Bendi á færslu hér að neðan þar sem koma Wataru Endo er staðfest.
Annar leikur tímabilsins á laugardaginn þegar suðurstrandarmennirnir í Bournemouth mæta á Anfield og etja kappi við okkar menn. Það hafa verið miklar breytingar á Bournemouth milli ára en helst ber að nefna að þeir losuðu sig við þjálfarann sinn Gary O’Neil sem bjargaði þeim frá falli í fyrra og tóku í staðinn Andoni Iraola. Iraola náði eftirteknaverðum árangri með Rayo Vallecano.
Þeir hafa einnig bætt vel við leikmannahópinn en Bournemouth hefur eytt um hundrað milljónum evra í sumar og varla selt fyrir neitt. Þekktasta viðbótin er Justin Kluivert, sonur goðsagnarinnar Patrick Kluivert, en hann er búinn að vera á miklu flakki á undanförnum árum og spilaði með Valencia á síðustu leiktíð. Einnig tóku þeir inn Max Aarons, hægri bakvörð Norwich sem var eftirsóttur fyrir nokkrum árum, Alex Scott, ungan enskan miðjumann frá Bristol City og Hamed Traore sóknarsinnaðan miðjumann frá Sassoulo.
Í fyrstu umferð mættu þeir West Ham og gerðu þar 1-1 jafntefli þegar fyrrum Liverpool leikmaðurinn Dominic Solanke skoraði jöfnunarmark seint í leiknum. Sá leikur var mjög kaflaskiptur, Bournemouth mætti þar með sitt nýja leikskipulag og hélt mikið í boltann og reyndi að stýra leiknum en það gekk mjög illa í fyrri hálfleik þar sem West Ham tókst að eiga tíu skot en leikurinn snérist við í seinni hálfleik og þá fóru hlutirnir að ganga upp hjá Bournemouth.
Okkar menn
Síðustu daga hefur verið mikið drama í kringum okkar menn eftir að við misstum bæði Moises Caicedo og Lavia til Chelsea en nú er Japaninn Wataru Endo kominn frá Stuttgart. Vissulega ekki mest spennandi kaupinn en verður vonandi ágætis rulluspilari, getur leyst bæði miðvörð og sem djúpur á miðju. Einnig eru orðrómar að liðið hafi gert tilboð í Cheick Doucoure frá Crystal Palace en það var mun lægra en þeir vilja fyrir leikmanninn.
Liverpool gerði jafntefli við Chelsea í fyrstu umferð í leik sem byrjaði mjög vel en hleyptum svo Chelsea inn í leikinn. Vonandi að við sjáum frekar frammistöðu eins og fyrstu tuttugu mínúturnar í þeim leik en það sem því fylgdi.
Geri ráð fyrir þessu liði á morgun. Vörnin og Alisson eru sjálfvalinn þessa dagana svo lengi sem allir eru heilir og býst við að fá Jones inn á miðsvæðið þar sem hann kom vel inn í leikinn gegn Chelsea og það kom ekki mikið út úr Gakpo á miðjunni í þeim leik. Nýju mennirnir Szoboszlai og Macca verða með honum á miðjunni. Fremstu menn eru einnig erfiðari en mun jákvæðari hausverkur þar sem þar eru við með ansi marga góða kosti. Salah verður úti hægra meginn og geri ráð fyrir að Diaz verði vinstra meginn en valið milli Nunez, Jota og Gakpo í fremstu stöðu er strembið en ég held að Nunez fái þennan leik. Hann tók níuna í sumar og vonandi fáum við að sjá þann Nunez sem mætti okkur með Benfica fyrir tveimur árum í rauðu treyjunni.
Spá
Á síðustu leiktíð fór þessi leikur 9-0 en á erfitt með að sjá að það verði aftur niðurstaðan í ár. Spái þó góðum leik hjá okkar mönnum 4-0 sigur þar sem Salah setur tvö og Nunez og Trent með hin tvö.
Ekki viss um að Jones spili, talað um að hann sé meiddur *andvarp*. Hugsa að Mac Allister þurfi að fórna sér í þetta afturliggjandi hlutverk. Vona að Endo fari bara beint á bekkinn, og fái jafnvel nokkrar mínútur í lokin.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Daníel og takk fyrir að minnast á Doucoure. Það er auðvitað þannig að LFC og FSG eru að bjóða einhvern aulapening í þennan lykil leikmann Palace. Palace hefur engan áhuga á að selja Doucoure og ætla að fara nískuleiðina til að fá hann er svo aulalegt og svo fyrirsjáanlega vonlaust að það hálfa í þeim efnum væri meira en nóg. Við sáum hvernig fór með Lavia og að lokum var LFC tilbúið að borga 10 millum meira en krafist var í upphafi en endann á því drullumalli þekkja allir Liverpool menn og svo vil ég Endo miklu frekar en Lavia svo það sé sagt.
En að leiknum á laugardaginn. Þeir sem halda að þetta verði einhver sunnudagsganga í garðinum fara villur vegar að mínu mati. Bournemouth er með nýjan stjóra og liðið sýndi honum og öðrum hvað það getur í seinni hálfleik á móti Hömrunum. þar voru Bournemouth menn óheppnir að landa ekki sigri fyrir rest og jöfnuðu verðskuldað að lokum. Dominic Solanke setti það sitt fyrsta á þessari leiktíð og ég hefi áhyggjur af að hann gæti endurtekið leikinn gegn okkar mönnum.
Hvað samanburð á liðunum varðar þá á Liverpool að vera með yfirburði í öllum stöðum í þessum leik. (En hvað með vörnina? spyr þá einhver). Eins og ég sagði fyrir síðasta leik þá taldi ég hann vinnast ef vörnin héldi. Það gerði hún ekki og fékk á sig aulamark úr nánast ein færi Che$ea í þeim leik. Ég tel líka að þessi leikur vinnist ef vörnin heldur því sóknin skorar alltaf en ef vörnin fer að leka verulega verður þetta erfitt. Ég spái samt sigri í fyrsta leik á heimavelli en því miður verður þetta hunderfitt en hefst samt. Mín spá 3 – 1 og koma svo.
Það er nú þannig
YNWA
Reyndar Hannes sem hitaði upp, en ég skal skila þökkunum 🙂
Afsakaðu Daníel og þakkir fyrir að skila þessu til rétts aðila 🙂
Á von á Endo sterkari en Hendo, sem var farinn að dala of mikið sem leikmaður, en var þó alltaf trsustur sem fyrirliði.
Takk fyrir góða upphitun Hannes….vonandi þetta lið sem byrjar spenntur að sjá Nunez og alvöru Test á Curtis gæti verið hans tími….
Flott upphitun takk fyrir þetta
En ekkert nýtt að þessi blessaði Jones sé meiddur enn og aftur.
Að hafa gefið honum nýjan samning 🙁
En vonaði eigum við fínan dag á morgun ?
YNWA
Við tökum þetta í ár …. tröllatrú á þessu …..
Jota hlýtur að byrja frekar en Nunez m.v. frammistöðu á undirbúningstímabilinu, held að Guardian spáin um byrjunarlið sé nær lagi.