Liverpool – Nottingham Forest 3-2

Hérna getið þið kæru stuðningsmenn Liverpool tjáð ykkur um leikinn bæði fyrir, eftir og meðan hann er í gangi.

Liðið í dag

Ég spái því að við fáum ekki markaveislu í dag. Við þurfum mikla þolinmæði í dag en ég sé okkur klára þetta 2-0. Jota og Salah með mörkin.

Þegar maður var að alast upp þá var Forest eitt af stærstu liðum Englands. Einn frægasti leikur gegn þeim var þessi hérna og tala margir en þá um þetta sem einn besta leik í sögu Liverpool. LFC TV er með stutta heimildarmynd um þennan leik sem ég skora á ykkur að horfa á.

LEIKSKÝRSLAN

Fyrri hálfleikur er búinn og er staðan 0-0.
Dæmigerð setning fyrir stuðningsmenn er að tala um að þetta sé of hægt en fyrir mitt leiti þá finnst mér við hafa verið nokkuð góðir í þessum leik.
Við erum að skapa nokkur góð færi en Jota, Van Dijk og Gakpo hafa ekki náð að nýta þau(Neco Williams auðvitað að bjarga á línu).
Við erum að stjórna leiknum vel en þeir hafa stillt upp í algjöran varnarpakka(5-5-0) sem eins og ég sagði fyrir leikinn myndi vera þolinmæðisverk að brjóta niður.
Til þess að sigra þá þurfum við einfaldlega að halda áfram að þjarma að þeim og einfaldlega nýta færin sem við fáum. Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara fyrir þá að spila svona lengi án þess að vera með boltan og það munu koma glufur og þær verðum við að nýta.

Ég ætla að halda mig við mína spá um að Liverpool nái að sigra 2-0

Síðari hálfleikur var nú meira bullið. Ég var á því að ef við myndum skora þá myndi þetta vera nokkuð þægilegur sigur en nei þetta var galopið allt til enda.
Jota kemur okkur yfir í upphafi síðari en þeir jafna nánast strax þar sem Konate og Fabinho voru alveg sofandi í að verjast innkasti.
Jota skorar svo mjög flott mark og þá hélt maður að við myndum vera klókir en nei, fáum á okkur aftur mark eftir innkast sem Alisson ákvað að gefa þeim.
Salah skorar svo þriðja markið hjá okkur en þetta var en þá mjög tæpt en það sem skiptar mestu máli er að við náðum í 3 stig og það sem meira er náðum í þrjú stig eftir stórsigur í deild en það er alveg nýtt fyrir okkur.

Ég skil ekki hvernig við getum verið svona barnalegir þegar við erum yfir. Hvernig getur lið eins og Forest bara fengið nokkuð mjög góð færi á Anfield þegar við erum yfir í leiknum og 70% með boltann. Við þurfum að vera klókari að hægja á leikjum og ekki bjóða þeim í að keyra á okkur í yfirtölu. Ég er allur fyrir að slátra liðum á Anfield en stundum þurfa menn að spila öruggan og ljótan leik þegar staðan er vænleg en við gerum það eiginlega aldrei.

Maður leiksins í dag er án efa Diego Jota sem er sjóðheitur þessa dagana eftir að hafa verið ískaldur undanfarna mánuði. Annars fannst mér menn eins og Trent, C.Jones og Salah eiga nokkuð góðan leik en Trent líður alveg vel inn á miðsvæðinu.
Konate var í basli í þessum leik og fannst mér fannst varnarlínan okkar lenda í basli þegar Fab fór út af og Thiago kom inn á. Ekki það að Thiago var eitthvað skelfilegur en hann verndar ekki vörnina eins og Fab.

Næst á dagskrá er West Ham á útivelli á miðvikudaginn og svo fáum við Tottenham í heimsókn næstu helgi.

YNWA – 3 stig og miða við þetta tímabil þá tek ég því bara fagnandi.

p.s Jurgen Klopp var að vinna sinn 100 leik á Anfield í dag = Goðsögn

36 Comments

  1. Menn komnir með smá sjálfstraut og fara létt með þetta í dag. Eitthvað segir mér að þetta verði allaveg 4-0

    4
  2. Hef tilfinningu að vélin haldi áfram og við tökum þetta 4-0. Þetta lið spilað alveg þokkalega, hlakka til að sjá hvort Jones geti haldið áfram að imponera ?

    3
  3. Kemur ekki á óvart að ekki gangi að skora eftir sýninguna um daginn…

    óstöðugleikinn er það eina sem er stöðugt í liðinu þetta tímabilið

    3
  4. Illa farið með mörg færi í leiknum þarf að bæta þetta í seinni.
    Nunez og Diaz koma inná í seinni.

    4
  5. Forest dekka Trent og Fabinio stíft og Hendo og Jones eru mjög passívir. Því er ekkert spennandi að gerast.

    3
  6. Þó frammistaðan hefur ekki beinlínis verið verið skammarleg, er hún engu að síður óásættanleg. Lítil færasköpun, spilamennska varfærnisleg og algjört hugmyndaleysi hjá liðinu í því að koma sér í almennileg marktækifæri. Það er vissulega erfitt að spila gegn liði sem er með 11 manns fyrir aftan boltann en tekið sé mið af gæðum liðsins okkar, þá það að getað gert betur.

    Sem betur fer erum við með tromp á bekknum. Ég spyr mig hvort Thiago sé rétti maðurinn til að opna leikinn. Stundum kemur liðið brattara eftir hálfleiksræðu Klopp. Við skulum sjá hvernig mál þróast.

    3
  7. Jota ætlar að spila í meistaradeildinni! rest eru spenntir fyrir botnbáráttu.. Heilt yfir lélegt

    2
  8. Þvílíkur leikmaður sem Jota er, var lengi að koma sér í form skiljanlega enda búinn að vera lengi frá en sá er að stiga upp á réttum tíma

    2
  9. Magnaður Jota. Var lengi í gang eftir þessi löngu meiðsli. Lagði þó upp helling af mörkum og nú koma mörkin á færibandi.

    hér er nýlegt komment frá Sigkarli:

    Sigkarl 07.04.2023 at 12:43
    Hann (JOTA) hefur ekki skorað mark í heilt ár eða meira. Endilega losa sig við hann ef einhver vill kaupa sem er hæpið.

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  10. Miðað við að hafa Allison í marki og Van Dijk og Konate í vörninni þá er alveg magnað hvað við lekum inn af mörkum.

    9
  11. Skammarlegur varnarleikur hjá Liverpool, en sigur er sigur og Jota maður leiksins.

    10
  12. Þetta hafðist, ekkert spes nema Jota með flottan leik. Aldrei séð Ibra tapa eins mörgum einvígium og í dag.

    4
  13. Þetta var ótrúlega tæpt miðað við gæðamuninn sem á að vera á þessum liðum. Okkur virtist fyrirmunað að vinna skallaeinvígi í þessum leik og þetta minnti mann á fyrsta tímabilið hjá Klopp, vörnin ótrúlega óörugg. En við gleðjumst yfir sigri!

    3
  14. Nottingham forest var að beita svipaðari taktík og íslenska landsliðið með góðum árangri. Senda langt innkast í átt að markteig og láta besta skallamanninn nikka boltanum áleiðis. Þetta tókst neyðarlega vel hjá þeim og kom Liverpool oft í stökustu vandræði. Mér fanst eins og það hefði þurft að fá annan stórann mann inná til að takast á við þennan vanda. Joe Gomez tildæmis.

    Það sem pirraði mig við þennan leik er hvað liðið varðist illa í þann tíma þess var þörf. Engu að síður kærkominn sigur. Verr og miður á Newcastle leik til góða og sex stiga forskot. Ég er ekki að sjá þá fara að glutra því og því er meistaradeildarsætið fjarlægur draumur.

    5
  15. Sælir félagar

    Afar erfiður vinnu sigur gegn Forest. Forrest liðið sem lagðist í grasið gegn MU um daginn barðist af mikilli hörku og gerðu okkar mönnum erfitt fyrir. Fyrri hálfleikur endalaust hnoð gegn 11 manna vörn Forest en seinni hálfleikurinn bauð upp á allt nema góða dómgæslu og Jota magnaður
    . Þetta hafðist þó og það er fyrir mestu og góð 3 stig í höfn.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  16. Þetta lið getur alveg drepið mann.
    Hafa einstakt lag á að gera mig ósáttan og hundfúlann þrátt fyrir að sigra.
    En mikið höfum við saknað Jota.
    Er einhver annar þarna sem getur skorað svona mörk eins og seinna markið var? Ekki margir.
    En, þrír punktar í hús sem er vel.

    8
  17. Sammála Brynjari H. Mér líður ekki eins og við höfum unnið. Var hundfúll eftir leik og mér finnst það mjög niðurlægjandi að Forrest komi á Andfield og gefi okkur leik, með fullri virðingu fyrir þeim. Jota eina jákvæða í dag og svo er alltaf gott þegar Trent safnar stoðsendingum.

    5
    • Slaka aðeins á, það er nú ekki eins og þetta season sé búið að vera það glæsilegt hjá okkur að við getum ekki fagnað sigri. NF er slakt lið en eru þeir ekki búnir að gera bæði jafntefli við City og Chelsea og ef ég man rétt þá unnu þeir okkur í fyrri leiknum, þannig að það er um að gera að taka öllum sigrum fagnandi.
      3 stig og engin meiðsli eru það jákvæða í dag og jafnteflið hjá Aston V.

      12
      • Sæll Doddi. Við gerum greinilega mismunandi kröfur á liðið okkar og það er í góðu lagi.

        4
      • Sinni þar sem ég get ekki reply-að við svarið þitt, þá verð ég að gera þetta svona. Ég held að grunn “krafan” á liðið okkar sé sú sama, þ.e. að það vinni leiki. Fyrir mig er sannfærandi sigur bónus.

  18. Mér sýnist að það sé að verða nokkuð ljóst hvaða lið verði í topp fjórum í vor
    Newcatle er að ganga frá Tottenham í leik dagsins!

    Mín spá hvað varðar topp fjóra er þessi

    1. Man City
    2. Arsenal
    3. Newcastle
    4. Man Utd

    YNWA

    1
  19. Ari. Ef þetta verður lokastaðan þá væri hægt að æla af minna tilefni. Þó ég hafi aldrei haldið upp á Arsenalliðið þá vona ég svo sannarlega að þeir vinni frekar en þetta b…….. MC lið.

    4
    • Það er nú bara þannig að hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður vill, þá væru okkar menn alltaf efstir 😉

      Ef ég ætti að pikka út tvö lið sem ég vil alls ekki að vinni neitt þá eru það Arsenal og Man Utd!

      Ég er nokkuð viss um að Man City vinnur restina af leikjunum sem þeir eiga eftir í deildinni. Eins og staðan er í dag er Man City með besta liðið og besta þjálfaran það þarf ekkert að rífast meira um það.

      YNWA

      1
  20. City vinnur deildina, liverpool slátraði vonum arsenal með jafnteflnu, vitum að city vinnur alla sýna leiki og hefðu alltaf tekið fyrsta sætið á markamun.

    Ég hugsa að við endum í 7 sæti.

    • Halldór, ég held að þín spá sé bara nokkuð nálægt þeirri niðurstöðu í deildinni sem Liverpool aðdáendur mega eiga von á.

  21. Þessi hefur verið orðaður mikið við okkur og er alveg í sérstökum LFC klassa.
    “Mount hef­ur verið mikið meidd­ur á tíma­bil­inu en hann er að glíma við bein­mar þessa dag­ana.”
    Spilar ekki meira á tímabilinu.

    1
    • Skrifað í skýin að hann komi, lýsing passar vel.
      mitt svar er nei takk!

      Liverpool þarf að eyða 200 – 300 milliónum punda í sumar, þeir verða að fara í efstu hilluna, Bellingham eða eitthvað álíka, það er bara þannig.

      YNWA

Gullkastið – Endaspretturinn

Stelpurnar fá Brighton í heimsókn