Skjótt skipast veður í lofti og allt það. Stundum þarf bara ein hörmungar úrslit til að skella mönnum á jörðina og þegar Liverpool á í hlut, koma slík úrslit oftast á móti Madrídar liðunum tveimur. En eftir erfið úrslit vilja leikmenn alla jafnan komast sem fyrst á völlinn til að þurrka óbragðið úr munninum. Ekki viss um að kvöldleikur á Selhurst Park sé það sem menn óska sér, en það er víst það sem okkar menn fá.
Andstæðingurinn: Crystal Palace
Patrick Viera tók við Crystal Palace fyrir síðasta tímabil og það markaði það ákveðin þáttaskil í sögu félagsins. Þeir virtust vera að reyna að koma sér af Bresku þjálfara hringekjunni og vinna til framtíðar. Þegar þetta er skrifar vantar Viera ekki nema 17 leiki í að vera næst leikjahæstur af (um það bil 10) þjálfurum Palace síðan 2007, sem segir eitthvað um hversu hratt þeim hefur verið skipt út.
Í fyrra stýrði frakkinn geðþekki Palace í tólfta sæti sem verður bara að teljast fínt. Þeir fór ágætlega af stað á núverandi tímabili en það hefur aðeins týnst í umræðunni hversu hörmulega þeim hefur gengið eftir HM hléið. Palace hefur unnið nákvæmlega einn leik síðan deildin fór aftur af stað og það var gegn Bournemouth rétt fyrir áramót. Þeir hafa samt náð að tikka inn einu stigi í einu: Fjögur jafntefli í síðustu fimm leikjum er ekki gott, en hefur haldið þeim rétt fyrir ofan botn baráttuna.
Það hjálpar Palace ekki að Zaha, þeirra besti leikmaður á þessari öld, er meiddur og spilar líklega ekki með.
Það er ákveðin þjóðsaga að Liverpool gangi illa á móti Crystal Palace. Staðreyndin er að í síðustu tíu leikjum hafa liðin gert eitt jafntefli (sem var síðastliðin ágúst) og Liverpool unnið níu. Ég vona að þú sért ekki jinx hræddur kæri lesandi.
Okkar menn.
Þetta var nú meiri bévítans skitann í vikunni.
Þær eru reyndar orðnar ansi margar þetta tímabil þannig að vonandi eru menn orðnir vanir að dusta af sér rykið. Þessi leikur við Crystal Palace varð tíu sinnum stærri eftir tapið í vikunni. Ef Liverpool tapar þá eru það leikirnir gegn Everton og Newcastle sem virðast undantekningarnar. En ef Liverpool sækir þrjú stig, tala nú ekki ef þeim tekst að gera það örugglega, þá breytist stóra samhengið og tap gegn Real Madrid er það sem var undantekning.
Sigur myndi þýða að við séum komin þrem stigum frá topp fjórum, sem verður að teljast ótrúlegt eftir það sem á undan hefur gengið. Við spilum síðan aftur (við Wolves) áður en Newcastle spilar næst, sem þýðir auðvitað að við gætum jafnað þá að stigum og sett alvöru pressu á þá. Auðvitað eru fleiri lið í þessum pakka, eins og Tottenham sem verma sem stendum fjórða sætið.
Það þarf aðeins að stokka upp í byrjunarliðnu. Alisson verður auðvitað á sínum stað og Van Dijk líka. Mér finnst ólíklegt að bakvörðunum verði skipt út. Gomez er víst meiddur svo Matip hlýtur að koma inn.
Henderson getur eiginlega ekki byrjað þennan leik, alltof margar mínútur í löppunum á honum undanfarið. Eins held ég að ungstirnið þurfi kannski að fá að pústa aðeins. Á móti tel ég að Fabinho verði áfram á sínum stað og vonandi nær hann að sýna sitt rétta andlit í heilan leik. Fyrir framan hann á miðjunni finnst mér líklegast að Keita fá að byrja ásamt Elliot.
Það hefur ekki verið hægt að kvarta yfir framlínunni undanfarið. Ég vil helst að Nunez og Salah spili allar mínútur sem eru í boði. Það er ekki hægt að kvarta yfir frammistöðum hjá Gakpo, en manni langar alltaf að sjá Bobby inná. Spái að Gakpo byrji og Firmino verði skipt inn á eftir svona klukkutíma leik.
Spá
Sóknin okkar er farin að tikka. Held að þetta endi sem svona Liverpool 2013-14 leikur, 4-2 með mörkum frá allri framlínunni og Jota af bekknum.
Sælir félagar
Ég ætla ekki að tjá mig neitt en hinsvegar að – að vona hið besta.
Það er nú þannig
YNWA
FSG out og það STRAX
Bítlarnir ortu ljóð um ástandið í Liverpool,
You never give me your money
You only give me your funny paper
And in the middle of negotiations
You break down
Já Henderson14, þessi texti eftir Sir Paul segir eitthvað og ég væri alveg til í að sjá hann í hópi eigenda Liverpool. Heiðarlegur maður með metnað.
Það væri nú aldeilis eitthvað! Þá gæti maður keypt miða í Sir Paul McCartney stúkunni.
Er nú ekki nóg að hafa einn eldgamlan eiganda í Henrý sem er jafnaldri bitilsins .Ég hef samt mjög gaman af bítlunum .
Enga aldursfordóma! Og Sir Paul á nóg af afkomendum. Held að Liverpool tæki sig t.d. betur út í búningum hönnuðum af dóttur hans, Stellu McCartney, heldur en þessum metnaðarlausu Nike lufsum.
Já og sungið hið frábæra Hey Jude eða nei eftirlátum Brentford það. Við syngjum alveg nógu flott lag.