Gullkastið – Hverjir “unnu” leikmannagluggann?

Spáðum í byrjun tímabilsins í samanburði við væntingar, hvaða lið “vann” leikmannagluggann, framtíð Salah og Wolves leiknum um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 439

21 Comments

  1. Takk fyrir skínandi umfjöllun.

    Megi MU verða í neðri helmingi deildar sem allra allra lengst.

    Þessu tengt: Ég var með félaga mínum, listfræðingi og miklum MU manni í heimsókn hjá myndlistarmanni nokkrum. Sá vill ekki nefna verkin sín svo það stendur alls staðar: ,,Án titils”.

    Þegar við komum út sagði ég að þetta væri góð yfirskrift á sögu M. United frá því að Ferguson hætti.

    Honum fannst það ekki fyndið.

    47
  2. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn. Ég heyrði á Fótboltadoktornum að þar vildi Liverpool maðurinn setja 5,5 á gluggann hjá Liverpool þar sem enginn miðvörður var keyptur. en ég held þeir hafi endað með hann í 7,0 þeir urðu sammála um 6,0 á Arse gluggann og 8,0 á T’ham gluggan. Þeir settu slétta sjöu á M. City og 5,5 á MU. Dálítið öðruvísi en hjá ykkur félagar. Hafði gaman af því að Arse maðurinn vildi setja 8,5 á glugga sinna manna og MU maðurinn 8,0 á sína menn fyrir gluggann. Firringin ótrúleg hjá þessum mönnum. Ég gef Liverpool 7,0 fyrir sinn glugga að svo komnu máli en sú tala gæti hækkað í framtíðinni ef þeir 4 sem keyptir voru halda þeim gæðum sem maður vonar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    9
  3. Ég gef kaupunum á miðjumönnunum 7 af 10, og eins og Sigkarl segir hér að ofan þá gæti sú talað hækkað þegar líður á veturinn.

    Enn endurnýjun og styrking á vörninni fær falleinkunn, þar erum við með þrjá postulín vasa (Matip, Gomez og Konaté) þar þurfum við að taka til hendinni, vonandi verður það lagað í janúarglugganum.

    Annars að öðru, hvað finnst mönnum um þennan unga strák Ben Doak?
    það eru mikil gæði í þessum leikmanni!

    https://www.dv.is/433/2023/9/12/myndbandid-sem-faer-studningsmenn-liverpool-til-ad-leyfa-ser-ad-dreyma/

    5
    • Doak er klárlega mikið efni.

      Munum samt að:

      a) hann er kornungur
      b) hversu oft höfum við séð efnilega kornunga stráka sem svo ekkert varð úr
      c) þrátt fyrir að sýna flotta takta þá skoraði hann ekkert í þessum landsleik, og ég held að það sama gildi um þá Liverpool leiki sem hann hefur spilað í (keppnis + æfinga).

      Semsagt: gefum honum tíma, en sláum því ekki föstu að hann sé næsti Messi/Gerrard/Klavan.

      7
      • Daniel ég er alveg sammála þér, hann þarf tíma til að sanna sig.
        Enn það væri gaman ef hann yrði að stjörnuleikmanni 🙂

        5
    • Ég vil sjá hann fá tækifæri og tækifæri aftur!

      Núna lyktar hann sterklega af einstakling sem tekur sjálfan sig “all in” í verkefni dagsins. Ég vil sjá hvort og þá hvar það viðhorf hans rekst á einhvern þröskuld.

      Látum hann fá fleiri tækifæri.

      4
  4. Heyr, heyr, Maggi, varðandi Mo Salah!

    Við eigum jú alltaf að meðhöndla Salah af allri þeirri virðingu sem super Liverpool legend sæmir!

    En hvað getum við boðið honum umfram yfir Saudi peninga?

    Jú, mögulega “all in super legend” fótbolta status. Ef hugur hans er í þá áttina, þá er Liverpool dagsins í dag að bjóða nákvæmlega slík tækifæri!

    Hann og vissulega fleiri hafa skapað síðustu sigra og annan frábærleika Liverpool sem því fylgir. Hann sjálfur hlýtur því núna að hafa blóðbragð fyrir frekara og STÆRRA framhaldi eftir árangur fyrstu leikja í deildinni. Þar hlýtur (daglega) spurningin hans að vera ca. þessi “er líklegt að ég nái frábærum árangri eða meira með þessum glænýja leikmannahóp”?

    Svari hver fyrir sig “er þetta líklegt að hann sjá slíkan árangur í þessum hóp”?

    3
  5. Takk fyrir frábæran þátt, þið eruð alveg að halda geðheilsunni réttu megin við núllið í þessu landsleikjahlé…. það og að Harry Maguire hafi skorað sjálfsmark fyrir England 🙂

    Í mínum tilfinningarússíbana gaf ég Liverpool 9 í einkunn fyrir leikmannagluggann eftir að Gravenberch en eftir að ég náði mér aðeins niður þá set ég gluggann í 8,5. Almennt séð gef ég 7,5 fyrir þennan glugga en hækka um einn heilan af því að okkur tókst að losa út leikmenn á sölu í þetta skiptið, í stað þess að láta þá labba bara frá okkur. Við þurfum svo innilega að vera miklu agressífari í að selja leikmenn á meðan eitthvað virði er í þeim og nota peninginn til þess að velta áfram inn í frekari kaup.

    Persónulega held ég að vörnin muni alveg halda, einfaldlega af því að við erum komnir með svo hrikalega öfluga miðju fyrir framan vörnina þannig að nú þarf bara að vona að þetta haldist því ekki nennir maður veseninu sem við lentum í því eftir að Pickford skriðtæklað VVD hérna um árið.

    Að því sögðu þá verð ég einfaldlega að vera nafna mínum og öðrum ósammála í þessu tilfinningarúnki í kringum Salah. Svo það sé ekki misskilið þá tel ég Salah vera einn af bestu leikmönnum í sögu Liverpool enda sýna þau met og sá árangur sem hann hefur náð hjá liðinu að hann er nú þegar orðin ein af goðsögnum liðsins. En drengir mínir, þó svo að hann hafi náð þessum árangri þá er hann ekkert undanþeginn því að vera til sölu ef rétt verð og réttur maður kemur í hans stað. Hugsið ykkur innspýtinguna ef við erum að fá vel á annað hundrað milljónir punda fyrir hann næsta sumar, ekki myndum við vilja að hann myndi labba frá okkur á free transfer þegar uppi er staðið? Salah er kominn yfir sitt besta en heldur samt góðum takti og hefur verið að skila sínum mörkum og stoðsendingum svo um munar. Hinsvegar getum við ekki látið tilfinningarnar ráða í þessu, rétt eins og þegar Hendo var að renna út á samningi og allir vildu bara henda á hann rauða dreglinum, rósablöðunum og ofursamningi af því hann var búinn að vera svo frábær fyrirliði?

    Árangur í fótbolta er á endanum mældur út frá því hversu gamall þú ert orðinn og því miður, þrátt fyrir að Salah sé kraftaverkamaður, þá tikkar klukkan hjá honum eins og öllum öðrum.

    13
    • Þetta er alveg góð og gild rök og LFC hefur ekki efni á að segja nei við sillí money.

      Það sem vantar hinsvegar í jöfnuna er að FSG muni pottþétt láta söluandvirðið í nýjan leikmann/leikmenn.

      Á meðan höfum við Salah sem skilar alltaf sínu og á að fá respect fyrir að vera model professional

      2
      • FSG-stefnan er einföld, peningur sem LFC aflar sér fer í félagið sjálft. Ólíkt Glazer-módelinu sem sú fjölskylda er með í kringum ManUtd þá er búið að skuldsetja það félag upp í rjáfur og sá peningur fer til Glazer-fjölskyldunnar í þeirra ævintýri og fjárfestingar, enginn peningur settur í uppbyggingu heldur er bara verið að “smáskammta” peningum í leikmannakaupa, hvort sem það er peningur sem kemur úr rekstri eða sem fjöldskyldan setur inn í þetta blessaða félag. Reksturinn á ManUtd snýst bara um að halda því liði gangandi í öndunarvélinni, það er enginn metnaður þarna til þess að byggja liðið upp eins og við höfum séð hjá þeim undanfarin áratug. Er það nema von að Sir Alex hafi hoppað frá borði þegar hann sá í hvað stefndi.

        FSG líta á LFC sem langtímafjárfestingu og koma fram við félagið sem slíkt. Þeir hafa góðfúslega sett pening í uppbyggingu á Anfield og nýju æfingasvæði, sem er eitthvað sem mörg lið öfunda okkur af og síðan munu þeir selja þegar tækifærið gefst. Kosturinn við það að hafa svona þolinmótt fjármagn á bakvið FSG er að það er ekkert verið að þjóðnýta LFC til þess að græða einhvern skammtíma-aur. Þeir kaupa LFC á einhverjar 200-300 milljónir punda og svo rúmum áratug síðan er félagið metið á bilinu 2000-3000 milljónir punda, jafnvel meira. Það er ekki slæm fjárfesting á þessum tíma.

        Vandinn hinsvegar við þetta eigendamódel er að það er ekki verið að setja silly-money inn í það til þess að kaupa einhverja ofurleikmenn á ofurpening. Blessunarlega höfum við haft frábæran þjálfara og teymi í kringum hann sem geta spottað hæfileika og fóstrað það áfram í leikmönnum og gert þá að frábærum leikmönnum.

        Svo mörg voru þau orð 🙂

        5
  6. Sælir félagar

    Ég er algjörlega sammála MVS að það er skynsamlegt að selja Salah í janúar eða þá í sumar ef við erum að fá fyrir hann kringum 150 – 200 millur. Við höfum oft kvartað undan því að Klopp sé svo tilfinningalega tengdur leikmönnum sínum að hann fái sig ekki til að selja þá þegar þeir eru komnir yfir hólinn. Má þar nefna umræðu um Hendó á síðustu misserum og fleiri. Það var kvartað yfir því að hann væri að gera langa samninga við leikmenn sem virðast vera búnir á því meira og minna. Salah er ekki eins öflugur og hann var fyrir tveimur þremur árum. Hann er samt einn allra besti leikmaður liðsins og skilar ómældum árangri ennþá. Það segir að hann er mjög góð söluvara og því á að selja hann þegar og ef.

    Ben Doak er gríðarlegt efni og ef hann heldur áfram þróun sinni í þá átt sem virðist stefna í verður hann stjarna af svipuðu “kaliberi” og Owen og Salah. En ennþá er hann bara gríðarlega efnilegur og vonum hið besta fyrir hann og okkur. Sama má segja um Jarell Quansah á hinum enda vallarins. Hann er ekki bara gríðarlega efnilegur varnarmaður heldur er hann orðinn mjög góður nú þegar. Ef hann helst heill og heldur áfram á sömu braut getur hann ef til vill orðið í sama flokki og VvD. Það eru þessi gæði sem geta bjargað vörninni ef í harðbakkann slær og ég vil setja hann fram fyrir Matip í þeim tilvikum að setja þarf mann inná í stað Gomer og Konate. Sem sagt gera hann að 3. kosti með VvD nú þegar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
    • Tek undir með Sigkarli, og raunar öllum sem fylgjast náið með Liverpool: Doak er gríðarlegt efni. Þótt ekki væri nema hans vegna vonast maður til að Klopp framlengi og nái að þróa hann í leikmann á borð við Mbappe og Salah. Hann virðist hafa margt til þess að bera. Auðvitað langt í frá fullmótaður enda bara 17 ára og á mikið ólært, óstöðugur enn og klárar ekki endilega færin sín, en tæknilegu getuna á vængnum er unun á að horfa. Og færin sem hann býr til fyrir sig búa ekki margir 17 ára leikmenn til. Vonandi verður hann súperstjarna fyrir Liverpool. Akademían okkar virðist í heild vera afskaplega vel rekin og vel stutt við þessa prinsa sem verða vonandi kóngar seinna.

      4
  7. Ég held að það séu alveg flestir sammála um að Salah sé til sölu fyrir rétt verð og þá á réttum tímapunkti sem var bara ekki málið um daginn þegar leikmannaglugginn á Englandi var lokaður fyrir frekari styrkingu fyrir okkur. En í jan eða helst næsta sumar þá verður klárlega betri tími til að selja og fá þá alvöru proven leikmann í hans stöðu með Ben Doak í backup.
    Með leikmanna gluggann þá set ég 8,5 á hann, hefði viljað fá inn varnarmann en ef að Klopp treystir hinum unga Jarell Quansah í verkefnið þá er bara óþarfi að kaupa leikmann í hans stöðu og hindra framför hans í liðinu.
    Var það ekki Steve Finnan sem meiddist illa á sínum tíma og Klopp þurfti að treysta á einhvern Trent Alexander Arnold ungan pjakk til að leysa hans stöðu af út tímabilið, við þekkjum hvernig það fór.

    8
    • Það var reyndar Nat Clyne sem datt út og myndaði pláss fyrir TAA.

      6
      • Já alveg rétt, en allavega þá þarf að gefa þessum drengjum séns til að sanna sig með því að spila með alvöru leikmönnum á stóra sviðinu.

        2
  8. Svo má við það bæta að sagan segir að Julian Ward sé snúinn aftur til byggða og hafi átt sinn þátt við náðum að landa Gravenberch.

    Nú er bara að vona að hann sé þá eftir allt saman með eitthvað af töfrunum hans Michael Edwards í sér. Sagan segir að Edwards starfi sem sjálfstæður ráðgjafi í London og harðneiti að starfa fyrir nokkuð fótboltalið eða að starfa einvörðungu bara fyrir eitthvað eitt fyrirtæki.

    2
  9. Það að geta selt 32ja ára gamlan Salah fyrir 150 +/- er einfaldlega of gott til að afþakka. Hann er þ.a.a. á svimandi launum og hefur ekki lengur þá snerpu sem hann hafði þegar hann var upp á sitt besta. Launagreiðslurnar virðast hafa tekið mið af prime-Salah frekar en þeim sem er að sigla enn lengra inn á fertugsaldurinn.

    Með þessa fjárhæð má halda áfram að bæta hryggjarsúluna sem hefur verið löskuð alveg frá því að Virgil meiddist. Nú eru höfuðkúpan, bringubeinin, mjaðmagrindin og ökklar í fínu standi en lærleggir eru brothættir!

    Sennilega eru þeir að skóla Doak til og kaupa sér tíma á meðan. Hann þarf að fá sinn aðlögunartíma og getur þá e.t.v. stigið upp ef, og vonandi þegar, Salah fer á sundlandi háa upphæð. Salah verður eftir sem áður eitt af andlitum gullaaldarskeiðs liðsins og sem slíkur – goðsögn til framtíðar.

    Það verður aldrei frá honum tekið.

    En við þurfum að halda áfram vegferðinni og ef tryggt er að aurarnir haldast innan liðs þá er þetta einfaldlega of gott tækifæri til að láta sér það úr greipum ganga!

    6
  10. Selja Thiago, hvað í anskotanum er hann að gera þarna. hefur ekki sýnt neinn stöðuleika

  11. Sælir félagar

    Allir klárir fyrir leikinn á morgun. Frábært.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1

Salah fer ekki til Saudi

Wolves á morgun