Gullkastið – Lokmetrar leikmannagluggans

Ágætur endurkomusigur á Anfield til að klára Bournemouth og fyrsta sigur tímabilsins staðreynd. Nýr leikmaður keyptur í síðustu viku en ljóst að það þarf að kaupa annan í þessari viku. Glugganum lokar eftir rúmlega viku. Newcastle bíður svo í næstu viku!

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 436

33 Comments

  1. Topp podcast strákar, Andre og Ryan hollenska fyrir lok gluggans væri svaka statement og topp einkunn fyrir gluggan ??

    6
  2. Trúi ekki að Endo verði síðustu kaup Liverpool í þessum glugga.
    Klopp talaði um perfect replacement fyrir Milner.
    Er þá Mac og Sly replacement fyrir Hendo, Fabinho, Keita ,Ox og Carvalho? kanski fá það út frá spilatíma að þeir séu í raun eins og 4-5 leikmenn.
    No pressure lads.

    7
    • Já og nei, ég held að Klopp sé líka að horfa á að vonandi taki Curtis og Bajcetic líka fleiri mínútur heldur en í fyrra, og mögulega Harvey sömuleiðis.

      Í praxís má líta svo á að Mac og Dom séu að koma í staðinn fyrir Hendo og Fab (ekki stöðulega séð heldur mínútulega séð), og auknar mínútur hjá Curtis, Baj og Harvey (þ.e. mínútur umfram það sem þeir spiluðu á síðasta tímabili) muni covera mínúturnar hjá Keita, Ox og Carvalho.

      6
      • Það eru allir nema Klopp búnir að átta sig á því að Harvey Elliott er númeri of lítill. Mér finnst fullreynt með hann.

        12
      • Henderson14; Harvey Elliot er 20 ára. Er ekki fullfljótt að afskrifa hann?

        11
      • @goa

        Kannski á ég ekki að dæma Elliott svona hart. Hann er samt bara svo stuttur í báða enda. Ég held amk. að hann sé ekki nógu sterkur fyrir miðjumanns-starfið hjá gegenpressaranum Klopp. Best að sjá hvað gerist í vetur…

        3
      • Skrokkurinn á Elliott er ekki að hjálpa honum, maður sá t.d. glögglega í sl. leik þá líkamlegu yfirburði sem Szobo hefur fram yfir Elliott.

        Elliott skortir einnig hraða sem gerir honum erfitt fyrir að blómstra úti á kanti.

        Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur Elliott talsverða leikreynslu. 115 leikir, þar af 68 fyrir Liverpool.

        Maður hefur séð ýmislegt frá Elliott sem lofar góðu, en einnig var hann algjör farþegi á köflum á sl. tímabili, sérstaklega þegar illa gekk.

        Of snemmt að afskrifa hann vissulega, en ég var að vonast eftir að framfarirnar væru meiri. Einnig er erfitt að sjá hvar HE passar best inn í leikkerfið, sbr. Minamino, Carvalho.

        5
      • Já ég er sammála því að Elliott þarf að bæta sig en held að eftir ca. tvö ár falli endanlegur domur um hann. Hann hefur fótboltaheila en það er ástæða til að hafa áhyggjur af líkamlegum styrk hvað sem verður.

        5
  3. Voru 110 millurnar sem voru boðnar i Casiedo bara loftpeningar?
    Maður sér bara spekulerað i 20-30 milljona mönnum og að því er virðisr bara einum svoleiðis sem kemst ekki i lið hjá Bayern en það er ekki svo langt síðan við vorum betri en þeir.

    8
    • Þetta er nú einu sinni FSG. Til í að splæsa 111 í Caicedo en tíma svo ekki að borga markaðsvirði fyrir 20-50m punda leikmenn.

      Gravenberch er ekki nema 21 árs og ekki nema ár síðan hann var yfirburðamiðjumaður í Hollandi og hefur þegar spilað 11 landsleiki.

      Hellingur af hæfileikum þarna þó ekki hafi hann blómstrað á sínu fyrsta tímabili hjá BM.

      6
  4. Getum við hætt að samsvara verð og gæði? Og getum við hætt að tala eins og það sé ekkert plan í gangi hjá LFC, bara af því að við getum ekki lesið það á vefnum?

    Í byrjun gluggans er áherslan á að bæta gæði fyrstu XI og þegar líður á gluggann er reynt að finna það sem þarf til að tryggja að hópurinn sé nægjanlega djúpur og að bilið milli byrjunarmanna og bekks sé ekki of mikið. Leikmannamarkaðurinn er mikil hringekja og margir sem eru “orðaðir” við lið eru bara ekkert á lausu frá sínum liðum þó að umbar þeirra séu að reyna að koma einhverju af stað.

    Caisedo og Lavia eru í mínum huga dæmi um hárrétta nálgun við markaðinn og rekstur á fyrirtæki í samkeppni. Þegar Chelsea virtust ekki vera að klára dílinn við Brighton þá sáu LFC tækifæri á að stela góðum langtíma leikmanni. Það gekk ekki upp — en þetta var nokkurra daga vinna og engu tapað. Lavia var augljóslega ekki það verðmætur í huga LFC að hann var alltaf númer 2 í þessa stöðu, eða jafnvel 3.

    Það sem við fengum með Endo virðist vera mjög fín brú yfir í að sjá hvernig markaðurinn þróast. Núna hafa innkaupin snúist í að finna 1-2 menn sem fylla í hópinn og þar skiptir verðmæti (geta/verði) miklu máli. Engin ástæða til að flýta sér, en líklega koma þessir menn inn í næstu viku.

    39
    • tja menn mega nú fara að slá í klárinn. Vika til stefnu.

      Verðum bara að drullast til að borga þessa 40 milljón evra klásúlu á Andre Trindade í stað þess að eyða tíma í að undirbjóða.

      Ég hef líka trú á að Gravenberch detti inn fyrir gluggalok.

      Yrði sæmilega sáttur við gluggann ef þessir tveir myndu bætast við.

      8
      • Ensku meistararnir evrópumeistararnir og deildarbikarmeistaranir eru búnir að styrkja sinn hóp með Doku, Nunes , Kovacic og Gvardiol.þessir þrír seinustu voru allir orðaðir við okkur og Gvardiol var Liverpool fan sem sá alla leiki sem hann gat með Liverpool þegar hann var að alast upp i Króatíu og dreymdi um að verða Liverpool spilari.
        Þetta var allt gert i rólegheium og að því er virðist án nokkurar samkeppni frá FSG.
        En til að allrar sanngirni sé gætt þá erum við búnir að fá tvo gæða spilara i MacAllister og Dominic og kanske verður Endo betri en enginn en við misstum fjóra miðjumenn og allir vita og ég líka að hafsentaparið okkar vantar samkeppni og styrkingu ef liðið á að komast i meistaradeild. Ég vona að FSG sé að klára einhverja díla en ég er ekki sannfærður um að svo sé .

        7
  5. Augljóst strax að Sly eru kaup ársins í PL í þessum glugga.
    Bara það að negla hann gerir þennan glugga að success.
    Upphæðir =|= gæði:
    – Salah 30m
    – Mane 30m
    – Firmino 29m
    – Konate 36m
    – Jota 40m
    – Gakpo 37m
    – Robbo 8m
    – Milner frítt
    – Trent frítt
    – Matip frítt

    Þegar kemur að value for money sl áratug, þá hefur LFC/FSG gert ótrúlega hluti.

    7
    • Trent frítt ?? Er hann ekki uppalinn hjá LFC ? Hafa eigendur man city ekki líka gert “góð kaup” eða value for money ? Þó svo þeir kaupi menn á 50-100 millj punda. Það skilaði þeim 3 titlum síðasta tímabil, og 1 so far á þessu tímabili.

      5
      • Ég ákvað að hætta að skammast út í FSG þegar tímabilið hófst formlega. Tveir mjög skemmtilegir leikir að baki og margt mjög jakvætt. Frábær kaup og ég elska að fá Japana í liðið. Gríðarlega mikilvægur leikur framundan og mín ósk er að Trent eigi stórleik. Hann hefur virkað smá týndur milli þessara nýju stöðu og bakverðinum.

        Það er bara verið að orða liðið við miðjumenn þessa dagana en væri ekki best að fá einn i vörnina. Þá væri ég sáttur fram i janúar, þar eru FSG i sérflokki. Þeir hafa ósjaldan sigrað þann mánuð.

        Þakka gott podcast.

        Áfram Liverpool og áfram Klopp!!!

        9
  6. Get tekið undir það að þessi gluggi er vonbrigði ef þeir ætla ekki að kaupa meira. Allavega tvo til viðbótar.

    Ég tel Endó enn mjög vanmetinn. Held að hann sé gæðalega séð nógu góður til að verða lykilmaður. Hann er enginn helvítis pianóberi. Held að hann sé engu síðri en Fabinho. Sá þessi gæði skína í leiknum gegn Bourmouth. Góður miðjumaður -þarf líka að vera góður án bolta og það er hann klárlega. Það kom meiri holning á liðið með hans viðveru. Liðið fór að verjast betur.

    MIðað við fréttir þá kæmi mér ekkert á óvart að það verði ekkert meira. Sem mér þykir ansi undarleg ákvörðun Miðað við sölu – á að vera til peningur. Ég dæmi þennan glugga þegar honum er lokað. Sjáum hvort eitthvað gerist fyrir lokun. Það kemur líklega í ljós á næsta fjölmiðlafundi með Klopp.

    2
    • Mun þurfa eh crazy offer til að Liverpool selji hann núna held ég.

      2
      • Ef Salah vill fara til Saudi Arabiu, þá væri sniðugur leikur að fara eftir Mbappé?
        Salah er orðin 31 árs meðan Mbappé er 24 ára.

        Nú reynir á að sýna að það var alvara bakvið þessar 111 milljónir punda sem voru boðnar í Moisés Caicedo.

        7
      • Ekki alltaf sammála Ara — en hef heyrt margt verra en Salah fyrir Mbappe skipti. Þó að Salah sé enn mjög góður leikmaður þá finnst mér hann hafa dalað og farinn að minna á hvernig Arjen Robben fór — leikmaður sem byggir á hraða og að koma inn á skotfótinn þarf að vera rosalega fljótur. Fári verða frárri með aldrinum…

        1
      • Ég horfi á þetta sem framtíðarlausn og verulega góða fjárfestingu.

        Enn klukkan tifar og við verðum að kaupa traustan miðvörð og einn öflugan á miðjuna til að sópa upp fyrir framan vörnina.

        1
      • Mbappé myndi borga sig upp með treyjusölu og öðrum varningi á meðan á samningstímanum stendur.

        Gríðarlegt marketing value sem kæmi með honum.

        En hann er ólíklega að fara að spila í Evrópudeildinni á móti Klaksvík.

        Liverpool skeit á sig á síðasta tímabili og er þess vegna ekki með í deild þeirra bestu núna. Það er stór ástæða þess að það er hægt að gleyma stærstu nöfnunum.

        3
      • Mbappe hefur eingöngu áhuga á Real og kæmi aldrei til Liverpool. Frábær fótboltamaður en of mikið ,,ego” að mínu mati

        1
    • ég er búinn að búast við þessu í allt sumar. Lang vinsælasti arabíski knattspyrnumaðurinn og olíugullið hljóta að renna saman eins og segull og segulstál

  7. Salah telst reyndar sem Afríkumaður.

    En hann er ekki að fara.
    Það væri of klikkað.
    Mögulega næsta sumar.

    En eftir allar þær fréttir að þessi gluggi ætti að verða svo svakalegur hjá Liverpool
    Þá höfum við litið vetulega ílla út.

    Liverpool eru vissulega með plön, en FSG eru númeri of litlir til að klára þau.
    Og snildarkaupstefnan sem var í gangi fer hratt niðurávið.
    Vissulega tókst vel til á þessum tveimur og þessi arabíumarkaður hafði áhrif.
    Auðvitað á Liverpool frekar en önnur lið afhverju? Jú þeir eru fúsir að selja fá smá pening í kassan . Það þarf að fjárfesta í ný íþróttarlið.

    Krossum fingur að Endo geti eitthvað!
    Guð forði okkur frá meiðslum t.d að konate taki ekki sína 15 leiki á sjúkrabörunum.

    Okkur vantar en hafsent og eitthvað meira á miðsvæðið.
    Það að það séu tvær umferðir búnar og hópurinn ekki klár er þvert á aðferðarfræði þjálfarans.
    Sama hvað menn reyna ljúga sér að planið sé skothelt.
    Við erum ekki að fá þá menn sem við viljum og þess erum við en að leita. Einfalt

    FSG drullist til að gera hópin kláran.
    Og krafa Liverpool sem klúbbs er að berjast um titla ekki ná topp 4.

    7
  8. Segjum sem svo að Salah muni á allra næstu dögum þrýsta á sölu, alls ekki ólíklegt enda verið að bjóða honum að vera hæst launaði fótboltamaður alllra tíma. Liverpool í evrópukeppni og ekki að styrkja sig kannski nægilega vel að mati Salah.
    Hvað þá ?
    Ef það er eitt sem við vitum þá er það að liðin í Saudi eru ekki að kaupa leikmenn á háar fjárhæðir en þeir borga stjarnfræðileg laun, heyrst hefur að þeir meti Salah á um 60 mp sem er grínverð fyrir Salah enda gætum við aldrei fengið leikmann í staðinn fyrir þann pening.

    En ef hann myndi þrýsta á sölu á lokadögum gluggans, hverjir væru möguleikar FSG ?
    Myndi Salah brenna Legend statusinn sinn hjá Liverpool ?

    • Möguleikar FSG eru að segja nei. Salah er samningsbundinn og ekki til sölu.

      Myndi halda að Sádarnir væru of seinir á með þetta.

      Hins vegar væri hægt að semja um að hleypa honum næsta sumar.

      2
  9. Konate núna sagður meiddur og doubtful fyrir Newcastle samkvæmt Klopp (talaði um að spila manni færri hafi ekki hjálpað). Jurgen það eru 2 fokkings leikir búnir af tímabilinu, Það ásamt auðvitað Thiago og Curtis Jones eru meiddur líka og búist við þeim í septmeber. Var talað um að Trent væri allavega búinn að jafna sig eftir höggið samkvæmt Klopp.

    En hvernig er þetta eftir 2 leiki og það eru strax menn að detta út djufull er þetta orðið þreytt.
    Fara horfa á hægan Matip eða verri Gomez taka stöðuna núna það má alveg búast við að þetta verði ansi erfitt gegn Newcastle.

    8
    • Það VERÐUR að kaupa varnarmann! Konate mun alltaf meiðast.

      11
  10. það sem ég sé úr þessum glugga er að ef fabinho hefði ekki farið hefði enginn annar verið keyptur inn, hann neiddist til að fara á eftir manni þegar hann fór, fengum endo og glugginn hjá okkur er búinn.

    menn tala svo mikið um peninginn sem var boðið í dúddann hjá chelsea, 111m, auðvitað verður þessi peningur notaður síðar til að kaupa mann í þessa stöðu, 30 ára gamall japani er bara quick fix dugir kannski í 2 ár, þarf að kaupa mann í þessa stöðu, trúlega verður gert næsta sumar og þá fer allur peningurinn í það.

Alexis sleppur við 3ja leikja bannið

Tímabilið 2023-2024 hjá kvennaliðinu