Gleðilegan merseyside derby dag!
Liðið er komið, nokkrar breytingar þó það sé ekki beint margt sem kemur á óvart þarna.
- Robertson er líklega á leið í aðgerð og verður eflaust frá fram að jólum, hið minnsta. Tsimikas kemur inn í hans stað eins og við var búist.
- Konate kemur inn í stað Matip.
- Gakpo var byrjaður að æfa en nær ekki bekknum þessa helgina.
- Gravenberch byrjar sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið á meðan Elliot tekur sér sæti á bekknum.
- Jota kemur inn í liðið í stað Nunez.
Liðið sem sagt sókndjarft þessa helgina:
Það kemur ekkert annað til greina en 3 stig takk.
Koma svo!
YNWA
Sókn er besta vörnin !
Þessir derby-leikir eru alltaf martraðarkenndir. Meiðsli leikmanna oft fyrirfram gefin. Ég vona að annað verði upp á tengingnum nú og leikurinn verði spilaður af heiðarleika.
Annars er ég að hita upp skjáinn og skyggnist með öðru auga á einhverjar gamlar svipmyndir af leikjum síðustu aldar.
Getur einhver útskýrt af hverju búningar leikmanna voru allir í XXL á tíunda áratugnum? Ekki að ég sé mikið fatafrík eða horfi á fótbolta til að fylgjast með útliti leikmanna. Þetta virðist dásamleg tíska þarna í gamla daga; allir virðast jafn strangheiðarlega illa klæddir innan leikvangs.
Við hljótum að vinna 3-1 í dag. 7, 9, 13.
Og vinnum alla leiki héðan í frá 3-1.
YNWA
Þetta með búningana Sölvi, það rifjast upp fyrir mér þegar Ítalir gerðu breytingu á búningum sínum fyrir annað hvort EM eða HM, þannig að þeir þrengdu þá, fóru úr XXL í L, ástæðan, til að andstæðingurinn gæti síður togað í treyjuna. Man ekki hvar þeir enduðu þá keppni.
4-0 endar þessi leikur.
YNWA
Hvar er Jones.
taka út leikbann af 3 leikjabanni eftir rauða spjaldið þessi er nr 2
Verður hörkuleikur og við vinnum 2-1 hef vonandi rangt fyrir mèr og vinnum 5-0 🙂
Salah er á hælunum.
Erum að spila flott bara eiga vera komnir yfir
Jæja útaf fór gamli
Bæði spjöldin rétt.
Hrós á dómarann að byrja spjalda þetta Everton strax ekki leyfa þeim að spila gróft og byrja taka á því um miðjan seinni og lenda í veseni þá og Everton þá búnir að sleppa með 2-3 ferilstæklingar
Andstæðingurinn þarf að setja fyrsta svo að okkar menn fari almennilega gang.
Finnst ákveðin örvænting í öllum þessum langskotum, eigum að geta spilað hraðar í gegnum þetta lið þrátt fyrir enn eina rútuna frá Dysche. Menn að dvelja of mikið á boltanum, eða senda til hliðar / baka. Sjáum vonandi bætingu á þessu í seinni.
Þurfum við ekki Ellot og Darwin inn fyrir Ryan og Jota? Við erum manni fleiri og eigum að skora.
Býst við að Klopp yddi á þessu í seinni við eigum að taka þetta í seinni hafa verið miklu betri en vantað meiri yfirvegun á sendingar og hætta taka skot af 40 metrum.
Allt of hægir í fyrri hálfleik. Innà með Darwin.
Góð skipting, hálftími til að bjarga helginni.
Koma svo!!!
Fullkomið getuleysi í liðinu
Leiðinlegur leikur
Utaf með Konate !
Allt annað en þrjú stig í þessum leik er bannað!
Heimskur konate
Dómarinn sýndi honum vægð
Hvernig var þetta ekki víti á Parkinson gaurinn, aftur núna hendi á Keane gauuuur
Viti allan daginn
VAR og dómarinn að standa sig þarna
Litla afastelpan mín kallar mig Allah, sennilega til heiðurs Salah.
Top of the league!
Tímasetningin á leiknum hefur eflaust eitthvað með þetta að gera en það vantar alla ákefð, eða “urgency” (hvað er íslenska þýðingin á þessu orði?) í liðið þegar kemur að sóknarleiknum. Stórefast um að þetta tengist stórleik frá Everton. Gott samt að vera komnir með eitt mark, vonandi opnar það vörnina hjá þeim.
Mögulega ákveðni, þó orðið gæti einnig þítt mikilvægi, segjum bara mikilvæga ákveðni:)
YNWA
Vildi gjarnan fá annað mark og loka þessum leik, væri óþolandi að fá jöfnunarmark
Ótrúlega lítið skapað af alvöru færum. Mest langskot.
Vonandi klárum við þessi 3 stig.
Mikil þreyta í liðinu.
Nunez frábær sending og afgreiðsla hjá Salah !
KÓNGURINN!!!
Húrra