Kl. 14:00 að íslenskum tíma ætla stelpurnar okkar að mæta á Prenton Park og spila þar við Brighton. Leikurinn kemur í kjölfarið á svekkjandi tapi fyrir Chelsea á útivelli um síðustu helgi, svo spiluðu þær við United í Continental bikarnum í vikunni og sá leikur var jafnari þó hann hafi tapast á endanum. En sú keppni er jú hvort eð er meira hugsuð til að gefa leikmönnum mínútur sem ekki fá tækifærið í deildinni.
Okkar konur eru sem stendur í 6. sæti með 11 stig, og Brighton eru tveim sætum neðar með 7 stig. Sumsé: ekkert hægt að ganga út frá 3 stigum í dag sem vísum, en eigum við ekki samt að segja að stelpurnar okkar séu líklegri?
Uppstillingin í dag kemur lítið á óvart, nema þá kannski helst í marki:
Clark – Bonner – Fisk
Hinds – Nagano – Koivisto
Holland – Höbinger
van de Sanden – Roman Haug
Bekkur: Laws, Fahey, Parry, Kearns, Lundgård, Lawley, Enderby, Kiernan, Flint
Sumsé, nú á að byrja með Teagan Micah í marki en Rachael Laws sest á bekkinn. Hvort þetta sé framtíðarráðstöfun á bara alveg eftir að koma í ljós. Bekkurinn er fullsetinn og það eru Miri Taylor og Yana Daniels sem komast ekki á skýrslu í þetta skiptið. Fyrir utan þær þá er Jasmine Matthews ennþá meidd og verður líklega frá út árið.
Leikurinn verður sýndur á LFCTV auk þess að vera sýndur á Facebook, Twitter og Youtube rás klúbbsins.
KOMASO!!!
Gemma Bonner fékk viðurkenningu fyrir leik fyrir það að vera orðin leikjahæsti leikmaður Liverpool Women frá upphafi, að sjálfsögðu var það Ian Callahan sem veitti viðurkenninguna, og nú er Bonner búin að þakka fyrir sig með því að skora fyrsta markið!
Rosalegur kraftur er í Van De Sanden (þrátt fyrir aldurinn)! Hleypur eins og raketta og hefði átt að skora fleiri mörk.
Markmaðurinn með stórleik
Þetta er bara helvíti gott lið hjá stelpunum okkar? 4-0 sigur, og þetta var aldrei í hættu. Hefði líklega átt að enda 7-0, þær komust hvað eftir annað í góð færi í seinni hálfleik. Gaman að sjá Roman Haug með tvær stoðsendingar og svo mark í lokin, og líka gaman að sjá Leanne Kiernan ná stoðsendingunni undir lokin.
Bristol um næstu helgi er svo leikur þar sem maður mun heimta 3 stig.
Leiðrétting: næsti leikur gegn Bristol er sunnudaginn 10. desember. Frí um næstu helgi (eða eitthvað helvítis landsleikjahlé öllu heldur).
Meiriháttar leikur! 4-0 síst of stór sigur. Og Fuka Nagano er alvöru destroyer, strákaliðið þyrfti að fá svipaðan leikmann á miðjuna.
Vel gert
Mörkin úr leiknum: https://www.youtube.com/watch?v=g_AF8QsH4OA