Byrjunarliðið gegn Toulouse

Skemmtilegt byrjunarlið hjá Klopp í Evrópudeildinni í dag, nokkuð sterkt en mikið af breytingum en liðið er nákvæmlega eins og Daníel spáði fyrir um í upphituninni.

Bekkur: Alisson, Mrozek, Konate, Szoboszlai, Nunez, Salah, Jota, Chambers, Scanlon, Gordon, McConnell, Alexander-Arnold.

Van Dijk ekki í leikmannahóp vegna smávægilegra veikinda en sjáum Endo djúpan og Mac Allister fær loks að spila framar vinstra meginn þar sem hann var líklegast keyptur til að spila. Ben Doak fær tækifæri í byrjunarliði og Diaz byrjar eftir gleðifréttir dagsins en faðir hans hefur verið leystur úr haldi skæruliðanna í Kólembíu. Annars sjáum við líklega bekkinn notaðan vel í dag og ég er spenntur fyrir að sjá Chambers eða Scanlon taka hálftíma í vinstri bakverðum.

Ef allt fer á besta veg í dag getum við tryggt toppsæti riðilsins með tvo leiki eftir og hvílt vel í lokaleikjunum.

38 Comments

  1. Alltaf gaman að sjá Quansah í liðinu. Ég spái 1-1 jafntefli í hundleiðinlegum leik. Gakpo með markið.

    5
  2. Bestu fréttir dagsins eru samt þær að faðir Luis Diaz er laus úr haldi mannræningjana. Frábærar fréttir. Vonandi heldur hann uppá það með þrennu í dag.

    11
  3. Gleðifréttir með föður Diaz að hann sé laus úr haldi !
    Mér finnst þetta bara spennandi lið og gott að Quansah og Doak séu að fá þennan leik.
    Fínt að hvíla lykilmenn í þessum leik ef hægt er sjáum hvað setur !

    Diaz og Gakpo með mörkin.

    6
  4. Frábærar fréttir með pabba Diaz sem er mikill léttir fyrir hann og hans fjölskyldu.
    Sé að Kaide Gordon er á bekknum, hefur hann ekki verið meiddur í rosalega langan tima ?

    3
  5. Þegar söfnuðurinn kom hér saman á Ystu Nöf til þess að horfa á leikinn brá ég á það ráð að bjóða upp á gratis snafs í tilefni að faðir Luis Diaz er laus úr haldi mannræningjanna. Haldnar voru margar ræður og í lok hverrar ræðu heyrðist úr hverju horni; Heill föður Luis Diaz, húrra, húrra, húrra!!! Mikið var faðmast, knúsast og kysst.

    Það er erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina. En ég mun koma með spá fyrir lok leiks.

    Luis Diaz
    YNWA
    Fjölskyldan frá Ystu Nöf.

    12
  6. Sama gamla góða sagan, lið mæta með smá stemmningu og barráttu og við koðnum niður… Tsmikas má svo alveg fara í janúar fyrir mér

    7
  7. Tsmikas er mögulega versti bakvörður sem maður hefur séð.
    Hvernig hann fékk nýjan samning er óskiljanlegt.

    8
  8. Erum við annan leikinn í röð að skíta upp á bak gegn miklu lakara liði?

    7
  9. Gamli underdog blúsinn mættur aftur. fyrst Luton, svo Toulouse.

    Stóru strákarnir eru ekki að gera neitt betra.

    5
  10. Daníel, það verður ekkert talað meira um kýr og mjólk í vetur. Er það skilið?

    4
  11. þessi skotfótur hans Elliott. Vantar allt end product í þennan leikmann.

    5
  12. Enn eitt tímabilið þar sem liðið á engan sem getur skotið utanað velli og skorað.

    4

Toulouse á fimmtudagskvöldi

Toulouse 3 – 2 Liverpool