Tvöfaldur leikdagur í dag: liðið hjá strákunum gegn Luton kemur inn kl. 15:30 fyrir leikinn sem hefst 16:30, en núna kl. 14 ætla stelpurnar okkar að taka á móti Leicester í deildinni á Prenton Park. Liðin hafa mæst einu sinni í vetur, og þá í deildarbikarnum. Sá leikur var á heimavelli Leicester og endaði 2-1 fyrir heimakonum, en við vonum að það verði annað uppi á teningnum í dag. Deildarbikarinn jú oft notaður til að gefa minni spámönnum séns og því stillti Matt Beard ekki upp sínu sterkasta liði þá, en hann gerir það (að mestu) í dag. Talandi um Matt: hann er að stýra liðinu í sínum 150. leik. Nú svo á Rachael Laws afmæli í dag og þiggur örugglega 3 stig í afmælisgjöf frá liðsfélögum sínum.
Okkar konur eru eins og aðrar margar hverjar nýkomnar úr landsliðsverkefnum: þannig er t.d. engin Emma Koivisto í liðinu í dag og engin Ceri Holland heldur, Ceri meiddist með Wales en ekki ljóst hvort Emma gerði það líka eða er bara enn að jafna sig eftir landsleikina. Missy Bo var fyrirliði U23 landsliðs Englands, Mia Enderby skoraði grimmt fyrir U18 lið Englands, og svo spiluðu Nagano, Roman Haug og sjálfsagt fleiri sem ég er búinn að gleyma líka.
Liðinu í dag er stillt svona upp:
Clark – Bonner – Fisk
Matthews – Nagano – Höbinger – Hinds
Kearns
Lawley – Roman Haug
Bekkur: Micah, Parry, Taylor, Lundgaard, van de Sanden, Enderby, Flint, Daniels
Það eru líka ákveðin tímamót hjá Gemmu Bonner, en hún er í dag að jafna með Ashley Hodson varðandi fjölda leikja með kvennaliði Liverpool.
Nú svo er afar jákvætt að við skulum sjá Shanice van de Sanden á bekk aftur, hún er búin að vera að æfa og þykir klár á bekkinn.
Leikurinn verður sýndur á The FA Player as usual.
KOMASVO!!!
1-0 og 55.mín búnar
https://www.whoscored.com/Matches/1762572/Live/England-Women-s-Super-League-2023-2024-Liverpool-FC-Women-Leicester-City-WFC
2-1 sigur! Mörk frá Lawley og Marie Höbinger, hún einfaldlega getur ekki hætt að skora. 10 stig úr 5 leikjum er nú bara alveg ágætis uppskera og í raun framar vonum.