Þetta var ansi hreint magnaður dagur hvað slúður varðar þó ennþá sé nokkuð óljóst hvað nákvæmlega er að gerast, ef eitthvað yfirhöfuð. Það er í stuttu máli verið að orða Henderson og Fabinho nokkuð sterklega frá Liverpool til liða í Saudi Arabíu og eins er jafnvel verið að tala um að Thiago gæti verið á förum.
Það er David Ornstein sem fer fyrir hópi áreiðanlegra blaðamanna sem er að orða bæði Henderson og Fabinho frá Liverpool. Miðað við hvaða blaðamenn eru að fjalla um þetta slúður er nokkuð ljóst að eitthvað er í gangi þar. Thiago er mun minna marktækt ennþá.
? Midfield rebuild status update:
Keïta, Milner and Oxlade-Chamberlain all gone. ?
Henderson: Agreed to move to Al Ettifaq ?
Fabinho: Al-Ittihad preparing £40m ?
Thiago: Interested in moving to Barcelona ?
Schmadtke is on an absolute rampage ? pic.twitter.com/LWgVF69ziJ
— Watch LFC (@Watch_LFC) July 13, 2023
Rót vandans
Það er auðvitað enganvegin óskastaða Liverpool að skipta nánst um miðju á einu sumri og ennþá auðvitað óljóst hvort það verði raunin. Hinsvegar hefur ekkert breyst hvað þá staðreynd varðar að Liverpool þarf að gera mjög róttækar breytingar strax í sumar. Rót vandans er að félagið hafði ekki keypt miðjumann síðan 2018 fyrir utan Thiago sem enn hefur ekki náð að spila mikið meira en helming leikja Liverpool yfir heilt tímabil. Tvö sumur í röð var Liverpool sterklega orðað við stór nöfn á miðjuna sem komu hvorugt sumarið og í vetur var einfaldlega komið að skuldadögu.
Fyrir stuttu skoðuðum við miðjuna nokkuð ítarlega og vandamálið hefur blasað við í mörg ár. Klopp á mjög erfitt með að finna stöðugan miðjumann (meiðslalega). Getur verið að stór hluti af vandanum er að Liverpool kaupir of sjaldan miðjumenn og þegar þeir gera það hafa þeir keypt leikmenn með mjög þekkta meiðslasögu (Thiago, Ox).
Aðeins Wijnadum hefur náð að spila meira en 80% af deildarleikjum Liverpool yfir eitt tímabil undir stjórn Klopp.
Af þeim miðjumönnum sem nú þegar hafa yfirgefið Liverpool í sumar skipti enginn þeira neinu stóru máli á síðasta tímabili. Keita spilaði 9% leikja liðsins, Ox náði 10% og byrjaði aðeins einn leik sem miðjumaður. Arthur náði bókstaflega ekki deildarleik, Milner byrjaði fjóra leiki á miðjunni og var nú engin super sub í þessi 24 skipti sem hann kom inná í fyrra. Samanlagt eru þetta um 1.400 mínútur sem Mac Allister ætti að vera búinn að ná að fylla fljótlega eftir áramót. Þetta eru svipað margar mínútur og Jones spilaði á endaspretti síðasta tímabils til að setja þetta í annað samhengi.
Fabinho, Henderson,Thiago og Elliott voru aðalmiðjumenn Liverpool megnið af síðasta tímabili og ég bara skil ekki hvernig það er eitthvað rosalegt stórmál ef félagið ákveður að losa 1-2 af þeim núna strax. Satt að segja hugsa ég að félagið myndi spjara sig ágætlega (með réttum innkaupum) þó þeir færu allir. Auvitað væri best að gera þetta í skömmtum yfir næstu 12 mánuði en gamla góða reglan á enn vel við, látum lappir lykilmanna fara á launaskrá einhverra annarra.
Mest allt síðasta tímabil vorum við að tala um að Liverpool þyrfti að vera meira rutless á leikmannamarkaðnum og losa fyrr vinsæla leikmenn þegar þeir hætta að skila eins vel af sér innanvallar. Út frá þeim vinkli spilar boð í þessa leikmenn nokkuð vel upp í hendurnar á Liverpool.
Þarna erum við að hugsa þetta meira út frá tölfræði þættinum heldur en mannlega þættinum sem er ekki síður mikilvægur í huga Klopp. Það að fá boð í Henderson og selja á nokkrum dögum er meira en að segja það. Það að losa Fabinho er stærra mál innanvallar þar sem hann er ennþá lykilmaður í liðinu.
Jordan Henderson
Persónulega fannst mér fimm ára ofursamningur fyrir 30 ára gamlan Henderson alls ekki merkilegt skref hjá FSG og hafði einmitt áhyggjur af framtíðaráformum félagsins hvað miðjumenn varðar. Langur samningur á Henderson gerði það að verkum að félagið sparar sér kaup á miðjumanni. Fyrir Wijnaldum var fengið jafn gamall leikmaður sem er helmingi oftar meiddur. Þetta var bara lélegt plan hjá Liverpool sem fór illa.
Hendo er fyrir nokkru síðan búinn að missa sítt super power sem var yfirferðin og hlaupagetan. Hann hefur verið frábær leiðtogi fyrir Liverpool og líklega einn besti fyrirliði Liverpool núna í seinni tíð, sérstaklega þegar hann gat sjálfur sett standardinn innanvallar. Auðvitað er missir af öllum þessum frábæru leikmönnum sem eru núna að komast á aldur en er Liverpool klárlega með öflugan hóp fyrir og leikmenn sem ættu vel að vera í stakk búnir til að stíga upp og leiða liðið.
Ef að Henderson fer (eða Fabinho) þarf það auðvitað að vera á forsendum Liverpool, fá fyrir hann pening til að setja í aðra leikmenn og losa um leið stórt pláss á launaskrá. Pláss sem rúmar mun hærri profile og tilbúnari leikmann en t.d. Lavia frá Southampton.
Reynslan sem Henderson býr fyrir er og hefur auðvitað verið mikilvæg en það er miklu mikilvægara að hafa miðjumenn í toppstandi nærri sínum hátindi, sérstaklega í þeim fótbolta sem Klopp vill spila.
My favourite Klopp team?
The one where every player from 1-11 was, fitter, quicker and stronger than their opposition counterpart!
Bring back the heavy metal!!!— Dan Kennett (@DanKennett) July 13, 2023
Það er annars áhugavert að það sé Gerrard sem er að reyna fá Henderson frá Liverpool því líklega getur engin sett sig betur í hans spor. Henderson hefur vafalaust fengið þau skilaboð fyrir næsta tímabil að hann verði ekki í eins stóru hlutverki og vill ekki verða dragbítur á liðinu. Gerrard hefði sem dæmi sannarlega mátt hætta einu ári fyrr en hann gerði enda það tímabil alls ekki ósvipað síðasta tímabili Liverpool. Gerrard tók ekki vel í þau skilaboð Rodgers að hann yrði í minna hlutverki og ákvað að fara frekar, hann sá svo eftir því seinna.
Að þessu sögðu finnst mér ekkert sjálfgefið að Henderson fari til Saudi Arabíu. Anfield Wrap kom með góðan punkt í dag sem gekk út að það að helstu milljarðamæringar heims væru að eyða peningum sínum helst í upplifanir sem erfitt er að upplifa. Ferð út í geim, á hafsbotninn o.s.frv. Hvað væru þeir til í að borga fyrir að fá að vera fyrirliði Liverpool og partur af enska landsliðinu á stórmóti? Henderson þarf ekki beint peninginn.
Eins mun hann stórskaða ímynd sína taki hann þessu tilboði enda talað mjög fyrir málefnum sem falla rosalega illa að því að búa í Saudi og hjálpa þeim við sín ímyndarþrif. Ímyndin er hugsa ég eitthvað sem er honum töluvert mikilvægt.
Fabinho
Hann gæti verið að fara til sín gamla stjóra líkt og Moby benti á í byrjun mánaðarins
Does Nuno Santo who is at Saudi club Al-Ittihad push for Fabinho? Seems to be some noise but not sure it happens https://t.co/akNqR5Ng14
— Moby (@Mobyhaque1) July 5, 2023
Flest sömu lögmál eiga við um Fabinho nema hann er mikilvægari innan vallar og minna mikilvægur utan vallar. Það væri galið ef Liverpool samþykkir að selja sína einu sexu núna og ætti að þurfa álíka galið tilboð til að svo mikið sem íhuga þann möguleika. Af miðjumönnum Liverpool síðasta vetur er Fabinho sá sem ég myndi selja síðast akkurat núna.
Á sama tíma hefði Liverpool átt að kaupa arftaka hans fyrir ári síðan og reyndu það raunar, sá fór til Real Madríd. Það þyrfti alls ekki að vera neinn heimsendir ef Liverpool tekur tilboði í Fabinho en þá er líka eins gott að sá peningur sé settur í alvöru leikmannakaup. Caicedo væri t.a.m. flottur kostur úr því að Rice virðist ekki vera option. Sala á Fabinho og eitthva svona panic Arhur lánsbull er ekki í boði.
Liverpool’s need for a new number six, and a pretty good one, has effectively trebled inside the past 24 hours.
— Josh Williams (@DistanceCovered) July 13, 2023
Fabinho var lélegur á síðasta tímabili en hversu mikið af því má skrifa á leik liðsins í heild og stöðugleikann og hlaupagetu samherja hans á miðjunni? Declan Rice hefði líka verið í basli að verja þessa miðju okkar síðasta vetur. Ekki misskilja, Fabinho var út á túni sjálfur og getur ekki skrifað allt á samherja sína.
Hann kom ágætlega til í restina en það er engu að síður líklegt að hann hafi núna toppað sem leikmaður, rétt eins og Henderson og Thiago. Þeir eru ennþá allir mjög góðir leikmenn sem geta verið frábærir af og til en Liverpool þarf að byggja miðjuna og liðið í kjölfarið upp í kringum leikmenn á sínum hátindi eða leikmönnum að nálgast sinn hátind. Höfum verið með allt of marga undanfarið sem eru á leiðinni niður.
Að því sögðu hefur Fabinho verið einn af mínum uppáhaldsleikmönnum hjá Liverpool, ég kallaði eftir alvöru varnartengilið frá því Mascharno fór 2010 þar til Fabinho kom átta árum seinna og með honum var Klopp búinn að fullkomna púslið, Liverpool fór að vinna titla aftur strax í kjölfarið. Sama á við um Henderson og Firmino, báðir leikmenn sem hafa verið í mjög miklu uppáhaldi. Það er samt einhverntíma réttur tími til að kveðja þessa leikmenn áður en töfrar þeirra þverra alveg út.
Thiago
Lykilmaður sem hefur spilað 47% af deildarleikjum Liverpool frá því hann kom fyrir þremur árum. Eruð þið ekki líka kominn með ógeð setningunni “ef hann væri ekki svona mikið meiddur þá…” Liverpool var 3-4 árum of lengi að losna við Keita, Ox, Lallana, Sturridge o.s.frv. Oftar en ekki mjög flottir leikmenn og ennþá betri karakterar sem bara skiptir ekki máli ef þeir geta ekkert spilað. Það er ágætis no dickheads regla þegar kemur að innkaupum hjá Liverpool og hópurinn því upp til hópa skipaður toppmönnum.
Liverpool væri að spila í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil ef Thiago gæti spilað 70-85% af leikjum liðsins en ekki tæplega 38% líkt og hann gerði í vetur. Liðinu vantaði fjögur stig uppá og miðjan var í henglum, hans gæði í 30-40% fleiri leikjum hefði nánast örugglega gert gæfumuninn. 70-85% per tímabil er eðlileg krafa á leikmenn hjá öllum öðrum liðum en Liverpool.
Liverpool losaði eina miðjumanninn sem hefur spilað meira en 80% á einu tímabili undir stjórn Klopp fyrir Thiago sem hefur síðan þá spilað um 47% leikja liðsins. Thiago er betri í fótbolta en Wijnaldum, en Wijnaldum var miklu mikilvægari fyrir Liverpool.
Miðjan nú þegar sterkari – óháð sölu á “gömlu” köllunum
Ennþá finnst mér erfitt að sjá þetta gerast og miðað við hvernig dagurinn í dag þróaðist verður fróðlegt að sjá hvaða twist morgundagurinn bíður uppá. Það er mjög ólíkt Liverpool að gera svona róttækar breytingar í einu og þetta virkar eins og áhuginn á Henderson og Fabinho sé nýlegur og komi nokkuð flatt upp á Liverpool. Fabinho og Henderson voru alls ekkert að kveðja stuðningsmenn Liverpool eftir síðasta heimaleik á Anfield í vor t.d. Það þarf samt ALLS EKKI að vera svo bakvið tjöldin að þetta hafi bara verið að koma upp, mögulega er félagið þá mun lengra komið í að fylla þeirra skörð, það hefur í sumar verið talað um 3-4 miðjumenn sem dæmi. Eins gerast svona stór leikmannaviðskipti alla jafna ekki á nokkrum dögum.
Hvort sem einhver eða allir af þeim þremur fari er miðjan hjá Liverpool miklu meira spennandi núna en hún var þegar flautað var af gegn Southampton.
Mac Allister einn og sér fyllir upp í skarð þeirra sem þegar hafa yfirgefið Liverpool og stórbætir Liverpool í leiðinni. Klopp gaf honum nickname strax á fyrsta degi sem gat ekki verið betra fyrir nýjan leikmann Liverpool með eftirnafnið Mac Allister, hann verður auðvitað Gary héðan í frá innan hópsins.
Szoboszlai varð niðurstaðan en ekki Mount sem ég notaði sem dæmi í færslunni fyrir rúmlega mánuði síðan og var ansi umdeildur. Ungverjinn er mun meira spennandi og hefur alla burði til að stórbæta miðjuna hjá Liverpool. Hann er líklega stór ástæða þess að Henderson er að íhuga að segja þetta gott á Anfield.
Ef að þeir eiga bara normal 70-85% tímabil (spilaðar mínútur) er það bylting á því sem Liverpool hefur verið að vinna með og fækkar þörf á miðjumönnum um 2-3 leikmenn. Það er ekki normal að vera með níu miðjumenn og þurfa samt að láta 18 ára pjakk spila 16% af deildarleikjum tímabilsins.
Curtis Jones er svo aftur að fara inn í tímabil sem spennandi valkostur og virðist tilbúinn til að stíga stórt skref uppá við á sínum ferli. Eins og hann var að enda síðasta tímabil og spila með U21 árs liðinu í sumar er hann klárlega kominn framúr Henderson og Elliott á miðjunni. Þannig var það alls ekki megnið af síðasta tímabili.
Trent Alexander-Arnold er ennþá áhugaverð breyta hvað miðjuna varðar því að ef það losnar allt í einu um stöðu varnartengiliðs hjá Liverpool gæti Klopp allt eins talið það betra að kaupa bakvörð og færa Trent meira í það hlutverk sem hann var að brillera í undir lok síðasta tímabils.
Henderson virðist koma undan sumarfríi í toppstandi kjósi hann að vera áfram og taka að sér Milner hlutverkið svokallaða. Samþykki hann það er hann vafalaust að fara spila helling að leikjum rétt eins og Milner gerði.
Thiago fór í aðgerð undir lok síðasta tímabils. Hann nær vonandi fullu pre-season núna og ræður við meira en 38% af tímabilinu. Held ekkert niðri í mér andanum en til að horfa á jákvæðu hliðina þá getur þetta ekki versnað mikið hjá honum. Best er ef miðjan er bara orðin of góð til að hann komist í liðið
Fabinho er svo vonandi ferskur eftir gott frí í sumar og kemur tilbúinn til leiks og fær vonandi alvöru samkeppni um stöðuna (verði hann yfirhöfuð áfram).
Þar fyrir utan á Liverpool ennþá Harvey Elliott sem hefur verið mjög stór partur af plönum Klopp og auðvitað Bajcetic sem sprakk út í fyrra. Það er erfitt að sjá hvar þeir eiga að fá mínútur eins og staðan er núna sem er nokkuð jákvætt vandamál.
Saudi Arabía.
Saudi Arabía er ný breyta í þessu öllu saman og mögulega er þetta bara að koma svona upp úr þurru núna í þessari viku. Það hvert fótboltinn stefnir með þessari rosalegu innkomu Saudi Araba er svo önnur og stærri umræða. Það er statment að fá fyrirliða Liverpool og þeir hafa sannarlega verið að fá til sín nokkuð stór nöfn undanfarið. Megnið er ennþá svona past their peak stórstjörnur í bland við góða leikmenn sem alveg eru í Úrvalsdeildarklassa í toppdeildunum. En það er augljóst að þeir stefna miklu hærra og vilja koma álíka sterkt inn í fótbolta og þeir hafa í Golf og Formúlu 1.
Hvað verða þeir að kaupa eftir 2-3 ár? Kemur tilboðið í Salah á næsta ári? Eru Mbappe, Haaland og álíka ofurstjörnur að fara kjósa þessi lið frekar en Real Madríd eftir hvað mörg ár? Hvenær verður FIFA keppni félagsliða yfir allt tímabilið og mikilvægari en Evrópudeildirnar? HM 2030 er alltaf að fara til Saudi er það ekki?
Fyrir það fyrsta: þeir sem setja olíu eða bensín á bílana sína geta hætt að gagnrýna Hendo ef hann fer til Saudi. Þetta er ógeðslegt ríki en það er hræsni að gagnrýna Hendo meðan við kaupum vörurnar þeirra. Hvaðan haldið þið annars að peningarnir þeirra komi frá?
Þetta er órtúlega krefjandi og mikilvægir dagar fyrir LFC. Klopp er náttúrulega búinn að tryggja sér styttu, en ef þessi umbreyting fer vel, þá held ég að Klopp stúkan verði næst.
Hvern viljið þið annars sem fyrirliða ef Hendo fer núna? Held að VVD gæti haft mest áhrif á vellinum en spurning með klefann?
Olían og bensínið okkar hér á landi kemur reyndar öll frá Noregi þannig við getum alveg gagnrýnt Hendo ef við viljum!!!
Trent á svo að verða fyrirliði en þá fer Salah eflaust í fýlu.
Heyr heyr.
Að framlengja ekki samniginn við Gini var einfaldlega fáránlegt og kom heldur betur í bakið af afli.
Það var alls ekki punkturinn og hann hefur ekki beint verið með neinar flugeldasýningar eftir að hann fór. En ef að það var komið að því að skipta Wijnaldum út var ekki málið að sækja jafn gamlan leikmann með helmingi verri tölfræði heilsufarslega. Það hefði verið jafn “vitlaust” að gefa honum fimm ára samning eins og Henderson fékk um þrítugt.
Ef og hefði, kom bersýnilega í ljós eftir að hann fór hversu mikilvægur hann var. Hefði vel getað haldið því áfram hjá okkur þó hann hafi ekki gert neitt eftir að hann fór.
En algerlega sammála öllu því sem kom fram í pistlinum.
Wijnaldum virtist sprungunn síðasta tímabil sitt með LFC og hefur ekkert getað eftir að hann fór. Að semja ekki við GW er eitt af því fáa sem gert var rétt varðandi miðju lisins síðustu árin.
Ef ég man rétt þá kemur olían og bensínið okkar frónbúa að mestu megni frá norsku olíufyrirtæki ef þú vissir þð ekki og ef það er orðið þannig að þú verðir að fara leiðir þínar á reiðhjóli eða rafskútu til að hafa skoðanir á Saudí Arabíu þá er fokið í flest skjól.
það er ekki hægt að segja annað en þetta koment þitt er fínasta skemmtun.
Gaman að geta skemmt þér Brynjar, en þú færð kannski einhvern til að lesa fyrir þig kommentið frá mér aftur. Það geta allir haft skoðun á Saudi Arabiu ríki. Fyrir mér er það ógeðslegt. En að gagnrýna Hendo fyrir að taka við peningum, sem við höfum sent þangað í skiptum fyrir olíu, er hræsni.
Og bara til upplýsinga. Þó að bensíndropinn komi þessa dagana frá Equinor, sem er norskt fyrirtæki, þá er það ekki algilt. Lengi kom olían frá Rússlandi, hingað hafa komið farmar með olíuskipum frá Texas og ekki fyrir löngu keyptum við olíu frá finnsku miðlunarfyrirtæki, þar sem olían kom frá hreinsunarstöðvum í Evrópu.
Eitt er víst að ef heimurinn hættir að kaupa olíu frá Saudi, þá verður þú kominn á reiðhjólið þitt á morgun og munt ekki hafa val um neitt annað.
Svo ég nái þessu, ef maður kaupir nauðsynjavöru eins og bensín er ekkert hægt að gagnrýna neitt við stjórnarhætti í landinu sem selur bensínið? Ertu með fleiri brandara?
Magnað hvað lestrarkunnáttu er ábótavant hérna. Stjórnvöld í Saudi Arabiu eru viðbjóðsleg en það að gagnrýna Hendo fyrir að ráða sig í vinnu í landi sem við kaupum daglegar neysluvörur í miklu magni af er hræsni.
Það er eitt sem mér finnst gleymast.
Klopp fótbolti er ekki venjulegur fótbolti. Það hefur sést á ótal leikmönnum í gegnum tíðina og mér finnst eins og ansi margir hafi gleymt því að við skriðum í 4.sætið á hans fyrsta heila tímabili og töpuðum þrem úrslitaleikjum áður en við unnum titil. Það tók 2 og hálft ár.
Nú þegar hafa 4 leikmenn horfið sem hafa spilað þessa útgáfu af fótbolta og ég held að við sjáum annað hvort Gomez eða Matip fara líka. Það þýðir þá 5 farnir. Af framlínumönnunum er einn með langa reynslu af Klopp (Salah) og Jota vissulega að detta í gang.
Að mínu viti þýðir það einfaldlega að ef að við t.d. látum bæði Fabo og Hendo fara þá hafa á einu sumri farið 7 leikmenn sem vita hvers er krafist af þeim. Mac Allister eru góð kaup sem verður næst því að hoppa beint inn og Szoboszlai kemur úr Red Bull framleiðslu en var þar sveiflukenndur í fyrra. Ungu mennirnir þrír sem við erum orðaðir við þekkja ekki á nokkurn hátt þann pressufótbolta sem við viljum spila.
Jurgen Klopp á tvö ár eftir af sínum samningi. Vissulega þarf hann að endurnýja liðið sitt en fótboltinn er einfaldlega þannig að þegar nýr stjóri tekur við eru það hans áherslur sem virka. Það er bara einn Jurgen Klopp og því myndi ég vilja það að allt verði gert til þess að hann fjölgi bikurum á sínu nafni þessi tvö tímabil en fari ekki af stað í allsherjar umturnun sem næsti stjóri mun svo ekkert endilega nýta. Ég myndi vilja halda bæði Fab og Hendo í vetur, Thiago verður í algeru aukahlutverki og ekkert því til fyrirstöðu að kveðja hann og minnka launaseðilinn en það að missa þessa þrjá (eða þess vegna bara tvo) þýðir að við verðum að berjast um max 4.sætið og EL titil. Eins og fyrsta árið hjá Klopp. Satt að segja nenni ég ekki svoleiðis vetri eftir síðustu ár!
Á móti eru nokkuð margir af þeim sem eru að fara nú þegar í aukahlutverki eða er ætlað minna hlutverk. Eins með Klopp fótbolta í huga er ennþá furðulegra að leggja inn í tímabil líkt og gert var í fyrra með hóp sem enganvegin ræður við þessa tegund af fótbolta. Klopp liðin eru best þegar það er gríðarlega há orka í öllum stöðum. Fyrir mér er miklu mikilvægara að snarlaga meðalaldurinn í sumar en óttast það að missa of marga út sem þekkja Klopp. Best væri auðvitað að hafa jafnvægi á þessu og vandi Liverpool núna í sumar er að mörgu leiti sjálfskapaður með því að gera ekki nærri nógu mikið undanfarin ár.
Það eiga svo að vera nógu margir lykilmenn eftir í hópnum sem hafa unnið fyrir Klopp í nokkuð langan tíma nú þegar. Eins gæti það verið orkusprauta fyrir hópinn að fá nýjar og ferskar raddir og alvöru vinnslu á miðsvæðið aftur.
Kostir og gallar við þetta alltsaman
Þessi þráhyggja Magga og Einars um að Klopp hætti eftir tvö ár er brosleg, jafnvel þótt hann eigi tvö ár efir að núverandi samningi, Um tíma voru 50% líkur að það mundi ekki gjósa en á móti kom verulegar líkur á að það hæfist gos. Nú er svo komið að það getur hætt að gjósa eða það gjósi eitthvað áfram. Þannig er þetta bara.
Klopp er að byggja upp nýtt lið og það eru meiri líkur en minni að hann nái að landa málmum/bikurum á næstu 5 árum.
Það hefur oft einhver bitið í hælinn á Hendó. Oft er Tigo meiddur. Oft er Keita frá. Oft tók Ox af sér myndir meiddur. Oft styðja leikmenn Liverpool staf. Oft stoppar strætó á Hlemmi.
Ég þekki dóttur Klopps. Veit hvað er í gangi. Nú er nóg komið af leigubílstjórasögum.
Hendo má fara, hann er búinn og getur ekki spilað lengur í þessu kerfi, fabinho fer ekki fet, ekki til maður á markaðinum í hans stöðu þannig hann er ekki að fara neitt, thiago væri fínt að hafa áfram.
Við þurfum topp klassa miðjumann inn í viðbót þá er miðjan góð, myndi svo keyra á að fá góðann varnarmann.
Maður er að sjá *breaking news* núna á liverpool síðum að Fabinho sé kominn í viðræður við Al-Ittihad.
Hvurn djöfullinn er eiginlega í gangi hjá Liverpool? 🙁
Erum við búnir að læna bæði Caicedo og Lavia upp um leið og þetta klárast? Hvað eru FSG og Klopp eiginlega að hugsa?
Nei nú hringi ég í Jens.
Af hverju “ráðast” arabarnir bara á leikmenn Liverpool ? Eru þetta skipanir frá eigendum newca$tle ?
Það er ekki eins og Liverpool sé með bestu leikmennina ! Geta þeir ekki boðið í draslið hjá shitty eða utd ?
Svo veit ég ekki til þess að við séum að kaupa einhverjar nauðsynjavörur frá Sádi Arabíu, en það skiptir engu máli í þessari umræðu.
Hafiði séð myndbandsbrotið af Gerrard á æfingu með Al-Ettifaq? Ég hef það á tilfinningunni að þetta þjálfunarævintýri verði algjört disaster hjá gömlu hetjunni. Tungumálaörðugleikarnir talsverðir svo ekki sé meira sagt. Kannski er það þess vegna sem hann leggur hart að Henderson að koma? Einfaldlega til að fá hjálp við að stýra liðinu?
Ég er fyrir mína parta bara anægður með þróun mála. Ég fagna því að það sé verið að bjóða pening fyrir þessa menn. Henderson, Fabinho og Thiago eru allt menn sem eru komnir yfir sitt besta. Ef við fáum inn einn til tvo alvöru miðjumenn í staðinn litur tímabilið miklu betur út að mínu viti. Ég var kominn í smá vonleysi áður en þessar fréttir allar fóru að berast.
Verð að taka fram að ég er mikill Henderson aðdáandi og væri sko alveg til í að hafa hann áfram. Sömuleiðis trúi ég Fabinho eigi eitthvað eftir. En eins og litið er í dag hef ég ekki trú á meistaradeildarsæti. Það þarf að hrista meira upp í þessu. Ferska fætur.
Er tæki Caicedo fyrir þessa þrjá. Vona Klopp sé sammála mér.
Allt menn komnir yfir sitt besta ? Einmitt, margir eru þér ósammála
Einfaldlega staðreynd að þeir eru allir komnir yfir sitt besta, svo er annað mál hvort einhver þeirra eða allir séu nógu góðir fyrir Liverpool. Menn sváfu bara á verðinum með að endurnýja liðið jafnt og þétt og því er þetta nauðsynlegt
Okkar ástkæri Hendó má fara og helst Thiago líka en alls ekki Fab
Mér finnst mannskapurinn stórlega vanmeta Elliot ekta Klopp-spilari svo er Bajatic og TAA alveg nóg á miðjuna með nýju gaurunum fyrir komandi tímabil við þurfum miklu frekar að styrkja vörnina
Fyrir það fyrsta þá eru þessir leikmenn sem eru farnir/að fara (Ox, Milner, Keita, Hendo, Fabinho) allir leikmenn sem voru ýmist búnir eða að rúlla á bensíngufunni. Fabinho er sá eini sem ég sé smá eftir.
En NÚNA er boltinn algjörlega hjá Liverpool að nÿta þetta einstaka tækifæri (þeas að fá £50-60m gjafar innspýtingu) og versla duglega inn leikmenn sem snúa við skútunni svo rækilega. Líkt og við myndum skella á Rewind á Titanic þegar það sökk. Veskið þarf að opnast!
Ég hef samt áhyggjur af þessu “Image washing” sem er að koma frá Arabalöndunum. Þeir eru á fullu að losa um pening og fjárfesta í Vesturlöndum áður en olían verður mun minna þörf í framtíðinni. UEFA eru vonlausir hvað FFP varðar enda er þetta ekki innan þeirra reglna. Lið sem eiga gamlar stjörnur og/eða geta grætt vel á þessu og lagfært launagreiðslur sínar ættu að nýta sér þetta og selja. Hagræða síðan vel í klúbbum sínum og bara ýta á “Restart”. Þetta er tækifærið sama hvort þér mislíki arabana og þeirra lifnaðarhátt. Í enda dags, þá snýst þetta um að sörvæva sem klúbbur og Liverpool er að fá frábæra líflínu fyrir tvo leikmenn sem annars hefðu bara staðið frekar í vegi fyrir velgengni. Það kemur maður í manns stað.
Nú vill ég sjá okkur landa:
Colwill (Chelsea) £40m
Lavia (S’oton). £45m
Gravenberch (Bæjó) £25m
Thuram (Nice) £35m
Við eigum unglinga sem fylla upp í rest. Þetta þýddi £145m + £95m í kaup sem dettur í £240m eyðslu.
Dregið verður svo frá salan á Hendo, Fabinho, philips ofl sem dettur inn á borð. Ég gæti séð okkur klóra £100m til baka. Þetta er vel innan FFP miðað við undanfarin ár. Éf meina, Arsenal getur þetta. Chelsea getur þetta. Scunthorpe getur þetta. Wrexham getur þetta.
John Henry, put your ballsack on and put them where your wallet is! (Remember to take them out before you close the vault!).
Reynsla er ofmetin í fótbolta. Liverpool var að keppa um 4 dollur á þar síðasta tímabili. Sú ,,reynsla” dugði skammt á síðasta tímabili. Við höfum Elliot og Jones og svo einhverja sem banka á dyrnar. Ég horfði á alla leiki Englands u21 liðsins í sumar og Jones var frábær í þeirri keppni og lék sem sexa í keppninni og hann átti miðjuna. Það er fyrst og fremst honum að þakka að dollar varst heilt yfir. Hann verður frábær á komandi tímabili, þið lásuð það fyrst hér félagar.
Ég fíla Curtis og tel að hann eigi að vera hluti af hópnum en það er ekkert að marka að hann hafi verið frábær í keppni fyrir U21 þar sem hann var að mæta mun yngri og reynsluminni leikmönnum.
Er næsta tímabil búið sem sagt áður en það byrjar.
Sýnist þetta stefna í það ef Hendo og Fab fara. Hélt að miðjan væri sterkasti hlekkurinn og við erum
að styrkja hana eða veikja á sama tíma ef H og F Fara.
Hendo er Captain, og það er ekkert hlaupið í hans spor.
Ekki nema Trent fari á miðjuna og verði Captain….yrði geggjað þ.e ef það virkar en þá þarf líka að kaupa flottann gaur á kantinn