Fulham menn mættu á Anfield í dag en sigur var nauðsynlegur fyrir okkur heimamenn til að halda í þá litlu von um að setja pressu á Manchester United í fjórða sæti deildarinnar. Það munaði litlu að það yrði algjör martraðarbyrjun þegar fyrrum Liverpool maðurinn Harry Wilson fékk alltof auðveldlega að koma boltanum fyrir en Van Dijk hreinsaði vel frá. Vorum í vandræðum með Tsimikas í vinstri bakverðinum og alveg ljóst að ef vinstri bakvörðurinn á að skila meiri varnarvinnu nú þegar það er búið að breyta hlutverki Trent hinumeginn að þá er Tsimikas alls ekki maðurinn til að spila þessa stöðu.
Stuttu síðar átti Trent skot rétt framhjá stönginni eftir að Salah náði að finn hann á álitlegum stað fyrir utan vítateiginn og vantaði hársbreidd að hann hefði komið okkur yfir í leiknum. Fyrri hálfleikurinn einkenndist annars af hálffærum og lítið um mikla hættu þar til á 38. mínútu þegar varnarmenn Fulham voru alltof afslappaðir á boltanum og Darwin Nunez nýtti sér það og stal boltanum af Issa Diop sem sparkaði hann niður og vítaspyrna dæmd. Mo Salah skoraði úr spyrnunni og varð þá þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora í átta leikjum í röð á Anfield í öllum keppnum á eftir Gordon Hodgson og Luis Suarez.
Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en sameiginlegt xG liðanna í seinni hálfleik var 0.77. Þegar rétt um korter var eftir náðu Fulham menn að sundur spila vörn okkar manna og William fann Carlos Vinicius sem átti skot sem Alisson varði vel og var það þeirra besta færi í leiknum. Leikurinn fjaraði svo út og sterkur en bragðdaufur sigur hjá Liverpool í dag.
Góður dagur
Það hefur verið erfitt hjá Darwin Nunez undanfarið, Klopp viðurkennt að hann hefur átt erfitt með að læra tungumálið og aðlagast lífinu og orðrómar um að hann hafi spilað tæpur þegar aðrir sóknarmenn voru meiddir en hverju sem um er að kenna þá hefur hann verið mikið á bekknum undanfarið og lítið heillað þegar hann hefur fengið mínútur og var maður því kannski ekki alsæll að sjá hann í byrjunarliðinu í dag en hann átti fínan leik og vinnusemi hans krækti í vítaspyrnu fyrir liðið sem kom okkur yfir í leiknum.
Einnig er Curtis Jones loks að fá nokkra leiki í röð með liðinu eftir erfið og undarleg meiðsli og er alveg að sýna okkur að hann gæti sparað okkur ein miðjumannakaup í sumar. Ef hann heldur svona áfram myndi ég alveg sætta mig við tvo frábæra miðjumenn þegar ég var á því að okkur vantaði þrjá.
Vondur dagur
Eins og áður sagði þá átti Tsimikas erfitt í dag en honum var heldur enginn greiði gerður með að þurfa að draga sig oft inn sem þriðji miðvörður þar sem hann er enginn varnarmaður. Robertson hefur skilað þessu hlutverki ágætlega í síðustu leikjum en hreinlega spurning hvort við þurfum að bæta við vinstri bakverði sem getur líka spilað sem miðvörður ef það á að halda þessum leikstíl á næsta tímabili.
Næsta verkefni
Á laugardaginn mætum við Brentford í síðdegisleiknum á Anfield en annað kvöld mætast Manchester United og Brighton á Amex vellinum og mun það skýra hvort þessi fjarlægi draumur um að vera í Meistaradeildarbaráttu sé í raun raunveruleg. Brighton úti er erfiðasti leikurinn sem þeir eiga eftir og ef þeir tapa stigum á morgun eru þetta fjögur til fimm stig og þá er ég alveg til í að horfa á þetta sem möguleika, annars ekki.
Iðnaðarsigur en ekki var þetta gott.
Væri fróðlegt að sjá hlutfall yfir misheppnaðar sendingar, sér í lagi á síðasta þriðjungi, efa að þær séu margar.
Tökum þetta en það þarf enn mikið að bæta.
Iðnaðarsigur og gríðarlega mikilvægt að halda hreinu. Mér fannst sóknarlínan hjá okkur alls ekki ná saman í kvöld, en vonandi verður þeir betri á móti Brentford, ekki veitir af.
Nú er bara að biðja í kvöld um að Brighton vinni leikinn á morgun, svo mega þeir tapa rest ;-). Svo má utd líka tapa rest, það væri æði.
Skelfilega lélegur leikur en 3 stig í hús og 5 sigurinn í deildinni í röð, þannig að það er eitthvað.
Hefði verið fínt ef þessir leikmenn hefðu nennt að byrja að sigra leiki aðeins fyrr. En það eru klárlega batamerki á liðinu og því ber að fagna.
Ég hugsa að Palinha gæti alveg komist í liðið hjá Klopp því ekki er Fabinho beinlínis góður þessa dagana..
Sælir félagar
Það er gott að vinna leiki gegn góðum liðum þó okkar menn séu ekki að spila vel. Mjög erfiður vinnusigur og 3 stig í hús. Liðið verður að spila 60 – 70% betur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Sjáum til.
Það er nú þannig
YNWA
Þrjú stig fyrir mestu í slökum leik okkar manna.
Eins og Salah getur verið nettur á boltann og laumað í fjærhornin þá er hann á köflum með jafn skelfilega sendingargetu á samherjana.
Ætla svo að leyfa mér að vera mikið ósammála pistlahöfundi með Curtis Jones og það að þurfi bara tvo miðjumenn með hann innanborðs í stað þriggja. Því miður er hann ekki að heilla mig, of mikið klapp með boltann, seinn að koma boltanum frá sér og oftar en ekki til baka frekar en beinskeyttar sendingar fram á við.
Við þurfum nýtt og ferskt blóð í liðið, fleiri en tvo, fleiri en þrjá!
Og nú berast fréttir að Real sé á lokametrunum með Bellingham þannig að það hljóta fara berast tíðindi fljótlega úr okkar herbúðum um væntanleg kaup í sumar…… ætluðu jú okkar menn ekki að klára þetta fyrr en síðar?!
Sammála þér með Jones, hann var ekki að heilla í gær.
Jones var góður gegn Leeds og í fyrri hálfleik gegn Spurs.
Þess utan hefur mér ekki fundist mikið til hans koma.
Eg er bara ekki sammála að Liverpool hafi ekki átt góðan leik. Ég var mjög ánægður með stóran hluta leiksins. Fyrri hálfleik stjórnaði Liverpool vel með ótrúlega góðri pressu en þeir kláruðu ekki færin sín frekar en City sl. laugardag. Man. City sköpuðu ekki heldur færi eins og þeir gera venjulega gegn þeim. Þetta Fulham lið er mjög gott og það lokar miðjunni á einstaklega sjallan hátt. Þeir ollu okkur miklum vandræðum en við hefðum getað skorað fleiri mörk. Vítið var réttlátt. Mo skoraði sem var gott.
Liðið náði ekki að loka leiknum snemma og þurfti að berjast til loka – og það þurfti Ali líka. Í síðasta færi þeirra bjargaði hann frábærlega og ég var svo ánægður að við héldum hreinu. Liverpool hefur nú unnið fimm í röð sem er mjög erfitt. Ef það væri auðvelt myndu allir gera það. Það er eins og það séu aldir síðan við gerðum það síðast. Þess vegna líður mér vel.
5 sigrar í röð þýðir ekki að kvarta yfir því ..mögulega hægt að kalla þetta gott preseason fyrir næsta tímabil við vitum að CL sætið er lítill möguleiki en þá er bara vinna evrópudeildina á næsta það verður krafan okkar.
Ég vill sjá okkar menn enda tímabilið með að vinna rest það væri virkilega vel endað þannig þó að CL sætið náist ekki.
Styrking með solid miðjumönnum í fleirtölu og miðvörð ásamt 1 bakverði fyrir Trent væru óskakaup í sumar.
Sjáum hvað setur !
YNWA
Einmitt. Fimm sigrar í röð og sumir svona fallega ljótir.
Skítt með bellingham og hans ofurverðmiða. Kaupum MacAllister! 😀
Sigur tek það allan daginn er alveg sama hvernig þeir lýta út bara vinna eigið góðan dag:)
Gríðalega mikilvæg 3 stig og því ber að fagna.
Heildar hollningin á liðinu var samt ekki til útflutnings.
YNWA
Kaupa 2 heimsklassa miðjumenn í sumar þá getur næsta leiktíð verið góð, við vinnum aldrei evrropudeild með þessari miðju.
Held að klopp þurfi að hlaupa upp að eigendunum með sama svip og öskur og hann gerði við dómarann um daginn.
Miðað við fréttir þá er líklegast að Klopp sé á eftir Alexis Mac Allister og Mason Mount
Báðir góðir miðjumenn sem geta líka skorað mörk og það hljómar vel og þeir eru líka á flottum aldri og með mikla reynslu úr úrvalsdelidinni.
Sætti mig svo sem ágætlega við Alexis Mac Allister hann yrði örugglega styrking enn Mason Mount nei takk!
Það er alveg ljóst að Liverpool þarf að eiða metfé í þessum sumarglugga, við þurfum að kaupa leikmenn úr efstu hillunni, ekki menn sem eru meiddir eða með mikla meiðslasögu ekkert bull.
Einmitt. Fimm sigrar í röð og sumir svona fallega ljótir.
Skítt með bellingham og hans ofurverðmiða. Kaupum MacAllister! 😀
Alexis Mac Allister einmitt með skemmtilegt mark á lokamínútunni í sigri Brighton á scum. Haha