Gullkastið – Rán!!!

Tottenham þurfti tvö rauð spjöld, sjálfmark og líklega verstu dómara”mistök” VARsögunnar til að merja sigur á heimavelli gegn frábæru liði Liverpool. Óbragðið er vægast sagt ekki farið eftir þetta ljóta rán og félagið réttilega að krefjast svara og vitiborinna aðgerða. Helgin gerð upp frá Spáni að þessu sinni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 442

20 Comments

  1. Þegar að skítalyktin yfirgnæfir allt að þá er oftast eitthvað rotið undir niðri.
    Maður er nú ekki flóknari en það að ást manns á enska boltanum og sínu heittelskaða liði er það sterk að aldrei hefur mér raunverulega dottið í hug að dómarar í premier league kunni að vera spilltir.
    Er maður mögulega algjörlega blindur eða barnalegur kjáni ?

    Horfum á nokkrar staðreyndir varðandi knattspyrnu heiminn.

    1. Fifa mútur og spillingarmálin.
    2. Ítalíu dómara múturmálin í fleirtölu.
    3. Rannsókn á greiðslum Barcelona til dómaranefndar á Spáni.
    4. Sádí Arabía á nú knattspyrnulið í deildinni og hefur “ríkið” bútað blaðamann í ferðatösku til að “leysa vandamál”.
    5. Man City er með yfir 100 ákæruliðu á hendur sér vegna brota á fjármálareglum. En það er ekki hægt að sakfella þá vegna þeirra afla sem eru á bakvið liðið (ríki Abu Dhabi) og teygir sig langt inn í pólitík á Englandi og viðskipta öfl.
    6. Dómarar á Englandi eru nú farnir að ferðast til Dubai og þiggja þar greiðslur fyrir dómgæslu. Frá sömu aðilum og eiga Man City.

    Nú kemur upp atvik í leik sem er ekki hægt að skýra með neinum rökréttum hætti (Díaz markið). Ekkert huglægt mat eða verið að teygja reglurnar.

    Útskýringar eru gefnar eftir leik sem auka bara fáránleikann á atvikinu.

    Af hverju ættu ekki dómarar á Englandi að falla í sömu freistinguna ? Summa sem tryggir þig til æviloka ! Líkt og hefur gerst í hinum stóru deildunum og innsta hring FIFA

    Staðreyndirnar um knattspyrnuheiminn tala sínu máli og það er hreinlega kjánalegt að trúa því í blindni og ekki ræða og rannsaka af alvöru það sem þarna átti sér stað.

    28
  2. Það sem mér finnst vanta í umræðuna er að það er algjörlega útilokað að finna út hvernig í ósköpunum Darren England gat haldið að markið hafi verið dæmt gott og gilt í leiknum gegn Tottenham.

    Það sést mjög greinilega að Luis Diaz fagnar ekki markinu, Tottenham áhangendur fagna innilega að dæmd hafi verið rangtæða og myndavélarnar beinast strax að línuverðinum sem heldur flagginu á lofti.

    Það er einfaldlega óskiljanlegt að Darren England hafi fengið það út að það hafi verið að dæma mark. Fimm ára krakki áttar sig á því að þegar leikmaður skorar en fagnar ekki þá er lang líklegast ekki dæmt mark. Þá beindust myndavélarnar strax að línuverðinu og í raun útilokað að Darren England hafi lokað augunum á því augnabliki.

    Mér finnst augljóst að þetta gengur ekki upp og þarf að rannsaka ítarlega. Annað hvort segir maðurinn einfaldlega ósatt eða þá að hann er svo vanhæfur til að sinna starfi sínu að hann á aldrei að koma nálægt dómgæslu framar.

    Svo finnst mér stórundarlegt að það sé ekki búið að birta samskiptin sem átti sér stað á milli England og Hooper. Það er nákvæmlega ekkert sem hindrar að samskiptin verði birt strax og eftir því sem lengri tími líður rennur manni meira og meira í grun um að óhreint mjöl sé í pokahorninu.

    Svo skil ég ekki af hverju Hooper var ekki upplýstur um mistökin strax. Nú hefur víti verið dæmt eftir að leikur hefur verið dæmdur af. Af hverju má það en ekki í þessu tilviki. Þeir áttuðu sig á því 7 sekúndum síðar og hvaða máli skiptir þó búið sé að taka aukaspyrnu? Enginn hefði sagt neitt ef Hooper hefði einfaldlega stöðvað leikinn og dæmt markið gott og gilt eins og ég hefði haldið að honum bar að gera þegar mistökin eru svona alvarleg.

    Ég er harður á því að það eigi að endurtaka leikinn. Þessi mistök eru ekki dómaramistök heldur mistök sem snúa að framkvæmd leiksins. Þegar slíkt á sér stað eru leikir einfaldlega endurteknir eins og dæmi eru fyrir um.

    Úff – já og svo þarf að útskýra hvað England og Daniel Cook, aðstoðar VAR dómari, voru að gera í Sameinuðu arabísku furstadæmunum tveimur sólahringum fyrir leikinn. Djöfull er það vond tilfinning í ljósi beinna eignartengsla landsins við annað lið í deildinni.

    Áfram Liverpool!

    17
    • án þess að fara út í samsæriskenningar þá er það ljóst að dómararnir voru að fá vel borgað fyrir það eitt að dæma leikinn í Furstadæmunum.

      Svo geta menn velt fyrir sér hvers vegna þeir voru fengnir í þetta verkefni og hvers vegna við sjáum þessa hlutdrægu frammistöðu í kjölfarið.

      9
  3. Warnock fyrrum Liverpool maður var í viðtali og hann kom með góðan punkt um hvernig hefði átt að laga þetta eftir þessar 7 sek.
    Kalla á dómarann í kerfið og gera honum ljóst að VAR hefðu gert mistök og misst af þessu marki og hann verði að laga það strax.
    Hooper hefði þá átt að fara til beggja þjálfara liðana og kalla á fyrirliðana og útskýra málið fyrir þessum 4 aðilum. Í framhaldi hefði boltanum átt að vera droppað og Liverpool leyft að fara að marki Spurs og skora mark. Einföld og þægileg leið til að klára þessi mistök sem þeir sögðust hafa séð 7 sek of seint.

    9
  4. Samskiptin verða birt. Mér skilst að FA séu að ráða sömu verjendur og Miðflokkurinn gerði í Klaustursmálinu. Það á ekki að gefa millimetra eftir í þessu máli því þetta er að skemma íþróttina og ekki bara þennan leik.

    7
  5. Sælir félagar

    Það er búið að sekta LFC fyrEverton og Bournemouth. Þó mér sé ekki vel við Neverton þá óska ég þeim ekki svo ills að láta þetta eilífðarfífl vera var dómara í leik þeirra og alls ekki Bournemouth sem eiga sér einskis ills von

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
  6. Það er búið að senda hljóðuptökuna til Liverpool and almenningur fær ekki að heyra hana fyrr en eftir einhvern tíma.

    Geri ráð fyrir því að það sé ástæða á bakvið ” bara liverpool fær að heyra hana ” aðrir þurfa að bíða.

    Ef það er vottur af einhverju bulli þá þarf að fara með málið alla leið.

    Sjá hvort dómarar á englandi séu að fá greiðslur frá landi sem er með mikið af sandi og olíu, hversu mikið eru þeir að fá og fyrir hvað.

    Væri alveg til í að sjá Man City og Newcastle spila í utandeildinni á næsta ári.

    4
    • Þvílíkir ræflar.

      Búið að setja leikin í gang og þá ekki hægt að gera neitt? Kanntu annan? Við erum að tala um atriði sem getur auðveldlega ráðið úrslitum, seinasta “can’t do anything” kemur meirað segja þegar leikurinn er stopp í innkasti sem Liverpool á….

      4
  7. Ég á ekki til eitt einasta orð. Skuggi hundurinn minn er dapur er mér sagt. Hann veit örugglega allt um leikinn. Domaraskandall af verstu sort. Í nótt mun ég koma á Ystu Nöf og hressa upp á söfnuðinn. London skamm, skamm.

    6
  8. Verður fróðlegt að sjá hvort Liverpool finni eitthvern lögfræðilegan flöt til þess að taka þetta mál lengra. Leikir verða að fylla ákveðnar kröfur til þess að þeir geti talist löglegir og þar með úrslitin. Ef ekki þá verðum við bara að taka því að þessir asnar skitu upp á bak og Tottarar fengu vinningin.

    Ætli Tottararnir verði ekki bara næs og leyfi okkur að setja eitt mark á þá á Anfield þegar liðin mætast næst?

    1
  9. Sælir félagar, það er spurning hvort þið blásið í mælinn áður en þið farið næst í upptöku? Kann virkilega að vel að meta effort-ið að henda í þátt eftir atvik helgarinnar en sem heimild inn í framtíðina þá hefði verið frábært að seinka þætti jafnvel um 1-2 daga á meðan það rennur af ykkur og nafni hefði þá kannski getað verið með í burðugri þætti 🙂

    Sérstaklega svona í ljósi þess að nú er búið að birta hljóðupptökuna og textalýsingin er aðgengileg víða. Það er að setja þetta mál í svo óhugnanlegan búning að maður hreinlega veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga.

    Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hreinlega er farinn að efast um hvort maður vilji halda áfram að horfa á fótbolta eftir að hafa orðið vitni að þessu. Ég var ekki reiður eftir leik, ég var í sjokki. Mér leið illa og eiginlega missti alla löngun til þess að horfa nokkuð meira á fótbolta þessa helgina. Mér leið ekki einu sinni svona illa á meðan liðið var á myrköldum undir stjórn Roy Hodgson.

    Treysti því að þið hendið í aðeins lengri þátt næst til þess að covera þessi mál betur og vonandi þessa tvo sigra sem við erum að fara að landa í vikunni.

    YNWA – Áfram að markinu!

    7

Liverpool að senda frá sér skilaboð

Traust á dómgæslu