Klopp hefur valið þá 11 sem munu hafa það verkefni að koma Liverpool aftur á beinu brautina í deildinni:
Birghton menn fengu hrikalega útreið um síðustu helgi en náðu svo í ágætis jafntefli við Marseille á fimmtudaginn. Þeir tefla fram efgtirfarandi byrjunarliðið:
Hvernig legst þessi leikur í ykkur? Orðið er frjálst.
Þessi leikur legst vel í mig okkar menn koma ferskir til leiks og vinna 3-0. Trent, Darwin og Mo með mörkin
Sterk framlína. Góð vörn. Besti markvörðurinn.
Brighton-menn eru óútreiknanlegir en hafi menn gripið í hosur sínar þá eigum við klárlega að vinna þetta.
Eina liðið sem er jafngott og okkar kemur úr einskonar skami. Svo það telst varla með.
Þetta er alvöru leikur við alvöru lið sem á að vera lakara en okkar. Sjáum hvað setur.
Við erum hljóðir í dag….það lofar góðu
Diaz, Salah, Nunez finnst mér alltaf mest spennandi þarna í efstu línu. Eins ágætt að gefa Elliott tækifæri í byrjunarliðinu.
Mín spá er erfiður leikur. 2-2 er fyrsta tilfinning. En ég ætla að spá 2-3 sigri Liverpool. Salah skorar í dag og gerir gæfumuninn. Minnir á mikilvægi sitt enn og aftur.
Koma Svo!!!
Hvar getur maður horft á Egilsstöðum?
Jæja markið komið á okkur þá er bara skora 3 á móti
Oó, var að hugsa um að það væri einsog þynnka yfir liðinu en ónei eitthvað meir og andstæðingarnir mæta ferskir.
Þeir eru á undan í alla bolta, þetta gæti endað illa.
VVd
Þvílíka aulamarkið þetta lærði maður í 7 flokki að mæta boltanum ekki bíða eftir boltanum og sendingin frá Van Dijk líka alltof laus með 3 brighton menn í kringum mcallistair
30% tempó i þessum leik og vörninn að gefa mark upp úr engu..
Svakaleg svæði sem þeir gefa þeim.
Mér fannst þetta normal sending frá VVD þeir eru að gera þetta mikið þarna aftast
Mcallaster var zzz þarna
Við getum ekki staðið í að lenda klaufalega 1-0 undir svona oft.
Það mun kosta of mörg stig þegar allt er talið
Um að gera að prófa einn leik án þess að lenda undir
Brighton eru með algera yfirburði fyrsta hálftímann. Okkar menn virka níðþungir og hugmyndalausir.
Verðskuldað yfir. Liverpool virðiast engin svör hafa.
Sama uppskrift.
Jöfnum rétt fyrir hálfleik og skorum svo tvö í seinni og siglum þessu heim.
YNWA
MacAlister verður annað hvort að fara að spila fótbolta eða fara útaf
Eins mikið og maður dýrkar hann þá já virkar voðalega þungur í dag.
Salah !
fyrsta komið þá er að skora 2 í viðbót !
1 í viðbót : D
Mo Salah
Mikið er nú ánægjulegt að hafa heilvita dómara til tilbreytingar.
Klárt víti og ákaflega vel gert þar. Diaz sennilega pínku heppinn að fá ekki spjald þegar hann fer í 50/50 tæklingu á móti markmanni.
Skrítinn þessi fótbolti …. alger hörmung þessi hálfleikur en komnir yfir ….
Var að sjá statískina núna. 3 skot á mark í heildina og allt mörk 😀
Af hverju ekki rautt spjald fyrir þetta brot?
Af því Szoboszlai var ekki á ferðinni í áttina að markinu, heldur þversum yfir völlinn. Það nægir. Ekki rændur marktækifæri.
… en var hins vegar að hlaupa eftir markteigslínunni. A.m.k. vill Sigursteinn meina að þetta hafi átt að vera rautt.
Er ekki búið að afnema “double jeopardy” fyrirkomulagið, Daníel? Víti + rautt spjald? Hélt að það ætti að hverfa úr notkun. Að vítið sé næg refsing…
Frábær viðsnuningur en afhverju byrja liverpool menn alltaf svo rólega
Það góða við þetta 2.0 lið er að það er eins og fyrraliðið. Alltaf hættulegt og vel skapandi og það mun líka skila inn fullt af stigum
Nù þarf bara drepa þenna draug að lenda 1 marki undir með zzz í byrjun leikja
Dómarinn fær mitt hrós fyrir þennan fyri hálfleik ekki sjálfgefið að fá þokkalegan dómara í þessari deild
Mér finnst Mac Allister versti maður vallarins í dag hingað til og mætti alveg fara útaf fyrir Endo.
Nunez skemmir allar pressur nennir ekki neinu
Verður okkur refsað fyrir að nýta ekki þessu dauðafæri.
Þá er VAR dómarinn í dag búinn að sletta út markið sem var tekið af okkur um síðustu helgi. Og Klop vissi það um leið og huggaði svo gott hann kunni þjálfaran hjá Brighton.
Þvílíka skitan afhverju fær boltinn að sigla lágt inni teiginn þvílík hörmung hjá Robertson
Inna með ferskar labbir.
Nunez out og i a með jota og fleir
Jota í leikbanni er það ekki.
Ju var buinn að gleyma
Macallister ekki að heilla mig.
MacAllister er búinn að eiga sinn langlelegasta leik í liverpool treyju skil ekki afhverju Endo kemur ekki inn í staðinn í stöðunni 2-1 því hann er cdm og getur varist betur en MacAllister.
Það að Robbo Reyni ekki við þennan bolta er bara með ólíkindum
Nunez var vesti leikmaðurinn í leiknum að mínu mati hann gerð ekkert í þessum leik bara ekki neitt
Þetta hljóta að teljast sanngjörn úrslit miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Gáfum of mikið eftir síðasta hálftímann og því fór sem fór. Þetta Brighton-lið er bara hörkuflott og verður í baráttunni um Evrópusæti eins og í fyrra. Fannst okkar menn þreytast mjög síðustu 20 mín.
Gravenberch heillar mig svakalega og var óheppinn að skora ekki. Á alltaf að byrja í stað Elliott.
Er ekki sannfærður um Mac Allister í sexunni og ég held að við þurfum að finna annan mann í þá stöðu ef við eigum að berjast um titilinn.
Tek undir með Gravenberch. Þar er hörku leikmaður í uppsiglingu.