Forest í den
Þegar ég var ungur drengur þá voru þetta alvöru stórleikir(já, ég er svona gamall) þar sem tvö af bestu liðum Englands og já Evrópu voru að mætast í dag er öldin önnur en þótt að Liverpool hafi haldið sér nálægt toppnum þá er ekki hægt að segja sama um Forest en það er samt virkilega gaman af því að sjá þá í úrvaldsdeild(tímabil tvö núna) og maður fær svona nostalgíu tilfinninguna aftur.
Eins og margir vita þá var Hrói Höttur frá Nottingham og var hann hetja almúgans en Nottingham Forest átti sinn eigin Hróa Hött hann var það Brian Clough sem er einn litríkasti stjóri í sögu enskra knattspyrnu. Hann þótt skemmtilegur í svörun og líktist köppum eins og Bill Shankley, Sir Alex, Mourinho og Jurgen Klopp þannig að hann náði fólki með sér og var ekkert að skafa utan af hlutunum. Þótt að Clough hafi oftar en ekki verið í aðalhlutverki þá má ekki gleyma þætti Peter Taylor sem var hans hægri hönd og má segja að hann hafi átt líka stóran þátt í gullaldar árum Forest.
Clough tók við Forest árið 1975 eftir að hafa t.d stjórnað Derby til Englandsmeistar titils og að hafa stjórnað Leeds í heila 44 daga(búið að gera bíómynd um þennan tíma) og Peter Taylor kom svo til Clough aftur árið 1976 og var með honum til 1982.
Forest urðu Englandsmeistarar 1978 og svo í 2.sæti 1979. Deildarbikarmeistara 1978 og 79. Það sem er þó líklega þeirra stærsta afrek eru að þeir unnu Evrópukeppni meistaraliði 1979 og 1980 en þetta eru bikarar sem lið eins og Arsenal og Tottenham hafa aldrei unnið og Man City náði loksins að vinna á síðustu leiktíð. Þetta er því gríðarlegt afrek og festi nafn Clough með bestu stjórum allra tíma.
Clough hélt svo áfram að stjórna Forest alveg til 1993 en það ár féll liði úr úrvaldsdeildinni.
Þeir sem hafa gaman af rifja upp Clough þá er hægt að horfa á þetta myndband
Forest stoppaði ekki lengi í championship heldur fór strax aftur upp og tók þrjú ár í úrvaldsdeild 95,96 og 97 áður en þeir féllu aftur en eins og áður þá fóru þeir strax aftur upp og tóku eitt úrvaldsdeildartímabil 1998/1999. Eftir svo smá ferðalag í championships og 1.deild(gömlu 3 deildinni) þá komst Forest loksins aftur upp í úrvaldsdeild á síðasta ári og eru hér en og miða við liði í ár þá eru líkur á því að þeir ætla að halda sér uppi.
Hérna er svo einn flottasti leikur í sögu Liverpool
Forest í dag
Forest liðið situr í 15 sæti með 10 stig en þeir ásamt Brentford eru jafntefliskóngar deildarinnar með fjögur jafntefli úr 9 leikjum. Þetta er lið sem skorar ekki mikið en á móti þá fá þeir ekki mörg mörk á sig sem er líklega ástæðan fyrir því að jafntefli eru þeirra algengustu úrslit. Forest hafa verið að stilla upp í 4-3-3 að mestu sem liggur samt frekar aftarlega og sækja ekki á of mörgum mönnum. Þegar þú ert búinn að næla þér í Chris Wood til að leiða framlínuna þá veistu að þú ert að fara að vinna mikið með fyrirgjafir og langar sendingar upp völlinn(sjá Everto). Þetta er lið sem vann Chelsea en gerði jafntefli við Luton í síðasta leik eftir að hafa verið 2-0 yfir.
Eins og 90% af liðunum sem koma á Anfield þá má reikna með að þeir liggi til baka og reyni að beita skyndisóknum og er það núna undir okkar mönnum að finna leiðir í gegnum þennan varnarmúr.
Liverpool
Þetta lítur allt vel út eftir landsleikjarhlé. Ömurlegt að missa Andy en sigrar gegn Everton og svo síðar Toulouse hafa litið nokkuð vel út og núna þarf einfaldlega að halda áfram að hamra í járnið og nei Nunez ég er ekki að tala um að skjóta í stöngina.
Ég held að liði verður svona
Ég að giska á að Konate byrjar í staðinn fyrir Matip.
Held að miðjan okkar gegn Everton haldi áfram að spila saman.
Svo spái ég að Diaz og Nunez fái að byrja með Salah.
Það sem mestu máli skiptir er samt einfaldlega að ná í 3 stig og þá erum við sáttir.
Spá
Ég held að þetta verður ekki auðvelt en liðið okkar virkar mjög sprækt og ætla ég að spá 2-0 sigri þar sem Nunez og Sly sjá um mörkin.
YNWA
p.s Hitti þennan ágætist dreng fyrir Everton leikinn og var hann mjög bjartsýn á gengi liðsins í vetur en þeir sem eldri eru kannast líklega við kappan.
Þegar nokkrir safnaðarmeðlimir komu saman hér í fjósinu á Ystu Nöf, í undirbúningi fyrir leikinn, þá sagði Finnur fáni: Tóki er minn maður.
Finnur fáni mun blása í lúðurinn á sunnudag, eftir messu, og kalla okkur öll í neðanjarðabirgið hér á Ystu Nöf og eftir það dregur hann Liverpoolfánann að húni. Þar munum við horfa á Liverpool leikinn. Það verður gullstund. Mest um vert er að hinn grandvari og geðþekki Konate byrji leikinn. Hann gerir alla betri í kringum sig. Sjáum bara Virgil van Dijk, allur að koma til. Alisson skortir ekki sjálfstraust og lengi mætti svo telja. Það verður alltaf styttra í það að hörkuskalli Konate hitti markið.
Fótbolti er eins og veiði, þú þarft að þreyta bráðina. Þessvegna er gott að setja Nunes inn á 60 min. Ekki misskilja, hann er frábær leikmaður og fyrir varnarmenn er hann martröð, hraður og sterkur. En ef hann er martröð á fyrstu mínutu hvað er hann þá á sextugustu mínútu þegar varnarmenn eru gegndrepa af svita og í andnauð eftir stanslausar Liverpool árásir. þú setur í nútíma fótbolta ekki endilega alla þína bestu menn inn á fyrstu mínútu. Þetta er skák og mikilvægt að panikera ekki þótt bráðinn sé ekki kominn á land svo lengi sem maður hefur trú því sem maður er að gera. Leikurinn á sunnudaginn verður auðveldur, 5-0 fyrir okkar menn, Trúa trúa trúa.
Ekki veit ég hver stal því, en það er stolið úr hausnum á mér, hvað nafnið er á öðlinginum, sem er með þér á sjálfuni.
Þessi leikur fer 3-1.
YNWA
Phil Thompson.
Gaman að horfa á þessi myndbönd, að horfa á Clough er alveg einstakt að ná árangri með þessi lið. Ef við hefðum ekki haft Shankley og Pasley á þessum árum, þá hefði maður alltaf vilja Clough sem manager hjá LFC.
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Sigurður og ég er sammála því að 3 stig eru það sem skiptir máli eftir þennan leik. 1 – 0, 2 – 1, 2 – 0 eða 5 – 0 eða hvað sem er, bara sigur á minn disk.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir góða upphitun. Annars er ég nú bara með einhverjar almennar hugleiðingar eftir að hafa fylgst með þessum leikjum í gærkvöldi og í hádeginu í dag. Palace algjör hörmung fannst mér. Ömurlega leiðinlegt lið sem gerði enga tilraun til að vinna leikinn, voru alltaf langt frá leikmönnum Spurs og virðast alveg metnaðarlausir. Spurs nokkuð heppnir sem fyrr, en virðast þó með lið sem ætti að enda í meistaradeildarsæti.
Brentford í samanburði við Palace er allt annað lið; ákafir, sterkir og þeir reyna. Ég er hrifinn af þessum þjálfara þeirra, herra Frank, og finnst hann falla svolítið í skuggann af de Zerbi sem nú er hafinn upp til skýjanna. Brighton spilar skemmtilegri sóknarbolta en Brentford eru þéttir, skynsamir og alltaf til alls vísir, eins og í dag.
Chelsea virðist enn sama villta skógarhjörðin og manni finnst í raun ótrúlegt að þetta lið sé miklu dýrara en t.d. Liverpool. Það virðist himinn og haf á milli þessara liða.
Eitt að lokum: Samræmið í dómgæslunni er enn og aftur lítið. Caicedo með takkatæklingu á ökkla sem var groddalegri en tækling Jones sem hann fékk rautt fyrir. Caicedo fær gult og þetta ekki skoðað, þótt mun augljósara hafi verið í beinni útsendingu en hitt brotið.
Annars gerði maður nú víst lítið annað en röfla yfir dómurum ef maður nennti að velta sér upp úr öllum þessum mistökum þeirra. Svosem fínt að Caicedo fékk ekki rautt þar sem Chelsea munu mæta nokkrum okkar helstu andstæðingum í næstu leikjum. Að því sögðu þakka ég mínum sæla að við blæddum ekki 110 milljónum í þennan leikmann. Hann virðist alls ekki þess virði.
Simon Hooper er einn af lélegustu dómurum deildarinnar. Sauðurinn sem spjaldaði í allar áttir í Tottenham – Liverpool.
Ég er sammála þessu byrjunarliði sem að er sett hér upp í upphituninni nema að ég vil sjá Joe Gomez inn fyrir Tsimikas sem mér finnast frekar dapur leikmaður.
Og ég væri til í að verðlauna Endo með byrjunarliðssæti eftir frábæran leik seinast og skella MacAllister á bekkinn.
Hafa þá Endo og Trent aftasta á miðjunni og gefa þá Gravenberch og Szoboszlai alvöru frelsi til að sækja fram.
Skelfilegar fréttir að berast frá Kólumbíu þar þar sem foreldrum Luiz Diaz var rænt í kvöld, einhverjar fréttir eru að lögreglan sé búin að finna mömmu hans en ekki pabba hans. Vonandi finnast þau bæði.
https://www.mirror.co.uk/sport/football/news/liverpool-star-luis-diazs-dad-31307401
Foreldrarnir eru laus úr prísundinni svo Diaz kemur vonandi tvíelfdur til leiks á eftir.
Diaz ekki með skiljanlega.
Hans líðan síðustu tíma örugglega búin að vera martröð.
En þetta er bara leikur sem liðið þarf að vinna
Hverjir sek eru inná.
YNWA