Alisson Becker leikmaður ársins

Liverpool fc hafa valið leikmann ársins hjá sér og það kemur engum á óvart að Alisson Becker fær þessi verðlaun skuldlaust. Það spilaði auðvita inn í að það var nóg að gera hjá kappanum því að liðsfélagar hans voru ekki að standa sig varnarlega.

Það má segja að þetta hafi verið mjög auðvelt val á þessu tímabili og vona ég að hann fái ekki þessi verðlaun á næsta tímabili því að það þýðir að hann hafi haft minna að gera sem væri frábært eða hann hafi ekki verið eins góður sem er skelfilegt.

YNWA – Fyrir mig sem mann ekki Ray árunum þá finnst mér Alisson vera besti markvörður í sögu Liverpool.

13 Comments

  1. Alisson á þetta svo sannarlega skilið – frábær á nýliðnu tímabili.

    ps man eftir Ray Clemence í svarthvítu þegar Bjarni Fel. sýndi viku gamla leiki hér í den. Margir sem vildu vera Ray í markinu þegar sprikklað út á túni í fótbolta. :O)

    Bruce Grobbelar var svo annar eftirminnilegur – sjálfsagt erfitt að bera þessa kalla saman frá liðinni tíð við boltann eins og hann er í dag.

    5
  2. Sælir félagar

    Alisson er einfaldlega búinn að vera okkar besti maður í vetur. Það er því eðlilegt að hann sé leikmaður þessarar leiktíðar hjá Liverpool.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  3. Það má vel segja að án hans þá værum við vel neðar í deildinni.
    Frábær markvörður sem verður vonandi hjá okkur næstu árin.

    2
  4. Liverpool fékk á sig jafn mörg mörk í deildinni og Chelsea í 12. sæti og Everton í 17. sæti. Samt er markmaðurinn réttilega leikmaður tímabilsins. Erfitt að útskýra betur hversu ógeðslegt þetta tímabil var hjá okkar mönnum.

    7

Leitin að stöðugleika

Skiptir leikjadagskráin máli?