Áhugavert lið sem byrjar gegn Leicester í bikarnum í dag
Bekkur: Adrian, Van Dijk, Diaz, Szoboszlai, Nunez, Mac Allister, Matip, Bajcetic, Chambers.
Salah, Alisson og fleiri fá alveg frí frá verkefninu á meðan að Konate fær tækifæri að koma mínútum í lappirnar eftir að hafa misst nokkuð af undanfarið. Vont að Trent nái ekki einu sinni að vera á bekk í dag, var að vonast eftir að hann fengi ca 30 mín í dag fyrir Spurs leik helgarinnar.
Stóra spurningamerkið er hver leysir hans hlutverk í dag og finnst líklegra að við sjáum Endo í bakverðinum þar sem hann á nokkra leiki fyrir Stuttgart en gætum þó séð Quansah í bakverði og Endo í miðverðinum.
Gott mál. Nú verða litlu strákarnir að standa sig. Svona leikir eru á við margar æfingar.
Við hér á Ystu Nöf komum saman til bænastundar. Ég sagði þeim að ég spái 4-1. Ég sagði þeim einnig að ef það gengur ekki eftir er ég hættur að spá en þess í stað mun ég einbeita mér að leiðtogastarfinu að fullu.
Mér líst ekki vel á þetta. Hvað er aftur síminn hjá Gunnu?
Atkvæðagreiðsalan um að ég muni hætta að spá fór 10-1. Nú er hægur andvari hér á Ystu Nöf.
Er bara hægt að láta hvern sem er spila bakvörð? Er þetta svona einföld staða?
Er einhver með ólöglegan straum á þennan leik? Hann er ekki á mínum venjulegu veiðislóðum…
Ekkert á footybite?
Ég fæ bara einhverja átta mínútna kynningarmynd um Liverpool. Geturðu leiðbeint mér?
https://m.soccerstreams100.io/event/eng-league_cup/leicester-vs-liverpool-live-soccer-stats/687492
TAKK!
úff refirnir bara búnir að skora?
Veit einhver hvað gerðist?
Já brot á Tsimikas og þeir bruna fram og skora
Svo er Doak tekinn niður í teignum og ekkert dæmt.
Þetta verður erfitt kvöld, spurning um að biðja Salah um að skjótast niður á Anfield og í búning
Dómarinn leyfir mjög mikið !
Mér finnst að Elliott megi fara að stíga upp á næsta svið eilíft boltaklapp en hann losar sig við menn trekk í trekk en svo skeður bara ekki neitt.
Hrikalega skemmtilegur leikur á að hirfa. Ættum að vera komnir með 2-3 mörk og eitt víti. Kemur í seinni
Takk Tsimikas fyrir þessa hörmungar ákvörðun..
Hvernig tekst drengjunum ekki að troða tuðrunni í markið? Ég skil þetta ekki.
Og Endo á langt í land…
Menn hljóta að rífa sig í gang á Anfield, tækifærið og sviðið er þeirra núna.
Dómarinn að minna okkur á að án VAR glti dómgæslan verið enn verri.
Já SÆLLLL….
Slyyyyyyy
Þessi drengur er eitthvað annað, þvílikur leikmaður.
Endo, búinn að vera mjög góður í sinni stöðu.
Hann hressist heilmikið eftir saltpilluna frá mér. 🙂
Frábær leikur, þvílik skemmtun, menn ekkert að pakka í vörn.
Jota!!
Þetta lið okkar. VÁ… Ég er sannfærður um að við erum að upplifa eitthvað sérstakt. Þetta er varaliðið okkar og miðað við færin – þá áttum við að valta yfir þetta lið. Mörgum skörum ofar en þeir.
Margir frábærir, Endo maður leiksins
Szoboszlai er bara eitthvað annað. Eða hann er þessi Gerrard gaur sem ég elskaði sem unglingur sem hefur bara eitthvað annað force. Frá Gerrard til Firmino og svo Szobozlai, hvernig er ekki hægt að elska þetta lið!
YNWA