Í dag er síðasti dagur ársins 2023.
Auðvitað urðum við á kop.is að halda okkar nafni á lofti og mæta í miðbæinn á Gamlárs…..dag! Eins og við fórum yfir í síðasta podcasti er Maggi ræfillinn þeirrar þrjósku gefinn að enda árið á 10 kílómetra hlaupi og að þessu sinni hljóp hann í hlaupaliði kop.is (sem hann var að reyna að búa til jafnóðum samt).
¨Að þessu sinni kallaði hann eftir Liverpool FC aðdáendum enda hlaupið svokallað búningahlaup. Að sjálfsögðu unnu okkar menn keppni knattspyrnuliðanna, hver öðrum flottari. Menn voru t.d. brattir fyrir hlaup!
Á meðan á hlaupi stóð var ljóst að það voru fá lið sem áttu fulltrúa, þó sást einn Arsenal maður á ferð og Leedsari fauk fram úr Magga á lokasprettinum, að því loknu náði örþreyttur gamlinginn myndir af ungum mönnum í jólafötunum!
Og hver öðrum glæsilegri var fulltrúi félagsins! Auðvitað rústuðum við búningakeppninni enda langvinsælasta félagslið landsins og auk búninganna sáust treflar merktir félaginu og húfur, Maggi karlinn náði ekki að halda í við alla þá sem hann langaði í mynd með en það er full ástæða til að horfa til næsta hlaups og vera þá algerlega langsýnilegasti aðdáendaklúbbur landsins – við rústum Gamlárshlaupi 2024, áfram kop.is
Við heimkomu var ljúft að setjast niður og dást að þátttökupeningnum þambandi Done til að ná upp vítamínum fyrir kvöldið og byrja endurheimtina. Húfan fékk að fljóta með, Liverpoolklúbburinn á Íslandi bjargaði eyrum dagsins!
Að því sögðu óskum við öllum lesendum og hlustendum www.kop.is gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla. Það er ekki eftir neinu að bíða auðvitað og hér að neðan er upphitunin fyrir fyrsta leikinn sem hefst á Nýársdag kl. 20:00.
Skál fyrir frábæru Liverpool ári – YNWA!!!
Gleðilegt Liverpool ár Maggi og allir aðrir poolarar !
Sælir félagar
Þakkir fyrir allt liðið og gæfuríkt komandi ár til alls Liverpool fólks fjær og nær
Það er nú þannig
YNWA
Gleðilegt árið 2024 og kærar þakkir fyrir samfylgdina á liðnum árum.
Hef fulla trú á að Liverpool muni keppa um titla á komandi árum.
YNWA