Real Madrid – Liverpool 1-0

Það fer að styttast í að leikurinn fer að hefjast.
Líkurnar á að við komust áfram eru mjög litlar en eina sem maður fer fram á er að við mætum til leiks og gefum þeim alvöru leik og vonandi látum þá á einhverjum tímapunkti efast um sjálfan sig.
Ég tel að til þess að við eigum séns er að við náum að skora fyrir 60 mín og komust þá yfir. Það mun gefa okkur sjálfstraust til þess að keyra á þá. Það sem má ekki gerast er að við lendum undir í þessum leik, því að þá er þetta einfaldlega búið.

Liðið er komið og það er blásið til sóknar(YES!!!)

Það er Nunez, Salah, Gakpo og Jota sem fá að byrja sem þýðir að Klopp segir fuck it og ætlar bara að keyra á þá og opna þennan leik. Þetta getur þýtt að við fáum annan skell eða við náum að stríða þeim. Mér lýst bara mjög vel á þetta hjá Klopp.

Mín spá fyrir leikinn er 1-2 sigur hjá okkar mönnum eftir flottan leik.

FYRRI HÁLFLEIKUR
Það hefur ekki vantað fjörið í þennan leik.
Klopp að taka mikla áhættu með því að vera með háa varnarlínu og skilja menn einfaldlega mikið eftir 1 á 1 varnarlega sem Real menn eru gríðarlega sterkir í en eitthvað þurfum við að gera til að leikurinn sé opinn. Real hafa fengið hættulegri færi en við erum að gefa þeim alvöru leik.
Alisson hefur verið stórkostlegur og eru þarna tvær heimsklassa markvörslu sem standa upp úr hjá kappanum en ég er bara heilt yfir mjög sáttur við strákana. Við höfum líka verið að fá færi og höfum verið að selja okkur dýrt í þessum leik. Real á í vandræðum með okkur varnarlega og þurfum við að ná að skora eitt mark eða svo til að hleypa þessu í smá spennu.
Ég vona að Klopp haldi áfram að blása til sóknar í síðari hálfleik og prófi jafnvel að henda inn Elliott fyrir annan varnarsinnaða miðjumanninn.

Annars er staðan 0-0 sem er eiginlega ótrúlegt miða við færi liðana og er þetta stórskemmtilegur leikur það sem af er.

SÍÐARI HÁFLEIKUR
Það var ekki alveg eins mikið fjör í þeim síðari en samt við vorum að reyna að skapa eitthvað og vorum nokkrum sinnum nálægt því að komast í dauðafæri en síðasta sending klikkaði. Real hélt áfram að skapa færi og það endaði með því að þeir náðu að skora á 78 mín. Svo sem alveg sanngjart en við vorum alveg inn í þessum leik alla tíman en því miður þá vorum við ekki alveg inn í þessu einvígi eftir tapið stóra á heimavelli.
Eftir markið þá datt þetta alveg niður. Real bara sáttir og krafturinn okkar alveg búinn en ef við skoðum hlaupatölurnar í leiknum þá vorum við að hlaupa meira en þeir en maður sá að gæði þeirra var einfaldlega meiri en okkar.

BESTU MENN
Alisson var í heimsklassa í kvöld og var án efa maður leiksins en flestir áttu alveg ágætis leik hjá okkur. Varnar og miðjumenn okkar voru auðvitað settir í erfiða stöðu að þurfa að verjast vel gegn þessu Real liði þegar við stillum upp svona sókndjarft og það sást að við vorum ekki alveg að ráða við þá alltaf en ég var bara nokkuð sáttur við framlag alla leikmanna í þessum leik. Ég hef alveg séð Trent, Salah og Van Dijk leika betur en lélegir fannst mér þeir ekki vera.

UMRÆÐAN
Mér fannst þetta pínu minna mig á úrslitaleikinn í meistaradeildinni ef við hefðum skipt um hlutverk. s.s Real að fá lang bestu færin, markvörðurinn okkar að eiga stórkostlegan leik og svo hefðum við stolið þessu en eins og svo margt annað í þessu tímabili þá var ólíklegt að við fengum það. Real fengu bestu færin, Alisson var frábær en ólíkt úrslitaleiknum þá náði sterkara liðið að sigra 🙁
Þetta einvígi tapaðist ekki í kvöld heldur í síðari hálfleiknum á Anfield og það er helvíti svekkjandi.

YNWA – Góðu fréttirnar að það er létt prógramm fram undan hjá okkar mönnum. Man City úti, Chelsea úti og Arsenal heima.

67 Comments

  1. Ég held að þetta verði rosalega opin leikur þar sem bæði lið sækja, við þurfum bara að byrja á fullu og reyna að setja mark á fyrstu 10-15 mín og þá er allt hægt.
    En þetta er Real fkn madrid á þeirra velli þannig að ég ætla bara að reyna að njóta kvöldsins.

  2. Okkar eina von er að Real á að spila við Barcelona um helgina og verða að vinna þann leik svo það getur verið að hugurinn hjá þeim verð þar.En gott að sjá að Klopp ætlar að fara í þennan leik til að reina að vinna og þannig á það að vera.

    1
  3. Vantar herslumuninn hjà okkur en verðum að verjast betur, Trent verður að herða sig, þeir sækja grimmt à hann og hann vantar hjálp.
    Ég trúi alveg, en við verðum að verjast betur.

    1
  4. Mikið væri gaman að eiga miðjumenn sem geta skotið fyrir utan teig eins og RM:-(

    10
  5. Ömurlegt að vera með þennan leikaraskap og dómarinn fellur fyrir því. 🙁 þessi nacho, úff:-(

    1
  6. Var á liv-utd um daginn… en þetta er ekki sama lið og ég sá þà, þetta er ekkert eðlilega dapurt, þurfum við ekki mörk??

    5
  7. Blessaðir drengirnir eru allir á blýskóm í kvöld. Nema kannski Nunez. Allison langbesti maður Liverpool. En það er ekki gaman að horfa á þetta.

    3
  8. Við eigum ekki skilið neitt út úr þessu einvígi…

    Það er staðan…

    5
  9. Það vita það ALLIR að okkur vantar miðju, en rm er með miðjumann sem er 101 árs, og hann er bara klókur, við erum of barnalegir, þurfum að gera meira í því að svindla og leika á dómarann eins og ógeðið í rm. Þeir eru alltaf að drepast við hvert návígi, hægja bara á leiknum, en þetta einvígi tapaðist því miður á heimavelli okkar.

    2
  10. Jæja kemur Chamberlain inná, það má segja margt um hans tilveru hjá Liverpool en hann er líklegasti miðjumaður liðsins til að skora fyrir utan teig.

    2
  11. Gátu ekki haldið jafntefli. alltof mikið af Norwitch leikmönnum hjá okkur.
    þarf að hreinsa þetta lið að miklu leiti og jafnvel fasta menn. TAA, VVD , FB SALAH osvfl
    bara strípa þetta og starta nýtt lið.

    1
  12. Spáið í því að liðið fékk á sig 5 mörk á heimavelli. FIMM mörk.

    Mæta svo í seinni leikinn og skíta upp á bak.

    Menn kunna ekki að skammast sín.

    4
  13. Mikið svakalega vantar alvöru back up í hægri bakvörð, ekki einhvern hugsanlega góðan Skota, heldur alvöru gæði. Trent er að sýna það í vetur að það er vel hægt að slá hann út. Hann virkar alveg skelfilega áhugalaus og grunnvarnarvinna hans maður á mann er fáránleg.

    5
  14. Real menn leika sér að því að fara framhjá Elliott. Hann er engan veginn nógu stór í þetta hlutverk.

    6
  15. Mér þykjir verst hvað Real Madrid er mikið betra lið heldur en Liverpool og það breytist ekki með einum eða tveimur miðjumönnum. Og Klopp er eins og hann sé alveg búinn á því á línunni ufh.

    3
  16. Þrátt fyrir skort á nýjum leikmönnum, þá bara get ég ekki skilið af hverju liðið okkar er ekki betur spilandi. Af hverju þarf Klopp að djöflast svona og öskra eins og sprelligosi í hverjum einasta leik. Það mætti halda að hann sé ný kominn eða að stjórna hauslausum hænum. Hann hefur unnið með flestum í mörg ár en það virðist lítið sitja eftir um þessar mundir.

    4
  17. Meðalaldur rm 92 ára og Liverpool 55 ára. Okkar leikmenn eru bara ekki klókir, meðan nacho draslið brýtur og brýtur af sér og fær aldrei spjald ???
    Viaplay menn eru með alltof mikla standpínu fyrir rm, bíddu bournmouth vann okkur með sama markamun ! Við vorum bara aumingjar í kvöld, eins og hræddir smákrakkar, og mjög óskynsamir.

    2
  18. Klopp gerir verstu innáskiptingar í manna minnum. Það þyrfti að setja hann í spennitreyju á hliðarlínunni og rétta Benitez varamanna-fjarstýringuna.

    4
    • Já ok en hvaða menn hefði hann átt að setja frekar inn ef þessar voru svona slæmar.

      • Númer eitt, tvö og þrjú: aldrei að taka Darwin Nunez útaf. Þar fór mesta sóknarógnin. Og til hvers í veröldinni að setja tvo menn inn á í uppbótartíma?

        2
  19. Skelfilegt að lesa þessi skrif hérna um mitt ástsæla lið Liverpool FC
    bara drullað yfir allt og alla.
    Það bara gerist að lið eru betri en Liverpool og Real Madrid voru það í kvöld
    og það þíðir bara ekkert annað enn að samþykkja það.
    Að drulla yfir liðið og leikmenn er til skammar þó við töpum !!!

    15
    • Það er ekki eins og verið sé að tjá sig um börnin sín. Það er bara hið eðlilegasta mál að tala hlutina upp þegar vel gengur og gagnrýna þegar illa gengur. Mér fannst það að minnsta kosti hluti af áhugamennsku minni að heyra skoðanir annarra, jákvæðar og neikvæðar. Ég er alls ekki sammála öllu sem ég les og geri ekki ráð fyrir að aðrir séu sammála mér. En mér fyndist mikið vanta ef gagnrýnin fengi ekki pláss.

      8
    • Það er ekki eins og tap og svona spilamennska komi mikið á óvart þessa dagana.
      Listinn af liðum sem hafa verið betri en Liverpool undanfarið er heldur betur að lengjast síðustu vikur og mánuði.

      3
  20. Þegar maður ber þetta saman við leikinn gegn Barca fyrir fjórum árum þá er svo augljóst að það er afar lítið á tankinum hjá þessu liði og sjálfstraustið mjög brothætt. Snorrabúð er bara stekkur. Engin ákefð eða barátta að ráði og augljós hræðsla við skyndisóknir Real. Mjög lítil áhætta tekin hjá þjálfarateyminu sem virðist enn fremur ekki hafa getað hrist nógu vel upp í mönnum fyrir leikinn. Enginn svo sem að leika hræðilega en aðeins einn að leika vel, Alisson.

    Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið kemur til baka eftir landsleikjahléð. Ég held í vonina og styð mitt lið hvað sem á dynur en ég er hræddur um að það dugi ekkert annað en þungarokksbolti fram á vor til að eygja minnstu von um Meistaradeild. Ég óttast hins vegar að þessi hópur hafi hvorki kraftinn né viljann í það.

    2
  21. Það að þurfa að fara þarna og skora nokkur mörk og skora ekkert segir meira en öll orð.

    2
  22. Sælir félagar

    Sá bara fyrri hálfleik og var svona nokkuð sáttur við hann. Það var þó ljóst að RM er með betri einstaklinga í flestum stöðum og þó sérstaklega á miðjunni. Sóknin fékk agar lítinn stuðning frá miðjunni en hver er hissa á því. Ég sá ekki seinni en er ekkert hissa á niðurstöðu leiksins. Mér fannst fyrir mína parta leikmenn Liverpool vera að leggja sig alla í verkefnið, amk. í fyrri. Það var samt nokkuð augljóst að Madridar liðið var betra, hafði úr meiri gæðum að moða.

    Það er nú þannig

    YNWA

    FSG out og það STRAX

    7
  23. Mikið vona ég að eigendur Liverpool àtti sig à því að staða liðsins meðal stórliðanna er mjög brothætt. Það einfaldlega verður að kaupa miðjumenn í úrvalsgæðum ef liðið à ekki að dragast aftur úr. Það skein í gegn í þessum leik hve allir miðjumenn RM eiga mjög auðvelt með að fara fram hjà mönnum og voru mjög fljótir að snúa vörn í sókn.Þann hæfileika vantar því miður hjà okkur í dag og það verður að breytast fyrir næstu leiktíð.

    2
  24. Svolítið lýsandi leikur fyrir okkar menn í vetur. Hægt uppspil, hikandi í aðgerðum og aftur og aftur, skelfilegar sendingar á síðasta þriðjung. Hvort vantar sjálfstraust eða hreinlega gæði? Miðjan sem stillt var upp í dag ekki nægilega góð, sást vel í varnarleik RM að þeir leyfðu Fab að bera boltann upp og þrýstu honum í að taka ákvarðanir. Sem skiluðu svo takmarkað fram á við. En okkur vantar gamla góða Liverpool, ruthless fram á við, allt of mikið af hikum, sendingum til baka og svo löngum boltum fram þegar allt er komið í óefni.

    4
  25. Jæja þannig fór um sjóferð þá, Real Madrid bara einfaldlega betri en við í dag og ekkert við því að gera.
    Nú er bara að girða sig í brók og ná í þetta fjórða sæti sem ég hef fulla trú á að við munum ná í.
    Það fylgir því gleði og líka sorg að styðja okkar ástkæra lið í gegnum súrt og sætt en sama hvað á gengur þá er það alltaf,
    MAYBI NEXT YEAR.

    2
  26. Mikið rosalega er Liverpool orðið bitlaust og leiðinlegt lið að horfa á, leik eftir leik með einni undantekniingu þó. Líkamstjáning leikmanna og Klopp segir sitt um stöðu liðsins og stjórans. Það mun aldrei takast að endurvekja gleðina, stemninguna og fótboltagæðin sem við höfum vanist sl. ár. Því fyrr sem menn vakna úr Þyrnirósarsvefninum, þvi fyrr er hægt að hefja alvöru endurreisnarstarf undir nýjum stjóra.

    6
  27. Trent er hryllingur varnarlegur og megnið af tímabilinu sóknarlega líka. Átti aldrei að byrja gegn Vinicius, hvorugan leikinn. Glæpsamlegt af Klopp. Og setja Milner og Fab saman þegar skora þarf þrjú, út í hött.
    Trent kostar Klopp starfið.

    5
  28. Fyrri hálfleikurinn fínn. Miðjan góð og augljóslega okkar bestu 11 sem byrjuðu.

    Skiptingarnar hjá Klopp eyðilögðu svo leikinn að mínu mati. Chamberlain átti ágætis innkomu en þap var óþarfi að taka Milner útaf. Elliot á ekkert erindi í þetta Liverpool lið og ég skil ekki af hverju Nunes var tekinn útaf og Gagpo færður af miðjunni.

    Áfram Liverpool!

    6
  29. Já Hossi. Hinn ágæti Jurgen Klopp er mannlegur og gerir stundum augljós mistök. Slæmt gengi Liverpool á þessu tímabili má klárlega skrifa á Klopp að hluta til, þó að einhverjir telji hann yfir alla gagnrýni hafinn.

    6
  30. Leikurinn tapaðist á heimavelli, þetta var fín útivallaframmistaða – ef þetta hefði verið fyrri leikurinn, þá hefðu allir verið frekar sáttir með þetta.
    Alison – þvílíkur snillingur.

    Nú er bara að vona að við náum fjórða sætinu, sem er orðið frekar ólíklegt – en alveg séns með þennan mannskap.

    3
  31. Veit ekki hvers vegna maður er alltaf að ergja sig á þessu, þessir leikmenn einfaldlega ekki nógu góðir.
    Sorgmæddur.

    3
  32. Mættu betra liði, eða a.m.k. liði með betra upplegg. Einfalt. Það sem pirrar mig og þá sérstaklega í fyrri leiknum eru innáskiptingarnar. Af hverju er verið að taka Nunes út af á 60-65min. Benzema 35 ára, Modric 37 ára og Kroos 33 ára spila allir 80+ mín í þessum leikjum. Hvað er eiginlega með úthaldið á okkar mönnum. Mér sýndist allavega skiptingarnar vera skref til baka í þessum leikjum. Varðandi deildina þá sýnist mér einfaldlega liðið vera að spila allt of hátt á vellinum miðað við getu þ.e. eru allt of opnir varnarlega og svo er eitthvað mikið andlegt að í liðinu að geta ekki komið stemmdir inn og unnið neðri liðin í deildinni með nokkru móti. Svo má bæta við að það hefur náttúrulega verið vandamál í ca. 10 ár að við höfum ekki nógu mikla ógn fyrir utan teig. Vantar almennilega skotmenn. Sem betur fer koma skemmtilegir leikir inn á milli og stutt síðan einn alskemmtilegasti leikur okkar manna sást. SJÖ-NÚLL, segi það aftur SJÖ-NÚLL.

    1
    • Sammála, einn eða jafnvel tveir miðjumenn breyta litlu. Þetta liggur í uppleggi og þjálfun. Flestir leikmenn eru rúnir öllu sjálfstrausti. Það veganesti sem þeir fá frá Klopp inn í leikina virkar bara ekki og trúin á verkefnið fjarar bara út. Svo stendur karlinn hoppandi og öskrandi á hliðarlínunni, skiptir mönnum inná en ekkert breytist. Það er orðið átakanlegt að horfa upp á þetta.

      8
      • Já alveg átakanlegt, þetta upplegg skilaði bara 7-0 sigri á United. Nákvæmlega engin frammistaða.

        1
      • Jú jú, gengur ágætlega stundum og einstaka sinnum mjög vel. En auðvitað er verið að tala um tímabilið í heild Daníel. Ég er að horfa á þetta frá þeirri hlið að liðið nái enn betri árangri. Reyna að sjá vandamálið og hvað mætti laga. En ef það eru ekki væntingar til þess er sjálfsagt að horfa bara á það góða og skauta fram hjá hinu, fer kannski bara betur með geðheilsuna 🙂

        4
  33. Bajcetic ekki meira með á tímabilinu ..það er í raun ótrúlegt hvernig leikmenn Liverpool meiðast þeir gjörsamlega slátrast bara út tímabilin þetta er orðið óskiljanleg óheppni.

    4
  34. Má henda þessu tímabili í ruslið bara ..þurfa svo að horfa á FSG þarna áfram manni verður bara illt að hugsa til þess að kanski bara kanski ná þeir skrapa saman í 1 miðjumann í sumar fyrir Klopp EF hann heldur áfram.

    7
  35. Þó svo keyptir verði 2-3 miðjumenn og jafnvel 1 í vörn þá má búast við því að 1-2 af þeim verði meiddir stóran hluta úr tímabilinu. Og hvað verður sagt þá þegar illa gengur, FSG out, andleysi eða viljaleysi leikmanna, þreyta…
    Klopp er búinn að reynast Liverpool frábærlega og standa sig mjög vel en ég held að bæði hann og liðið þurfi á breytingu að halda og hvíld frá hvort öðru. Það er sárt að hugsa þetta og segja en nauðsynlegt að velta við öllum steinum, og þora að kíkja undir. Án efa eru FSG, Klopp, leikmenn og allir þeir sem vilja Liverpool vel farnir að hugsa víðar og dýpra en ekki komist að niðurstöðu eða jafnvel í afneitun.
    Liðið er hrunið, ósannfærandi spilamennska, lítið sjálfstraust, mikil meiðsli, vonleysi og pirringur…Þetta bendir því miður allt í eina átt og hefur ekkert að gera með að styðja ekki liðið þegar illa gengur eða hrauna yfir allt og alla, bara hugleiðingar og skoðun á því hvað gæti verið að.

    11
  36. Já, það getur verið erfitt að halda í vonina á gamalli frægð einni saman. Vissulega góður 7-0 sigur á erkifjendunum en hann breytir ekki erfiðri og viðkvæmri stöðu klúbbsins. Óþægilegur raunveruleikinn er nánast orðinn áþreifanlegur og þögnin að verða ærandi.

    1
  37. Tók saman gengi Liverpool það sem af er á árinu 2023!

    Úrslit S J T
    Úrvalsdeild: T-T-J-T-S-S-J-S-S-T 4 2 4
    Bikarkeppni: J-S-T 1 1 1
    Meistarad: T-T 0 0 2

    2

Seinni leikurinn gegn Real

Ekkert í aðsigi