Byrjunarlið gegn Arsenal

Jurgen karlinn búinn að velja þá sem eiga að takast á við topplið ensku Úrvalsdeildarinnar í dag.

Þeir sem hlutu hnossið eru:

Jones og Jota halda sætinu, bakverðirnir, Gakpo og Virgil komnir inn, Thiago fær pláss á bekknum.

Að öllu óbreyttu ætti þetta að vera fjandi erfitt en það er auðvitað á hreinu að þetta lið getur hiklaust unnið Arsenal ef menn finna mojo-ið sitt!

KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!

53 Comments

  1. Finnst eins og Trent ætti að vera settur á bekkinn aftur. Joe Gomez fannst mér ganga ágætlega í leik á móti Chelsea.

    6
  2. Hvaða aulagangur er þetta með Darwin Nunez. Hvar er Carvalho og Elliot. Allt annað en Jones og Jota!!!

    2
    • Fréttir segja að Nunez hafi verið veikur, hvort sem það er rétt eða ekki.

    • Hvernig sem leikurinn endar í dag, þá vonandi verða Arsenal meistarar, bara allt annað en Manchester liðin!!

      2
  3. Spurning hvernig þetta endar 0-3 0-5 ég ætla samt að njóta og horfa á boltann

    4
  4. Hvað er uppleggið hjá Klopp? Pressa ekki og spila hægt og fyrirsjáanlega. Endalausar tilgangslausar sendingar til hliðar og til baka!

    4
  5. Ömurlegt að segja það en ég vonast liggur við að við töpum. Arsenal hefur verið langbesta liðið á Englandi þetta tímabil og eiga titilinn 100% skilið. Hafa jafnvel verið með VAR mikið á móti sér. Ég gubba uppí mig af tilhugsuninni að Man City olíuógeðið og hrokafulla smeðjan hann Guardiola vinni enn einn deildartitil.

    Þegar ég sé Curtis Jones á miðjunni gegn toppliðinu þá býst maður heldur ekki við miklu og ekki byrjaði leikurinn vel. Við eigum sama og engan séns á CL hvort sem er. Newcastle komið á rönnið sem við ætluðum á. Við hefðum td léttilega geta hirt Ödegaard af Arsenal fyrir 2 árum. Saka örugglega líka. Ótrúlegt hvað við höfum fullkomlega skitið í deigið í leikmannamálum síðustu ár.

    10
  6. maður er hættur að gera nokkrar kröfur um úrslit, þetta er orðið svo dapurt

    3
  7. Gakpo að taka hornspyrnu, hefði haldið að væri betra að hafa hann inní

    2
  8. Jæja.

    Gerum upp tímabilið:

    + samfélagsbikarinn (er þó alténd mynd upp á bikarvegg)
    + 7-0 gegn MU

    – Allt hitt.

    = algerrar uppstokkunar er þörf

    4
  9. Við erum miðlungslið það er bara þannig það kemur annað season eftir þetta sem betur fer

    2
  10. Er ekki bara best að enda í sæti sem gefur enga Evrópukeppni
    Ef það á að byggja upp liðið þá er best að hafa sem minnst af leikjum sýnist mér

    4
  11. Stoke er djók var sagt í eina tíð en nú lítur út fyrir að liverpool sé komið í svipaða stöðu þetta er skelfileg frammistaða

    1
    • VvD ball watching þarna, hann virðist skugginn af sjálfum sér undanfarið

      4
  12. Finnst munurinn á okkur og Arsenal er ákefð og vilji. Lítið verið að hlaupa eða pressa. Þarf meiri hraða í hlaupin og sendingar þurfa að vera sneggri og fastari. Vonandi sjáum við einhverja breytingu eftir því sem líður á leikinn. Maður sér ekki í fljótu bragði hvaðan færin eiga að koma öðruvísi en úr hraðaupphlaupum.

    3
  13. Pössum okkur á því að blanda Klopp alls ekki inn í þessa umræðu, hann er alveg blásaklaus!

    2
    • Sammála. Stjórinn ber enga ábyrgð á spilamennsku liðsins.
      Leikmenn setja sjálfir upp leikinn og velja í liðið, ekki Klopp.

      2
      • Alltaf sama sagan hjá Kloppurum, Foringinn ber enga ábyrgð á hruni liðsins, þetta annaðhvort leikmönnunum að kenna eða eigendunum! Einfaldur heimur!

        1
  14. Manni fallast hendur.. Lið augljóslega vita hvernig á að brjóta Lfc á bak aftur. Definition of insanity, doing the same thing again and again an expecting a differenr result… Eins og Klopp og hans teymi hafi engin svör…Ekki eins og þetta séu einhverjir aukvisar sem Lfc tefla fram…

    3
  15. Vörnin svooooo langt út á túni, algjört hrun!

    Segi það satt, gleymum öllu sem heitir Evrópukeppni næsta tímabil, kominn tími á að byggja upp frá grunni!

    3
  16. Ég sleppi aldrei leik og séð þá nokkra á Anfeld en nú sleppi ég að horfa, sem betur fer.

    1
  17. Salah…

    Fallegt spil: Jones, Jota, Hendo …

    Breytir þriðja markið leiknum?

    4
  18. Frábærar seinustu 10-15 af þessum leik og við erum alveg inni þessu eins og er.
    Er djöfull er þessi Jesus ömurlegur leikmaður, hann liggur alltaf og kvartar endalaust yfir meiðslum

    2
  19. Gott að sjá að þá langar til að vinna.

    Áfram núna. Gefið okkur almennilegan seinni hálfleik!

    4
  20. Fyrir nokkrum árum var hraði okkar aðalsmerki en nú skortie okkur hann. Erum alltaf hálfu skrefi a eftir eða vantar hálfa sekúndu í snerpu. Skortur á þessu hefur einkennt tímabilið því miður og því erum viðí þessari stöðu. En Andy Robertson átti að skora úr sínu færi! Reynum vonandi að pirra þá í seinni hálfleik því Arsenal eru trekktir.

    1
  21. Úff þegar Salah er farinn að klúðra 2 vítum í röð þá er nú flest farið

    3
  22. Henda þessum liggjandi aumingjum út í 5 mín ef þeir þurfa aðhlynningu eða stoppa leikinn orðið ömurlegt að horfa á.

    2
  23. Spáin var rétt, en í öfugri röð. Mikið vildi ég að Liverpool hefði spilað allt tímabilið einsog þeir gerðu í seinni hálfleik. Verður skelfilegt að missa Mr.Bobby, Dazzler, Firmino. Þvílík breyting þegar að kauði kom inn á, fór allt flæði í gang og í gegnum þennnann leikmann.

    Hann þarf að fá alvöru kveðjuleik! Si Senór!

    3

Upphitun: Topplið Arsenal mætir á Anfield

Liverpool 2 – Arsenal 2