Liðið í fyrsta deildarleik tímabilsins

Liverpool heimsækir Chelsea á Stamford Bridge í dag en auðvelt er að halda fram að rimma liðana hafi í raun byrjað á fimmtudag þegar Liverpool stakk sér óvænt inn í viðræður Chelsea og Brighton um kaup á Moises Caicedo. Liverpool gerði sér lítið fyrir og nokkurn veginn upp úr þurru bauð 111 milljónir punda í leikmanninn sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu ensku deildarinnar – eðlilega tekur Brighton því tilboði en Caicedo og hans lið býður eftir að Chelsea jafni eða bæti það tilboð því hann kjósi frekar að fara þangað. Liverpool er enn með samþykkt tilboð á borðinu sem Chelsea hefur hingað til að því virðist ekki tekist að henda í burtu. Þá hefur Chelsea boðið í Romeo Lavia leikmann Southampton sem Liverpool hefur verið að bjóða í og fengið samþykkt tilboð svo liðin eru í ansi mikilli togstreitu og störukeppni þessa dagana.

Nú þurfa þau að mætast á vellinum og ber til tíðinda að John Henry og fleiri úr FSG eru mættir til Englands og á Stamford Bridge sem er ekki algeng sjón. Hvort það sé tilviljun eða tilgangur kemur líklega í ljós á næstu dögum.

Lið Liverpool er mjög sterkt en líka mjög sóknarsinnað þar sem enginn þannig séð varnartengiliður er í leikmannahópi liðsins þessa stundina.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Robertson

Mac Allister – Szoboszlai

Salah – Gakpo – Diaz
Jota

Bekkur: Kelleher, Gomez, Nunez, Jones, Elliott, Tsimikas, Matip, Doak, McConnell

Stefan Bajcetic og Thiago eru farnir að æfa aftur en ekki tilbúnir í slaginn enda fengu þeir í raun ekkert undirbúningstímabil svo það er eðlilegt.

Éeg sé þetta fyrir mér sem nokkurs konar 4231 útfærslu sem er flæðandi og getur farið í alls konar form þegar líðpur á leikinn. Þetta er amk mjög sókndjarft með tvo eiginlega sóknartengiliði og fjóra framherja í liðinu.

Chelsea virðist leggja upp með nokkurs konar 532 leikkerfi. Þrír miðverðir, Chilwell og James sem vængbakverðir, þrír miðjumenn en enginn þannig séð varnartengiliður frekar en hjá Liverpool og Sterling og nýr framherji þeirra Jackson eru tveir upp á topp.

Gæti verið mjög áhugaverður og opinn leikur. Liverpool með mikinn sóknarþunga og snjalla fótboltamenn í fremstu stöðunum en hafa verið að gefa mótherjum of mikið pláss á vængjunum undanfarið sem vonandi verður ekki raunin í dag og eitthvað sem Chelsea gæti reynt að nýta sér með þessa vængbakverði sína.

Sjáum hvað setur, væri frábært að byrja leiktíðina á sigri á Stamford Bridge.

48 Comments

  1. Vonandi verður þetta markaleikur…..við eigum að skora þau með þetta lið…..

    3
    • Satt byrjaði með geggjaðri sendingu frá Mac meira svona takk fyrir

      3
  2. Afhverju er ekki hægt að hreinsa frá marki almennilega, slöpp vörn alger hörmung.

    2
  3. Það er bara stórhætta trekk í trekk. Klopp verður bara að finna lausn á þessu.

    3
  4. Hvernig stendur á því að stærsta vandamál liverpool í fyrra var að það vantaði djúpan miðjumann og helst hafsent líka og jafnvel hægri bakvörð núna er næsta tímabil byrjað og engin leikmaður í þessar stöður keyptur get ekki skilið þetta.

    6
  5. Hvað er með þetta að bakka undan alla.leið inn í teig, stundum tveir? Þurfum að vera miklu aggressívari í varnarleiknum.

    3
  6. Sælir félagar

    Má leika boltanum með hendinni. það hlýtur að vera fyrst rangstaða á Salah var teiknuð út frá hendinni á honum. Annars hefði hann verið réttstæður. Meira djö . . . ruglið alltaf. Sama gert við Chelsea leikmanninn, teiknað út frá hendinni en hann var greinilega fyrir innan svo það breytti engu. En ef hendi er hluti af leikmanni í fótbolta sem dæmd er á rangstaða hlýtur þar af leiðandi að vera leyfilegt að leika boltanum með hendinni. hvað segja dómara snillingar um það?

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  7. Hvernig stendur á því að þetta sé ekki víti hann heldur hendinni hátt uppi og fær hann beint í hendina hvaða nýju reglur eru þetta ?

    7
  8. Fullkomlega óskiljanlegt hvernig þetta er ekki hendivíti. Ef VAR herbergið er með skituna upp á hnakka, hvernig er þá dómarinn ekki látinn skoða þetta á skjánum?

    8
    • Þagar ég sá þetta endursýnt fagnaði ég viss um að fá víti. Þetta var alltaf viti á síðasta tímabili. Breyttist eitthvað?

      6
  9. Og núna fær dómarinn boltann í fæturna og stendur fyrir liverpool manni á hann ekki að blása þá og liverpool fær boltann eða er búið að taka það í burtu aftur ?

    6
  10. Þetta er komið útí algjört rugl ekki víti þegar menn verja með hendi et nú allveg að missa áhuga á þessu rugli.

    5
  11. Mér þykja Liverpool menn minna óþægilega mikið á Leeds eftir að þeir komu upp. Gungho fram á við en algjörlega vonlausir varnarlega. Verðum ekki í neinni baráttu um titil með svona skipulagsleysi.

    3
  12. Krakkar mínir, miðjan okkar er í algjörum skít þessar mínúturnar.

    En af hverju við fengum ekki víti áðan er og verður ráðgáta.

    6
  13. Jæja, Darwin kallinn kominn inná.

    Ef honum tekst að skora ét ég sokkana mína… (helli hlæjandi upp á kaffi)

    2
  14. þessi miðja … en þeim til vorkunnar þá vantar sexuna.

    Enginn ætti að velkjast í vafa um hversu dapurlegt það er að hafa ekki DM.

    Og nú fer sala út í fússi.

    3
  15. Fékk klopp heilablóðfall eða taka bæði salah og Diaz útaf fyrir elliott og dook? Hvað er í gangi hérna.

    3
  16. Hvað er í gangi, er Klopp að missa sig með þvíð taka kónginn útaf.

    4
  17. Hversu lélegur getur dómari verið enzo leggur sig tillbaka og liverpool spilarinn bakkar og hann dæmir aukaspyrnu þetta er bara furðulegt hvað einn dómari getur verið lélegur í einum leik á móti einu liði.

    6
  18. Hversu dapurt er liverpool liðið að einn leikmaður hleypur með boltann nánast alla leið og enginn tæklar hann.

    2
  19. Erfiður fyrsti leikur en sanngjörn úrslit. Fannst Liverpool lifna við eftir skiptingarnar en það er áberandi að okkur vantar sexu.

    1
  20. Er boltinn ekki á leiðinni á markið þegar hann ver hann með höndinni ?
    Eins lengi og höndinn á þér er 5-15cm frá líkamanum þá ertu búinn að breytast i goalkeeper.

    1
  21. Alltaf víti.
    Alltaf gult á Gallagher, dómaraaulinn svo upptekinn að gefa gult fyrir að byðja um gult að hann gleymir hinu raunverulega broti. Trent að fá gult fyrir tafir, ég hlakka mikið til að sjá þessa reglu á Anfield.
    Enskir dómara hafa verið og verða alltaf þeir lélegust.
    Ég var ekki sammála með að taka Salah út af.

    4

Tímabilið hefst!

Chelsea 1-1 Liverpool