UPPFÆRT 17:50:
ÞETTA ER BARA AÐ GERAST! Talað um að Liverpool ætli að triggera klásúluna sem ku vera upp á 70 millur. Kemur frá aðilum sem eru býsna áreiðanlegir.
UPPFÆRT: Það er búið að staðfesta að Fabio Carvalho fari á lán til RB Leipzig. Almennt er talað um þetta sem algjörlega aðskilinn díl, en í praxís eru nú ágætar líkur á að þetta hangi allt saman. Hingað til hefur verið talað um að Carvalho lánið sé ekki með neinum skuldbindingum varðandi kaup eða yfirhöfuð neinum möguleikum á slíku, en spurning hvort hann eigi framtíðina fyrir sér hjá Liverpool. Þeir leikmenn sem hafa farið út á lán og átt svo einhverja framtíð hjá félaginu eru líklega taldir á fingrum annarar handar: Elliott klárlega, og svo má færa rök fyrir því að Nat Phillips hafi átt gott “run” tímabilið 2020-2021 eftir að hafa verið á láni.
Nú eru helstu fréttahaukar tengdir Liverpool að tala um að Ungverjinn Dominik Szoboszlai gæti orðið næsti leikmaður Liverpool. Þetta er leikmaður sem ætti að vera okkur Íslendingum að
Þetta er leikmaður sem er mest að spila hægra megin á miðjunni eða úti á hægri kanti, en getur spilað víðar ef því er að skipta. Virðist vera að koma inn í Henderson stöðuna ef við ættum að líkja honum við einhvern af núverandi leikmönnum Liverpool. Helsta tölfræði sem menn hafa verið að birta segir okkur að hann gæti verið “upgrade” á Hendo í þessari stöðu, en þetta er vissulega ennþá ungur (22ja ára) og all hrár leikmaður, og því er ekkert hægt að fullyrða um að hann sé sjálfkrafa að hirða þessa stöðu. Hann kemur frá RB Leipzig, og ekki eins og leikmenn þaðan hafi endilega verið að brillera í ensku úrvalsdeildinni. En þetta er klárlega gríðarlega efnilegur leikmaður, og ef af verður – sem er n.b. alls ekkert öruggt – þá verður spennandi að sjá hvernig Klopp getur unnið með þennan leikmann. Hann hefur nú gert annað eins að taka unga og hráa leikmenn og móta stjörnur úr þeim. Ekki skemmir fyrir að pjakkurinn ku vera mjög áfjáður í að koma til Liverpool og spila fyrir Klopp.
Semsagt, það gæti dregið til tíðinda í þessum málum, jafnvel síðar í dag, en bíðum nú samt alveg sallaróleg með (Staðfest) póstinn!
Virðist vera ansi spennandi leikmaður, en hvort að hann sé líkur Hendo veit ég ekki.
Þessi strákur virðist vera frábær vítaskytta, hann er með skot utan af velli, hann er að koma í teiginn í seinni bylgjunni og skora mörk, hann er að drippla framhjá leikmönnum. Ég elska Hendo en hann er ekki með mikið af þessum eiginleikum en frábær iðnaðarmiðjumaður sem hleypur og djöflast mikið.
Vonandi verður þetta klárað í dag.
Samanburðurinn við Hendo lýtur fyrst og fremst að því hvar hann er staðsettur á vellinum og í uppsetningunni.
Þannig að hann er jafnvel upgrade á því sem Hendo hefur verið að gera? Tók því ekki sem svo að verið sé að líkja honum við Henderson heldur því hlutverki sem líklegast er að honum sé ætlað.
Þetta er verulega spennandi viðbót
Oftast er honum líkt við Kevin De Bruyne.
DS hefur einnig talsvert spilað á hægri kantinum þannig að þetta eru ekkert sérlega góðar fréttir fyrir Harvey Elliott.
Virkilega spennandi leikmaður sem kemur með mikla sköpun inn á miðjuna.
BBC og Joyce eru með þetta núna svo þetta er svo gott sem staðfest. Bara spurning hvort klásúlan verði virkjuð í dag eða Liverpool og Leipzig semji um annan strúktúr á kaupverðinu.
Sælir félagar
Loksins annar úr “efstu hillu”. Gaman að því.
Það er nú þannig
YNWA
amk úr efstu hillu þegar um er að ræða unga leikmenn.
Þýskur vinur minn sem fylgist vel með Bundesliga telur að hann geti náð lengra en Bellingham.
Af hverju er þessi úr “efstu hillu”?
Og þá spyr ég bara líka – hverjir eru þá eiginlega í þessari efstu hillu?
Margir stuðningsmenn hér og víðar á alnetinu hafa látið eins og algjörar dekurrófur í sumar og heimtað að Liverpool kaupi mann og annan og gangi frá öllum kaupum helst bara í fyrradag. Og af því þetta gengur hægar en stuðningsmenn vilja þá voru/eru margir bara búnir að afskrifa næsta tímabil, úthúða klúbbnum, eigendum og jafnvel bara kokknum í mötuneytinu. Það er eins og menn hafi aldrei fylgst með því hvernig sumargluggar ganga fyrir sig.
Þolinmæði er dyggð. Ég er spenntur fyrir þessum leikmanni, þótt ég hafi augljóslega ekki þá þekkingu á honum að ég geti kallað hann úr einhverri efstu hillu.
Hann, MacAllister og vonandi Thuram fyrir ca. sama verð og Bellingham hefði kostað. Það er góður díll í mínum huga. Ég vildi samt Bellingham umfram alla aðra – en kannski, já kannski veit Klopp eitthvað meira um fótbolta en ég. Getur það verið?
Homer
Góður HJS ?
Las að ef klásúlan er virkjuð þá þurfi að borga allt kaupverðið strax. Líklegra að samið verði um lægra verð + bónusa sem gætu fært verðið yfir klásúluna. Með 5 ára samning er það hagstæðara á bókunum.
Líst vel á leikmanninn og hann ætti að vera fær að spila sig inní 11 manna róteringu sem einn af 5-6 miðjumönnum sem skipta með sér mínútunum.
klásúlan á að vera 62 milljónir punda(70m evrur). Stórefast um að Leipzig séu eitthvað að lækka sig. Newcastle og fleiri lið fylgjast með stöðu mála.
Alexis Mac Allister, Dominik Szoboszlai og Khéphren Thuram gætu kostað samanlagt þá upphæð sem Real Madrid borgaði fyrir Bellingham mögulega er um svipaðan launapakka að ræða.
Ég var mjög spenntur fyrir Fabio Carvalho, og fannst hann lita vel út þegar hann fékk sín fáu tækifæri hjá meistara Klopp.
Harvey Elliott fannst mér líka spennandi kaup. Hann er klárlega góður í fótbolta en mér fannst hann aldrei virka allmennilega með Salah.
Miðað við lýsingar á Szoboszlai þá líst mér vel á þau kaup. En reyni að fara ekki fram úr mér í væntingum. Hann er algjörlega óskrifað blað þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni.
Smá hliðstæð pæling.
Hvaða skatta eru lið að borga fyrir sölur á leikmönnum?
Virkilega spennandi leikmaður, ég hélt að hann væri nú eldri en 22 ára ! Ég veit ekki hvernig félagi Sigkarl flokkar leikmenn, en þessi kaup eru fyrir mér snilldarkaup. Gæðaleikmaður !
Verður 23ja ára í október minnir mig.
Sammála Höddi B
Játa að ég vissi ekki að þessi leikmaður væri til en eftir því sem upplýsingarnar síast inn bæði hér frá ykkur og á miðlunum þá hljóma þetta spennandi kaup ef af verður.
Á sama tíma er MU að landa Mount frá Chelsea sem áður var bendlaður við okkur, þannig að það verður ennþá meira spennandi að fylgjast með hvernig þessum köppum reiðir af næsta tímabil með nýjum liðum.
varst samt ansi fljótur að setjast í dómarasætið í fyrradag og ásaka liðið um metnaðarleysi einungis vegna þess að þú kannaðist ekki við leikmanninn.
indriði………. já þetta er metnaðarleysi! Leikmaður sem fáir ef einhverjir vissu nema kannski Ungverjar, hvað þá hér á síðunni! Dúkkar upp fyrir fyrir 2-3 dögum og skyndilega halda menn ekki vatni eftir að hafa rýnt nánar og horft á nokkurra sekúndna myndbrot af Jútúp! En ok, kemur í ljós næsta vetur – ég ætla samt ekki að éta hattinn ef hann reynist þyngdar sinnar virði í gulli!
Lestu það sem AEG segir hér neðar, hann er meiri penni en ég hvað þetta varðar og er “spotton” með hvað er í gangi, ég kvitta heilshugar undir það sem hann skrifar.
Fabrizio Romano
@FabrizioRomano
·
59s
BREAKINF: Dominik Szoboszlai to Liverpool, here we go! Understand RB Leipzig are now informed that Liverpool have triggered the release clause. ???? #LFC
€70m deal done.
Personal terms agreed, Szobo is now ready for medical tests soon.
Huge signing for #LFC.
paul joyce
@_pauljoyce
·
40s
Liverpool have informed RB Leipzig that they will trigger the €70m clause for Dominik Szoboszlai,
Szobo nr 8?
Jæja ! það er þá líf í þessu eftir allt saman hvað segja menn um þennan verðmiða ?
Ef Klopp er sáttur þá er ég sáttur !
https://www.youtube.com/watch?v=gNMmHg8iTks&ab_channel=SVMM
já ekki slæmt !
Af þessari stuttu klippu minnir Szoboszlai smá á blöndu af Coutinho og Emre Can. Þeir skiluðu nú báðir sínu fyrir LFC. Vonandi er þessi betri en þeir báðir.
Þetta eru frábær tíðindi og góð spurning hvernig framhaldið verður í sumar.
Við erum í þannig stöðu að það þarf að gera róttækar breytingar til að styrkja liðið. ‘i draumaheimi væri ég alveg til í sjá Liverpool gera það sem Arsenal hefur gert á síðustu árum leyfa öldungum fara frítt frá félaginu og þá er ég helst að horfa á Thiago. Eins mikið álit og ég hef á honum þá er hann alltof dýr farþegi í liðinnu með minuturnar sem hann spilar fækkar með hverjum árunum 🙁 Væri allveg til í Thuram og einn í viðbót á miðjunni í staðin fyrir Thiago.
Varðandi Homegrown regluna Við erum aldrei að fara sleppa Curtis Jones núna Gomez – Henderson – Trent – Robertson hljóta að vera þarna spurning hvaða leikmenn höfum við virkilega not fyrir sem geta styrkt liðið enn ekki fyllt upp í Homegrown kvóta sem eru að spila núna í uk? Erfitt að verða eitthvað spenntur fyrir enskum leikmönnum og er ég hæstánægður að United keypti Mount :O Hefði verið til í Rice ef hann væri ekki 40-50 milljón punda of dýr bara útaf þessari uk reglu,
Hægri bakvörður sem getur spilað miðvörð og 2 miðjumenn er það sem vantar núna! – á erfitt með að sjá Liverpool ná í einhvern í staðinn fyrir Firminho og er þessi nýji örugglega hugsaður til að spila þessa stöðu enn að Liverpool fari á eftir einhverjum sóknarmanni held ég.
Spurning hversu frábært þetta er, það á bara eftir að ráðast. Það eru hæfileikar þarna og hann vildi ólmur komast til Liverpool. Klopp fílar það. Mér finnst 60m punda mikið fyrir leikmann sem er ekki 100% víst að plummi sig í ensku deildinni. Menn hérna eru að skoða Youtube klippur til að reyna meta hann, það er oft ekki góðs viti. Mjög margir leikmenn sem koma úr þýsku deildinni hafa ekki náð að fóta sig í Englandi. Við höfum þegar brennt okkur á Keita ofl.
Klopp hefur ekkert endalausan tíma til að breyta Szoboszlai í heimsklassa leikmann. Samningur hann er bara til 2026. Ef valið hefur staðið á milli þess að kaupa Valverde frá Real á 77m punda og þennan á 60 þá er því mjög auðsvarað. Er Liverpool ekkert enn að reyna að Tchouameni?
Væntanlega er launapakkinn hjá Szoboszlai lágur samanborið við stærri þekktari nöfn. Jújú við værum að fá MacAllister, Szoboszlai og Thuram á svipaðan heildarpening og Real borgar fyrir Bellingham. Mér finnst samt vanta soldið stórhuginn í þetta. Þegar við töpuðum úrslitaleiknum gegn Real 2018 var Fabinho kynntur nær samstundis. Við dettum í CL og það vantar eitthvað “signature signing” enn. Tilkynning um að við ætlum pottþétt strax í toppbaráttu við Man City viðbjóðinn. Kaup á stóru heimsklassa nafni frá td Real hefði verið einmitt það.
Sjáum til. Fyrst við eru að versla hjá Leipzig og okkur vantar örfættan ungan heimsklassa miðvörð þá hefði ég nú hent 20-30 m punda í viðbót og keypt Gvardiol. Sérstaklega þegar við erum þegar að semja við þá um að lána Carvalho.
Mér finnst eitthvað vanta enn. Við erum með þennan stórkostlega heimsklassa þjálfara sem Klopp er og hann þarf stöðugt að kaupa úr næsthæstu hillu. Mig langar að sjá fótboltann sem Klopp spilar þegar hann fær að móta lið frá a-ö og kaupa þá sem hann vill. Það gæti orðið svo stórkostlegur fótbolti.
Sýnist það muni aldrei gerast hjá Liverpool úr þessu. Klopp þarf stöðugt að vinna úr brauðmylsnunum sem nískupúkarnir FSG henda í hann alveg til ársins 2026. Sem er bara sorglegt. Við ættum að hafa unnið miklu fleiri titla og bikara undir Klopp.
Takk AEG, ég tek heilshugar undir með þetta – skrifar það sem hefur farið í gegnum hausinn á mér síðustu daga! Geri ráð fyrir að félagi okkar Indriði hér ofar taki sömuleiðis undir! :O)
AEG, ég er algjörlega sammála þér, FSG er og verður alltaf flöskuhálsinn á árangur sem hæfir stórveldi eins og Liverpool, minn draumur er að þeir muni gefast upp á þessu og selji klúbbinn ekki seinna enn í haust!
Dominik Szoboszlai er í raun óskrifað blað, hann er ungur og efnilegur, Liverpool er að borga nokkuð hátt verð fyrir hann enn vonadi stendur hann undir verðmiðanum, það er það sem á eftir að koma í ljós.
Okkur vantar einn öflugan í viðbót á miðjuna ásamt hægri bakverði
Svo eigum við að tryggja okkur Mbappe ef hann er að fara frá PSG, ég myndi vilja sjá hann sem arftaka Salah .
þú setur fyrirvara um að við séum að yfirborga mann sem er að verða 23 ára í okt, “ekki 100% víst að hann plummi sig í deildinni” og að Klopp hafi mögulega ekki nægan tíma til að gera úr honum heimsklassa leikmann.
Vissulega floppaði Keita en það gerði Konate ekki.
Í staðinn myndir þú vilja setja mun hærri upphæð fyrir enn yngri (21´árs) leikmann úr sömu deild og meira að segja úr sama liði.
Eru meiri líkur á að Gvardiol muni standa sig í PL? Ekki hefur Klopp meiri tíma til að vinna með honum en Szobozlai.
Þess utan er meiri þörf fyrir skapandi miðjumann í augnablikinu.
Annars voru einhverjir að gera því skóla að viðræður um Gvardiol hafi lika átt sér stað þó hann sé án efa á leið til City.
gera því skóna 🙂
Vel orðað – þótt ég sé kannski ekki alveg sammála öllu hjá AEG.
Í fyrsta lagi, þá seturu spurningarmerki við að borga 60 milljónir punda fyrir leikmann sem ekki er 100% öruggt að muni plumma sig í ensku deildinni, en svo segiru að þú hefðir frekar viljað eyða 20-30 milljónum punda meira í Gvardiol úr sama liði. Er eitthvað öruggt með að hann muni plumma sig í ensku deildinni?
Í öðru lagi þá er ekkert hlaupið að því að kaupa leikmenn frá Real. Leikmenn fara oft ekkert frá Real – hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er það nánast í öllum tilvikum skref niður á við fyrir leikmenn að fara þaðan.
Hvenær seldi Real Madrid síðast heimsklassaleikmann? Jú, Casimero kannski. Ástæðan einföld var sú að Real var að yngja upp miðjuna sína og þurfti að losa sig við hann.
Tchouameni, ef eitthvað er að marka fréttir sumarsins, vill ekki fara frá Real. Valverde er ekki til sölu.
Ef það á að kaupa úr þessari blessuðu “efstu hillu”, sem er greinilega þreyttasti frasi sumarsins, þá er ansi fátt um fína drætti. Kannski legg ég annan skilning í það en aðrir hér, en fyrir mér er þessi efsta hilla stútfull af bestu leikmönnum heims. Þeir eru almennt ekki til sölu. Ekki nema fyrir eitthvað ruglað verð, auk gufuruglaðs launapakka (gott dæmi, Bellingham).
Eins og þú segir réttilega þá hefur Liverpool þennan heimsklassaþjálfara í Klopp. Ég hugsa að flestir séu þeirrar skoðunar. Og eflaust flestir líka sem öfunda okkur stuðningsmenn að hafa hann sem þjálfara okkar ástkæra klúbbs. Hann hefur nánast aldrei keypt heimsklassaleikmann – þ.e. fullmótaðan og tilbúinn leikmann. Samt gat Klopp búið til besta Liverpool lið sem við höfum nokkurn tímann séð, eitt allra besta lið heims á sínum tíma.
Ástæðan fyrir því að hann gat það er vegna þess að hann er líklega sá besti í heimi í að búa til stórstjörnur úr ungum og efnilegum leikmönnum. Nánast allir leikmennirnir voru úr allt annarri hillu en þeirri sem fólk hér öskrar á að keypt verði úr. Allir lykilleikmenn klúbbsins á undanförnum árum hafa orðið miklu, miklu betri leikmenn en þeir voru áður en þeir komu undir stjórn Klopp. Komu kannski virkilega góðir en urðu svo ca 180% betri undir stjórn Klopp.
Sem er nákvæmlega það sem klúbburinn og Klopp eru að gera núna. Ég segi allavega fyrir mitt leyti – ef Liverpool skiptir Ox, Milner og Keita út fyrir Mac Allister, Szoboszlai og Thuram, þá finnst mér það svakalegt statement frá klúbbnum. Og það fyrir ca. sama pening og Real splæsti í Bellingham og Arsenal í Rice.
Annars svona bara í lokin og í allt öðrum dúr – þá vil ég bara hrósa spjöllurum hérna á kop.is fyrir umræðurnar undanfarnar vikur. Ég var frekar virkur hérna fyrir nokkrum árum, en hætti eftir að umræðurnar fóru að verða ansi súrar og leiðinlegar. Umræðurnar og kommentin núna undanfarið hefur verið miklu betri og innihaldsríkari, þótt hér séu margir með mismunandi skoðanir. Það er allavega orðið miklu skemmtilegra að lesa kommentin hérna 🙂
Homer
Áhugaverðar pælingar og allt það en mig langar bara að taka sérstaklega undir þessi orð Homers um hvernig umræðan er.
Ég tjái mig nánast aldrei en les flest allt sem kemur hér inn og er búinn að vera á síðunni frá upphafi.
Á ákveðnum tímapunkti þá þróaðist umræðan á spjallinu yfir í algjöran einnar setninga sandkassaleik…úr neðstu hillunni.
En núna er þetta aftur farið að líkjast rökræðum frekar en pissukeppni, menn geta verið með sitthvort álitið á hlutunum og samt talað sínu máli frekar en drulla yfir málflutning “andstæðingsins”.
Bara bravó til ykkar/okkar allra.
Ég er orðinn pínu þreyttur á þessu væli í sumum hér.
Við erum með besta þjálfara í heiminum. Það er enginn sem getur náð meira úr leikmönnum og Klopp. Það eru fullt af þjálfurum sem vinna með stjörnu hóp. Klopp er ekki einn af þeim.
Persónulega vill ég alls ekki einhvern frá Real Madrid. Bara það að leikmaðurinn hafa viljað vera þar fær mig til að æla.
FSG hefur alveg stutt Klopp í gegnum árin. Það nægir að nefna VvD kaupin. Minnir að Alex ferguson hafi gagnrýnt kaupverðið.
Það er miklu yndislegra að landa titlum sem “under dog” en með olíupeningum. Þar er Klopp á heimavelli og sennilega sá besti í sögunni.
Kv.
Haddi
Mjög sammála. Ímyndið ykkur að reka heimili með þessum kröfum sem sumir gera til FGS. Maður væri farinn þráðbeint á hausinn. Þolinmæði er dyggð. “Silly seasonið” er ekki búið.
Það eru komnir inn tveir nýjir leikmenn, sem eru verulega góðir og eiga ekkert annað eftir en að bæta liðið. Á 100 millur. Arsenal eru á góðri leið með að kaupa þrjá á 200 millur. Getur vel verið að Rice sé góður, en 105 millur er vel í lagt. Þess utan var Gapko keyptur á þessu ári og Nunez í fyrra. Þrusu lið sem við erum með.
Spáið líka í bullinu sem er í gangi hjá Chelsea. Hálft liðið selt til Sádi-Arabíu og mjög lítið að koma inn.
Virgil van Dijk og Alisson komu vegna sölunar á Coutinho, FSG höfðu ekkert með það að gera og hefðu ALDREI keypt þessa menn úr efstu hillunni.
Það má vel vera að það sé fallegt að lifa í einhverjum þyrnirósarheimi, mér gæti ekki verið meira sama hvort við hefðum aðgang að olíupeningum svo lengi sem við værum að vinna titla á hverju ári.
Fótboltinn í dag stjórnast 100% af peningum og það er allir tilbúnir að svindla, líka FSG nískupúkarnir, ég veit ekki betur að þeir hafi verið einir af aðalmönnunum sem vildu stofna ofurdeildina.
FSG eða olíupeningar?
allan daginn olíupeningar, þeir eru mun vænlegri til árangurs og titlasöfnunar, þar á stórveldið Liverpool að vera, þeir eiga ekki að ljepja dauðan úr skel eins og klúbburinn er búinn að vera undir eignarhaldi FSG.
Erum við með besta þjálfara í heimi?
Við sáum það að stórum hluta í vetur að Klopp hafði fá svör þegar mótlætið blasti við honum vegna þess að hann var ekki með nógu góðan og breiðan mannskap til að spila þetta hápressu leikkerfi sitt, það er þjálfarar þarna úti sem eru sveigjanlegri í því að nota önnur leikkerfi (plan B) í stað þess að keyra nánast alltaf á sama kerfinu eins og klopp virðist halda sig við. Þegar allt gengur upp brosir Klopp sínu breiðasta og reitir af sér brandarana, Klopp er stemningsþjálfari og skemmtilegur karakter.
Ari Oskarsson
Alveg magnað að þú sért að saka Klopp um að keyra alltaf á sama leikkerfinu.
Ef þú bara hefðir fylgst með þá var gerð nokkuð stórtæk breyting á leikkerfi liðsins snemma í apríl. Síðan þá hefur liðið ekki tapað leik.
Haddi
Eftir sl. tímabil er ekki hægt að halda því fram að Klopp sé besti þjálfari heims.
Indriði, það eru nú lítil sannleikskorn í því sem þú ert að segja
Luis Diaz og jota komu til baka úr meiðslum ásamt því að nokkrir aðrir stigu upp eins og Curtis Jones, það var stóra ástæðan fyrir því að Liverpool fór að spila betur í endan á tímabilinu.
Klopp breytti ekki um leikkerfi, það er alrangt hjá þér, hann gerði það lítilega um mitt tímabil þegar allt var að fara í skrúfuna enn annars ekki.
tja annað hvort hefur þú engan leiksklining eða ert ekki að fylgjast með.
Hér er sæmileg yfirferð yfir leikkerfin sem notuð voru á sl. tímabili. Þau voru sjö.
https://www.thisisanfield.com/2023/04/the-7-formation-changes-that-led-jurgen-klopp-to-new-liverpool-blueprint/
Fyrir utan þig Indriði þá vita flestir að Jurgen Klopp breytir nánast aldrei sínu leikkerfi
karlanginn hefur nú verið þekktur fyrir það að hafa ekkert plan B í gegnum árin serstaklega þegar Liverpool var að leika gegn liðum sem lágu til baka (lögðu rútunni)
Þetta hefur margsinnis homið fram í umræðunni hér á Kop síðunni í gegnum árin þegar við höfum verið að tapa fyrir liðum sem parkera rútunni, kannski er lesskilningurinn þinn eitthað daprari enn þú heldur?
Pep Guardiola hefur til dæmis gengið mun betur enn Klopp að finna lausnir á því að spila gegn liðum sem liggja til baka.
Veit einhver hvernig meiðslasögu Szoboszlai er? Mv aldur og fjölda leikja þá virðist hann hafa verið heill hingað til
síðustu 2 tímabil hefur hann aðeins misst af einum leik vegna meiðsla.
Var frá hálft tímabilið 20/21 vegna vöðvameiðsla.
Mér sýnist á vídeóinu að Szoboszlai (hvernig er þetta borið fram? Einar segir okkur það í næsta podkasti vonandi) geti skorað bæði í teignum og utan af velli og það verður vonandi til góðs þegar hann kemur og mig hlakkar til að sjá hann saman með Trent og Macallister þegar við mætum Chelsea í fyrsta leik.
Það er borið fram Sóbó slæ
Allega hjá Fabrizio Romano
Skemmtilegar umræður hér og ljóst að fylgjendur hafa ýmsar skoðanir á leikmannamálum. Ef þessi Ungverji er kominn + McAllister, og Trent inn á nýja miðju, með Fab, Hendo, Bajetic, Cujo, Thiago og Elliot sem bakköpp, þá finnst manni að megináhersla verði lögð á einn varnarmann. Er ekki viss um að við fáum fleiri en þrjá leikmenn í sumar. Og því þá ekki Guardiol? 70m. í viðbót myndi setja eyðsluna samtals í kr. 160m.p. En ég veit ekkert. Inacio frá Portúgal. Eða eitthvað sem enginn veit neitt um. Ef ég þekki LFC rétt þá losa þeir líka um leikmenn að minnsta kosti til helmingis á við það sem þeir kaupa. Spara svo í tvö ár og enda alltaf í plús. Nú á að vera smá eyðslusumar, af því að það er virkilega þörf á að yngja upp liðið og styrkja það með góðum leikmannakaupum. Vonumst til þess að fjórir nýjir leikmenn komi samtals til Liverpool þegar leikmannaglugginn lokar. Í fyrsta sinn í ansi mörg ár erum við að horfa upp á gagnheila endurbyggingu og öðruvísi lið en það sem rústaði öllu fyrir 2-3 árum. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig það mun ganga. YNWA
Hélt fyrst að Liverpool hefði verið að ráða nýjan garðyrkjuverktaka “Sópaogslæ” 🙂
Mönnum er tíðrætt um þessa svokölluðu efstu hillu og menn væla yfir nískur hjá eigendunum.
Ekki kann ég að reka fótboltafélag en ég þarf að passa mig við rekstur á heimilinu og þar má ég ekki eiða meira en ég þéna alvegsama þótt mér langi í allan anskotan annað, ætli það sé ekki svipað hjá eigendunum Liverpool þar þarf að fara saman tekjur og gjöld svo ekki fari ýlla fyrir klúbbnum.
Menn virðast hafa gleymt því að þegar þessir eigendur komu inn í félagið þá var Liverpool á leið í gjaldþrot.
Ég þekki ekki þennan Dominik Szoboszlai en þetta virðist vera spennandi leikmaður á góðum aldri sem er búinn að sanna sig í Þýskalandi og Klopp vil fá hann og það dugar fyrir mig til að gera mig spenntan fyrir komu hans enda hafa flestir leikmenn bætt sig undir stjórn Klopp og vonandi kemst þessi leikmaður í þessa efstu hillu ef hann er ekki þegar kominn þangað.
Í elli minni og lélegum húmor (munið þið eftir M.A.S.H.?) finnst mér upplagt að kalla Sóbóslæ „Hot Lips”!
Mjög spennandi kaup!
Ég verð bara orðlaus þegar menn gagnrýna Klopp
Ég er búinn að fylgjast með þessu félagi í yfir 30 ár og ALDREI, ALDREI höfum við haft betri þjálfara. Síðasta season var ömurlegt enda allur hópurinn meiddur.
Klopp hefur farið langt yfir stigatöflu Sir Alex Ferguson í að minnsta kosti tvö tímabil. Með miklu “ódýrari” leikmönnum. Og höfum það í huga að Alex var krýndur Sir vegna sinna afreka.
Haddi, ef ég á að svara fyrir mína gagnrýni, þá snéri hún að eingöngu að leikkerfinu sem Klopp notar ekki að því að mér þætti hann slæmur þjálfari. Jurgen Klop er búinn að ná frábærum árangri með Liverpool enn í vetur þurfti hann plan B vegna þess að mannskapurinn var ekki nógu góður til að uppfylla þær kröfur sem leikerfið sem hann er að nota myndi bera árangur, það er það eina sem ég var að gagnrýna og við þurfum að hafa það í huga að engin er hafin yfir gagnrýni.
Ég er að mörgu leiti sammála þér að Klopp er sennilega besti þjálfari sem Liverpool hefur haft síðan Kenny Dalglish hætti í Febrúar 1991.