Næsta sumar verður stórt hjá Liverpool á leikmannamarkaðnum, hversu oft höfum við heyrt þetta undanfarin ár? Skoðum aðeins hópinn og hverja stöðu fyrir sig til að meta hvar Liverpool er í raun og veru líklegast til að þétta raðirnar
Miðjumenn
Það blasir auðvitað við að Liverpool þarf að styrkja sig á miðjunni en með breyttu leikkerfi og sterkum lokaspretti Curtis Jones og Trent Alexander-Arnold er erfitt að sjá mikið meira en tvo nýja alvöru miðjumenn bætast við hópinn. Þrátt fyrir að það eru fjórir miðjumenn að kveðja núna eru 5-7 miðjumenn áfram á launaskrá hjá Liverpool. (Elliott og Carvalho eru þessir tveir sem erfitt er að tjóðra niður á stöðu).
Fabinho verður klárlega áfram fyrsti kostur í stöðu varnartengiliðs og hefur Henderson og Bajcetic sem back upp í því hlutverki. Liverpool hefur verið orðað við fullt af miðjumönnun, líka varnartengiliði en líklega er þetta ekki aðalfókusinn í sumar. Mest væri maður til í að sjá óvænt Touchameni twist sem dæmi eða bara Declan Rice
Aðal leikmannakaupin þurfa að vera tveir leikmenn sem eru yngri, ferskari og með sömu gæði og Henderson og Thiago. Þeir verða báðir með næsta vetur og spila vafalaust helling en Liverpool þarf mjög augljóslega ferskari fætur sem geta hlaupið á þetta svæði. Henderson verður 33 ára í sumar og ætti núna að þróast meira í svona Milner hlutverk á miðjunni. Thiago er orðin 32 ára og er ekki með skrokk í meira en 50% af tímabilinu. Bellingham er blessunarlega ekki eini valkosturinn sem gæti styrkt byrjunarlið Liverpool eins og nöfnin sem helst hafa verið orðuð við Liverpool í vetur sýna. Mac Allister og/eða Caceido ættu að vera risa skotmörk hjá Klopp í sumar.
Curtis Jones er svo að þróast núna svipað og Ox var að gera undir stjórn Klopp áður en hann meiddist. Ef hann byggir ofan á þessa spilamennsku sem hann er að sýna núna fækkar það leikmannakaupum Liverpool í sumar um einn miðjumann.
Bajcetic sem verður ekki 19 ára fyrr en í haust gæti eins verið stærri partur af plönum Klopp núna eftir þetta tímabil. Erfitt að átta sig á því hvort hann sé svona rosalegt efni að hann spilaði sig inn í byrjunarlið Liverpool 18 ára gamall eða hvort miðjan var bara svona léleg og meiðslavandræðin svona alvarleg í vetur að hann fékk óvenjumikinn tíma. Eru þetta Rhys Williams/Tyler Morton mínútur eða er hann kominn í plön Klopp? Gæti Tyler Morton komið aftur til greina hjá Klopp? Hann fékk þessar mínútur líka 18 ára sem Bajcetic fékk í vetur.
Klopp vill ekki of stóran hóp og fjöldi miðjumanna á launaskrá í vetur er í raun galin. Ox, Keita, Arthur og Milner eru allir að fara og þeir spiluðu lítið sem ekkert í vetur á miðsvæðinu hjá Liverpool. Brottför þeirra skapar hinsvegar töluvert svigrúm á launaskrá.
Eins myndi maður ekkert útiloka brottför einhverra sem er ekki endilega í kortunum núna, Thiago, Carvalho eða Elliott sem dæmi.
Miðvörður
Konate, Gomez og Matip er bara ekki treystandi til að standa vaktina heilt tímabil, þeir eru allir allt of mikið meiddir þegar á reynir. Van Dijk er heldur ekkert að yngjast. Núna er klárlega rétti tíminn til að bæta 22-25 ára miðverði við hópinn sem gerir tilkall til að byrja alla leiki. Helst miðvörð sem líður ekki illa í þessari þriggja manna línu sem líklega verður trendið næsta vetur. Augljósir kostir væru t.d. Gvardiol frá Leipzig, yfirlýstur Púllari og einn sá besti í dag eða Inácio frá Sporting sem aðeins hefur verið orðaður við Liverpool. Eins Kim tröllið frá Napoli sem ku vera með klásúlu í sínum samningi.
Ef að Liverpool ætlar að spila áfram þetta leikkerfi sem verið er að enda tímabilið með er líklegt að staða Robertson breytist töluvert og spurning hvort leikmaður sem er nær því að vera miðvörður sé betra back up þar heldur en Tsimikas?
Bakvörður
Trent er okkar besti leikmaður og það var áhugavert að heyra Klopp tala um það nýlega að líklega fengi hann meiri tíma á miðjunni næsta vetur. Hvort sem það er áfram úr bakvarðarstöðunni eða bara sem miðjumaður?
Ramsey spilaði ekki leik í vetur, Bradley var frábær hjá Bolton og Berg var líka meira og minna meiddur í vetur, allir gætu þeir komið inn og fyllt inn sem back-up fyrir Trent. Gomez svosem líka en enganvegin sem þessi hybrid miðjumaður.
Best væri að fá inn hægri bakvörð sem er nógu góður til að keppa við Trent um stöðuna og þannig jafnvel losa um hann í hlutverk ofar á vellinum. Hann er að sýna það þessa dagana að hann er klárlega meðal allra bestu miðjumanna deildarinnar og klárlega að svara spurningu sem við höfum velt upp frá því hann komst í byrjunarliðið (enda var hann alltaf á miðjunni í akademíunni).
Markmaður
Vonandi fer Kelleher ekki í sumar en það er töluvert orðað hann frá Liverpool og líklega verður hann að fara til að spila fyrir alvöru. Alisson er 30 ára og líklega ekkert að fara á næstunni þó Kelleher sé vissulega nógu góður til að vera markmaður Liverpool.
Adrian virðist ætla að verða þriðji markmaður áfram sem er nokkuð magnað og gefur til kynna að klúbburinn hefur ekki miklar áhyggjur af stöðu uppalinna leikmanna eða Englendinga í hópnum.
Sóknarmenn
Frammi er Liverpool með fimm mjög góða valkosti og 3-4 mjög efnilega. Ef að engin þeirra fer í sumar er ólíklegt að peningum verði varið þar.
Gakpo er að þróast mjög hratt og vel í nýja útgáfu af Firmino hlutverki fremst og verður vonandi enn betri eftir heilt undirbúningstímabil og hvað þá í liði með alvöru miðjumenn sem geta hlaupið.
Diogo Jota er vonandi búinn með sinn meiðslapakka sem tók frá honum megnið af síðustu tímabilum. Hann er að enda tímabilið mjög vel eftir afar hæga endurkomu.
Luiz Diaz var versta áfallið í vetur og er að sýna afhverju núna á lokakaflanum. Áræðni, hraði og gæði sem vantaði rosalega oft í vetur. Hann svipað og Mané gerði skapar eins mikið pláss og tíma fyrir samherja sína frammi.
Mo Salah á töluvert inni ennþá þrátt fyrir að vera enda þetta tímabil frábærlega og að skila inn tölfræði sem er í topp klassa enn eitt árið. Hvernig verður hann með alvöru miðju og Diaz með sér upp to speed allt tímabilið?
Darwin Nunez er svo leikmaður sem á vonandi helmingi meira inni en hann sýndi í vetur. Klopp hefur vonandi hlutverk fyrir hann næsta vetur sem nær því besta út úr honum. Hann ætti allt eins að vera 30 marka maður
Fyrir utan Salah eru þetta allt strákar á flottum aldri.
Ben Doak er svo alveg eins líklegur til að setja pressu á þessa leikmenn strax næsta vetur, Europa League gæti t.a.m. verið gríðarlega spennandi fyrir hann. Það er svo spurning hvar Klopp sér Elliott og Carvalho fyrir sér (ef þeir verða þá áfram hjá Liverpool). Það er voðalega erfitt að sjá framtíð Elliott á miðjunni en mun einfaldara að sjá Fabio Carvalho þróast svipað og Curtis Jones er að gera. Það er svo spurning hvort Kadie Gordon taki næstra skref á sínum ferli, það er ekki langt síðan hann var álíka efni og Ben Doak er núna.
Það hefur blasað við í 2-3 ár núna að Liverpool þarf að setja peninginn í miðjuna, tveir alvöru miðjumenn sem ekki eru gerðir úr gleri gætu læknað flest öll vandamál Liverpool í vetur. Við sjáum núna á lokakaflanum að þetta lið okkar er ekki eins langt frá og virtist fyrir áramót. Félagið er loksins að losna við Keita og Ox af launaskrá. James Milner kostaði sitt og Arthur fékk kárlega ágætan samning.
Liverpool hefur ákaflega lítið sett í leikmannakaup undanfarin ár í samanburði við samkeppnina og þarf bara að breyta þeirri stefnu í sumar. Ef að þeir eru búnir að klúðra Jude Bellingham þarf viðbragðið að vera sprengja úr sömu eða sambærilegri hillu. Það kostaði þennan vetur að klúðra Touchameni í fyrra og gera ekkert, núna eru gömlu miðjumennirnir ári eldri (Fab, Hendo, Thiago), deadwood-ið er farið (Keita og Ox) og Milner ekki lengur option. Tveir miðjumenn í €65-100m klassa er fullkomlega eðlileg krafa. Það ætti ekki að þurfa fleiri, það vantar ekki magn heldur gæði.
Það er ekki eins aðkallandi þörf á varnarmönnum en auk miðjumanna væri mjög sterkt að byrja strax að þétta varnarlínuna. Kaupa miðvörð og setja það í hendur Matip, Gomez og Phillips að ákveða hvort þeir vilji vera áfram og berjast um sæti eða losa þá bara frá félaginu. Galið að leggja inn í enn eitt tímabiið með Gomez og Matip sem tvo af fjórum miðvörðum Liverpool. Hversu oft hafa þeir verið meiddir og það jafnvel á sama tíma? Konate er nógu góður til að taka sénsinn þó hann sé allt of mikið meiddur líka.
Persónulega taldi ég að ég væri einn um það að telja TAA væri miðjumaður bak við tjöldin. En sem betur fer er svo ekki. Einn sagði, ef Bellingham er 120 mills, þá er er TAA 200 mills. Strákar sem hafa komið frá þýsku í ensku hafa alveg floppað illa, enda er munur á þessum deildum. Okkur vantar einn klassa miðvörð, og 2 klass miðjumenn, er ekkert flókið. Hins vegar er mér hugsað til hægri bakvarðarins, sem keyptur var í fyrra, er hann eithvað, hann leit vel út, en! Það er hægt að fela demanta.
YNWA
Gundogan-Haaland-De Bruyne komu allir frá Þýskalandi. Firmino líka. Allt frábærir leikmenn. Ef þú ert nogu góður muntu alltaf fúnkera
Aðalspurningin er: hver fær sjöuna á eftir meistara Hames Milner?
Talað um að MacAllister taki tíuna. Smá séns að Curtis taki sjöuna, en annars finnst mér líklegast að hún bíði kannski í eitt ár og ef einhver af nýju leikmönnunum sem koma í sumar verða þess verðugir að bera sjöuna þá verði henni úthlutað þá.
Gakpo þarf að fá gott númer. Hann er að verða lykilmaður.
En hver fær áttuna,Ternt?
Er hann ekki búinn að skapa eigið trademark með sínu númeri?
Sælir félagar
Takk fyrir pistilinn Einar. Ég er sammála því að það þarf án undanbragða tvo miðjumenn úr efstu hillu og einn miðvörð úr þeirri sömu hillu. Þetta eru lágmarks kaup sumarsins. Gott væri að fá alvöru staðgengil fyrir Robbo sem mér sýnist að sé aðeins farin að gefa eftir þó viljinn sé enn til staðar. Ramsey hlýtur að verða orðin góður eftir sumarfrí og frí í nánast allan vetur. Hann er mjög álitlegur í hægri bakk. Það verður tilhlökkunarefni að losna við Keita og Uxann ásamt Melo en mikið mun ég sakna Firmino næsta vetur.
Það er nú þannig
YNWA
Sigkarl, Ég er sammála þér með þær stöður sem Liverpool þarf að kaupa leikmenn í.
Minn óskalisti er
Jude bellingham, Alexis Mac Allister + öflugan miðvörð og hægri bakvörð
Ég vona að Caoimhin Kelleher verði áfram, það er eitthvað verið að tala um að hann vilji fara til að fá meiri spilatíma, ef svo er þurfum við að kaupa einhvern reyndan og traustan markvörð til að hafa númer tvö.
YNWA
Því meira sem ég velti þessu fyrir mér, þá held ég að það sé best að nota peningin í fáa en dýra leikmenn á réttum stað til að styrkja hópinn.
1- Hægri bakvörður.
Ég held að besta leiðin til að styrkja miðjuna sé að færa Trent þangað yfir og fá í staðinn einhvern topp bakvörð fyrir hann. Það myndi spara heilmikið af peningum. Toppbakvörður er í flestum tilfellum ódýrari en miðjumaður og því ætti meiri peningur að skapast fyrir kaup á góðum miðjumanni.
2- Halda áfram þróun leikmanna.
Því fleirri leikmenn eins og Bajcetic, Curtis Jones og Trent Alexsander brjóta sé leið inn í aðalliðshóp því meiri summa getur farið í leikmannakaup. Ég held því að lausnin sé í raun frekar að kaupa einhvern eins og Jude Bellingham inn á á miðjuna, ef ekki þá einhvern “no name” með augljós gæði til að spila fyrir klúbbinn okkar.
3. Kaupa færri en betri leikmenn.
Ég held að einn miðjumaður sé nóg ef hann er með gæði til að draga vagninn. Þar að segja ef Trent verður færður yfir á miðjuna.
Hitt er að ef Trent mun spila svipaða stöðu og hann er að gera á þessu tímabili, þá finnst mér eins og Jordan sé betri í að leysa hann af hólmi en hefðbundinn bakvörður. Ef ekki Jordan Henderson, þá leikmaður með ámóta eiginleika. Mikla hlaupa og sendingagetu og mikin fótboltaheila.
Ég væri líka alveg til í að fá hraðan vængamann með svipaða eiginleika og Diaz/Salah í staðinn fyrir Firmino.
Leikmannakaup næsta tímabils munu snúast mjög mikið um hvernig leikkerfi verður spilað. Ég er nokkuð viss um að miðjumaður verði keyptur en spyr mig hve margir þeir verða. Því meira sem ég velti því fyrir mér- þá held ég að það verði bara einn.
Sælir félagar,
Eins og allir, og nokkrir aðrir, hafa bent á, þá þurfum við að styrkja okkur á miðjunni. Ég hef fulla trú á því að við gerum það.
Það eru auðvitað gleðifréttir að Curtis Jones skuli vera að spila vel, en ég held samt að hann sé ekki á þeim stað að geta verið byrjunnarliðsmaður á næsta ári. Mér finnst hann ekki nógu stöðugur, og svo vil ég einfaldlega sterkari miðju. Ég sé hann ekki fyrir mér í byrjunnarliði hjá liði sem verður enskur meistari. En frábært að eiga hann til taks á bekknum.
” Aðal leikmannakaupin þurfa að vera tveir leikmenn sem eru yngri, ferskari og með sömu gæði og Henderson og Thiago. Þeir verða báðir með næsta vetur og spila vafalaust helling en Liverpool þarf mjög augljóslega ferskari fætur sem geta hlaupið á þetta svæði. ”
Thiago hefur náttúrulega aldrei spilað “helling” og ég sé það ekki fyrir mér breytast. 🙂 Hann er æðislegur í fótbolta, en ég vil að hann verði seldur, og allir þeir sem geta bara spilað brot af okkar leikjum vegna meiðsla. Það hefur verið okkar stærsta vandamál.
Sífelldar breytingar vegna meiðsla, alltaf einhver að spila sig í gang eftir meiðsli (og spilar ekki vel á meðan), sífellt verið að spila mönnum sem eru ekki 100% í 90 mín, og almennur skortur á stöðugleika og orkustigið ekki rétt, voru okkar helsta vandamál í vetur.
Meiðsli eru erfið fyrir liðið, en ekki síður fyrir einstaklinginn, og andlegu hliðina. Orkustigið verður annað, og það tekur tíma að koma hausnum á réttan stað eftir meiðsli. Það sást bara vel í vetur.
Ég er sammála með miðvörð, og kalla eftir rock solid stöðugleika þar!! Það er algjörlega lífsnauðsynlegt, enda sást það í vetur. Þessar sífelldu breytingar þar, smita út frá sér og hafa áhrif á hina varnarmennina, td Van Dijk.
Mér finnst back up í vinstri bak skipta miklu minna máli, þó Tsimikas hafi ekki verið að spila vel í vetur. En það þarf að hafa í huga að þegar menn sitja svona mikið á bekknum, þá versnar leikformið og sjálfstraustið og kollurinn á manni fer að breytast! Þetta myndi gerast fyrir flesta ef ekki alla leikmenn.
Ef við myndim kaupa hægri bakvörð og setja Trent á miðjuna, værum við þá ekki alltaf að fara að ksupa ungann mann, með hlaupagetu, sem hefði aldrei spilað fyrir liðið og við vissum því ekki hvernig myndi standa sig ? Okey… en eigum við ekki þann mann bara ? Í Ramsey ? Er ekki best að leyfa honum að klikka, áður en við kaupum annan til að prófa ?
Er bara aðeins að velta þessu fyrir mér og hugsa upphátt.
Insjallah
Carl Berg
Allt saman góðar pælingar. Það eina sem er neikvætt er að við verðum mjög líklega ekki í CL á næsta ári.
Hefur það ekki mikil áhrif á þá leikmenn sem við verðum orðaðir við ?