Bið stuðningsmanna Liverpool eftir stóra leikmannaglugganum er orðin svipuð og bið íbúa Winterfell var eftir vetrinum. Þetta er þriðja sumarið í röð sem á að vera risastórt og þá alltaf með áherslu á að bæta við heimsklassa miðjumanni sem augljóslega hefur vantað hvað mest í nokkuð langan tíma. Thiago 29 ára á €22m fyrir þremur árum í stað Wijnaldum eru síðustu leikmannakaup Liverpool í þá stöðu og má vel færa rök fyrir því að það hafi verið veiking á liðinu miðað við spilaðar mínútur.
Liverpool skeit laglega í heyið á leikmannamarkaðnum síðasta sumar og kom í fyrsta skipti í langan tíma ansi viðvaningslega út, satt að segja hálf vandræðalega. Það hefur öðru fremur rústað þessu tímabili. Það var ljóst snemma síðasta vor að helsta skotmarkið myndi ekki koma heldur fór hann til Real Madríd. Liverpool hafði ekkert í bakhöndinni allt sumarið og endaði með panic lánsdíl á lokadegi leikmannagluggans sem hefur afrekað 13 mínútur í vetur. Það var auðvitað ekki hægt að sjá það fyrir en það var vissulega rautt flagg að hann var meiddur þegar hann kom, hefur verið meiddur undanfarin ár og þetta fór auðvitað eins hræðilega illa og hægt var að hugsa sér. Takk og bless Julien Ward, þín verður minnst svipað ánægjulega og Roy Hodgson.
Væntanlega hefur stór hluti ástæðunnar fyrir aðgerðarleysi verið að ljóst var að næsta sumar myndi sjálfkrafa losna um ansi mörg sæti á launaskrá. Klopp tók síðasta sumar kjánalegt rant sem líklega flestir sáu í gegnum að hann meinti ekki þess efnis að hann væri með 8-9 miðjumenn og því “skildi hann ekki” vandamálið. Því er kannski í alvöru mun líklegra núna að þetta verði stór leikmannagluggi. Liverpool ætti að öllu eðlilegu að losna við Keita, Ox, Milner og Arthur af launaskrá bara úr hópi miðjumanna núna í sumar. Árið eftir er ekki ólíklegt að 2-3 aðrir bætist við brottfararlistann.
En hvað er raunhæft að FSG geti og sé tilbúið að setja í leikmannakaup í sumar? Pressan á þeim og óánægjan hefur aldrei verið meiri og ljóst að ekkert sem komið hefur úr þeirra herbúðum í vetur getur flokkast sem jákvætt eða gefur til kynna að þeir séu ennþá með þeim snjallari í bransanum og viti 100% hvað þeir eru að gera. Liverpool hefur alls ekki hamrað járnið meðan það er heitt og er núna komið í fáránlega veika stöðu miðað við flugið sem félagið hefur verið á undanfarin ár, innan sem utan vallar. Það er líka rándýrt fyrir FSG að bregðast ekki við og freista þess að viðhalda Liverpool í fremstu röð.
Liverpool komst í úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 2017-18 með ungt og spennandi lið sem sprakk út tímabilið eftir með 97 stiga tímabili í deild og sigri í Meistaradeild. Stærsti leikmannagluggi Liverpool í tíð FSG var tímabilið 2018-19 er Liverpool keypti leikmenn fyrir €182m og nettó eyðslu upp á €141m. Höldum samt alveg í hestana, félagið hafði komið út í gróða tvo glugga þar á undan.
Síðan þá erum við núna búin að fara í gegnum fjóra leikmannaglugga þar sem Liverpool hefur verið eitt af svona þremur bestu liðum í heimi með Man City og Real Madríd. Tekjur félagsins hafa verið á pari við eða jafnvel meiri en Man Utd og því myndi maður ætla að félagið ætti alveg að hafa bolmagn í að jafna þær blóðsugur á leikmannamarkaðnum.
Arsenal, Man Utd, Tottenham og Chelsea hafa öll þurft að brúa bilið sem komið var á milli þeirra og Liverpool og Man City auk þess sem Newcastle hefur núna komið inn í myndina einnig.
Leikmannamarkaðurinn á Englandi 2019-2023
Hvað er raunhæft að gera sér vonir um að FSG sé tilbúið að setja í leikmannakaup í sumar? Bæði út frá því sem þeir hafa verið að gera, miðað við þá sem eru að yfirgefa félagið í sumar og miðað við hvað hin liðin eru að gera.
Samkeppnin er orðin þannig að ef við miðum við €300m leikmannaglugga sem er líklega lágmarkið á því sem Liverpool þarf í sumar erum við aðeins að tala um helminginn af því sem Chelsea hefur verið að gera í vetur. Liverpool setti €137m í leikmannakaup á þessu tímabili (€56,6m nettó) sem er í hærra lagi hjá FSG en á sama tíma var United að kaupa leikmenn fyrir €243m og Arsenal fyrir €192m.
En til að átta sig betur á hvað Liverpool hefur verið langt á eftir helstu keppinautum og eins til að meta hvernig svigrúmið ætti að vera í raun og veru er best að skoða nokkur ár aftur í tímann sem heild. Þetta er miðað við 2019-2023 (tekið af Transfermarket)
- Chelsea er auðvitað snarbrenglað dæmi sem við þurfum líklega aðeins að taka út fyrir sviga. Eins hljóta þeir að verða rétta eitthvað skútuna af fjárhagslega í sumar með sölu leikmanna. Þeir eru samt bein samkeppni við Liverpool sem er að eyða €107m meira í leikmannakaup (nettó) að meðaltali í hverjum glugga. Það er einum Tchouaméni meira á hverju tímabili eða t.d. Salah, Mané og Firmino á hverju tímabili.
- Man Utd ætti að vera miklu nærtækara dæmi hvað bolmagn varðar. FSG var að reka Liverpool miklu betur en Jöklarnir voru að reka United, Liverpool komast upp með að setja miklu miklu minna í leikmannakaup í samaburði við United en ná miklu betri árangri innanvallar. Það er búið núna og ljóst að þeim er að takast með miklu meiri fjármunum í leikmannakaup að taka framúr Liverpool aftur. Undanfarin fjögur tímabil hefur United keypt leikmenn fyrir €411m meira en Liverpool sem er um €103m að meðatali (Nettó) í hverjum glugga. United hafa auk þess verið ömurlegir í að selja leikmenn og því enn meira magnað hvernig þeir fjármagna þessi leikmannakaup.
- Eins verður alltaf að taka mið af því að kaupverð segir bara hálfa söguna og fegrar t.a.m. mjög leikmannakaup Man City en það er alveg ljóst að Man Utd er alls ekki að borga minna í laun en Liverpool. Ekki grunnlaun, mögulega í árangurstengdum tekjum.
- Man City hefur keypt leikmenn fyrir svipaðar fjárhæðir og nágrannar þeirra í United, þeirra rekstur eru hinsvegar öllu betri og er sala leikmanna tæplega €400m undanfarin ár. Nettó eyðsla Man City er því “aðeins” tæplega €100m meiri en Liverpool undanfarin fjögur ár. Hinsvegar verður að hafa í huga að öll þessi fjögur ár hefur Man City verið undir smásjánni hjá knattspyrnusambandinu fyrir að svindla all hressilega á Financial Fair Play reglum, launakostnaður bara við Haaland er stjarnfræðilegur og kaupverð með öllu töluvert mikið meira en þessar hlægilegu €60m sem Transfermarket er að miða við. Klárlega hægt að þrefalda þá fjárhæð. Auk þess sem þeir voru að eyða all hressilega meira en Liverpool árin á undan. Hvað fer svo stór partur af kostnaði Man City í gegnum félög í þeirra eigu í heimalandi eigendanna án þess að sjást í bókum félagsins?
- Árangur Arsenal kom svo ekkert að sjálfu sér og Mikel Arteta er engin kraftaverkamaður þó vissulega sé hann að gera mjög flotta hluti. Arsenal er búið að kaupa leikmenn fyrir €331m meira undanfarin fjögur tímabil en Liverpool, það eru €83m að meðaltali á ári. Magnað alveg að þessi lið séu á endanum að brúa helvítis bilið. Liverpool hefur öll þessi fjögur tímabil verið í Meistaradeildinni öfugt við Arsenal, farið alla leið í úrslit í þeirri keppni, eins er Liverpool búið að vinna deildina og báða bikarana og HM félagsliða. Hvernig hefur Arsenal efni á €331m meira en FSG í leikmannakaup? Þarna er t.a.m. svigrúm sem FSG ætti að hafa til að leiðrétta hressilega stöðu Liverpool núna. Gleymum ekki að Liverpool fór líka alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2018 og 2019, Arsenal var ekki heldur með þau tímabil í þeirri keppni.
- Hvernig í fjandanum er Tottenham, sligað af nýjum heimavelli að eyða um €60m meira að meðaltali undanfarin fjögur ár en Liverpool á leikmannamarkaðnum? Það er bara vandræðalegt, Spurs er búið að kaupa leikmenn fyrir €236m meira (nettó) en Liverpool undanfarin fjögur tímabil. Þar ætti að vera svigrúmið sem FSG hefur í sumar til viðbótar við €70-100m sem ættu að hvort eð er að fara í þennan glugga.
- Newcastle undir stjórn Mike Ashely var að eyða meira (nettó) í leikmannakaup en Liverpool tímabilið 2019-20 og 2020-21, spáið í því! Þeir hafa svo núna í tveimur gluggum tekið afgerandi framúr Liverpool, bæði á leikmannamarkaðnum og því miður í deildinni einnig. Þetta er samt auðvitað bara svindl lið og ríkisrekið sportwashing project sem ekki er sanngjarnt að bera sig saman við.
Leikmannakaup óháð sölum, topp 10:
Miðað við stöðuna sem Liverpool hefur komið sér í og mun á eyðslu Liverpool í samanburði við önnur lið myndi maður vilja sjá €300m+ í sumarglugganum. Það eru nokkuð hressileg krafa og vel yfir því sem hefur verið í gagni undanfarin ár.
Chelsea sprengdi alla skala í vetur með €611m í leikmannakaup en þeir eiga líka næst hæstu fjárhæðina í leikmannakaup undanfarin fjögur tímabil, €247m Covid árið 2020-21. Gott ef þeir voru ekki að losna út félagsskiptabanni skömmu áður og áttu inni söluna á Edin Hazard.
Man Utd hefur tvisvar keypt leikmenn fyrir um €240m undanfarin fjögur tímabil þannig að kannski er ekki svo ósanngjarnt að óska eftir einum glugga þar sem Liverpool eyðir rúmlega slíkum fjárhæðum?
Af topp tíu hæstu fjárhæðum í leikmannakaup undanfarin fjögur tímabil á Arsenal þrjá glugga upp á €170m-€190m.
Leikmannakaup
Keita €60m – Ox €38m – Milner €0m.- Arthur €4,5m. Kaupverð þeirra leikmanna sem eru að fara í sumar var um €100m fyrir 5-6 árum sem væri líklega nær €125-140m í dag. Milner og Arthur eru svo miðjumenn á mjög góðum EPL launum rétt eins og Ox og Keita.
Liverpool er löngu búið að greiða upp kaupverðið á Henderson, líklega er einnig búið að klára uppgjör á Fabinho núna auk þess sem Elliott og Thiago komu fyrir óverulegar fjárhæðir.
Kaupverði leikmanna er skipt niður á lengd samningsins, þess vegna gerði Chelsea t.d. 8 ára samning við Enzo Fernandez. Liverpool er ekki að greiða neitt fyrir miðjumenn núna og ætti því að vera alvöru svigrum þar í sumar, jafnvel fyrir ofur kaupverði og launapakka sem færi í Jude Bellingham.
Útilokum ekkert þar strax þó fréttir vikunnar hafi sagt hið gagnstæða. Liverpool gaf líka út sterka yfirlýsingu um að Alisson væri ekki að koma, Thiago var ekki á leiðinni á Anfield, Van Dijk var alls ekki lengur skotmark o.s.frv.
En gott og vel ef að Jude Bellingham pakkinn er of dýr, öfugt við umræðuna oft á tíðum er hann ekki eini valkosturinn mögulegur í sumar. Ekki frekar en Tchouaméni var síðasta sumar. Auðvitað væri hundfúlt að missa af honum, sérstaklega í ljósi þess að blaðamenn tengdir Liverpool hafa nánast slegið honum upp sem aðalskotmarki Liverpool í tvö ár núna og þrisvar sagt hann vera eyrnamerktur Liverpool “næsta sumar”. Ef ekki hann er alveg hægt að styrkja miðjuna og liðið á ýmsa aðra vegu. Eins má alveg hafa í huga að flest af stærstu leikmannakaupum sögunnar hafa ekkert staðið undir verðmiðanum og þessir strákar frá Dortmund (eða bara þýska boltanum) hafa ekkert alltaf staðið undir hype-inu.
Þetta eru dýrustu leikmenn sögunnar og listi sem Jude Bellingham fer líklega í 3-5 sæti á fari hann frá Dortmund í sumar. Eftir á að hyggja ef félögin fengu að taka ákvörðun aftur í tímann, ætli eitthvað af þessum viðskiptum hefðu átt sér stað fyrir utan Kylian Mbappe til PSG? Þetta steig honum reyndar svo til höfuðs að hann er núna nánast farin að stjórna því hver stjórnar hjá þeim. Auðvitað er dómur ekki fallinn með alla þessa samninga en þetta er held ég alveg holl lesning að hafa í huga og klárlega eitthvað sem FSG vill forðast.
Svona leikmannakaup sem mistakast hjá Liverpool eru miklu stærra mál en svona mistök fyrir Chelsea, City og núna Newcastle. Hvað hafa Keita og Ox verið dýrir undanfarin ár? Þeir hafa tekið tvö pláss fyrir nothæfa miðjumenn á launaskrá, hvað hefðu tveir slíkir miðjumenn gert mikið fyrir okkar menn í vetur? Þetta skiptir í alvöru máli.
Persónulega hef ég aldrei haft trú á Jude Bellingham til Liverpool, hann er að þróast í verðmætasta leikmann næsta leikmannamarkaðar og því miður er Liverpool ekki að slást um þá leikmenn. Það er allt í lagi ef þeir sýna fram á jafn góða styrkingu á liðinu með öðrum hætti eins og tókst vel 2017-2019. Salah og Mané voru sem dæmi hvorugur fyrsti kostur Klopp í aðdraganda þess að þeir voru keyptir. Flestir þeirra leikmanna sem urðu heimsklassa leikmenn hjá Dortmund voru óþekktir áður en Klopp fór að vinna með þá.
Hvort sem það er raunhæft eða yfirhöfuð snjallt að setja allt púðrið í Bellingham pakka sem kostar eflaust €200m+ með launakröfum og umboðsmannaþóknunum eða styrkja liðið með öðrum hætti skiptir ekki öllu, hinsvegar er alveg ljóst að í sumar þarf FSG að sýna helmingi meiri metnað á leikmannamarkaðnum en þeir hafa nokkurntíma gert og guð minn góður ætti að vera ágætt svigrúm til þess sbr. þennan samanburð sem farið var yfir hér.
Það hefur lítið sem ekkert komið frá þeim í vetur sem gefur manni tilefni til bjartsýni samt. Mike Gordon sem er aðalmaðurinn úr eigendahópnum í rekstri Liverpool hætti í vetur til að einbeita sér að sölu á félaginu sem ekkert verður af fyrir sumarið og er hann mættur aftur til fyrri starfa. Julien Ward sem sagði upp fyrir löngu er enn yfirmaður knattspyrnumála og væntanlega sá sem er að sjá um viðræður vegna leikmannakaupa í stað þess að ráða strax arftaka hans og láta hann stjórna leikmannakaupum sumarsins.
Eftir síðasta sumar er allt traust til FSG á leikmannamarkaðnum farið og með því að bera saman leikmannakaup Liverpool við önnur lið undanfarin ár er maður ekki bjartsýnn. Liverpool hefur verið á stalli núna í fimm ár með Man City, Real Madríd og Bayern og ætti að öllu eðlilegu að vera á sama markaði í leikmannakaupum og þau.
Ekki með skitnar €37m í nettó eyðslu að meðaltali yfir fjögurra ára tímabil þegar þörfin á alvöru innspýtingu hefur verið öllum ljós lengi. Hamra járnið meðan þegar það er heitt og huga að framtíðinni meðan vel gengur, forðast þannig hrun eins og þetta tímabil hefur verið.
Hvað er raunhæf fjárhæð til leikmannakaupa, þú er ekki að biðja um lítið?
Raunhæf fjárhæð til leikmannakaupa hjá stóru liði er auðvitað sú fjárhæð sem klúbburinn þarf til að ná bættum árangri, flóknara er það ekki. Miðað við stöðuna á Liverpool í dag þarf trúlega að eða 200 – 300 milljónum punda í leikmenn í sumar. Það er ólíklegt að það muni skila árangri strax á næsta tímabili þar sem það mun taka ákveðin tíma að slípa nýjan hóp saman. Ef ekki hefði verið fyrir smæð, nísku og aðgerðarleysi núverandi eiganda væri Liverpool í allt annari stöðu í dag og enn á pari við Man City. Ég held að það sé ógjörningur að vera að seta upp einhvern væntingalista yfir leikmenn meðan FSG er ennþá eigandi Liverpool Fc. Mín vænting er að losna undan eignarhaldi FSG sem fyrst svo Liverpool geti aftur blómstrað sem stórveldi, því fyrr því betra.
YNWA
Einar, það er eitt sem er jákvætt við þessa samantekt hjá þér og það er að þú ert búinn að átta þig á aðgerðaleysi FSG í leikmannamálum, listinn sem þú dregur fram lýgur engu um það kaupstefnu FSG. Ég hefði viljað sjá lista yfir fleiri lið frá árunum 2019 – 2023 ég gæti trúað að Liverpool sé ansi aftarlega á þeim lista þegar kemur að kaupum vs sölur.
Það segir líka margt þegar ógeðið Mike Ashely kafa dýpra ófan í vasana enn FSG!
Það at tveir yfirmenn knattspyrnumála hafi hætt hjá Liverpool á innan við ári segir líka mikið um slæma innkaupastefnu FSG.
Eins og ég hef sagt áður þá á Liverpool Philippe Coutinho margt að þakka fyrir að hafa grátið sig til Barcelona 2018 fyrir metfé, þá var Jurgen Klopp svo heppin að fá að nota næstum allan peninginn sem fékkst fyrir hann til kaupa á gæða leikmönnunum úr efstu hillunni (van Dijk og Alisson Becker) sem skóp þann árangur sem náðist næstu fjögur ár á eftir.
YNWA
Frábær grein og rann vel niður með morgunkaffinu.
Í bókinn How the Mighty Fall, sem kom út á því herrans ári 2009 dregur Jim Collins saman dauðastríð risa í fyrirtækjaheiminum, sem stóðu á brauðfótum og áttu skammt eftir ólifað.
Þetta er mögnuð samantekt: Hroki vex af árangri, vöxtur er ómarkviss og stjórnlaus og sitthvað fleira tilgreinir hann. Framan af virðist allt í stakasta lagi en svo fjölgar vísbendingum þess efnis að hrun sé yfirvofandi.
Skömmu fyrir andlátið fer að votta á þessu einkenni: Leit að patentlausn. Þarna fer öll orkan í að leita að einhverju einu sem á að bjarga málunum, skipta út mannauðsdeildinni, komast inn á nýjan markað, ný stefnumótun… Þetta segir Collins til marks um eitraða menningu þar sem fólk horfir ekki á grundvallaratriðin en einblínir þess í stað á einstaka ákvarðanir sem eigi að snúa félaginu af ógæfubraut.
Mér verður oft hugsað til þessa í umræðunni um félagið okkar. Það að mæna á einn leikmann, ein risakaup, eitthvað sem ,,allir” segja að sé málið, minnir mig einmitt á þetta einkenni í dánarferlinu.
Lykilatriðið í þessari grein er einmitt þetta: ,,Eins má alveg hafa í huga að flest af stærstu leikmannakaupum sögunnar hafa ekkert staðið undir verðmiðanum og þessir strákar frá Dortmund (eða bara þýska boltanum) hafa ekkert alltaf staðið undir hype-inu.”
Ætla ekki að gráta þetta Bellingham dæmi. Keita var einu sinni svona patentlausn en brauðfóta-risarnir MU og Chelsea eru með langan lista af slíkum leikmönnum sem engu skiluðu, þá nennir maður ekki að ræða um PSG í því sambandi.
Lykilinn að upprisu okkar liðs verður að vera uppbygging frá grunni, skynsamleg fjárfesting í leikmönnum sem falla inn í heimspeki félagsins og svo, eins og segir í pistlinum, ærleg vorhreingerning. Ætla að treysta því að hroki og hleypidómar ráði ekki för á þessari vegferð sem Klopp og co. eru að hefja á leikmannamarkaði. Þvert á móti liggi að baki stórum ákvörðunum, úthugsuð aðferðafræði grundvölluð á hreinskilni og auðmýkt fyrir þeirri ábyrgð sem þeim er falin á hendur.
Mjög flott samantekt!
Það sem þarf fyrst og fremst að gera er að fá inn leikmenn sem eru ekki aaaaalllltaf meiddir. Bara inni á TM er hægt að sjá að Salah er með alveg fáránlega gott availability, hann hefur misst af 15 leikjum yfir 10 tímabil og þar af 12 þegar hann var á Ítalíu. Á sömu síðu má síðan fletta upp Keita og það er bara sorglegt að þessi maður skuli hafa verið keyptur.
Bellingham hefur misst af 3 leikjum á tíma sínum hjá Dortmund, auðvitað vill maður fá þennan leikmann en ef hann er of dýr fyrir klúbbinn í þessu algjörlega sjálfskapaða miðjuveseni, þá því miður er það bara svoleiðis og enn ein sönnun á því hvernig sofið var á verðinum.
Ég bara trúi ekki að Julien Ward sé að sjá um nokkurn skapaðan hlut hjá Liverpool og ef svo er, þá er eitthvað mikið að og rotið innan klúbbsins.
Takk fyrir þessa snaggaralegu yfirferð Einar. Virkilega fróðleg lesning og sýnir hvað þessi knattspyrnuheimur er orðinn snarruglaður eftir að forríku gaurarnir komust með puttana í hann. Okkar lið verður því miður að taka þátt í þessu kapphlaupi. Er ánægður með að sjá að peningar geta þó ekki stjórnað öllu eins og Chelsea dæmið sannar svo hressilega.
Sannarlega vonar maður að einhver góð styrking verði í sumar m.a. vegna brotthvarfs leikmanna. Oft hefur mér fundist hér á síðunni að menn dæmi liðið okkar ansi hart. Ef menn hafa gleymt því þá hefur liðið unnið FA bikar, Deildarbikar og Góðgerðarskjöld á sl eitt árið eða svo, endað með 92 stig í deildinni og spilað til úrslita í CL. Möguleiki var á alslemmu nánast fram á síðasta dag. Vissulega hefur núverandi tímabil valdið verulegum vonbrigðum en liðið sýnir þó inn á milli að getan er enn að mestu til staðar, 9-0 og 7-0 er ekki tilviljun. Það er hinsvegar eitthvað að í hausnum á mönnum, eða stjóra, sem veldur þessum svakalega óstöðugleika. Meiðsli jú eiga einhvern þátt. Því þarf að spyrja sig dugar að fá tvo til þrjá heimsklassa miðjumenn ef hausinn er einhvernveginn ekki rétt skrúfaðir á. Munu TAA, VvD, Robertson, Fabinho, Hendo, Nunez og Salah spila betur ef þeir fá nýja hörku miðjumenn með sér??
Sælir félagar
Takk fyrir þennan pistil Einar og þarna kemur það fram sem við nokkrir stuðningsmenn höfum verið að segja. Ég vil gera orð Ara Óskars og Hjalta að mínum. Það kemur fram hjá Einari að netto eyðsla á ári er nánast sú sama og ég giskaði á í athugasemd í öðrum þræði um daginn. Hér sjá stuðningsmenn þetta svart á hvítu stutt gögnum sem Einar hefir tekið saman.
Það er því miður ekkert í eigendasögu FSG sem segir að þeir leyfi þá eyðslu (300 til 350 brútto) sem til þarf í sumar. Samkvæmt þessari samantekt verða stuðningsmenn liðsins að vera viðbúnir gríðarlegum vonbrigðum í sumar. Það sem er líklegt er þetta: Keyptir verða leikmenn úr 2. og 3. hillu ásamt einhverjum unglingum sem nota bene er nóg af hjá klúbbnum. Við sitjum svo eftir með sárt ennið og þessa eigendur áfram ………
Það er nú þannig
YNWA
Þegar sumarið 2021 munu nokkrir einstaklingar í hinni frægu ráðningardeild Liverpool hafa sagt að meðalaldur liðsins væri að færast frá því sem var talið vera „besti fótboltaaldurinn”. Nokkrir í nefndinni fundust nýjar framlengingar á samningum eldri leikmanna ekki vera besta leiðin fyrir hóp leikmanna sem höfðu spilað saman í mörg ár, þar sem hinn krefjandi leikstíll tærði bæði á líkama og sál. Kjarninn í liðinu þyrfti nýtt blóð með yngri kraftmeiri leikmönnum til að geta orðið nýtt stórlið. Vissir sterkir einstaklingar í nefndinni horfðu framhjá þessari staðreynd og félagið kaus að hunsa að leysa þetta vandamál. Þessar upplýsingar koma frá Melissa Reddy sem nefnir engin sérstök nöfn úr ráðningarhópnum en síðan 2021 hefur Michael Edwards hætt sem íþróttastjóri. Julian Ward, sem tók við starfinu ætlar að hætta í lok tímabils og það gerir Ian Graham líka. Eitthvað hefur því gengið á hjá nefndinni. Nú í aðdraganda stórs félagaskiptaglugga er spurning hvort ráðningarfulltrúar Liverpool geti verið sammála um framtíðarsýnina. Melissa heldur því einnig fram að Klopp hafi nú þegar aukin áhrif á ráðningar leikmanna en að Klopp geri sér vel grein fyrir því að það eru eigendurnir sem ákveða hvaða fjárhagsáætlun hann þarf að fylgja. Þeir komi með fjárhagsáætlun og hann og ráðningar nefndin taki síðan ákvarðanir um kaup á leikmönnum innan þess ramma.
Klopp mun ekki gefast upp í baráttunni um að komast aftur á toppinn. Hann var mjög skýr á fréttamannafundi í gær með að þegar kemur að ráðningum sé margt annað sem skipti máli en fjárhagsáætlun og peningar. Tímasettningin skiptir máli. Mikilvægi þess að fá tryggingu frá leikmönnum um að þeir séu opnir fyrir að fara til félagsins var eitthvað sem Klopp undirstrikaði – sérstaklega. Það fyrsta sem þú þarft að gera þegar þú ert sannfærður um einhver vill spila fyrir Liverpool er að sjá hvort það sé mögulegt. Klopp hélt áfram og sagði það eru margir góðir leikmenn þarna úti. Við höfum áhuga á öllum góðum leikmönnum og vonandi koma einhverjir hingað. VIÐ getum aftur orðið lið sem enginn vill mæta. Við þurfum ekki að vera besta fótboltaliðið til að vinna deildina. Við verðum bara að vera sammála um hvernig við viljum spila og taka það þaðan. Við munum gera það. Ef við fáum réttu leikmennina, sem vilja berjast fyrir okkur og þróast með okkur, þá verður allt í lagi. Skarpir fætur, beitt höfuð. Það er hugmyndin sagði Klopp. Við höfum gert þetta áður. Ekki að vera ósáttur við hlutina.
Ég ber fullt traust til Klopp. Hef fulla trú á því að honum takist að koma Liverpool aftur í fremst röð.
Hárrétt, kórrétt og allt rétt.
Innkaupastefnan algerlega brugðist eins og hér kemur skýrt fram, og ég hef ítrekað bent á.
Við stuðningsmenn þurfum einfaldlega að fara að skrúfa niður væntingastuðulinn því ef við keppum ekki við stóru strákana í leikmannaglugganum getum við ekki ætlast til þess að gera það ítrekað á vellinum.
Þessi tölfræði endurspeglar einnig það kraftaverk sem Klopp hefur unnið við þessar aðstæður.
For what it’s worth, eins og sagt er í útlöndum, þá var gaman að fylgjast með tveimur fyrrverandi Liverpool-piltum í leikjum dagsins: Dominic Solanke og Harry Wilson.
Solanke með stoðsendingu í sigurmarki Bournemouth í fræknum uppbótartíma-útisigri á Tottenham. Spurs being Spursy eins og venjulega. Harry Wilson í fínu formi í Fulham útivallar-rústinu á Everton. Með snarpa fótavinnu, gott auga og mjög laglegar sendingar. Og Fulham núna bara tveimur stigum á eftir Liverpool!
Þórðargleði dagsins er þriðji tapleikur Frank Lampard í röð, í hringleikjahúsi Todds. Kannski hefði sirkusstjórinn Boehly frekar átt að sækja Gary O’Neil til Bournemouth, sem er búinn að toga sitt lið af fallsvæðinu og upp í 14. sæti með fjórum sigrum í síðustu sex leikjum? Verður amk. fróðlegt að sjá hvernig Chelsea gengur í must-win útileiknum á móti Sevilla. Það verður líklega Hall of Fame flugeldasýning.
De Zerbi er á fljúgandi siglingu með Brighton og allar líkur á Evrópukeppni hjá þeim næsta vetur, ef ekki hreinlega Meistaradeild. Þeir eru amk. dark horse í augnablikinu. Hvað skyldi Graham Potter hugsa núna? Grasið er ekki alltaf grænna hinumegin við lækinn.
Og fyrirgefðu þráðránið, Einar Matthías, en ég er aðallega að skrifa þetta til að komast hjá ekki-fréttum og depurð yfir leikmannakaupum ákveðins rauðs liðs.
Ah! Þetta átti auðvitað að vera Real Madrid en ekki Sevilla. Ekki léttist Chelsea róðurinn við það…
Harry Wilson og Dominic Solanke voru báðir valdir í lið vikunnar á BBC í gær, svo ég var ekki alveg úti að aka með hrifningu mína á spilamennsku þeirra.
„Dominic Solanke is not just leading the line for Bournemouth, he is looking every inch a quality player” segir Garth Crooks og Harry Wilson „played a masterful role in [Fulham’s] victory over a poor Everton.” Gaman að sjá þetta.
https://www.bbc.com/sport/football/65294896
Ég er persónulega í hópi þeirra sem vil fá meira af ungum hæfileikamönnum upp í aðalliðs-hópinn s.s. Kaide Gordon (meiddist því miður illa), Bajcetic (sem er líklega kominn til að vera) og Ben Doak, sem dæmi. Taka aðeins meiri sjensa á því að blóðga unglingana.
Helsti styrkleiki Klopps, vináttan við leikmenn, virðist líka ætla að verða honum fjötur um fót því stundum getur hann ekki slitið tilfinningasambandið við leikmenn sem eru að komast á aldur/eða eru ekki nógu góðir. Nýir langtímasamningar við slaka menn á borð við Curtis Jones og minn elskulega Henderson eru dæmi um svoleiðis furðulegheit/mistök. Eða fimm ára samningur við Joe Gomez?
Jæja, vinna Leeds í kvöld og ekkert rugl, takk fyrir!
Call the season off!
Ég er að venju sammála mörgu í þessari yfirferð en ósammála öðru.
Mér finnst þessi framsetning ekki sanngjörn, en látum það liggja á milli hluta.
Það vekur athygli mína að það er verið að bera okkur saman við hina ýmsu klúbba og velt því fyrir sér hversvegna hin liðin nái að kaupa svona miklu meira en Liverpool. Í fyrsta lagi er ég ekkert sammála þeirri fullyrðingu í öllum tilfellum en skoðum samt ástæðurnar:
City og Chelsea: þetta þarf varla að skoða er það ? Hér er bara svindlað. Punktur. Eyði ekki frekari tíma í það.
United: klúbburinn skilaði met tapi uppá yfir 118m punda, skuldar í kringum 400m vegna leikmannakaupa, og skulda í heildina 970m !!!
Tottenham: Tottenham skilaði yfir 60m punda tapi, og skuldar í heildina yfir 800m !!
Arsenal: Arsenal hefur ekki verið rekið réttu megin við núllið síðustu 4 fjárhagsár, að minnsta kosti. Félagið skuldar eiganda sínum yfir 200m pund. Félagið hefur ekki keypt leikmenn fyrir mikið meira en Liverpool ef við tökum bara síðustu 6-8 ár…. fyrir utan eitt tímabil sem sker sig úr.
Liverpool er rekið með hóflegum hagnaði, og skuldar lítið.
Hvaða leið vilja menn fara í þessu. ??
Það eru bara tvær leiðir.
A) það er sirka 8m hagnaður af rekstrinum. Til að eyða meiru í leikmenn þurftu eigendur að setja pening í það. Hvernig sjá menn það fyrir sér með tilliti til ffp reglna ?
B) það er hægt að fara leiðina sem hin liðin fara, og það er að skuldsetja klúbbinn!! Það er nákvæmlega það sem hin liðin eru að gera!! Myndu menn vilja taka 80m punda lán á hverju ári, næstu 5 árin til að kaupa (til dæmis) 1 leikmann, ofaná þær sirka 100 sem við eyðum í leikmenn í dag ?
Eftir 5 ár myndum við skulda 400 milljónir.
Er það sú leið sem menn eru að kalla eftir ??
Menn kölluðu eftir því að LFC gæti keppt við hin liðin launalega! FSG fór í það að græja það. Þegar liðið halaði inn 600m í tekjur, samdi það við 22 leikmenn og greiddi 366m í laun.
Ég nenni ekki þessari netto/brutto umræðu þegar menn taka ekki með í reikninginn kostnaðinn á móti því að búa til fótboltamenn sem hægt er að selja.
En skýringin á eyðslu annarra liða, er einfaldlega að þau eru að skuldsetja sig meira!!
Insjallah
Carl Berg
Veit ekkert hver Carl Berg er annað en það sem ég les frá honum hér á þessu spjalli, i mínum huga raunsær og veit hvernig málum er hagað í þessum fjármálaheimi….takk fyrir að svara Ferrarari draumadrengjunum sem halda að svindl og svínarí séu norm….
Börkur og Carl Berg
Ég er nokkuð viss um að flestum hér inni líkar ekki vel við það hvernig fótboltinn er orðinn, það snýst allt um peninga, eigendur hinna stóru liðana dæla inn peningum í sína klúbba til að ná árangri. Við verðum að átta okkur á því að okkar klúbbur er einn sá stærsti á Englandi og á þá að vera að minnsta kosti á pari við hina þegar kemur að þessum málum,
það er nú bara þannig. Ég vill berjast um enska titilinn á hverju ári og það er sá staður sem Liverpool á að vera á, eins og staðan er nú miðað við eignarhald FSG og það sem þeir geta lagt til málana er Liverpool að fara sigla lygnan sjó um miðja deild. Það er ekki sá staður sem stórveldið Liverpool Fc á að vera á. Ég get ekki séð að það skipti okkur nokkru máli hvort einhverjar tölur segi að þessi eða hin klúbburinn sé rekin með tapi, Man utd var búið að safna skuldum í mörg ár, það hefur ekki haft nein áhrif á þá, sjáið Barcelona sem er sagt á hausnum, þeir verða alltaf í rekstri og engar líkur að þeir verði gerðir gjaldþrota vegna peningahagsmuna.
Lada eða Ferrari?
Ég kýs árangur og titlasöfnun Liverpool fram yfir eigendur (FSG) sem við vitum ekkert um hvað þeir hafa tekið mikla peninga út úr klúbbnum síðan þeir komu, mér þykir ólíklegt að þeir séu heiðalegri enn aðrir eigendur, þeir vora allavega efstir á blaði þegar kom að stofnun ofurdeildarinnar.
Ég er nokkuð viss um að flestir hér inni vildu eiga Ferrari 😉
YNWA
Eru ekki komnar nýjar FFP reglur sem kveða á um að félög megi eyða allt að 70% af tekjum sínum í kostnað við leikmenn þ.e. kaup, laun og kostnaður vegna umboðsmanna auk þess að tap yfir þriggja ára tímabil má vera allt að 60m. EUR?
Samkvæmt gömlu reglunum má félag eyða hagnaði plús einhverjar 4m punda. Að auki mega eigendur covera 25m punda tap sem gæfi þá 8+4+25 = 37m í leikmanna kaup í ár.
Það kemur fram í færslunni að kaupverði leikmanna er skipt niður á lengd samnings þannig að miðað við fimm ára samninga er hægt að eyða 185m í leikmenn í sumar án þess að fara á svig við (gömlu) reglurnar. Veit að laun koma inn í þetta en það losna leikmenn af launaskrá á móti.
Þar fyrir utan að þá er kostnaður við t.d. endurnýjun á aðstöðu, kvennaliða og yngri flokka ekki tekinn með þegar verið er að tala um hve mikið má eyða í leikmannakaup karlaliðanna svo svigrúm til leikmannakaupa er töluvert meira en þessi átta milljóna hagnaður gefur til kynna.
abc:
Jú þessi útskýring er ekkert langt frá því hvernig þetta er sett upp. Fyrir utan það, að það er ekki alveg rétt að kaupverði leikmanna sé alltaf skipt niður á lengd samnings. Það er bara allur gangur á því.
Hinsvegar þarf auðvitað að afskrifa “eignina” í bókhaldinu (færa hana niður), og er því dreift á lengd samningsins.
Ef Liverpool kaupir leikmann á 50m og gerir við hann 5 ára samning, og staðgreiðir verðið, þá er kaupverðið allt skráð á það fjárhagsár. Verðið er svo fært niður um 10m á ári (afskrifað).
Málið er bara að FSG hefur í raun ekkert átt LFC í langan tíma. Þeir taka við öllu í klessu.
Til að geta keppt við hin liðin þurfti að ráðast í gífurlegar breytingar.
Það þurfti að stórauka veltuna!! Til að geta keppt við hin liðin um leikmenn, þurfti að geta borgað leikmönnum samkeppnishæf laun. Stuðningsmenn kölluðu ekki síst eftir þessu. – þetta var gert !!
Veltan jókst, og kostnaður á móti. LFC borgar núna næst hæstu launin í deildinni. Nú þegar erum við í 62% af þessum 70% sem við megum vera í, varðandi kostnað við hópinn. (Þessar reglur eru reyndar rýmri meðan aðlögunin stendur yfir)
Það þurfti að stækka völlinn! Stuðningsmenn kölluðu eftir því. – þetta var gert!!
Það þurfti að fjárfesta í æfingaaðstöðunni sem var ekki samkeppnishæf. – þetta var gert!! LFC er með þeim fremstu í heiminum þegar kemur að aðstöðu.
Það þurfti að ráða world class manager til að árangur næðist. – þetta var gert!! Með ótvíræðum árangri 🙂
Eftir að hafa ekki unnið deildina í 30 ár, unnum við deildina loksins, og gott betur. Við unnum ALLT og urðum besta lið í heimi!!
12 fyrstu tímabilin sem FSG átti Liverpool, skilaði klúbburinn 5 sinnum hagnaði… hagnaði sem allur var notaður í að fjárfesta í innviðum klúbbsins. FSG hefur aldrei greitt sér arð út úr rekstrinum.
LFC hefur fjárfest mikið í ungum leikmönnum, og kostað miklu, til að búa til fótboltamenn sem það síðan hefur getað selt. Leikmenn eins og Neco Williams, Rhian Brewster, Ki Jana Hoever og svfrv.
Það er erfitt að tala um net spending, nema taka með í reikninginn kostnaðinn á móti því sem við fáum fyrir okkar leikmenn.
Með öðrum orðum: við getum alveg sleppt því að setja svona mikinn pening í þennan þátt, og notað peninginn bara í að kaupa leikmenn. Þá seljum við reyndar ekki fyrir eins mikið, en net spending eykst þá allavega… við kaupum reyndar ekkert fleiri leikmenn, en netto talan lítur þá betur út, fyrir ykkur sem eruð fastir í að spá í það!!
Þetta, og miklu fleira, tókst okkur að gera á 12 árum!! Sem er alls ekki langur tími! 30 ára sultargöngu lauk og alger viðsnúningur blasir við!! Nú er ekki liðið 1 ár síðan við vorum að keppa um alla titla!! Eru menn ekki að fara aðeins fram úr sér ??
Vissulega er staðan ekki góð, en miðað við það sem ég skrifaði hér að ofan, eiga eigendurnir ekki inni smá séns á því að reyna að laga stöðuna ?
Það á oft eftir að koma fyrir að liðið vinnur ekkert “eitt og eitt ár”. Skoðið þetta í lengra samhengi.
Hvaða lið á Englandi hefur ekki lent í því ?
Leyfum FSG allavega að klúðra þessu áður en við rekum þá í burtu. Þeir eru ekki búnir að því ennþá.
FSG gerði okkur að besta liði í heimi, og veta vel gert það aftur… þeir geta líka klúðrað því.
Insjallah
Carl Berg
Þetta er upplýsandi umræða.
Eru ekki fjórir kostir í boði:
1. Lada: Miklu minni eyðsla en hin liðin, basl í deild en fjárhagslegt jafnvægi
2. Ferrari: Keppt við ,,stóru strákana” í innkaupum, möguleikar á titlum en skuldsetning upp fyrir öll velsæmismörk.
3. Bílaþjófnaður: Stór innkaup með blóðugum olíupeningum, möguleikar á titlum en óhrein samviska og e.t.v. komnir á sakaskrá ef yfirvöld hafa einhvern áhuga á því að leita réttlætis.
4. Bílskúrstiltekt: Í stað þess að endurnýja samninga við leikmenn á grundvelli þess sem þeir hafa gert (eða varla einu sinni það) þá átti að losa þá út og opna þar með leiðir fyrir nýja samninga. Félagið hefur gert hvern langtímasamninginn á fætur öðrum við leikmenn sem ýmist hafa engu skilað í langan tíma eða hafa sýnt á sér alvarleg þreytu/meiðslamerki.
Ef fjórða leiðin hefði verið farin má reikna með að svigrúm hefði verið fyrir að yngja upp liðið og fá inn leikmenn sem hægt er að reiða sig á leik eftir leik. Þarna held ég að gæðablóðið Klopp hafi misstigið sig. Þessi sterku bönd sem hafa tengt hann við leikmenn hafa mögulega komið í veg fyrir að hann næði nauðsynlegri endurnýjun á hópnum. Nú sitjum við uppi með háar launagreiðslur og alls kyns nákvisti sem sem aldrei blómstra og höfum fyrir vikið minna svigrúm en ella til að endurnýja hópinn sem skyldi.
Lúðvík, í heildina nokkuð sammála þessu sem þú ert að skrifa, set samt inn smá viðbót inn í greininguna hjá þér.
1. Lada: Miklu minni eyðsla en hin liðin, basl í deild, stórir titlar á tíu til þrjátíu ára fresti, en fjárhagslegt jafnvægi, hæfir miðlungs klúbb ekki stórum klúbbum eins og Liverpool Fc.
2. Ferrari: Keppt við ,,stóru strákana” í innkaupum, betri árangur í deild fleiri stórir titlar, meiri skuldsetning. Gengur illa upp ef eigandinn á ekki sjálfur mikið fjármagn.
3. Bílaþjófnaður: Stór innkaup með blóðugum olíupeningum, berjast um enska titilinn á hverju ári og aðrir stórir titlar reglulegia, en óhrein samviska og e.t.v. komnir á sakaskrá ef yfirvöld hafa einhvern áhuga á því að leita réttlætis.
4. Bílskúrstiltekt: Í stað þess að endurnýja samninga við leikmenn á grundvelli þess sem þeir hafa gert (eða varla einu sinni það) þá átti að losa þá út og opna þar með leiðir fyrir nýja samninga. Félagið hefur gert hvern langtímasamninginn á fætur öðrum við leikmenn sem eru ekki af þeim gæðum, hafa engu skilað eða eru keyptir með langa meiðslasögu, leikmenn sem teknir eru að láni í enhverjum panikk sem eru ýmist meiddir eða með langa meiðslasögu.
Númer 4 lítur fínnt út fyirir mér með númer 3 í mínum huga. númer 2 gengur ekki upp ef eigendurnir eru ekki það fjársterkir til að koma inn með fjármagn. Númer 1 virkar fyrir þá sem sætta sig við það að Liverpool Fc sé miðlungsklúbbur sem hugsanlega vinnur stóra titla á áratuga fresti.
Staðreyndin er sú að hvað sem okkur finnst um moldríka olíukalla eða þess háttar lið mun það engu breyta um það sem er að gerast í fótboltaheiminum, peningarnir eru kommnir til að vera og þau okkar sem vilja ná árangri á vellinum, vinna stóra titla reglulega og líta á Liverpool sem stóran klúbb verðum því miður að lifa með því og fylgja þeim lögmálum.
YNWA
Við erum því miður aldrei að fara að kaupa fyrir meira en max 150m.
Ef við værum að fara að kaupa fyrir 300m, þá værum við nú þegar búin að ganga frá Bellingham kaupunum og værum með ca 150m til að kaupa 2-3 leikmenn í viðbót.
Ég spái max 2 leikmönnum inn í sumar.
Þetta verður erfiður markaður í sumar, gefið að Man utd og newcastle munu styrkja sig mikið, chelsea verður chelsea, Arsenal mun líklega bæta í, sem og City.
Verða mörg lið sem við verðum að keppa við um leikmenn og verður enþa erfiðara fyrir okkur ef það er engin meistaradeild
Er þetta ekki lýsandi dæmi um það sem koma skal í sumar?
https://fotbolti.net/news/16-04-2023/liverpool-fundadi-med-umbodsmanni-gravenberch
Það er engin Bellingham að koma, það er nokkuð ljóst, það verður farið enn og aftur í neðri hillurnar í leit að einhverjum wannabe leikmönnum sem kannski eða hugsanlega gætu orðið eitthvað í stað þess að fara í bestu bitana. ég er ekki að segja að þessi ungi Hollendingur sé lélegur leikmaður, enn hann virðist hafa fengið fá tækifæri hjá Bayern sem er að sjáfsögðu með mun betri miðju enn Liverpool. Það þarf að eyða stórum upphæðum í sumar í leikmenn, þá er ég að tala um leikmenn úr efstu hillunni á borð við Bellingham eða álíka. Enn eins og flestir vita er það ekki að fara gerast og ég er nokkuð viss um að staðan verður ekkert betri hjá Liverpool á næsta tímabili enn hún er núna.
FSG er gjörsamlega gjaldþrota í því á að ná meiri árangri með Liverpool Fc.
Við þurfum nýtt blóð þegar kemur að eignarhaldi Liverpool Fc ég lít á það sem algjört forgangsatriði
YNWA
Engin meistaradeild sem þýðir mínus 100m fyrir næstu leiktíð.
40-50M er hámark sem klopp fær í sumar, aldrei meira.
Þeir ráða ekki við 100m fyrir bellingham, segir sig sjálft það er ekkert til, jafnvel engin kaup í sumar.