Fyrr í kvöld tóku Liverpool á móti United með allri þeirri gestrisni sem United eiga skilið. Fyrir leik var narratívan í fjölmiðlum að Liverpool væri eins og sært dýr og í fyrsta sinn í mörg ár spáðu flestir spekinga United sigri. Í hálfleik stefndi í spennuþrungnar 45 mínútur og maður trúði að okkar menn gætu haldið þetta út.
Það sem gerðist næst var óútskýranlegt. Ótrúlegt. Liverpool afhenti United stærsta tap liðsins síðan 1931, og skoraði sjö(já, SJÖ) mörk! Síðast þegar Liverpool náði að skora sjö mörk gegn Manchester United var á þar síðustu öld!
Fyrri hálfleikur
Okkar menn tóku af stað eins og kappasturmenn. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru Liverpoool allt í öllu á vellinum, pressuðu United miskunarlaust og unnu boltann aftur trekk í trekk. Það vantaði hins vegar að tengja saman sendingar í síðasta þriðjungnum og ná að skapa alvöru færi. United menn virtust leggja mikið uppúr því að pirra okkar menn og skemma taktinn. De Gea tók endalausan tíma í markspyrnur, endalaust af litlum brotum og svo framvegis.
Á um það bil tuttugustu og fimmtu mínútu náðu United að skapa sér tvö afar fín færi á stuttum tíma. Allt í einu leit út eins og leikplan Ten Hag væri að ganga upp. Broddurinn var horfin úr spili Liverpool, í hvert sinn sem United fóru yfir miðju náðu þeir að skapa hættu og maður sá að okkar menn voru aðeins farnir að pirrast. Casimero náði meira að segja að koma boltanum í netið á fertugustu mínútu, en var alveg afskaplega rangstæður.
Rétt fyrir leikhlé náði Cody Gakpo að breyta leiknum. Alisson gaf boltann út á vinstri vænginn þar sem Andy Robertson tók á móti og sótti í átt að marki United. Engin varnarmaður gerði almennilega atlögu að skotanum, sem hafði því tíma til að bíða eftir Gakpo veldi sér hlaup (hvað Fred var að gera þarna er rannsóknarefni). Robbo sendi fullkominn bolta milli varnarmanna United sem Gakpo tók á móti og slúttaði með óverjandi skoti í fjærstöngina. Staðan allt í einu 1-0 og báðir þjálfarar þurftu að endurhugsa hálfleiksræðurnar.
Seinni hálfleikur.
Áræðni. Það er orðið sem lýsir seinni hálfleiknum hjá Liverpool. Annað mark leiksins kom eftir aðeins nítíu sekúndur í seinni hálfleik. Strax og flautað var byrjuðu okkar menn að sækja að markinu og þetta mynti eiginlega á rúgbý mark. Boltinn datt fjórum-fimm sinnum á milli United og Liverpool manns og í hvert einasta sinn pressuðu okkar menn og náðu að koma boltanum aðeins nær markinu. Að lokum reyndi Salah að senda fyrir en Luke Shaw varði boltann… beint fyrir lappirnar á Elliot. Ungi maðurinn vippaði boltanum á kollinn á Darwin Nunez sem skoraði glæsilega. 2-0!
Næsta mark var skyndisóknarmark eins og þau gerast best. United voru í sókn og Gakpo vinnur boltann og hóf sóknina. Hann sendir út á kantinn á Salah sem tók heljarinnar sprett og fíflaði svo Martinex uppúr skónum og sokkunum. Salah sendi a Gakpo í afar þröngu færi en Cody okkar var ekkert að flækja málið og vippaði yfir De Gea. 3-0!!! (Og markaskoruninn ekki einu sinni hálfnuð).
Á þessum tíma var alveg ljóst að hausinn á United liðinu var gjörsamlega farin. Nú var komið að Salah að skora úr skyndisókninni. United átti horn, okkar menn vinna boltann og nokkrum sekúndum seinna eru fjórir Liverpool menn að hlaupa á tvo varnarmenn United við miðlínuna. Nunez reyndi að skipta um kant en Casimero varðist vel og boltinn skoppaði aftur til United. Nunez var fyrri til að ná frákastinu og sendi í fyrsta á Salah í miðjum teignum. Egyptinn þakkaði pent fyrir sig með því að þruma boltanum í slánna og inn! 4-0 og bara tuttugu mínútur liðnar af hálfleiknum!!!
Við þurftum að bíða í heilar tíu mínútur eftir næsta marki. Það kom úr föstu leikatriði Liverpool. Trent sendi fyrir og United hreinsuðu hörmulega í lappirnar á Henderson, sem hafði nægan tíma til að velja sér sendingu á kollinn á Nunez, sem átti ekki í miklum vandræðum með að klára málið. 5-0.
Það var ekki löngu eftir þetta sem Jurgen tók Gakpo, Nunez, Hendo og Fabinho útaf og inn á komu Milner, Jota, Bajcetic og maðurinn sem búið að var að syngja um allan leikinn: Bobby Firmino.
Salah fannst augljóslega óviðeigandi að Gakpo og Nunez væru með tvö mörk en hann sjálfur bara eitt. Elliot átti stóran þátt í markinu, skapaði sér hellings pláss hægra meginn í teignum og reyndi fremur lélegt skot. Jota náði boltanum og ég veit ekki alveg hvað hann var að reyna, en hann sendi í Bobby, boltinn skoppaði af brassanum knáa út í teiginn þar sem Salah var réttur maður á réttum stað. Niðurstaðan ekki flókinn: Salah skoraði og með þessu marki varð að markhæsta leikmanni Liverpool síðan að Úrvalsdeildin var stofnuð!
Það var skrifað í skýinn hver myndi reka smiðshöggið. Liverpool sótti að markinu, Salah náði einhvern veginn að senda á Bobby í þröngu færi og uppáhaldsleikmaður svo marka klobbaði De Gea.
SJÖ. NÚLL!!!!!!!!!!!!!!
Drekkið þetta í ykkur, fótboltinn verður ekki sætari!
Maður leiksins.
Það er svo yndislegt að vera með valkvíða fyrir þessum lið. Ég gef Gakpo þetta, markið í fyrri hálfleik var vendipunkturinn í leiknum!
Næst á dagskrá.
Næst á dagskrá er að njóta, vera hæfilega óþólandi á kaffistofunni á morgun og horfa á þessi mörk aftur og aftur og aftur.
Síðan er Bournemouth um næstu helgi, liðið sem ástæðan fyrir að þetta var ekki einu sinni stærsti sigur tímabilsins!
Besti leikur sem ég hef horft á!!!
Þennan leik mun ég horfa á aftur … og aftur ….. og aftur !!!!!!!
VÁ!
Orðlaus eftir þennan leik
Ég á afmæli í dag, FULLKOMIM gjöf frá LIVERPOOL
Þú átt afmæli í ágúst.
Afhverju ertu að ljúga?
Þetta gerist þegar við mætum í vinnuna. Ég hvet alla til að mæta með 7UP í vinnuna á morgun.
I will!
7UP zero 🙂
Nú myndi ég sko fá mér 7 Prins Póló og til hamingju með daginn Póló.
<3
Ef þetta er draumur,þá vil ég aldrei vakna!!
ÞVÍLÍK AFMÆLISGJÖÖÖÖÖF!!!!!!!
Handa mér semsagt. 🙂 Og líka Páló.
Athyglisvert að Síminn er bara með anti Liverpool fólk á hliðarlínunni á Anfield. Áttu þeir von á sigri útiliðsins?
Ég fann ekki fyrir því því, fannst framlag þeirra til leiksins gott. Finnst þau líkt og Liverpool, hafa unnið fyrir þremur stigum í dag
Margrét Lára hatar Liverpool enda leið henni ekki vel í útsendingunni
Eigum ennþá möguleika á fjórða sætinu!
The season’s back on! GET IN!
Besta mark leiksins? Það er ekki oft sem ég fyllist valkvíða!!
Þessi síðari hálfleikur er líklega einn best spilaði hálfleikur sögunnar. Ég varla til orð. Þetta er ótrúlegt. Draumi líkast. Sérstaklega sætt að sjá Firmino pota síðasta markinu inn.
Ég átti von að MAN UND kæmu með svipað hugarfar og Liverpool kom inn í síðari hálfleikin, en okkar menn voru fullir af ákafa og gáfu ekki þumlung eftir. Það var eins og þeir hafi sprengt Man Und og valtað yfir liðið. Leikmenn Man Und voru oft skammarlega pirraðir og hálf barnalegir á vellinum. Áfelli þá svo sem ekki. Hver vill vera í liði sem er að skíttapa gegn höfuðandstæðingi sínum.
þessi tala 7-0 segir allt. En verr og miður fáum við samt bara þrjú stig fyrir þennan leik.
Þetta sýnir bara hvað manhjútt hafa verið á miklum yfirsnúningi. Við höfum líka verið að spila langt undir getu í nánast allan vetur. Sjáið bara hvað við getum gert þegar hungrið er til staðar!
Þetta hugarfar á mót RM takk fyrir!
Ég sé að það er slatti af lausu plássi á #KloppOut vagninum, af hverju skyldi það vera?
😀 😀 😀
Þetta er lágkúruleg kaldhæðni í gleðinni og algert “turn off” sem penni hjá Kop.
Hvaða viðkvæmni er í mönnum ef það má ekki grínast aðeins ég bara segi svona
Hahahaha þetta united rusl hélt að það væri komið í fullorðina manna tölu eftir sigur í deildarbikarnum???
This is Anfield gefur Klopp og öllu byrjunarliðinu 10 í einkunn.
Sæl og blessuð.
Í fátæklegu kommenti við upphitun óskaði ég eftir því að liðið myndi mæta 100% til leiks. Ef sú yrði raunin þá myndi ég sætta mig við hvaða úrslit sem er.
Og þeir mættu einmitt 100% allir með slétta 10 í einkunn svo betra verður það ekki.
Dásamlegur leikur. Magnað lið. Geggjaður þjálfari. Ótrúleg endurkoma.
Nýtt upphaf?
Er í þeim hópi sem á afmæli á þessum drottins degi og þvílíka afmælisgjöfin. Takk Herr Klopp og allir strákarnir hans, ekkert gleður gamals manns hjarta meira en sigur á Rauðu djöflunum . Til hamingju allir þeir poolarar sem deila þessarri afmælisgjöf með mér. Keep on rocking. OK
Það er mörg snilldin sem þarf að kryfja úr þessum leik, einkum síðari hálfleiknum. En ég vil benda á tvennt sem breytti miklu. Bæði Robbó og Salah notuðu hægri fótinn í dag, og það oftar en einu sinni. Hversu miklu hættulegri verða þeir í sókninni þegar varnarmenn vita ekki hvor fóturinn verður fyrir valinu? Og hitt var að Salah fékk aukaspyrnur! Spáið þið í það ef hann fengi alltaf aukaspyrnu fyrir öll þessi milljón brot sem enskir dómarar þykjast ekki sjá? Bíð eftir kröftugum umræðum hér á kop.is og svo auðvitað Gullkasti.
Geggjuð frammistaða gapko chipið er mark leiksins að mínu mati….það er sjéns!
Sammála. Þetta var eins og að De Gea hefði verið barkaþræddur þarna…
I´m so glad
that Jürgen is a Red
I´m so glad
he delivered what he said.
Jürgen sait to me, you know
we´ll win the Premier League you know
he said so!
I´m in love with him and I feel fine!!
Þvílík veisla, takk kærlega fyrir mig!! 🙂
Stórbrotin frammistaða, stórbrotin.
EN
Hvar í ands… hefur þetta lið verið í allan vetur??
Það hlakkaði í mér þegar ég sá þessi ummæli, hversu margir þjálfarar hafa farið flatt a þessu
“I’m looking forward to it, the ambience, the atmosphere,” said Ten Hag. “It will be great, it will be hostile against us, but we like that.
En annars frábær leikur, mér fannst Gapko eiginlega bestur af mörgum góðum, frábær leikur hjá honum
Salah með slána inn og seinni skallinn hjá Nunez voru ekkert slor heldur 😀
Wowww!!! Sjaldan séð annað eins. 7-0 🙂 ?
Sælir félagar
Ég er ekki búinn að lesa leikskýrsluna en vil segja eftirfarandi. Liðið spilaði í dag eins og það var að spila á síðustu leiktíð og var þá í baráttu um 4 titla en skorti örendi og breidd til að klára þá alla. Þessi leikur sýnir því muninn á “sputnik” liði MU og Liverpool liðinu ef það hefði haft örendi og breidd til að fylgja árangri síðustu leiktíðar eftir. Þessi leikur sýnir því í reynd muninn á MU í dag og Liverpool á síðustu leiktíð. Nú virðist liðið vera að ná fyrri styrk og þá stenst ekkert lið því snúning.
En missum okkur ekki eftir þennan dásamlega leik liðsins okkar sem setti mörg met í liðssögu Liverpool. Nú er bara að vona að liðið fylgi þessari snilld eftir til loka leitíðar. Ef það gerist verður þetta lið með einhvern/einhverja titla í lok leiktíðar. Snilld Klopps og munurinn á getu leikmanna þessara tveggja liða kom berlega í ljós í leiknum í dag. Það hlýtur að hafa farið um RM stjórann og leikmenn að horfa uppá hvað Liverpool liðið getur þegar í harðbakkann slær.
Það er nú þannig
YNWA
Þarna þekki ég þig…..
Alltaf góður. Nýbúinn að kalla leikmennina aumingja. Nú áttu í þeim hvert bein.
OMG…djö…tækifærasinni sem þú ert Sigkarl !!!
Sælir greyin
Ég segi meiningu mína um leikmenn og frammistöðu þeirra án undanbragða eftir hvern leik. Ef þið viljið tala einhvern leikmann niður eftir leikinn í gær þá gerið þið það – ég geri það ekki fyrir ykkur. Segið bykkar skoðun á því sem gerist á vellinum og hvernig leikmenn standa sig og látið mig og mína persónu í frið vesalingar.
Það er nú þannig
YNWA
Þú ræðst á tíðum með kjafti og klóm á leikmenn en vilt að farið sé silkihönskum um sjálfan þig.
“If you can’t support us when we lose or draw, don’t support us when we win.”
tækifærissinni.
@Börkur, BF9/bf9, R. Kennedy.
Sigkarl skrifar sína meiningu um Liverpool, leikmennina, frammistöðuna, FSG og allt annað sem tengist okkar áhugamáli. Hann er ekki að skrifa um aðra lesendur eða níða ykkur þrjá niður persónulega. Verið þið ekki minni menn en hann og látið af níðskrifum.
Nú þarf ég að elda kjúkling næst þegar Liverpool spilar. Lát’ ann malla á 150 og liggja svo sjálfur í sófanum hálfpartinn á bakinu og hálfpartinn á hægri hliðinni, undir teppi, með báðar hendur undir hægri rasskinninni og trúa ekki mínum eigin augum. 1-0, þeir verða nú fljótir að jafna þetta. Borðaði kjúllan í hálfleik. 2-0, jú jú, það gerðist nú líka á móti RM. 3-0 , eins og í gamla daga, hahaha. 4-0, ussuss, 25 mín. eftir, næstum því stopp þessi helv.. klukka. 5-0, ég er mæstum farinn að fagna; þeir ná ekki að jafna á korteri, eða hvað??? 6-0, þetta er komið?? 7-0 og ég er gráti nær af gleði!!!
Elda kjúlla aftur.
Var á leiknum… er ennþá að meðtaka þetta..
Til hamingju með að hafa verið vistaddur í holdinu 🙂
Trúa trúa trúa……
ég hef alltaf trúað öllu á KLOPP!
Lukkudýrið þitt! Hefði ég verið til í að sjá þetta á Anfield? JÁTS!
Góð tímasetning til þess að komast í gang, mikilvægar vikur framundan.
Kannski það hafi hrist upp í mannskapnum að Klopp er farinn að tala um að breytinga sé þörf og menn farnir að óttast um stöðu sína.
Höldum þessu áfram
YNWA
Yndislegt ! Loksins sést raunverulegi getumunurinn á liðunum. Þarna mættu allir til leiks.:-)
Þvílík tilfinning 🙂
ó já!!
Það er svo margt hægt að segja um þennan leik.
Byrjum á andstæðingunum:
1. Þeir gáfu okkar mönnum alltaf pláss og tíma. Það er óvenjulegt á þessu tímabili. Við áttum flesta seinni bolta og ,,hápressan” þeirra var á köflum hlægileg. Okkar menn spiluðu sig út úr henni hvað eftir annað (með undantekningum reyndar) og uppskáru þetta rými sem gerði þeim kleift að skora þessi mörk (og fá fjöldann allan af færum).
2. Þá er andlega hliðin hjá þeim miklu brothættari en maður þorði að vona. Ég skrifaði félögunum í byrjun seinni hálfleiks að mu væru þekktir fyrir að síga fram úr og mylja einhvern sigur þrátt fyrir að lenda undir. En þá bara hrundi allt hjá þeim – og er ekki hægt að meta slíkt hrun nema út frá andlegum/sálrænum þáttum!
3. Ég VEIT ég er hlutdrægur en mikið eru þeir illa þokkaðir. Þessir gaurar sem þeir nú komið til liðsins (milljarðaútgjöld á allra síðustu árum) eru eins og meðlimir í mexíkósku narco gengi (með allri virðingu fyrir þeim ógæfumönnum). Andstyggilegir einhvern veginn og voru lengst af að reyna að slasa okkar menn.
4. hvernig sem mu endar í vor þá er þetta sísonið þar sem Liverpool flengdi þá svo verkurinn mun fylgja þeim næstu áratugina.
Þá að okkur.
1. Mentality MONSTERS revisited. Þarna voru nokkur ,,úbbs” andartök þar sem illa hefði getað farið eftir eitthvað spilerí í eigin teig. Alisson komst nálægt stórslysi á einum kafla en þetta braut þá ekki niður. Er ekki reynslan af öllum þessum úrslitaleikjum og allri þátttökunni og álaginu ekki að skila sér? Jafnvægispunkturinn er mögulega kominn á góðan stað.
2. Má maður m.v. þetta vera eitthvað annað en sót-svartsýnn fyrir RM leikinn úti? Ég skal ekki segja en þetta vekur manni svolitla vonar… glætu!
3. Vá hvað það er gaman að sjá gömlu góðu hraðaupphlaupin aftur! Man eftir Salah í umferðarkeilu-órans-búningnum dúndra fram eftir fast leikatriði hjá andstæðingum. Nú sáum við þetta aftur og aftur! (væri til í svona litapallettu aftur í útibúning!).
4. Hvernig sem þetta mót endar þá vann liðið það afrek að flengja mu svo rosalega að þeir munu finna verkinn næstu áratugina.
éssör.
þegar allir stimpla sig inn, þá er þetta auðveldara. YNWA
Þeir eru víða etnir sokkarnir í kveld, það er vel!
Maður er bara orðlaus! Mikið rosalega er þetta yndislega gott og fallegt!
Frábær leikur.
We are back in business
Endilega skoðið YouTube myndbandið af Carragher og Neville þegar þeir eru að horfa á leikinn og mörkin eru að rigna inn, það er priceless 🙂
YNWA
Jeremías, þvílík veisla!
Ég var nýsestur niður með Akureyring (djúpsteikta Goðapylsu með frönskum og tilheyrandi) og stóra Pepsi Max á Ak-inn til að safna orku fyrir heimleið eftir yndislega ferð norður þegar fyrsta markið datt, svo ég sá það í símanum.
Lagði svo af stað heim nokkrum mínútum eftir að flautað var til leikhlés og plantaði símanum í bílhulstrið/haldarann og sá mörkin flæða í gegnum Öxnadalinn og heiðina. Það þurfti mikinn aga til að horfa á eitthvað meira en örfáar sek í senn af replays af mörkunum. Missti þó af einu marki í einhverju skarðinu sunnanmegin þar sem sambandið rofnar alltaf…
Þetta kallar á að horfa á allan leikinn í rólegheitunum á morgun!
Er nokkuð yndislegra en vorkvöld í Reykjavík?
Frábær leikur!
We are back in business!
þetta YouTube video er priceless 🙂
https://www.youtube.com/watch?v=l8o5iFvwh-g
Ég vil samt minna menn á að þrátt fyrir að svona slys (scums fans)/gjöf (Lpool fans) gerist ekki nema hitt liðið hafi algjörlega hrunið/hætt að gera lágmark fótboltavinnu. Scummararnir eru með mjög marga einstaklinga sem eru í besta lagi spurningamerki þegar kemur að varnarvinnu og þessi Antony er sá sem átti alveg slatta af mörkunum. MOTD í gær sýndi þetta mjög vel en ekki mitt vandamál hvað hann gerði. Við höfum verið að þessu allt tímabilið.
Þetta voru samt bara 3 stig og tímabilið ekki búið. Þetta sýnir bara hversu stutt það er á milli þess hversu frábærir þjálfarar eru og yfir í að vera önurlegir (Arteta, Saurinn osfrv.). Ég fagna þessum sigri allavega mjög.
Að lokum. Ímyndið ykkur Bellingham ásamt 3-4 ferskum inn í hópinn………..toppurinn.
Mætti kannski finna highlights af leiknum og pinna efst á síðuna 🙂
Þvílíkur leikur og þessi frammistaða VÁ….
En þetta eru bara 3 stig og núna þarf að einbeita sér að næsta leik, allir leikir eru bara úrslitaleikir ef við eigum að komast í 3-4 sætið í deildinni.
Stórkostleg frammistaða.
Ekkert meira um það að segja.
YNWA!
Furðulega er að við átum þá á miðjunni… Sennilega versta svæði okkar til þessa. Með leikmenn sem hafa verið að valda skítu einmitt á miðjunni allt tímabil.
Hefðum við fengið fleiri mörk hefði Thiago verið inná?
Er staðan ekki 17:2 fyrir liverpool, gegn spútnik liði evrópu ef tekin eru síðustu 2 tímabil ?
Mætti með nokkrar 7up flöskur í vinnuna í morgun fyrir nokkra vinnufélaga…hehehe
STUTT Á MILLI ÁSTAR OG HATURS !!!
Glæsilegur sigur. Geggjað.
Það sem ég var mest ánægður með er að þeir sem hafa gargað hæst
“KLOPP OUT, GAKPO og NUNEZ BURT”
þar sem þeir eru lélg kaup og standast ekki væntingar o.s.fv. o.s.fv. o.s.fv. auk annarra leikmanna sem hafa verið í lægð farnir að að góla YNWA því vel gékk.
Stattu með þínu liði góða og slæma tíma. Það gera sannir poolarar.
KLOPP, GAKPO og NUNEZ þið SKÁKUÐU OG MÁTUÐU þessa dómara. MEGA GEGGJAÐ 😉
YNWA
Áhugaverð töflræði sem ég sá á twitter áðan. Henderson, Fabinho og Elliott hafa byrjað saman í 5 leikjum á þessu tímabili. Við höfum unnið þá alla, skorað 28 mörk og fengið á okkur 2!
Ég hef ákveðið að muna eftir tímabilinu 2022-2023 sem tímabilinu sem við unnum Manchestur United 7-0. The rest is detail.
Síðastliðnir mánuðir verið þungir, erfitt að lyfta upp liði með andlega þreytu en s.l vikur sýna að allt er á uppleið. Besti leikur tímabils allar categoríur og rosalega gaman að sjá ungu strákana vaxa í hlutverkin og þetta er risastór G-vítamín sprauta fyrir okkur öll.
Tók eftir einu atriði sem gladdi mig sérstaklega, þegar Man U leikmenn voru að pirrast í okkur þá svöruðum “við” með “higher ground hegðun”, létum þá ekki draga okkur í svaðið ens og þegar Ellíot knúsaði Shaw og Fabhino bakkaði frá deilu við Weghorst.