Leik lokið
Fyrri hálfleikur fínn, seinni alger þvæla eftir fyrsta kortérið. Líklega leikur sem átti bara ekkert að vera að sýna, lítið á honum að byggja.
Jákvæðnin sannarlega framlínan öll og tilraun með Gakpo sem miðjuógn er spennandi. Varnarleikurinn þarf að verða betri svo sannarlega, hvað þá það sem sást þegar lykilvörnin fór útaf í síðari. Úff.
Þá snúa menn heim til Liverpool um stund áður en haldið er til Singapúr í næstu tvo æfingaleiki gegn Leicester og Bayern. Vonandi verður komin ákveðnari mynd á leikmannahópinn þá, sér í lagi á miðju og í vörn.
Gangur seinni hálfleiks
Mark númer þrjú upp úr sendingu upp miðjuna þar sem Nunez nýtir hraðann og sprengjuna og klárar svo virkilega vel.
Liverpool strax upp og skora mark númer tvö, Salah á sendingu inn á teig, Darwin leggur hann nett fyrir sig og setur hann framhjá markmanninum úr markteignum. Vel klárað.
Greuter Furth gera mark númer 2 á mínútu 67, mögulega rangstaða en rosalega vond varnarvinna hjá Kostas og Matip.
Jafna með þriðja markinu eftir skyndisókn þar sem auðnin milli varnar og miðju okkar varð ljós og síðan Kostas langt fjarri og enginn gerir árás á skotmann.
Fjórar skiptingar í kjölfarið hjá LFC. Sjáum vonandi Adrian aldrei aftur í LFC-treyju, Jaroz fyrir hann. Elliott og Curtis útaf líka, Koumas á vængnum fer líka.
Aftur skyndisókn, Kostas að ákveða að verða lélegasstur í liðinu í dag, gerir enga tilraun og við lentir undir. Seinni hálfleikur er bara rusl.
Á 89.mínútu kemur löng sending upp vinstri væng, Nunez nýtir hraðann og kemst upp að endamörkum, á erfiða sendingu á fjær en þar nær Salah að klára virkilega vel.
Síðari hálfleikur – 11 breytingar
Eins og reiknað var með þá eru 11 breytingar.
Adrian er í markinu, Gomes RB, Matip og Quensah í hafsent, Tsimikas LB. McConnell djúpur aftan við Elliott og Jones. Koumas RW, Nunez senter og Salah LW.
Adrian kominn í markið og gaf mark á 47.mínútu upp á sitt einsdæmi líkt og hann er orðinn þekktur fyrir. Einhver bullsending á McConnell étin í teignum. Treysti því að hann spili ekki alvöru mínútur í vetur. Plís.
Hálfleikur
Við leiðum 1-0 í hálfleik eftir flott einstaklingsmark hjá Luis Diaz, honum var held ég létt að setja þetta mark. Aðeins búið að vera hikst og hann þarf sjálfstraust eins og allir framherjar og það verður sterkast með því að skora mörk.
Jota fékk dauðafæri, Doak og Gakpo líka í leik þar sem við höfum stýrt honum eiginlega allan tímann. Finnst þó liðið aðeins þyngra í skónum en á móti Karlsruhe og miðjan vissulega á miklu tilraunastigi með Trent aftan við Mac og Gakpo. Heilt yfir fínn fyrri hálfleikur, sérstaklega gaman að sjá það að framlínan okkar virðist bara öll tilbúin í slaginn.
Reiknað með 11 skiptingum í hálfleik.
KICK OFF
Mikil rigning í morgun þýddi seinkun á upphafi leiksins um 20 mínútur.
Komið af stað…
Uppfært – SEINKUN
Veðuraðstæður eitthvað að stríða mönnum í Þýskalandi…búið að fresta upphafi leiksins eitthvað, líklega a.m.k. 15 mínútur.
Mánudagur í hádeginu. Ekki venjulegur leiktími en er ekki sumarfrí fyrir einmitt þessa leiki?
Byrjunarlið LFC í dag komið.
Staðfest að Szoboszlai verður ekkert með í dag en spennandi verður að sjá að það virðist sem Gakpo verði hluti af miðjupakkanum og Doak verði sleppt lausum frá byrjun. Alls 15 varamenn, þar á meðal bæði Jones og Elliott. Gætum þá séð nýtt lið í hálfleik og aftur skiptingu eftir 75 mínútur.
Uppfæri fréttir af leiknum í hálfleik og strax eftir hann.
Leikmannaslúður
Satt að segja þá er sérstök þögn. Bara í öllum fótboltaheiminum liggur við. Í raun júlí mjög rólegur bara. Hendo virðist búinn í læknisskoðun en ekkert þó staðfest, í gær komu svo fréttir um það að snurða væri hlaupinn á þráðinn hjá Fab þar sem að hundategund fjölskyldunnar er ekki leyfð í Saudi Arabíu…sem er náttúrulega bara enn ein snilldin í þessum sirkus öllum. Þá kom upp að Bayern væru þá tilbúnir að stíga inní.
Varðandi innkomuslúður þá hefur í raun ekkert nýtt eða sterkt komið upp um helgina. Engin ný nöfn og þau sem við höfum verið orðaðir við hækka að því er virðist nokkuð reglulega í verði. Klopp var mjög skýr í viðtölum fyrir helgi að von væri á fleiri leikmönnum og að þeir yrðu að vera tilbúnir til að spila við Chelsea. Um helgina voru þó nokk góðir twitter pennar á því að Kheprem Thuram væri enn fyrsti kostur LFC en verið væri að horfa vítt yfir markaðinn…og þá bæði miðjumenn og hafsenta.
Liðið flýgur heim eftir leik í dag og stoppar aðeins við áður en farið er til Suður Asíu að spila við Leicester og Bayern. Í gær kom upp eilítil umræða um mögulegar breytingar á ferðinni þeirri vegna mikilla rigninga þar austurfrá en á það var svo blásið. Ég held að menn hljóti að stefna á að nýir menn fengju að koma inn í þá ferð.
Veit einhver um sjónvarpsstöð þar sem leikurinn er sýndur
Hann er á LFCTV hjá mér, er með sjónvarp símans og var hálfhissa þegar ég athugaði þetta um daginn.
Er ekki leikurinn behind closed doors
Hérna eru streymi á leikinn.
https://soccerlive.app/soccer-stream/spvgg-greuther-furth-liverpool/1156271
Liverpool eru ad spila ágætlega, en menn eru greinilega ekki í top formi.
Sælir félagar
Liverpool greinilega miklu betra lið en leikmenn okkar eru greinilega mjög þungir enda búnir að vera í gríðarlega erfiður æfingaprógrammi samkvæmt Szabo. Það verður gaman að sjá liðið þegar búið verður að setja þá í spilunarformið í lok æfingatímabilsins.
það er nú þannig
YNWA
Úrslit skipta ekki málið í æfingaleikjum og öll sú jólakaka..
Það hlýtur samt að valda áhyggjum að varnarleikur liðsins virðist ekki hafa lagast hætishót.
Gomes og Matip, hræðinlegir i þessum leik..
Gomes er alltaf að stoppa, horfir bara á boltan og zonar út, spáir ekkert hvað er að gerast i kringum sig eða hvar sinn maður er, Matip er bara next level soft og hægur.
Það þarf svo innilega að selja báða. Kaupa arftaka v.dijk og caicedo. Helst rb líka. Þá erum við fínir
Já má selja Tsimikas með þeim líka
Við Pollíanna skemmtum okkur vel að horfa á leikinn. Þetta var fínn æfingaleikur að spila á móti ungu liði sem er tilbúið fyrir tímabil sem hefst á næstu dögum.
Fyrir mér var megin spurningin hvort að við eigum í miðju samanlagt og hvort að Fab og Hendó séu ómissandi. Við eigum í miðju, en vantar kannski reyndan djúpt liggjandi miðjumann til að hafa næga dýpt fyrir heilt tímabil. Það vantaði Bajetic, Szobo og Alcantara — svo það er meira til (en samt…) Ég saknaði samt EKKI Hendó og Fab. Þeirra tími var liðinn og mér finnst liðið ferskara og hraðara og graðara án þeirra. Gakpo er að fara að stíga upp sem Wyjnaldum/Hendó týpa og á eftir að spila mikið. Mac Allister er vinnuhestur með rosa auga fyrir sendingum. Held að við höfum miklu betri hóp til að eiga við rúturnar en við höfum haft í langan tíma.
Allir sem byrjuðu voru ágætir og fyrri hálfleikur var þokkalega stilltur varnarlega. En sóknin var bitlausari fyrir að Salah og Nunez voru á bekknum. Doak er efni en alls ekki tilbúinn.
Adrian — kominn yfir síðasta söludag.
Tzimikas — ekki versti vinstri bakvörður í heimi, en getur ekki spilað í 3-box-3 kerfi til að bjarga lífí sínu
Matip — getur ekki spilað án Konaté eða Virgil þar sem hann hefur engan hraða lengur og er stöðugt týndur í hálf skrefi
Gomez — hann var ekki svo vondur, en erfitt að þurfa að treysta á hann eða Matip sem #3 miðvörð. Það verður að koma inn reyndur miðvörður
Quansah— mjög efnilegur. Nokkrar fínar sendingar og að mestu skrifast mörkin ekki á hann heldur Matip og Tsimikas og Adrian Án vafa myndi ég heldur vilja hafa hann en Gomez sem 3/4ða kost—en verðum að kaupa reyndari mann. Quansah spilaði hægri bakvörð í yngri flokkum. Gæti verið áhugaverður taktíst í 3 miðvarða kerfi með Konaté og Virg
Jones — spilaði framliggjandi. Hefði vilja sjá hann spila 6 eins og með England U21. Hann er möguleiki þar.
Þessir ungu voru sumir ágætir en erfitt að meta frá nokkrum mínútum og þegar liðið í síðara hálfleik var án reyndrar hryggjarsúlu og endalaust rugl frá Tzimikas. Frauendorf sprækur en ekki að fara að spila mikið held ég.
Fer að verða trend hjá lfc að vera tímabili eftir á í endurnýjun eins og t.d. Lovren, Gini og miðjumálin í fyrra. Nú er miðjan í algjörri yfirhalningu, tímabili of seint og nú er augljóst að Gomez, Matip og Tsmikas eru búnir eða algjörir dragbítar. Breidd í varnarlínunni mun nú væntanlega verða okkur að falli á þessu tímabili rétt eins og miðjan var á síðasta. Sé ekki fyrir mér kaup á 2 miðvörðum og 2 bakvörðum auk nýrra 4 eða 5 miðjumanna. Þá er hætta á Chelsea þroti. Krossum fingur að Trent, Robbo, Virgil og Konate spili a.m.k. 85% leikja.
Call the pre-season off!
Fer þessu landsleikjahléi ekki að ljúka…
Það sem Tigon sagði.
Mér finnst galin umræða að það sé snjallt að casha Fabinho út núna vegna þess að hann sé nú 29 ára og átti slæmt eitt season. Á meðan er ekkert verið að ræða okkar hræðilegu varnarlínu.
Virgil útfrá sömu pælingum og Fabinho ætti þá að vera á síðasta séns ( gat ekkert síðasta tímabil), Matip er Milner varnarinnar og ætti að fara, Gomez í fyrsta lagi er ekki nógu góður og í öðru lagi er meiddur þriðja hvern leik.
Konate er enn ungur og mikið potential en er eins og allir hinir meiddur eins oft og það er Gullstund.
Tsimikas er ekki dragbítur í þessu liði. Áhyggjurnar eiga að vera fyrstu 3 DC.
Því meira sem ég kynni mér Romeo Lavia því betur list mér á þau mögulegu kaup. Vona Liverpool nái í hann hvernig sem fer með þessar sölur á leikmönnum til Saudi.
En þetta lið má ekki við meiðslum. Það vantar miðvörð sem er með athyglina í lagi og langar að vinna alla leiki. Helst fyrirliðaefni.
FSG hljóta að stefna á Meistaradeildarbolta. Trúi ekki öðru.
Góðan daginn félagar rosalega fynnst mér hljótt hjá okkar mönnum er farinn að óttast að það verði farið í en eitt tímabilið undir mannaðir svo þegar meiðslinn koma koma búmm allt í tómu rugli…en vonandi hef ég rangt fyrir mér og Herra Klopp fái þá sem hann vill inn 🙂
Skv nýjustu fréttum hjá þeim sem þykjast hafa upplýsingar, eru viðræður hafnar við Romeo Lavia.
Ungur já, en grjótharður miðað við aldur.
Búið að bjóða í Lavia. Fyrsta tilboði upp á 40m hafnað. Sagt að Lavia sé búinn að ákveða að fara til FC og sumir segja að allt sé klárt nema kaupverðið.
Hlaupin einhver snurða á þráðinn í sölu Fab til heitu landanna. Skv. nýjustu fréttum mætir hann á AXA æfingasvæðið á morgun, eins og ekkert sé. Skyldi hann fara með til Singapore eða hvar endar þessi hringavitleysa?
Og ferlega á ég bágt með að trúa því að Hendó sé að fara í gin ljónsins. Enginn kveðjuleikur og ekki neitt, bara appú.
Annað offer að koma frá Liverpool í Lavia og spurning hvort að Southampton taka því þetta virðist allavega vera það eina sem er í gangi sem vitað er um.
Virkilega efnilegur leikmaður þar á ferð allavega.
Eitt lauflétt hérna .. kannski mögulega halda þessir menn að þeir geti átt sinn þátt í að breyta hlutum .. til hins betra.. En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þeir að ráða sig í vinnu hjá mönnum sem eru einræðisherrar og morðingjar. Kannski er auðvelt að úthrópa þetta og svona valdaklíkur eru eflaust alls staðar hér á jörð .. líka hér. En af aurum verða menn apar og Gerrard og Hendo eru núna orðnir að aumingjum.
Mér finnst það nú kannski fullgróft, en þeir elta peningana. Eins og miklu fleiri eru að gera í dag.
Lífeyrissjóðadeildin er bara því miður að taka yfir,því miður.
Gerrrard var atvinnulaus. Í hans sporum hefðir þú væntanlega hafnað þessu gylliboði.
Mögulega hefur Henderson sína hlið, en það er ljóst að peningar skiptu hann meira máli en að vera fyrirliði Liverpool