Merseyside derby – Upphitun

Sumir leikir eru meira en leikir. Heilu borgirnar loga af ástríðu og gæði vikunar á eftir ráðast að miklu leyti af úrslitum leikjarins. Skiptir ekki máli hvort það er í Liverpool, Lundunum eða á litla Íslandi, þegar grannaslagir eru yfirvofandi finnur maður það á sér. Grannaslagur, bræður munu berjast.

Staða Everton

Það má afar færa afar sterk rök fyrir að Everton sé verst rekna lið í ensku Úrvalsdeildinni og hafa verið það lengi. Þetta fyrrum stórveldi er eitt af sjö liðum sem hefur ekki fallið síðan Úrvalsdeildin var stofnuð, hafa raun verið í efstu deild næst lengst allra liða.

En saga síðan 1992 er hörmung fyrir þá bláklæddu. Hápunktur þeirra síðustu tvo áratugi er að hafa einu sinni komist í undankeppni Meistaradeildarinnar. Þeir hafa ekki unnið titill síðan 1995 (eins og stuðningsmenn Liverpool minna þá samviskusamlega ár tvisvar á ári í lagaformi) og Moyes árin, þegar liðið var nokkuð stabílt í miðjumoði er nú hjúpað nostalgíuhjúp. Þegar eigandaskipti urðu fyrir nokkrum árum stefndi á betri veg en það breyttist í martröð.

Það er því kannski ekki skrýtið að liðið sé búið að vera í bullandi fallbaráttu síðustu ár. Þeir hafa hvað eftir annað skipt um þjálfara, keypt leikmenn sem passa hver inn í sinn leikstíl og nú virðast peningarnir vera að klárast þökk sé nýjum velli sem á að rísa. Nýjasta útspilið var að ráða in Sean Dyche í fyrra. Hann náði tímabundið að sameina stuðningsmenn á bakvið liðið og halda þeim uppi á tæpasta vaði.

Þeir eru farnir að sýna ágætis merki þess að vera Sean Dyche lið og hafa skapað merkilega mörg færi, sem þeim hefur ekkert gengið að nýta. Maður spáir þeim enda fyrir ofan fallsæti, en það er meira vegna þess hversu léleg önnur lið en hversu góðir þeir eru.

Sea Dyche fyrsta daginn í nýju vinnunni, líklega að hugsa “Hvað er ég búin að koma mér í?”

Ferðasaga höfundar.

Síðasta tímabil rættist sá ævilangi draumur minn að fara á Anfield. Ferðin var afmælisferð fyrir pabba, gefin þegar hann varð sextugur, sumarið 2020. Eins og þið munið kannski var ansi erfitt að fara í ferðalög það haust og vorið á eftir. Annar afmælisdagur rann upp hjá gamla 2021, ennþá vorum við afar hikandi við að panta ferð sökum frænda okkar Covid en tímabilið 2022-23 var loks tekið í gikkinn og fjórir miðar keyptir hjá ónefndri ferðaskrifstofu sem ég mæli ekkert sérstaklega með. Tek fram að þetta var ekki Verdi. Pabbi, mamma, ég og litli bróðir á leið saman til Liverpool.

Ákveðið var að fara á Liverpool – Everton í febrúar 2023. Vikurnar fyrir voru ansi taugatrekkjandi, því eins og þið munið kannski gat Liverpool ekki blautan í all langan tíma yfir veturinn. Við fjölskyldan fórum að tala um hluti eins „svo lengi sem leikurinn er spennandi“ og „það skiptir mestu máli að upplifa stemninguna.“ Ef ég man rétt batnaði leikur liðsins aðeins vikuna fyrir Everton leikinn. Þeir voru enga síður ekki búnir að vinna á árinu þegar að leikdegi kom, en tilfinningin var sú að ef sigur ætti að koma, kæmi hann gegn Everton

Eftir að pakkaferðin var keypt var leikdagur færður frá sunnudegi til mánudags. Við tókum auðvitað auka frídeginum fagnandi og nýttum hann í nördaferð til Nottingham. Í lestinni á leiðinni heim kom inn hópur af vel hressum stuðningsmönnum Stoke. Lestarvagninn var svona helmingur þessir félagar, fjórðungur þreytt fólk á leið heim af djamminu og svo íslenska fjölskyldan. Stoke menn hófu að syngja og áður en maður vissi af allur lestarvagninn farin að syngja Sweet Caroline hástöfum. Við tókum undir þó þetta væri ekki alveg stemningin eftir að hafa eytt deginum í að skoða tindáta.

Liverpool sjálf var yndisleg alla helgina. Ég ber allar borgir (sérstaklega enskar) ósjálfrátt saman við London þar sem ég bjó í fjögur ár. Segi þetta algjörlega án þess að vera að hugsa um fótbolta: Liverpool er gjörsamlega frábær. Það eina sem hún hefur ekki sem London hefur, utan lestanna, er að það er ekki jafn biluð orka í loftinu og það er raun bara fínt. Fólk á var undantekningalaust gestrisið, aldrei langt í húmorinn og auðvitað var hægt að ræða fótbolta við nánast alla. Þess fyrir utan er miðbærinn ótrúlega sjarmerandi, allt morandi í áhugaverðum búðum og búllum og ekki skemmdi veðrið fyrir.

Á sunnudeginu fórum við í skoðunarferð um Anfield. Þessi túr er ótrúlega vel heppnaður. Maður fær frábæra tilfinningu fyrir hversu löng saga liðsins er, myrkvu köflunum er gerð falleg og smekkleg skil. Á safninu glotti maður við að sjá Madríd rifjað upp, það er ákveðin stemning að setjast inn í búningsklefan og þegar maður fær að ganga undir „This is Anfield“ skiltið fer straumur um mann. Það er mér gjörsamlega ómögulegt að ímynda mér hvernig það er að ganga þarna inn þegar tugir þúsunda eru syngjandi í stúkunni sem gnæfir yfir vellinum.

Eftir túrinn var komið að því að kíkja í verslunina. Ég veit ekki hvort það sé fjárhagslega ábyrgt að labba þarna inn með heimild á kortinu. Þvílíka dótabúðinn, þarna er hægt að fá allt það sem þér dettur í hug tengt Liverpool og allavega átta hluti sem manni mundi aldrei detta í hug. Ef ekki fleiri. Alisson treyjan mín hefur verið notuð heilan helling síðan í febrúar get ég sagt ykkur, rétt eins og kaffibollinn og hanskarnir sem mútta keypti og svo framvegis…

Við pabba notuðum restina af deginum til að stoppa við á barnum „Jurgen‘s“ og skoða glösin þar. Merkilegt hvaða glasabotnarnir voru allstaðar fallegir í Liverpool.

Loks rann upp leikdagur. Við lentum í veseni með miðanna sem olli því að þegar við héldum af stað upp á völl voru þeir ekki ennþá komnir til okkar. Fyrirtækið fullvissaði okkur um að þetta væri allt í góðu, en stressið var enga síður til staðar. Við Anfield hittum við karlinn sem átti að redda okkur miðunum og hann blikkaði einhvern vörð og kíkti á símana og leysti málið.

Við vorum þess vegna komin inn rúmlega klukkutíma fyrir leik. Sem er full snemmt. Við fundum sætin okkar og nutum spennunar í loftinu, þó völlurinn væri frekar tómlegur. Við vorum á algerlega frábærum stað, beint fyrir ofan Everton stuðningsmennina. Ég veit ekki hvort þetta stæði sé alltaf svona gott, en gegn nágrönnunum var sannalega stemning.

Um það bil korteri fyrir leik var eins og straumur færi um völlinn. Kop stúkan fylltist á ótrúlega stuttum tíma og söngvar byrjuðu að óma. Þegar leikmenn Everton tóku spretti í átt að gesta stúkunni görguðu blánefnirnir og áhorfendur allt í kring byrjuðu að svara fullum hálsi. Óvildin milli stuðningsmanna sauð í loftinu.

You Never Walk Alone var sungið, flautað var til leiks og múgurinn hreyf okkur með sér.

Þessi leikur var naglbítur til að byrja með. Í minningunum man maður illa heildina, en augnablik standa út: Hrollurinn sem fór um man þegar Everton áttu skot í stöngina, alsælan hálfrí mínútu seinna þegar boltinn var komin í mark Everton. Að öskra „NUNEZ, NUNEZ, NUNEZ“ eftir að Úrgvæinn setti boltann í stöngina. Pabbi að hlægja þegar hann fattaði að við værum að syngja „Going down yes you are, you‘re playing QPR!“ Litli bróðir að hvísla aðeins of hátt að hann ætti ekki von á að ég talaði mikið daginn eftir. Að syngja nöfn Rafa Benitez þegar blánefanir byrjuðu eitthvað lag í sömu laglínu og Rafa lagið og hvernig nafn Divock Origi bergmálaði um völlinn þegar Pickford var extra pirrandi. Gleðin að fá að sjá Firmino koma inn á, léttirinn þegar númer tvö var skorað. Við pabbi að plana næstu ferð í hálfleik. Drunurnar í áhorfendum þegar lokaflautan gall.

Maður var nánast örmagna en samt á milljón þegar leik lauk. Við tók afar löng leit að Uber eða leigubíl eftir leik og svo eldsnemma dags löng rútuferð til Glasgow þaðan sem flogið var heim (það er ekki eintóm sælan að fá aukadaginn). Hér sit ég mörgum mánuðum seinna og brosi yfir minningum úr ferðinni… og hlakka til næstu.

Okkar menn

Nú þegar þið eruð búin að þrauka í gegnum þessar minningar er komið að því að spá í leik helgarinnar. Þetta er hádegisleikur, eftir landsleikjahlé, í ömurlegu veðri, gegn Sean Dyche og Everton. Þetta verður líklega ekki sambabolti.

Það er ekki auðvelt að spá fyrir byrjunarliðið í þessum leik. Robbo er auðvitað meiddur þannig að Tsimikas er að fá tækifæri til að stimpla sig inn. Held að Van Dijk, Konate og Trent byrji allir.

Þá er það miðjan. Mér finnst að slágsmála leikur við Everton sér hárréttur vettfangur fyrir hann, þó ferðalög hans hafi ekki verið minni en Suður-Ameríkanana. Szobozlai er líklega fyrsti maður á blað sama hvað og ég hugsa að Curtis Jones verði honum við hlið.

Frammi er svo, miðað við ferðalög og annað, líklegast að Sala verði með Jota fremstum og Diaz á vinstri kantinum. Semsagt svona:

 

Spá

Veðurspáinn er hörmung á morgun en virðist sem hún skánni nóg til að leikurinn fari fram. Ég spái hroðalega subbulegum 1-0 sigri með marki úr ólíklegri átt, svei mér þá ef það verður ekki frá Endo sem skallar boltan inn snemma í seinni hálfleik.

4 Comments

  1. Nokkuð viss um að Jones fór í 3ja leikja bann fyrir beint rautt gegn Spurs, og bara búinn að afplána einn gegn Brighton. Geri mér enga grein fyrir hvort Gravenberch, Elliott eða Mac byrja þá í staðinn, ætla að veðja á þann hollenska.

    5
  2. Takk fyrir skemmtilega upphitun. Þetta verður erfiður leikur en við erum með það mikil gæði að þetta á að hafast

    3
  3. Góð upphitun og takk kærlega fyrir skemmtilega ferðasögu, mjög gaman að lesa. YNWA.

    2

Gullkastið – Merseyside Derby um helgina

Liðið gegn Everton