Það eru nokkrar breytingar frá vonbrigðunum gegn Luton og meiðslalistinn lengist. Konate, Gomez og Gravenberch eru allir meiddir og ekki í hóp í dag, ekki frekar en Jones sem er áfram frá (merkilega stöðugur í þessum meiðslum sínum, vel þreytt).
Matip og Tsimikas koma því inn í vörnina í stað Konate og Gomez og á miðjuna koma þeir Endo og Gakpo. Ég á ennþá eftir að sjá Gakpo eiga góðan leik þar, get ekki sagt að ég sé hrifinn af þessari uppstillingu en ég get skilið það í fjarveru Gravenbrech, Jones og Thiago en hefði kosið Elliot frekar.
Framlínan er svo óbreytt, Jota, Salah og Nunez.
Bekkurinn er frekar þunnur: Kelleher, Diaz, Elliott, Chambers, Scanlon, Doak, McConnell, Quansah, Nyoni.
Klárlega styrkleiki í dag og það sem mun koma okkur yfir línuna er að Kop.is er á vellinum!
Koma svo!
YNWA
Munaði ekki miklu þarna hjá Nunez
Áttum við ekki inni nokkra cm hjá VAR?
Loksins mark lá í loftinu Salah!
Nunez búinn að vera sturlaður í þessum leik
Mjög góður fyrrihálfleikur og í raun synd og óheppni að forystan sé ekki meiri. Nunez geggjaður og ætti skilið að vera búinn að skora. Eitthvað er liðið að gera rétt þegar maður er hálf fúll yfir því að staðan sé ekki 4-0 í hálfleik. Geggjaðir. Meira svona.
Sælir félagar
Allt annað að sjá liðið miðað við síðustu leiki. Mikil hlaup og mikil barátta. Darwin alveg geggjaður og hann og Salah frábærir. Szobo ekki alveg í “sinki” við leikinn en er sínu betri en í síðasta leik. Endo hefur staðið sig vel og Tsimikas að spila sinn besta leik það sem af er. Hunderfiður leikur en okkar menn óheppnir að vera ekki amk. tveimur mörkum yfir.
Það er nú þannig
YNWA
Ánægður með Tsmikas þarna ! og Salah með flottan skalla 😀
Frábært að fá þetta seinna mark Salah staðfest eftir öll mörkin sem við rétt misstum af í fyrri!
Jota vá þvílíkt mark
Ég elska seigluna í Jota!
Hættir aldrei
Líklega besti leikur Tsmikas á þessu ári meigi hann halda þessu áfram lengi.
Salah er búinn, Klopp líka og allt er í fokki… Bara að kopera þankaganginn sem sumir sýna hérna. Ég elska þetta lið okkar og það er ENGINN sem gæti gert betra mót en Klopp miðað við hvernig umhverfið er orðið í þessum fótboltaheimi.