Gullkastið – Give me five

Fimm sigurleikir í röð og þar af fjórir sigrar með eins marks forystu. Batamerki á Liverpool liðinu og enn smá líflína fyrir Meistaradeildarsæti. Stutt í leikmannagluggann og línur farnar að skýrast smá í deildinni, eða hvað?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 424

5 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn hann er fínn og ykkar hefur verið sárt saknað og gott að fá ykkur aftur. Það eru spurningar sem ekki voru teknar fyrir í þessum þætti. Hvað er með Calvin Ramsay er spurning sem tæpt var á en ekki rædd og hvað þýðir þessi Kínasamningur sem sagt var frá í vikunni? Í sambandi við leikmannamál þá hefur verið minnst á ungliða sem eru að banka á dyrnar og munu þeir breyta einhverju í kaupum á leikmönnum? Ég hefði gaman af að fá þetta eitthvað rætt hvort sem er í hlaðvarpinu eða hér í athugasemdum.

    Hvað síðustu leiki varðar þá þarf Liverpool að spila betur gegn Brentford en síðustu 55 mín gegn T’ham og stóran hluta leiksins gegn Fulham. Liðið verður að spila allan leikinn gegn Brentford af fullri einbeitingu og hafa andlegt úthald til að klára hann frá upphafi til enda. Líkamlega úthaldið virðist vera í lagi en hausinn virðist oft losna og forskrúfast þegar líður á leikina. Það er mitt helsta áhyggjuefni vegna næsta leiks en vonandi tekst liðinu að knýja fram úrslit þar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  2. Ég fyrir mitt leyti mun sakna Milners, ef þetta er rétt að hann sé á leiðinni til Brighton. Ef ég ætti að velja á milli þess að eiga 37 ára Milner eða 32 ára Henderson á bekknum þá er það engin spurning – eilífðarvél Milners, takk! Einhver ótrúlegasti vinnsluskrokkur sem maður hefur séð inni á vellinum. Takk fyrir allt, Hames!

    7
  3. Sælir.

    Bjarni bróðir var mikill aðdáandi Liverpool og lét sig ekki muna um að keyra nokkur hundruð kílómetra til þess að horfa á Liverpool spila þegar þau hjónin voru í sumarfríi. Takk fyrir að minnast hans í þessu hlaðvarpi.

    3

Liverpool 1-0 Fulham

Nýja heimavallar treyjan