Liðið gegn Toulouse – róteringar og Chambers byrjar

Þá hefst þriðja umferð Evrópudeildarinnar þegar franska liðið Toulouse mætir á Anfield. Með sigri fer Liverpool ansi langt með að svo gott sem tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina.

Klopp gerir þó nokkrar breytingar á byrjunarliðinu eins og við mátti búast og ber helst að nefna það að Luke Chambers byrjar sinn fyrsta leik í vinstri bakverðinum.

Kelleher

Trent – Gomez – Matip – Chambers

Gravenberch – Endo – Jones

Elliott – Nunez – Jota

Bekkur: Alisson, Jaros, Tsimikas, Van Dijk, Diaz, Szoboszlai, McConnell, Mac Allister, Salah, Gakpo, Scanlon, Quansah

19 Comments

  1. Nunez flottur. Finnst Gravenberch vera bókstaflega í öllu frábær

    9
  2. Enda held ég hafi haft gott af þessu, fær vonandi smá auka sjálfstraust. Nunez vill maður svo sjá skora í öllum leikjum. Hefur svo mikið potential.

    6
  3. Jæja vitum allavega hver getur verið í marki ef markmenn okkar meiðast allir 😀

    2
    • Ahahaha hann er svo fáranlega góður og slæmur á sama tíma en maður dýrkar hann samt.

      4
  4. Gravenberch og Sly eiga eftir að dominate-a miðjuna í deildinni næstu árin. Bara svakalegt að hugsa hvernig miðjan verður þegar almennileg 6-a dettur í hús.

    5

Upphitun: Toulouse mætir á Anfield

Liverpool 5-1 Toulouse