Liverpool 2 – 2 Brighton (Skýrsla uppfærð)

Mörkin

Adingra (20)      1-0

Salah     (40)        1-1

Salah     (45)       1-2

Dunk      (78)       2-2

Hvað réði úrslitum?

Fyrstu 40 mínútur þessa leiks voru hreinasta hörmung frá sjónarhorni Liverpool. Okkar menn voru í öðrum gír og Brighton settu leikinn svo til fullkomnlega upp. Pressan þeirra drap allt sem þeir rauðklæddu reyndu. Það var bæði réttátt og alls ekki óvænt þegar heimamenn komust í eitt núll yfir, þó mark Adingra hafi meira útskýrst af skelfilegum varnarleik en frábærum sóknarleik.

Þangað til á fertugustu mínútu var þetta saga leiksins. Þá, því til næst uppúr þurru vöknuðu Liverpool. Ein léleg sending í vörn Brighton sem Nunez komst inn í, ein snilldar sending frá Liverpool og búmm, Salah skoraði.

Þetta virtist hrista vel upp í Brighton og aðeins örfáum mínútum seinna kom önnur slök sending. Szobolzlai var fyrstur til. Pascal Gross brá á það klassíska ráð að rífa í hálsmálið á Szobolozlai og víti réttilega dæmt. Salah fór á punktinn og skoraði örruglega. Staðan 2-1 í hálfleik og líklega engin jafn hissa á því og leikmenn Liverpool sem áttu þetta svo sannarlega ekki skilið.

Seinni hálfleikur var svo mun jafnari framan af. Bæði lið fengu fín færi til að bæta við og það besta var líklega sláarskot Gravenberch úr lúmkst erfiðu færi. Okkar menn voru ekki upp á sitt besta en þeir voru allavega ekki verra liðið á vellinum. Þangað til Brighton fékk aukaspyrnu á hættulegum stað.

Það er erfitt að lýsa hversu léleg vörn Liverpool var í þessari spyrnu. Tveir leikmenn reyna að skalla boltann burt en bara hætta í miðju flugi og Dunk var umkringdur Liverpool mönnum en var samt fyrstur til og jafnaði.

Út leikinn reyndu okkar menn og reyndu en allt kom fyrir ekki. Að lokum var niðurstaðan 2-2 jafntefli sem miðað við spilamennsku var ekki meira en Liverpool átti skilið.

Hvað þýða úrslitin?

Eitt stig úr þessum leikjum gegn Brighton og Tottenham þýðir líklega að það sé of snemmt að telja þetta lið sé tilbúið í titilbaráttu. Núna er Liverpool í þriðja sæti og það fer eftir úrslitum hjá Arsenal á eftir hvort það haldist.

Bestu leikmenn Liverpool

Salah sá eini sem gerir virkilega tilkall til þessa titils í dag.

Hvað hefði mátt betur fara?

MacAllister er frábær leikmaður, en honum er nákvæmlega engin greiði gerður með því að hafa hann í sexunni. Hann einfaldlega er ekki varnartengiluð. Luiz Diaz hefur oft átt betri leik en í dag, fullt af ákafa og krafti en hlutirnir virtust ekki virka. Harvey Elliot var tekin útaf í hálfleik, sem því miður var afar skiljanlegt.

Næsta verkefni

Blánefirnir eru að koma í heimsókn á Laugardaginn. Sigur þá er einfaldlega skylda fyrir okkar menn!

24 Comments

  1. Heilt yfir sanngjörn úrslit, þyngsli yfir spilamennskunni og nokkrum leikmanna okkar í dag.

    4
  2. Pressan sem fyrstu 4 var góð i dag, en vantar að færa upp vörnina þegar það er pressað, sem er virkilega erfitt á móti svona snöggum mönnum.

    Brighton er með virkilega gott lið og stig hérna er ekki gefins.

    Samt svo pirrandi að klára ekki leikinn, þessi dauða dauða færi sem við erum ekki að setja inn kosta oftast á endanum.

    3
  3. Sagði fyrir leik mín fyrsta tilfinning fyrir þessum leik væri 2-2. Og einhvern veginn spilaðist þetta eins og mig grunaði. Liverpool eru alltaf líklegir til að fá á sig mörk gegn góðum liðum eins og Brighton. En að sama skapi alltaf líklegir til að eiga góða kafla og skora mörk.

    Sennilega sanngjörn úrslit eftir allt. Ég var svekktur með minn mann Nunez sem náði ekki að spila sig inn í leikinn. Hann hefði þurft mark í dag. Saknaði Firminho í dag.

    2
  4. Sælir félagar

    Það var fátt sem gladdi í þessum leik og frammistaða manna í mörkunum tveimur sem Liverpool fékk á sig var gjörsamlega óþolandi. Fyrst MacAlister steinsofandi og beið eftir að boltinn rúllaði til sín og þar með var boltinn hirtur og mark skorað 1 – 0 B&HA. Liverpool leikmenn vöknuðu við þetta og settu tvö (Mo Salah) og fengu svo tækifæri til að gera út um leikinn en misnotuðu þau herfilega. Robbo gaf svo jöfnunarmark B&HA með því að víka sér undan boltanum og hleypa honum inn í pakkann þar sem Liverpool leikmenn eru alltaf eins og hauslaus hæsn. Dunkurinn setti því boltann í markið og tæpt jafntefli staðreynd.

    Það er fátt gott hægt að segja um þennan leik og hann spilaðist svipað og ég bjóst við. Miðjan með MacAlister sofandi allan fyrri hálfleik var étin fyrri hálfleikinn mest allan. Vörnin mjög óörugg með þann sama Alister sofandi og því var vörnin illa varin. Sóknin fékk úr litlu að moða stærstan hluta hálfleiksins og því gott að fara með forustu inn í leikhléð. Það var ótrúlegt að vinna ekki þennan leik eftir þau tækifæri sem liðið fékk en í staðin létu okkar men B&HA jafna og máttu svo þakka fyrir jafteflið að lokum. Alisson besti maður okkar eins og oft áður.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Það kom bersýnilega í ljós í þessum leik að okkur bráðvantar sexu!
      Japaninn sem var keyptur í sumar er aldrei að fara að leysa það vandamál, enda er greinilegt að Klopp treystir honum ekki í það verkefni.

      Svona eftirá er lítið hægt að segja yfir þessum úrslitum!

      Áfram gakk næsti leikur

      8
  5. Liverpool spilaði eins og minna liðið á vellinum löngum stundum. Verða geta lokað leikjum og verið klókir þegar á þarf að halda. Brighton er gott lið og allt það en við áttum að vinna þetta.
    Mér finnst Mac Allister fá óþarflega mikið hrós fyrir sínar frammistöður hingað til. Finnst hann enn ekki búinn að sanna sig sem byrjunarliðsmaður hjá Liverpool. Gravenberch lítur vel út so far og held hann verði kominn ofar í goggunaröðinni áður en langt líður.
    Diaz má svo alveg fara skila meira til liðsins. Alltaf eitthvað að djöflast en skilar oft litlu.

    10
    • Mac Allister er ekki sexa. Hann var ekki keyptur sem sexa. Ég ætla að gefa honum gott veður þangað til hann fær að leika í sinni réttu stöðu, framar á vellinum. En hann var mjög slappur í dag, það er satt.

      8
  6. Spilamennskan ekki góð á löngum köflum. Fengum 2 mörk upp úr engu allt í einu. Svo var vendipunkturinn þegar Gravenberch klúðraði sitter. Bara hitta markið því enginn markmaður. Svo fékk Diaz annað færi en sá má heldur betur fara að bæta sig. Nunez hauslaus hæna. Skil ekki af hverju Robertson skallaði fyrirgjöfina ekki í burtu. Erum ekki nógu öflugir á miðsvæðinu að mínu mati og þeir Mac og Szobo ekki með tök á miðjunni. Elliot er ekki nógu góður punktur. Brifghton fínt lið en við fengum dauðafæri á 3 stigum í dag eftir vonbrigðin um síðustu Helgi en uppskeran 1 stig úr 2 leikjum sem er ömurlega svekkjandi.

    3
  7. Pirrandi. En ég verð að bæta við að það er farið að vera hundleiðinlegt að horfa á bolta í dag. Allur leikurinn fer fram á milli varnar og boltaspilandi markvarðar, hitt liðið svo að hápressa. Þetta var móðins fyrir nokkrum árum en farið að verða svolítið leiðinlegt áhorfs.

    8
  8. Er einhver að horfa á Arsenal – man city :D:D:D:D:D:D:D

    Er City að borga launinn fyrir dómarana á Englandi ?
    Ég skil ekki hvað er i gangi, kovacic braut næstum löppina á einum, straujar svo annan stuttu seinna.

    8
    • Já a.m.k. hjá Darren England og John Cook. Það höfum við staðfest.

      Bilað að sé ekki rautt en það góða við það er að Jones hlýtur að sleppa við leikbann.

      Áfram Liverpool!

      3
  9. Gott að Oliver er að halda þessu 11 vs 11 en samræmið er ekkert milli leikja…

    3
  10. Algerlega óskiljanleg dómgæsla …. gætu verið 2 rauð á Kova en hangir inni … ekki heil brú í þessari dómgæslu … hvar er þetta helv VAR drasl …..

    7
    • Einmitt, afhverju er leikurinn ekki stoppaður og gert sem mest úr brotinu.

      VAR – Stoppar myndina þegar hann er með sólan í öklanum á Odengard = beint rautt.

      Það var gert hjá Liverpool og var vist bara eðlilegt að byrja aftast á brotinu og sýna hvað gerðist eftir að Jones rennur af boltanum í öklan á leikmanninum, ekki hvað gerðist upp að brotinu.

      9
    • Hvað áttu við?
      Við eru nú ekki nema einu stigi á eftir Man City eftir þessa umferð 😉

      3
      • Einmitt og samt höfum við ekki náð nema þriðja gír.

        1
  11. Arsenik vann sem gerir umræðuna minni með þetta brot kvacic.
    En galið þeir sleppi með þetta.
    Finnst þeir sleppa oft vel.

    En allt í fullufjöri í PL
    3 stigum frá 1 sætinu og 1 stigi frá City
    Þurfum gott Run núna

    4
  12. Gríðarlega ósáttur með frammistöðuna í þessum leik.
    Hélt menn kæmu eins og öskrandi ljón eftir misréttið og skandalann sl. helgi.
    Hreinlega botna ekki í því hvers vegna menn voru svona flatir,
    Og ? guðanna bænum fariði að nýta færin, 3ja markið hefði klárað leikinn.
    Þetta lið er ekki tilbúið í eitt né neitt.

    6
  13. Það vantar stál á miðjuna, tek undir með mörgum hér að ofan að Mac er ekki að valda þessu hlutverki aftasta miðjumanns. Held að hann myndi blómstra við hlið Ungverjans fyrir framan einhverja Fabinho týpu. Japanski stálnaglinn virðist ekki alveg nógu stórt númer fyrir þessa deild, hélt að hollenski Grafarbakkinn ætti að leysa þessa stöðu en hann minnir frekar á Szobo sem týpa af leikmanni. Klopp er kominn ansi langt með að skapa nýtt lið en herslumuninn vantar líklega enn.

    5
  14. Helsta svekkelsið er hversu illa okkar menn mættu til leiks, voru alltaf á eftir í allar snertingar og virkuðu slappir.

    Hvernig Pascal Gross slapp við rautt í brotinu á Szobo skil ég svo ekki, frekar en svo margt í dómaramálum Premier League.

    McAllister var off í þessum leik en ég set sökina 50/50 á hann og Van Dijk í fyrsta markinu.
    Sendingin hjá Hollendingnum var léleg.

    Fáum við svo ekki “sexuna” okkar í janúar frá Brasilíu?

    YNWA.

    7
  15. Enn og aftur eru dómarar í enska boltanum að drulla upp á bak, Pascal Gross átti að fá rautt fyrir brotið á Sly, samkvæmt reglum. Eða er ég að fara með rangt mál?

    5
  16. sælir poolarar meiri vælið endalaust í ykkur grenjið yfir ôllu allir dómarar vondir við ykkur reynið að þroskast og sleppið bleijunum he he he he he he he .

    • Nei er ekki komin hér inn eitt lítið tottara grey!

      Það er nú löngu kominn háttatími hjá þér, passaðu nú upp á það að mamma þín setji nú á þig bleijuna áður enn hún vaggar þér í svefn.

      3

Byrjunarliðið gegn Brighton: Trent byrjar

Stelpurnar fá Aston Villa í heimsókn