuðu upphlaupi nokkrum mínútum áður. Honum mistókst þetta hins vegar alveg herfilega, og hálf faðmaði boltann á leiðinni í jörðina. Mjög einfalt rautt spjald, akkúrat ekkert við því að segja. Þetta þýðir að hann verður ekki í leikmannahópi Newcastle gegn United í úrslitum deildarbikarsins gegn United um næstu helgi, og varamarkvörður Newcastle sem er Martin Dubravka (og kom einmitt inná á þessum tímapunkti í dag), var á láni hjá United fyrr í vetur og spilaði einn leik í deildarbikarnum fyrir United. Hann er því “cup tied”, og gæti jafnvel fengið medalíu ef United vinnur. Næsti markvörður inn hjá Newcastle er góðkunningi okkar, Loris Karius. Hann hefur allavega reynslu af því að spila úrslitaleiki…

Hvað um það, ef maður hélt að við að andstæðingarnir yrðu 10 myndi Liverpool valta yfir andstæðinganna, þá varð maður fyrir vonbrigðum. Þvert á móti var frekar eins og Newcastle gæfu frekar í, og áttu m.a. skalla í þverslá úr horni. Þá varði Alisson annað skot í þverslá síðar.

Staðan 0-2 í hálfleik, og í upphafi síðari hálfleiks hélt þetta áfram: Newcastle voru mun grimmari og líklegri til að skora. Aftur bjargaði tréverkið okkar mönnum. Klopp gerði ferfalda skiptingu í kringum 60. mínútu: Milner, Elliott, Jota og Bobby komu inná fyrir Hendo, Bajcetic, Nunez og Gakpo. Örugglega plönuð skipting með leikinn gegn Real á þriðjudaginn í huga, en það spilaði líka inn í að Nunez hafði fengið högg á öxlina skömmu áður. Nú er bara spurning hversu alvarleg þau meiðsli eru, alveg ljóst að hans verður sárt saknað á þriðjudaginn ef hann getur ekki spilað. Bajcetic hafði líka átt öllu daufari leik heldur en gegn Everton, en hafði samt skilað sínu. Mögulega varð hann fyrir einhverju hnjaski snemma leiks. Þessi skipting breytti svosem ekki miklu. Newcastle sýnu hættulegri, og Alisson þurfti a.m.k. einu sinni að taka á honum stóra sínum, og eins fengu Newcastle færi þar sem þeir náðu ekki að setja boltann á rammann. Undir lokin komst Robbo í dauðafæri en ákvað að vera óeigingjarn og reyndi að finna Salah en það gekk ekki í þetta sinn. Annars var svo Milner mjög dæmigerður Milner á þessum hálftíma sem hann var inná, átti allnokkrar tæklingar og gerði sitt til að sigla þessu í land.

Frammistaða leikmanna

Þetta var aftur leikur þar sem hópurinn skilaði nokkuð jafnri frammistöðu. Greinilegt að Gakpo er hrokkinn í gang, og Nunez sýndi hvað hann er hættulegur. Höldum bara áfram að gefa þeim tíma. Bakverðirnir okkar voru kannski þeir sem helst skinu í dag, og skipta því titlinum “Maður leiksins” sín á milli. EDIT: hvernig gat ég gleymt Alisson? Auðvitað var hann maður leiksins.

Auðvitað er það svo Nick Pope sem kemur verst út úr þessum leik, bæði það að hafa fengið rautt, en eins að missa af leiknum á Wembley um næstu helgi.

Umræðan eftir leik

Liðið okkar er hægt og bítandi að líkjast þessu liði sem við könnumst við, og ekki seinna vænna, því það sem bíður okkar er…

Næsti leikur

…Real Madrid á þriðjudaginn. Aðal spurningin er hvort Nunez verði leikfær, en annars má reikna með að Klopp sé bara með sama hóp og í dag.

Getur verið að leikurinn á þriðjudaginn hafi verið þarna einhversstaðar í bakgrunni í huga leikmanna, og þeir því passað að setja ekki of mikla orku í leikinn eftir að þeir urðu einum fleiri? Vel hugsanlegt, og alveg skiljanlegt. Jú, það hefði verið gaman að ná að setja eitt eða tvö til viðbótar, þá væru okkar menn einu sæti ofar í töflunni, enda er liðið með nánast nákvæmlega eins tölfræði og Brighton: fjöldi leikja, fjöldi stiga, markahlutfall. Eini munurinn er sá að Brighton hafa skorað (og fengið á sig) einu marki meira og er því tæknilega séð fyrir ofan okkar menn í töflunni. Hins vegar er rétt að átta sig á því að liðið er núna 6 stigum á eftir Newcastle sem eru í 4. sæti, og eiga leik til góða. Vinnist sá leikur þá er munurinn 3 stig. Þarna á milli eru svo Spurs, svo þetta er alls ekkert auðvelt reikningsdæmi. En það er þó alveg ljóst að ef liðið heldur áfram að mæta með hausinn skrúfaðan almennilega á, og spilar eins og það getur og kann svo vel, þá er keppnin um þetta 4. sæti svo langt í frá búin. Það leit ekki alveg þannig út bara fyrir viku síðan.

En setjum núna fókusinn á leikinn á þriðjudaginn á Anfield gegn Real. Náum góðum úrslitum þar, og þá er allt opið í CL sömuleiðis. Væri nú alls ekki leiðinlegt… má maður láta sig dreyma?

41 Comments

  1. Frábær úrslit!

    Graðnagli dagsins: Darwin Nunez
    Ryðnagli dagsins: Roberto Firmino

    6
  2. Goður sigur á frábæru Newcastle liði og höfum það á hreinu að það mun ekkert lið vinna þá tvisvar í deildinni í vetur nema okkar menn.

    7
  3. Alisson maður leiksins. Þetta var annars arfaslakur leikur að okkar hálfu fyrir utan 10 mín kafla sem mörkin okkar komu á. Leið aldrei vel jafnvel einum fleirri.

    5
      • Við erum amk ekki bunir að snúa þessu tímabili við. Ennþá. Vorum í raun ömurlegir í dag og ef ekki fyrir Alisson sem bæði varði tvo algjör dauðafæri og “fiskaði” Pope útaf þá hefði þessi leikur tapast. Enginn ákefð, hægir og aumir. Vorum fínir á móti Everton en mögulega gefur það falskar vonir enda Everton hræðilegt lið og erfitt að sýna ekki góða tilburði þar. Ég sé enginn merki um að Klopp muni snúa dæminu við.

        4
      • Reyndar rétt að muna að Everton unnu toppliðið Arsenal áður en þeir töpuðu fyrir okkar mönnum, og unnu svo Leeds í dag. Já þeir eru leiðinlegt lið, en ekki verri en þetta.

        8
      • Ég er enn á því að Klopp eigi að fara. Glórulaust dómgreindarleysi hans í vetur eða allt frá því síðasta tíimabili lauk hefur komið liðinu á þann stað sem það er í dag, óspennandi miðslungslið! Það eru ekki margir fótboltaáhugamenn sem nenna lengur að horfa á þá.

        1
      • Við vorum að spila á erfiðasta útivelli í PL og erum fyrsta liðið til að sigra í vetur á St. James.

        Við erum líka eina liðið sem hefur sigrað Newcastle og það tvisvar.

        Við voru að spila gegn langbestu vörn deildarinnar sem fyrir leik hafði fengið á sig 13 mörk í 22 leikjum.

        Við skoruðum bæði mörk okkar 11 gegn 11.

        Samt arfaslakur leikur og liðið ömurlegt???

        17
    • Við vorum að spila á erfiðasta útivelli deildarinnar og erum eina liðið sem sótt hefur 3 stig á St. James.

      Erum líka eina liðið sem hefur sigra Newcastle í vetur og það tvisvar.

      Við vorum að spila gegn langbestu vörn deildarinnar sem hafði fyrir leik fengið á sig 13 mörk í 22 leikjum.

      Komumst 2-0 yfir 11 gegn 11.

      Áttum amk jafn mörg færi ef ekki fleiri en heimamenn eftir það.

      Samt vorum við ömurlegir?????

  4. Er með í umboðssölu miða á #FSGOUT lestinni frá Liverpool til Manchester. Fyrstu fimm fá líka #KLOPPOUT límmiða.

    7
  5. Frábær úrslit og verðskulduð.

    Mikið væri nú samt gaman að sjá aðdáendur hætta þessu “með eða á móti” FSG/Klopp nuddi.

    Við erum betri en þetta.

    Any hú.

    YNWA!

    16
    • Hvaða hvaða ritskoðun eða eitthvað. Ef þú þolir ekki andúð mína og fleiri á FSG veður þú bara að hoppa yfir þá pósta drengurinn

      Það er nú þannig

      YNWA

      FSG out og það STRAX

      6
      • Voða sjálfhverfa er þetta hjá þér, ég er bara að benda á þá staðreynd að hér í kommentum líðast illa skoðanir annara, og menn að agnúast út í hvern annan vegna þeirra.

        En takk Sigkarl fyrir að sanna mál mitt.

        YNWA

        6
    • Setti inn smá breytingu, því auðvitað á Alisson að hljóta titilinn Maður leiksins.

      7
  6. Heppnin með okkar mönnum og þigg ég það með þökkum.

    Vona innilega að Darwin verði leikfær á þriðjudaginn. Þurfum á Captain Chaos að halda í öllum leikjum.

    6
  7. Sælir.
    Þrjú stig í hús á erfiðum útivelli. Hreint lak. Gakpo og Núñez skoruðu. Við gátum hvílt Henderson og Bajcetic eftir 59 mínútur. Elliott, Jota og Firmino fengu 35 mínútur undir beltið. Einn leikur í einu. Áfram veginn!

    6
  8. Gríðarlega sterkur sigur ! og gott veganesti fyrir leikinn gegn real grílunni. Nú vonar maður bara að Nunez sé ekki mikið meiddur, svo eru Bobby og Jota hægt og bítandi að koma sér í leikform. Það tekur smá tíma.
    Svo er það næst real madrid, vonandi verða sem flestir meiddir hjá þeim á þriðjud.

    1
  9. Pössum okkur að fara ekki yfir um eftir tvo sigra, þó það sé betra en að tapa öllum leikjum.
    The season’s back on! Get in!

    4
  10. Sælir félagar

    Takk fyrir þennan sigur kæru leikmenn Liverpool. Þó sitthvað ,megi finna að leiknum og fleiru þá nenni ég ekki neinu svoleiðis núna. Bara takk fyrir mig.

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG out og það STRAX

    4
  11. Úrslitin eru eiginlega flottari en frammistaðan en þetta var góður sigur á liði sem hefur ekki tapað þarna síðan Liverpool kom síðast.

    Stóri munurinn á liðinu núna og gegn Everton er að sóknarmennirnir eru að nýta eitthvað af þessum færum sem liðið er að fá. Miðjan fannst mér eiga í mun meira basli í þessum leik en gegn Everton og orkustigið alls ekki eins gott heilt yfir leikinn. Mögulega er eitthvað til í því að þeir hafi skrúfað niður tempóið með leikinn gegn Real í huga en hættunni var boðið fáránlega oft heim miðað við að vera manni fleiri lungað úr leiknum. Tvö skot í tréverkið og 2-3 hrikalega mikilvægar og góðar markvörslur frá Alisson er bara allt of mikið þó það sé jákvætt að hlutirnir hafi aðeins dottið með okkur núna.
    Pressan var heilt yfir ekkert sérstök og Newcastle virkuðu grimmari í flesta bolta, sérstaklega manni fleiri.

    Tveir sigrar var það sem við þurftum og þetta er klárlega eitthvað til að byggja á fyrir framhaldið. Sóknarlínan verður lykilatriði fyrir Liverpool ef þeir ætla sér í baráttu um Meistaradeildarsæti og frábært að þeir séu farnir að skora.

    Þá reyndar meiðist Nunez auðvitað, þetta getur ekki verið of jákvætt!

    6
    • Karlkynsnafnorðið lungi merkir “meiri hluti” eða “bróðurpartur” hefur ekkert með lunga að gera.

      4
      • Lunginn af lesendum kop.is lætur það eiga sig að leiðrétta málfar og stafsetningu annarra.

        4
      • Ákveðið fyrsta heims vandamál þegar helstu rifrildin á kop.is snúast um stafsetningu. Kann því betur en það sem gekk á hér í janúar og byrjun febrúar!

        2
      • stafsetningar og innsláttarvillur eru partur af öllum spjallborðum og hefur margur villupúkinn laumast inn í mín innlegg.

        Þetta er ekki í fyrsta skipti sem EMK notar þetta orðatiltæki á rangan hátt og það stingur í augu vegna þess að hann er með betri boltapennum. Á meðan enginn kvabbar verður Indriði að gera það.

        1
  12. Ótrúlega heppnir í dag. Klopp steingeldur með skiptingarnar eins og vanalega.

    Unnum lika stundum 3 leiki í röð undir Hodgon og sumir voru rosalega jákvæðir þá
    Ótrúlegt hvað sumir áhangendur eru miklar pollyönnur og vindhanar. Og halda að það sé sannur stuðningsmaður sem gengur fram af klettabrúninni í blindni með þrjóskufullum stjóra.

    Þetta er búið að vera hörmung eftir af Klopp klúðraði tveimur titlum í viðbót í vor fyrir Liverpool

    FSG out og það strax ekki seinna en á morgun

    5
    • Mikið er nú gott hvað þú ert skemmtilega neikvæður og ekki skemmir fyrir að þú skulir muna eftir þessum tveim titlum sem Klopp á að hafað klúðrað síðasta vor.
      Ég aftur á móti er svo jákvæður að ég mann eftir þessum tveim sem liðið vann síðasta vor og svo ég tali ekki um alla hina sem liðið hefur unnið síðan Klopp kom til okkar og það sem meira er að ég mann líka öll þau ár sem við unnum enga titla og þau voru ólíkt leiðinlegri en síðustu ár.

      25
    • Uuuu við unnum ekkert “stundum” þrjá leiki í röð undir Hodgson!!
      Það gerðist einu sinni !!!!
      Blackburn, Bolton og Chelsea.
      Aðeins að róa sig í að tala Hodgson upp takk!!

      Insjallah
      Carl Berg

      20
  13. Hvaða anskotans bölmóður og neikvæðni er hérna. 3 stig frá Newcastle á útivelli komu ekki fyrir tilviljun. Það voru þarna glimpses af snilld. Núnez og Gagpo skora. Svo eftir það breytist leikurinn eins og oft vill verða í það að mótherjinn leggur allt í að fá eitthvað út úr lleiknum og við (eðlilega) dettum í að verja góð 3 stig. Þetta er bara mjög eðlilegt í fótbolta. Èg segi þarna sjáum við vèlina milja niður Newcastle á 10 mínútum og það var FUCKING!!! Beautifull

    YNWA

    23
  14. Samma Ágústi. Það hefur ekki verið auðvelt að ná í stig á heimavelli Newcastle í vetur. Feikilega vel gert hjá okkar mönnum að fara heim með öll stigin 3. Mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið einkum með leikinn gegn Real Madrid í meistaradeildinni í næstu viku í huga. Að halda að Liverpool geti bara allt í einu töfrað fram óaðfinnanlegan leik eftir allar hörmungarnar síðustu vikurnar er bara barnalegt og óraunsætt. Allt annað að sjá til liðsins. Það sáust taktar sem hafa gladd okkur á liðnum árum. Mér finnst að þeir sem þora ekki að tjá sig undir eigin nafni hér á síðunni ættu frekar að fá útrás fyrir neikvæðni sína t.d á síðu Rauðu djöflana.

    12
  15. Vil þakka Liverpool FC fyrir frábæra afmælisgjöf, eina sem mig langaði í dag var sigur:)

    8
  16. Þakka Liverpool fyrir afmælisgjöf gærdagsins. Flott úrslit gegn sterkum andstæðing. Hélt í einfeldni minni að jákvæðni og trú yrði hér allt um lykjandi eftir tvo góða sigra. Hélt að menn myndu berja sér á brjóst og segja hátt og skírt….við erum mættir. En nei margir virðast bara engan veginn komast upp úr neikvæðnisholunni. Hví ekki að njóta sigranna og styðja mennina sem færa okkur þá. Koma svo allir sem einn….Áfram Liverpool.
    YNWA

    13
  17. Eigum líka 1 leik á flest lið fyrir ofan og 2 leiki á Fulham og reyndar City líka þannig þetta er fljótt að breytast ef þeir ætla halda áfram að vinna leikina.

    Ég ætla allavega vera jákvæður með áframhaldið er auðvitað stressaður gegn Real þar sem þeir eru eitt besta lið evrópu en vonandi koma okkar menn fullir sjálfstrausts eftir sigurleikina undanfarið og vinna þann leik !

    YNWA

    4
  18. DeGea að verja 1 gegn 1 í 0-0
    Stöðu.

    Markmenn eru em hluti af leiknum
    Og við eigum 1 góðan.

    Menn hljóta að sjá að fara í útileiki gegn Everton í sögulegu samhengi með allt með sér fyrir leik og Newcastle sem er topp 4 klúbbur í dag og fær varla á sig mark. Er ekkert nema mjög sterk 6 stig.

    Liverpool er ekkert að fara spila samba bolta
    Þarna.

    Virkilega vel klárað og færir okkur vonandi meiri trú sérstaklega liðinu.
    6 stig með leik til góða á Newcastle sem er í 4 sætinu núna . Êg tek því
    Lets go!!! YNWA

    1
  19. Mér líður allavega betur að mæta Real eftir 2 sigurleiki í röð heldur en eins og formið var á liðinu á undan því

    1

Liðið gegn Newcastle

Real Madríd mætir á Anfield