Stundum skil ég ekki Klopp en það er bara allt í lagi. Liðið er komið og Salah byrjar þennan leik en maður hefði haldið að hann fengi hvíld í kvöld og Doak myndi byrja en fyrir utan Salah þá er þetta sama lið og var spáð í upphittun fyrir leikinn.
Stundum skil ég ekki Klopp en það er bara allt í lagi. Liðið er komið og Salah byrjar þennan leik en maður hefði haldið að hann fengi hvíld í kvöld og Doak myndi byrja en fyrir utan Salah þá er þetta sama lið og var spáð í upphittun fyrir leikinn.
Alveg magnað að það skuli aldrei vera hægt að hvíla Salah. Annars sáttur með þetta byrjunarlið og við eigum að klára þetta.
Held hann verði sótillur ef hann verður hvíldur og e.t.v. gælir Klopp við þá hugsun að ef hann lendi í einhverjum meiðslum þá verði það fyrir Afcon..!
https://givemeredditstream.cc/soccer/687705/liverpool-vs-lask-linz
Er einhver með hlekk?
https://givemeredditstream.cc/soccer/687705/liverpool-vs-lask-linz
Klopp ætlar að klára þetta í fyrri hálfleik
Það kæmi mér ekki á óvart að Salah geri kröfu um að spila helst alla leiki,
Hann er gráðugur í að setja ný og ný met. Og því ekki?
En ég væri mjög til í að sjá Ben Doak eða Kaide Gordon fá amk. 20 mínútur í þessum leik.
Gordon takk.
Einhver með hlekk á stream?
Ekki Viaplay. Ekki Stöð2sport.
Hvað er maður að borga fyrir?
Hvar er leikurinn?
Stöð 2 sport 3
Diaz flott mark !
Snilldarmark. Nú heyrist loksins í þessum áhorfendum okkar. Er hálsbólga að ganga þarna í Liverpool?
Jæja Kódí klár á línunni. Alvöru framherji!
Uss… enga kaldhæðni. Nunez hefði líka skorað þarna!
Vel gert frábær sókn og Gakpo klárar !
Heyrist lítið í Anfield
Jæja, ekki alveg nógu klínískt síðasta kortérið. Fullt af tækifærum en ekki gengið að nýta þau.
Væri flott að fá þriðja markið fyrir leikhlé.
Allir staðið sig vel. Gaman að sjá Tsimikas vaxa með hverjum leik og Elliott sprækur.
Blessaður pilturinn Gravenberch. Hann er ein ryðhrúga. Hittir ekkert og engan.
Eins og það er nú gaman að leiða með tveimur mörkum í hálfleik þá er þetta nú bara frekar leiðinlegt 🙂 Ef menn væru virkilega beittir þá værum við búnir að setja nokkur í viðbót. En ég kvarta ekki ef við komumst þægilega og ómeiddir í gegnum þennan leik. Nokkrir leikmenn að sýna góða takta og jákvætt hversu margir eru að fá dýrmætar mínútur. Það er engin smá törn framundan og óskandi að efsta sætið í riðlinum verði tryggt í kvöld.
YNWA
Þetta er nú ekki árennilegt fyrir Laskara. Staðan 3-0 og mér sýnast Nunez, Trent og Jones vera að koma inn á!
Sæmileg breidd hjá okkur.
Nunez þarf nauðsynlega mark til að komast í gírinn
Litlu jólin hjá áhorfendum Lask. 55 þúsund þögulir heimamenn eiga ekkert í þá. Mætti alveg fara að blása lífi í þessa koppara. Þarna eru nýir leikmenn að fá tækifærið og full ástæða til að hvetja þá!
En sigurinn góður og allt stefnir í að við þurfum ekki að hafa meiri áhyggjur af þessari riðlakeppni!
Fagmannleg frammistaða og Gakpo er með mörk í sér!
Jæja öruggur sigur. Ekki hægt að kvarta þegar endastaðan er 4-0 en samt einhvern veginn…
Gakpo, Elliott, Endo – alveg frábærir.
Vörnin mjög góð og Kelleher stóðst öll prófin.