Þessu langa og kolbölvaða tímabili lauk loksins um helgina með ekta lokaleik og 4-4 jafntefli milli tveggja liða sem höfðu augljóslega að engu að keppa. Smá uppgjör á tímabillinu og skoðum hvaða breytingar eru að verða á deildinni næsta vetur og hvað Liverpool er líklegt til að gera á leikmannamarkaðnum.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Miðbar / Jói Útherji / Ögurverk ehf
MP3: Þáttur 428
Sælir félagar
Takk fyrir spjallið og það verður gaman þegar þíð farið að velta kaupum á nýjum liðsmönnum fyrir ykkur af alvöru. Ég hallast að áliti Steina að hámarkið verði 150 en vona að Einar fái sínar 200 til 300 millur sem að mínu áliti er það sem þarf.
Það er nú þannig
YNWA
Skil ekki hvað gékk á með Carvalho..kom inní lið sem var að ströggla og skiljanlegt að hann væri ekki að fara halda neinu uppi heldur þegar liðið var í þeim gír svo hvarf hann bara og fékk ekkert að spila.
Klopp að koma í viðtali hvað hann sé æðislegur og allt en núna verið að tala um að selja hann ? skil ekkert hvað gengur á með hann.
Fannst hann looka mjög vel út og hefði viljað sjá hann fá tækifæri algjörlega galið hvað er í gangi hjá þessum klúbbi.
Alltaf gaman að hlusta, og eins að taka þátt í málefnanlegum umræðum.
Ég skildi sneiðina um að það færi í pirrurnar á “sumum” þegar talað væri um net spend 🙂
Aðalatriðið er auðvitað að við erum sammála um að hópinn þurfi að styrkja.
Það kæmi mér ekkert á óvart þó við myndum eyða 200m þó mér finnist 150m líklegra.
Ég er alveg sammála Magga með þörfina á miðverði. Èg vil byrjunnarliðs-miðvörð sem getur spilað flesta leiki, og Konate getur þá bakkað hann upp. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Matip myndi hverfa á braut, án þess að ég sé að óska eftir því. Það myndi losa um eitt slot varðandi non homegrown.
Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af homegrown dæminu. Ef ég er að telja rétt, þá erum við með 14 non home leikmenn, en megum mest vera með 17.
Adrian, Alisson, Robbo, Tsimikas, VVD, Matip, Konate, Fabinho, Thiago, Jota, Diaz, Salah, Nunez, Gakpo
Við eigum því pláss fyrir þrjá leikmenn, ef enginn fer.
Það einfaldar málið aðeins, þó það sé ekki óskastaða, að vera ekki í meistaradeildinni. Þar þyrftum við að skrá lágmark 8 homegrown leikmenn, og þar af mega mest vera 4 sem eru “accociated”, það er, homegrown annarsstaðar, ef það mætti orða sem svo.
Á siðasta tímabili vorum við bara með 7 hgp, og þar af eru tveir farnir (Milner/Ox).
Curtis Jones og einhverjir minni spámenn bætast svo við í haust.
En við eigum sem sagt slot fyrir þrjá non home grown leikmenn ef ég er að telja þetta rétt.
Insjallah
Carl Berg
P.s: Ég er ekki að fatta þennan hund út í Adrian. Hann kom til okkar og gerði vel. Er núna þriðji markvörður, og hvers er hægt að ætlast til af þriðja markverði ? Óþarfi kannski að taka non hgp slot fyrir þessa stöðu, en eru mörg lið með betri þriðja markmann ??
Er Liverpool bara að fara eftir þessari homegrown reglu ? og FFP reglu Birkir minn ? chelski virðist alltaf komast hjá þessum reglum,en við aumingjust alltaf eftir einhverjum reglum. Við þurfum bara að fara að spila eftir sömu “reglum” og shitty og chelski, sem sagt, fara að móti þeim.
Mikið langar mig í Caseido hjá Brighton líka, skiptum á honum og Gomez.
Uuuuu það var nú bara ÖLL liðin eftir homegrown reglunni. Þú einfaldlega getur ekki skráð fleiri en 17 leikmenn í hópinn hjá þér sem ekki eru homegrown.
Það er EKKERT lið með fleiri en 17 leikmenn sem ekki eru homegrown..
Athugaðu að það þarf ekki að skrá leikmenn sem ekki eru orðnir 21 árs, fyrr en tímabilið eftir.
Þannig þarf LFC til dæmis ekki að skrá Carvalho eða Ramsey í hópinn…, og þegar þeir verða orðnir það gamlir að það þarf að skrá þá, þá verða þeir orðnir homegrown.
Insjallah
Carl Berg
Chelsea var, by the way með færri non homegrown leikmenn en LFC núna í vor.
Þeir voru bara með 15 leikmenn, en við 17
Insjallah
Carl Berg
Mér sýnist chelsea ekki fara eftir neinum reglum, 600 mills eyðsla í síðasta glugga og eru að kaupa bara allt nema enska leikmenn. Fara framhjá FFP reglunni með því að gera 8-9 ára samninga við leikmenn. Ekki voru þetta enskir leikmenn, eru svo með ca 60 leikmenn á láni út um alla evrópu
Það skiptir engu hvað félagið á marga leikmenn, ef þeir eru einhversstaðar á láni.
Þetta snýst um hversu marga non homegrown leikmenn liðin mega skrá í hópinn sinn fyrir úrvalsdeildina. Leikmenn sem eru á láni, eru ekki skráðir í þann hóp.
ffp reglurnar eru svo allt annar handleggur, en Chelsea telur sig hafa fundið þarna glufu á þeim reglum. Þeir eru þá væntanlega ekki að brjóta reglurnar, ef reglurnar eru ekki betri/skýrari en þetta.
En það er svo bara eitthvað sem deildin verður að skoða og skera úr um.
En verði þeim bara að góðu að vera fastir með þessa 270 leikmenn á launaskrá næstu fjörtíu árin!!
C.B
Við uppskárum eins og við sáðum síðasta sumar. Klopp hefði þurft að halda gleraugunum, því ekki hafði hann augun opin fyrir miðjunni sem hóf liðið tímabil. Það er vonandi að gamall hundur hafi lært að sitja.
.
Eigum áfram möguleika að halda í við efstu fjögur sætin, ef bætt verður við miðverði og miðjumönnum. Spurning jafnvel um annan framherja, lítið cover að hafa bara Jota og Elliot til að rótera við Salah, Diaz og Gakpo.
.
Season called off.
Upphaf þessa tímabils ætti að fara í alvöru greiningu. Hvernig þeir gátu slasað alla þessa leikmenn strax í blábyrjun áður en leikar hófust – er rannsóknarefni. Það gaf svo tóninn fyrir það sem var framundan: Endalaus meiðsli og baklásar.
Ég vil þó taka tvennt jákvætt – annað ræða þeir í þessu hlaðvarpi og hitt hefur farið undir radarinn. Sumsé – stórsigur á mu sem við munum rifja upp af ýmsu tilefni um ókomna tíð. Og svo hitt – já, vissulega ekkert stórmál en samt – sigur á city í leiknum um samfélagsskjöldinn. Þar sáum við hvað er þrátt fyrir allt í Núnesinn spunnið og tölur voru uppfærðar á bikar-veggnum á Anfield. Allt er hey í harðindum.
En takist okkur að byggja á því rönni sem við enduðum á, til viðbótar öflugum nýliðum, þá gæti þetta orðið gaman á næsta sísoni.
Smá samantekt og pælingar um frammistöður leikmanna og þjálfara Liverpool á tímabilinu sem var að enda.
Alisson Becker 4 af 5
Alisson Becker var útnefndur besti leikmaður Liverpool af stuðningsmönnum og þegar hann vantaði gegn Southampton á sunnudaginn sáum við hversu illa hlutirnir hefðu getað farið á þessu tímabili ef hann hefði ekki staðið í marki í öllum nema síðasta leiknum. Þrátt fyrir að vörnin væri slök urðu marka lausir leikir 14. Hann var einn besti markvörður úrvalsdeildarinnar sem var með langbestu tölfræðina þegar kom að mörkum fengin á sig vs. “væntanleg mörk”. Hann var tryggingin fyrir því að við hrundum ekki alveg og enduðum aðeins 4 stigum eftir Man. United.
Caoimhin Kelleher 2 af 5
Frá bikarhetju á síðasta tímabili til setu á bekknum þetta árið. Fékk tækifæri til að sýna getu sína í lok tímabilsins gegn Southampton en gerði ekki mikið meira en að sækja bolta í netið. Dapur endir og hann hefði átt að gera betur. Verðmiðinn hækkaði beinlínis ekki fyrir hugsanlega sölu í sumar.
Virgil van Dijk 2,5 af 5
Við vitum hvað hann getur og því eru kröfurnar auðvitað meiri á hann en nokkurn annan þegar kemur að því hvaða gleraugu við setjum upp til að dæma frammistöður hans. Sýndi nokkrum sinnum á tímabilinu með Ibrahima Konate að þeir geta saman myndað heimsklassa miðvarðarpar. Hins vegar eru þeir dagar liðnir að Liverpool geti algerlega treyst á hann sem aftasta mann í hárri baklínu. Þegar hann hafði þá félaga Joel Matip og Joe Gomez sér við hlið virkaði hann ekki nógu taustur og við þessu þarf Liverpool að bregðast í sumar. Kaupa sterkan ungan miðvörð.
Ibrahima Konaté 3 af 5
Sá besti af miðvörðunum á þessu tímabili. Við viljum svo gjarnan að þessi 24 ára strákur verði stóri hershöfðinginn í vörninni. Á sama tíma er það áhyggjuefni að hann spilaði aðeins 18 deildarleiki. Er með dapra meiðslasögu og ef Liverpool ætlar að treysta á hann í framtíðinni sem akkeri í vörninni er nauðsynlegt að Ibou geti verið til taks viku út og viku inn. Frá því að hann kom til baka úr meiðslum í mars, náði Liverpool sínu besta árangri á tímabilinu. Allt breyttist við stöðugleika aftast.
Joel Matip 2 af 5
Erfiðasta og sennilega lélegasta tímabil hans í Liverpool treyjunni og án sömu hjálpar frá Virgil van Dijk og virks skjaldar í formi Fabinho fyrir framan sig var hann oft berskjaldaður þegar boltar voru sendir bak við háa baklínu Liverpool. Hann er aðeins 31 árs en hann virkaði mun þreyttari á þessu tímabili en áður. Liverpool þarf nýjan hágæða miðvörð. Því verður Klopp að íhuga hvort Matip og eða Joe Gomez verði seldir í sumar.
Joe Gomez 1,5 af 5
Að undanskildum ótrúlegri frammistöðu á Anfield gegn Manchester City síðasta haust hefur þetta verið hörmulegt tímabil fyrir Joe Gomez. Fékk mikið sjálfstraust þegar Ibrahima Konate glímdi við meiðsli í haust og vetur sem hvarf algjörlega eftir að að var frá keppni um miðbik leiktíðarinnar. Frammistaða hans gegn Southampton var átakanleg og kóróna á hörmulega frammistöðu þar sem maður velti fyrir sér í nokkrum sinnum hvað hann væri eiginlega að gera á vellinum. Hefði Sulemana ekki skotið hátt inn í vítateiginn við 3-2 markið hefði Joe Gomez líklega haldið áfram að detta og hlaupið beint í Kelleher. Joe Gomez þarf Liverpool að selja í sumar.
Trent Alexander-Arnold 3 af 5
Á þessu tímabili hefur hann hefur hann oft verið verið hæddur og stundum útnefndur sem einn ábyrgur fyrir því hvað Liverpool skilur eftir mikið pláss í vörninni. Ég get fullyrt að hann er lykillinn að því að Liverpool sé afkastamikið og beitt sóknarlega. Þvi er mikilvægt að Trent sé gefinn laus taumur. Það er þjálfarateymisins og annarra leikmanna að hjálpa og laga sig að honum. Einn af lyklunum fyrir velgengni á næsta tímabil er að halda áfram að byggja upp liðið í kringum hann.
Andy Robertson 2,5 af 5
Alltaf traustur og þó þetta hafi verið miðlungs tímabil fyrir landsliðsfyrirliða Skotlands. Samt sem áður átta stoðsendingar í deildinni. Hefur liðið mest fyrir brotthvarf Sadio Mané. Var rétt eins og liðið betri undir lokin og mun líða vel að hafa Luis Diaz í toppformi fyrir framan sig á næstu leiktíð. Orðrómur um hugsanlega flutning í sumar, en Robbo er auðvitað sjálfsagður í 2.0 útgáfu Klopp af Liverpool.
Kostas Tsimikas 1,5 af 5
Fór frá því að vera ágætis valkostur á eftir Robertson á síðasta tímabili yfir í að vera mjög ráðvilltur í hvert skipti sem hann fékk tækifæri á þessu tímabili. Auðvitað leið hann eins og aðrir fyrir lélegan sóknarleik liðsins en í fyrra lagði hann upp mörg mörk fyrir Mané og Jota í sókninni þegar hann fékk tækifæri. Ég get ímyndað mér að Kostas vilji gera ábatasaman samning við lið sem tryggir honum meiri leiktíma og þá er allt eins líklegt að hann yfirgefi Liverpool í sumar.
Fabinho 2 af 5
þegar best lét var hann akkerið sem varð til þess að Liverpool vann allt bæði í Englandi og Evrópu. Gékk eftir slakt gengi síðast liðið haust og í vetur í endurnýjum lífdaga í tengslum við mótunarbreytingarnar sem komu í vor með Trent framar á miðju vallarins og verðskuldar sennilega tækifærið að halda áfram í haust þar sem frá var horfið. Ég get ímyndað mér að Klopp líti á hann sem byrjunarliðsmann en að það verði möguleikar á bekknum sem gera okkur kleift að bregðast nokkuð hratt við ef við sjáum sömu tilhneigingar og í fyrra.
Jordan Henderson 2 af 5
Rétt eins og Fabinho, þá held ég að umsvif á leikmannamarkaðnum í sumar muni gera stöðu Jordan Henderson klárlega viðkvæmari á næstu leiktíð. Fyrirliðinn okkar verður 33 ára eftir nokkrar vikur og batnar varla með hverjum deginum sem líður núna. Honum hefur ekki tekist að stuðla að stöðugleika og jafnvægi með því að dekka Trent á hægri kantinum. Leggur hvorki nægilega mikið að mörkum í sókn né vörn. Væri veikleikamerki ef litið er á hann sem fastan byrjunarliðsmann þegar við byrjum aftur í ágúst.
James Milner 2 af 5
Líkt og hjá Jordan Henderson en með þeirri viðbót að hann er fjórum árum eldri. Ég held að félagið sé að gera rétt með því að fallast ekki á ósk Klopp um að framlengja um eitt ár í viðbót. Algerlega réttur tími að leiðir skilji. Verður að eilífu í mikilli virðingu í rauða hluta Merseyside og var grunnurinn að öllu sem við áunnum undir stjórn Klopp. Setti staðal sem krafðist þess að aðrir skiluðu á hverjum einasta degi.Ómissandi og horsteinn í Liverpool 1.0. útgáfunni. Goðsögn.
Thiago 2 af 5
Fótboltamaðurinn Thiago er oft algjör snilld. Þegar við skoðum tölurnar yfir hversu litið hann spilar vegna meiðsla þá er erfitt að réttlæta að leikkerfi Liverpool sé aðlagað út frá honum. Byrjaði aðeins 14 deildarleiki og þannig hefur það verið frá því hann kom til okkar. Við eigum eftir að komast að því hvort stóra aðgerðin sem var gerð á honum í vor skili árangri í framtíðinni. Meiðslasagan er mikið áhyggjuefni en ég held samt að hann ætti að vera áfram, en í raun aðeins sem lúxusspilari. „Aðgengi er stærsta og mesta eign leikmanns…“ er orðatiltæki sem ekki má vanmeta sem því miður á ekki við um Thiago. Hefur valdið vonbrigðum síðan hann kom frá Bæjaralandi.
Curtis Jones 3 af 5
Ég hef verið einn mesti efasemdamaður Curtis en get bara hrósað frammistöðu hans síðustu mánuði. Ég er langt frá því að vera seldur á þá hugmynd að hann sé fastur byrjunarliðsmaður á næsta tímabili. Hann hefur hinsvegar sýnt að hann á ríkulega skilið að fá tækifæri til að vera og spila.
Stefan Bajcetic 3 af 5
Þurfti að axla óhóflega mikla ábyrgð á miðju Liverpool sem brást algjörlega í vetur og þó Stefan hafi skilað sínu hlutverki með prýði þá hefði það aldrei átt að vera á herðum 18 ára leikmanns að skapa liði stöðugleika sem hálfu ári áður hafði verið meðal þeirra bestu í heiminum. Þegar Fabinho, Henderson, Thiago og nokkrir byrjunarliðsmenn voru lamaðir í nokkrar vikur eftir áramótin , þá var það tilraun Stefans eftir allt saman. Að sjá hversu góður hann var í svona ömurlegu Liverpool þá er ég mjög spenntur að sjá hversu góður hann getur orðið þegar hlutirnir virka í kringum hann. Við krossum fingur fyrir endurhæfingu hans og vonum að hann verði kominn aftur í liðið þegar undirbúningstímabilið hefst.
Alex Oxlade-Chamberlain 1,5 af 5
Var meiddur megnið af haustinu og þegar hann fékk tækifæri eftir HM-fríið skilaði hann Liverpool verstu frammistöðu sinni undir stjórn Jürgen Klopp. Hefði í raun átt að skipta honum út fyrir nokkrum tímabilum. Gæti hafa verið góður strákur í búningsklefanum en þýddi mikið gæðatap fyrir liðið á fótboltavellinum í hvert skipti sem hann var neyddur til að spila. Óska honum alls hins besta í framtíðinni.
Naby Keita 1 af 5
Hræðilegur. Búist var við að hann myndi byrja þriðja leik tímabilsins – gegn United á útivelli – en fékk svo undarleg meiðsli og missti svo af 13 deildarleikjum. Rétt eins og Oxlade var hann aftur í hópnum eftir HM og lék sjö leiki í deildinni þegar Liverpool var upp á sitt versta. Fer frá félaginu í sumar eftir tímabil sem ekki er hægt annað en að lýsa sem algjöru floppi. Kom sem einn af eftirsóttustu miðjumönnum Evrópu en hættir án þess að hafa í raun náð þeim hæðum sem vonast var eftir.
Harvey Elliott 2,5 af 5
Eini leikmaður Liverpool í ár sem hefði getað spilað alla leiki. Spilaði 46 leiki á tímabilinu og ætti líklega að líta á það sem veikleikamerki frekar en að Harvey Elliott hafi tekið skrímsla skref í þróun sinni. Var mjög góður á köflum en átti einnig lélegar frammistöður. Hefur enn ekki sannað sig í neinni stöðu og ??virðist vera höfuðverkur Klopp að finna pláss fyrir hann í liðinu.
Fabio Carvahlo 2,5 af 5
Kom inn með ferskan andblæ og fékk fullt af tækifærum sl. haust. Var í rauninni með algjöra þveröfuga þróun miðað við flest kaup Klopp. Fékk mikið sjálfstraust í upphafi áður en hann var algjörlega settur til hliðar og síðan í frystikistuna. Skoraði á útivelli gegn City í deildarbikarnum en var svo skipt útaf í hálfleik og fékk aðeins 8 mínútur til viðbótar allt tímabilið. Spurning hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis milli hans og Klopp. Óljós framtíð á Anfield. Orðrómur síðustu daga bendir ekki til þess. Markið gegn Newcastle hins vegar klárt uppáhald!
Luis Diaz 3 af 5
Missti því miður af hálfu keppnistímabilinu vegna hnémeiðslanna sem hann fékk í leiknum gegn Arsenal strax um haustið sem síðan tóku sig upp þegar hann var tilbúinn fyrir endurkomu eftir HM. Tók þátt í 17 deildarleikjum alls þar sem Liverpool var með 2 stig að meðaltali í leik (að meðaltali sem hefði gefið þriðja sæti úrvalsdeildarinnar). Án Diaz var meðaltalið í deildinni hins vegar lágt 1,47. Endurkoma vorsins kom á Elland Road. Hvirfilvindur sem er jafn mikilvægur sóknar – og varnarlega. Gerir líka hlutverk Andy Robertson auðveldara og samspil þeirra er grundvallaratriði fyrir Liverpool á næstu leiktíð. Gefinn byrjunarleikmaður í hvert sinn sem hann aðgengilegur.
Cody Gakpo 3,5 af 5
Hann leit stirður og kalufskur út í byrjun en var um leið hent inn í óvirkt Liverpool þar sem jafnvel Leo Messi hefði líklega ekki komið sér eða liðsfélögum sínum í gang. Skoraði sitt hvort markið gegn bæði Everton og Newcastle áður en hann sýndi raunverulega getu sína gegn United í 7-0 sigrinum. Skoraði 10 mörk í 17 leikum – eitthvað sem verður að teljast virkilega gott í hlutverki þar sem hann er líklegri til að tengja saman liðs hluta en endilega vera sá sem klárar sóknirnar sjálfur. Var mjög góður á vormánuðum og Klopp virðist hafa fundið fullkominn staðgengil fyrir Roberto Firmino.
Diogo Jota 3 af 5
Rétt eins og hjá mörgum öðrum í liði Liverpool í ár hefur tímabilið einkennst af meiðslum. Í fyrstu átti hann í vandræðum með bakið og þegar hann sneri aftur um haustið voru aðeins tvö stutt inn hopp og tveir byrjunarleikir í deild áður en hann meiddist aftur og missti úr allan veturinn. Rétt eins og í tilfelli Luis Diaz hefur endurkoma hans bætt leik Liverpool umtalsvert jafnvel þó að það hafi tekið nokkurn tíma fyrir hann að ná sínu besta. Endaði tímabilið með tveimur mörkum á St Mary’s og alls sjö mörk í síðasta mánuði einum. Spurningin er hvernig hann stendur í þeirri samkeppni sem nú ríkir í framlínu Liverpool um stöður á næsta tímabili. Held að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur því hann og Klopp virðast hafa sömu skoðun á því hversu mikinn leiktíma hann megi reikna með í framtíðinni.
Mohamed Salah 4 af 5
Mohamed Salah. Æðislegur ! Já, sumir halda að þú sért úti að hjóla hérna. Þegar meira og minna allir í sókninni hafa verið undirlagðir af meiðslum og fjarverandi hefur hann verið eini fasti liðurinn í sóknar línunni. Hann er líkamlega einstakur og ef hann hefði líka eins og hinir aðeins lagt sitt af mörkum með u.þ.b. 15 byrjunum gætum við velt því fyrir okkur hvort Liverpool hafi klárað sig í efri helmingnum. Hann er sá eini í liðinu sem hefur spilað alla deildarleiki tímabilsins og alls gerir hann 19 mörk og 12 stoðsendingar í liði sem í langan tíma virtist ekki vita hvað fótbolti væri. Bætum við 8 mörkum og tveimur stoðsendingum í 8 Meistaradeildarleikjum og bikarleikjum. Hann var alltaf til taks og hann skilar stöðugt viku eftir viku. Þrátt fyrir slakt gengi Liverpool hefur Salah slegið ný met og hann er á leiðinni að slá fleiri. Alisson var bestur allra. En Salah var næstum jafningi hans.
Roberto Firmino 3,5 af 5
Gefðu Bobby boltann og hann mun skora. Það er lagið sem margir hafa raulað undanfarnar vikur, en ef við eigum að vera alveg hreinskilin þá var það aldrei vegna frábærra markaskorunar hans sem Bobby varð í uppáhaldi hjá aðdáendum Liverpool. Hann skilaði alltaf sínu þegar við þurftum á honum að halda. Skallinn gegn Arsenal hleypti lífi í tímabilið og endirinn með jöfnunarmarkinu gegn Villa og göngumarkinu gegn Southampton setti kórónu á ferilinn sem Liverpool-goðsögn. Lagið um Firmino mun óma að eilífu á Anfield. Í raun efast ég um hvort við séum að gera rétt með því að láta Bobby fara …
Darwin Nunez 2 af 5
City fékk Haaland. Við fengum Nunez. Auðvitað var alltaf ætlast til að norðmaðurinn stæði sig betur af þessum tveimur en engum datt í hug að munurinn yrði svona mikill. Sérstaklega þar sem Nunez stóð sig svo vel með Benfica – meðal annars gegn okkur – á síðasta tímabili. Snemma rauða spjaldið, markaþurrkur og undarleg smá meiðsli til hægri og vinstri gerðu það að verkum að tímabilið fór aldrei af stað. 9 mörk og 3 stoðsendingar í deildarleikjum er líklega um helmingur af því sem vonir stóðu til fyrir tímabilið, en það sem er mest áhyggjuefni er að hann byrjaði aðeins 19 sinnum. Auk leikbannsins átti hann í vandræðum með allt frá vöðvum í kálfa upp í öxl og í síðustu teygju tímabilsins á tá. Kannski ánægjulegast af öllu að tímabilið er búið og við getum byrjað með nýjar væntingar fyrir það næsta. Miðað við þá upphæð sem félagið lagði í Darwin, þá þarf samt að gefa honum eitt sumar til að reyna að koma hlutunum í lag og fá miklu meira út úr honum á næsta tímabili. Við vitum að getan er til staðar. Ég hef fulla trú á honum á næsta tímabili.
Jurgen Klopp 1,5 af 5
Að lokum skoðum við þann sem ber í raun og veru meginábyrgð á þessu fíaskó tímabili. Það er ómögulegt að gefa Klopp annað en falleinkunn. Kerfisbreytingin kom allt of seint og skrípaleikur hans í kringum miðjumenn kostaði Liverpool dýrt yfir veturinn. Hollusta hans og ofurtrú á vissum leikmönnum getur fengið lið til að flytja fjöll en líka alveg rústað þeim. Það er líklega stærsti styrkur hans – og veikleiki. Skrýtið liðsval og enn skrítnari skiptingar voru umdeildar allt tímabilið og það var fyrst þegar hann kyngdi stoltinu og breytti yfir í leikaðferð sem passaði Liverpool betur að liðið komst á sigurbraut að nýju. Kannski hefðum við í rauninni komist í Meistaradeildina ef viðbrögðin hefðu komið fyrr? Jürgen Klopp er auðvitað maðurinn til að leiða Liverpool áfram. Við verðum að vera heiðarleg og ég fullyrði bara að hann stóð sig alls ekki vel á siðasta timabili.
Þurfum að losa Nunez á meðan að við getum ennþá fengið einhvern pening fyrir hann, hefur gjörsamlega fjarað út sem leikmaður.
Annars sammála flestu hjá þér.
Hvaða rugl er í þér með að losna við Nunez strákurinn er búinn að vera hjá okkur í eitt tímabil og sína flotta takta inn á milli og á bara eftir að verða betri fyrir okkur.
Fari þetta nýafstaðna tímabil beint í anus bara. Þráðbeint og lóðbeint.
Ótrúleg mistök gerð síðasta sumar í leikmannakaupum. Hreinn aumingjaskapur og níska hjá FSG að byrja ekki endurnýjunina á miðsvæðinu strax í fyrra. Stórundarleg fullyrðing kom frá Klopp kom eftir sigurinn á Man City í Góðgerðarskjöldinum. Hann hreinlega vissi ekki í hverskonar standi liðið væri, þrektölurnar væru út og suður. Það hefði átt að kveikja á öllum viðvörunarbjöllum um hvað var í vændum en gerði ekki. Fyrsti leikurinn gegn Fulham þegar við vorum hlaupnir algerlega í kaf tók af allan vafa.
Katastrófísk mistök að treysta áfram á Keita og Thiago. Báðir alveg hrikaleg vonbrigði, menn sem áttu að vera burðarásar í liðinu en aldrei hægt að treysta á og gæðin bara ekki nógu há þegar þeir voru heilir. Thiago átti að vera síðasta púslið í púsluspilið. Maðurinn sem myndi færa okkur annan CL titil og geta opnað hvaða vörn í Evrópu sem er með nákvæmum og dýnamískum sendingum. Var bara aldrei þessi leikmaður sem við héldum og hentaði okkur aldrei.
Nýjasta slúðrið er að Mason Mount sé búinn að velja Man Utd. Á móti er Thielemans í boði á free transfer sem væri ágætis squad leikmaður. MacAllister ætti að fara detta inn. Leipzig eiga að hafa boðið í Carvalho. Við ættum að nota það ef við viljum kaupa Gvardiol (sem er mjög mikill Liverpool aðdáandi). Okkur vantar fjölhæfan varnarmann sem getur spilað miðvörð og bakvörð. Mann sem er örfættur og getur borið boltann uppi. Væri algjörlega sniðinn sem framtíðar miðvarðapar með Konate. Gætum selt Kelleher, Phillips, Thiago og Carvalho uppí og notað peningana þá í alvöru miðjumenn sem hægt er að treysta á. Veiga hjá Celta Vigo td orðaður við okkur og Goretska líka.
Nóg í gangi og fullt að góðum leikmönnum þarna úti. Ég tel að við munum keppa við Man City um titilinn ef við gerum góð kaup. Erum enn með frábæran hóp.
Sælir félagar
Sammála öllu AEG nema r Thielemans. Vil ekki sjá hann í Liverpool treyju. Latur og hægur og virkar frekar leiðinleg týpa.
Það er nú þannig
YNWA
Sammála Sigkarli með Tielemans. Hefur aldrei heillað mig.
Jota??
Já það eru góðir leikmenn sem eru að renna út á samningum núna, eins og sagt hér fyrir ofan með Youri Tielemans og svo er líka lykilmaður í Franska landsliðinu Adrian Rabiot sem rennur út á samning hjá Juventus. Því ég væri til í að sjá algjörlega nýja miðju á næsta tímabili, mögulega bara Fabinho sem myndi halda sæti sínu svo framarlega að frammistaða þessa tímabils haldi ekki áfram inná það næsta.
Miðja með Mac Allister (24) , Tielemans (26) og Rabiot (28) ásamt Khéphren Thuram (22) og Manu Kone (22) þá væri miðjan flott, með reynslu og unga leikmenn.
kaupa svo Jasko Gvardiol (21) og Cancelo (29) til að covera báða bakverðina
Selja Philips og Thiago og einhverja fleiri.
Setja Henderson upp í Rice?
Tielemans og Rabiot eru ALLS EKKI týpurnar sem Liverpool vantar, hvorki knattspyrnulega eða sem karakterar. Leikmenn sem bæta engu við þetta lið, nema lélegum karakter að mínu mati.
Eins og staðan er myndi ég allavega ekki sakna Henderson, sem er þó búinn að reynast okkar liði vel fram að þessu, en vá hvað ég mun ekki sakna Naby Keita.
Við fengum 23 stigum meira en Chelsea. Hvað getum við beðið um meira?
Alltaf fróðlegt (og gaman) að hlusta á gullinslegna kastið.
Hvað segið þið um að taka á dagskrá nokkrar mínútur í einhverju af allra næstu köstum til að ræða mögulegt fyrirliða-“shuffle”? Nú er Milner farinn, og bæði Henderson og VVD komnir yfir 30.
Hverjir eru nógu sterkir í hópnum til að koma þarna inn í haust, komast nýir upp á milli þessara tveggja, jafnvel taka við bandinu sem fyrirliði næstu ára?
Trent tekur við bandinu af VVD eftir 1-2 ár
Alveg óháð þræði en mikið eru þetta svívirðandi greinaskrif: https://www.visir.is/g/20232422801d/liverpool-hefdi-ekki-einu-sinni-komist-i-evropudeildina-an-var
Mjög-mjög-mjög margir dómar fellu gegn okkur þetta árið. Lokaniðurstaðan er eins og hún er og endurspeglar óstabíla frammistöðu liðsins. Í fyrri leiknum á móti Arsenal féllu tveir stórir dómar gegn okkur og dómarinn baðst meira að segja opinberrar afsökunar fyrir að hafa gert mistök. Fjöldamörg dæmi um annað eins.
Við hefðum aldrei unnið City þetta árið. Þeir eru með betra lið. En við hefðum klárlega ekki átt að lenda neðar en í fimmta sæti. Líklega þriðja þegar allt er talið. Áfram gakk.
Sýnir frekar hversu tæp dómgæslan var á leikjum Liverpool
Gefið þið Nunez smá þolinmæði. Hann setur 20-25 kvikindi næsta tímabil. Í deild.
Sammála þér Höddi, strákurinn er búinn að sína flotta takta inn á milli og á bara eftir að verða betri og skora fullt af mörkum fyrir okkur á næstu árum.