Fyrri undanúrslitaleikurinn gegn Fulham

Á miðvikudagskvöldið halda bikarkeppnirnar áfram hjá Liverpool þegar Fulham kemur í heimsókn á Anfield í fyrri leik liðana í undanúrslitum Deildarbikarsins. Hvernig þetta eru enn þá tvær viðureignir í þessari umferð með allt þetta leikjaálag í boltanum í dag finnst mér alveg gjörsamlega galið en svona er það víst bara – það er að minnsta kosti ekki eins klikkað og að það þurfi að spila aftur ef það er jafnt í FA bikarnum. Allavega, snúum okkur að leiknum.

Liverpool er á frábæru róli, situr á toppnum í deildinni og sló Arsenal út úr FA bikarnum í gær með frábærum 2-0 útisigri þar sem sjálfsmark og Luis Diaz kláruðu leikinn fyrir Liverpool sem mun mæta Norwich eða Bristol á Anfield í næstu umferð.

Mikið hefur verið velt fyrir sér hvernig Klopp muni rótera frekar þunnum leikmannahópi yfir þennan kafla en eftir leikinn á miðvikudaginn fer liðið í ellefu daga vetrarfrí og spilar aftur næst 21.janúar svo það má alveg giska á að Klopp muni stilla aftur upp sterku liði gegn Fulham og leitist eftir að svo gott sem gera út um einvígið strax í fyrri leiknum.

Fulham vann Everton í vítaspyrnukeppni í síðustu umferð keppninar og komst áfram í næstu umferð FA bikarsins með sigri á Rotherham Utd. Gengi þeirra hefur hins vegar verið nokkuð upp og ofan upp í desember. Þeir vinna til að mynda 5-0 sigra á West Ham og Notthingham Forest en tapa svo stórt gegn Newcastle, Burnley og Bournemouth áður en þeir eiga frábæran leik gegn Arsenal og vinna þá 2-1 á gamlársdag. Þetta er því eins og má sjá algjört jó jó lið. Annað hvort frábærir eða í raun afleitir.

Liverpool mætti Fulham á Anfield í byrjun desember og sá leikur var nú eitthvað annað klikkaður. Liverpool vann 4-3 sigur á Fulham sem komust 2-3 yfir á 80. mínútu en fáranlegur kafli Liverpool tryggði 4-3 sigur en mörkin komu á 87. og 88.mínútu. Trent – eða í raun Bernd Leno þar sem boltinn endaði víst í honum og í markið – skoraði frábært aukaspyrnumark og var það mögulega bara fjórða flottasta markið sem Liverpool skoraði en þeir Mac Allister, Endo og Trent skoruðu allir frábær mörk. Þetta var leikur þrumufleygana, Steven Gerrard special á Anfield ef svo mætti segja. Það mátti klárlega setja spurningamerki við mörkin sem Liverpool fékk á sig og í að mig minnir tveimur þeirra var Kelleher ekki að gera gott mót en líklegt er að hann mæti þeim aftur á Miðvikudaginn og fær vonandi tækifæri til að gera betur þar.

Kelleher

Trent – Konate – Van Dijk – Gomez

Elliot – Mac Allister – Jones

Diaz – Jota – Nunez

Ég ætla að tippa á að Klopp geri nokkrar breytingar frá leiknum gegn Arsenal en eflaust ekki mikið fleiri en kannski 2-3. Ég yrði ekki hissa ef Jota byrji inn á en hann átti mjög góða innkomu af bekknum síðan hann kom til baka frá meiðslunum og hefur skorað, lagt upp og unnið vítaspyrnu í þeim tveimur leikjum, hann virkar beittur og hungraður.

Gakpo gekk alls ekki upp á miðjunni gegn Arsenal og þykir mér ekki ólíklegt ef Elliott færi aftur niður á miðjuna eða þá að Gravenberch komi inn í stað Gakpo. Diaz færði sig aðeins yfir til hægri og Nunez fór yfir á vinstri vænginn þegar leið á leikinn gegn Arsenal og hafði það mjög jákvæð áhrif á leik Liverpool og vonandi er það eitthvað sem þeir munu gera á meðan Salah er í burtu og frábært ef Jota er á milli þeirra, það virkar hvað mest balanceraða sókn Liverpool þessa stundina og ég vona að við sjáum þá byrja leikinn á miðvikudaginn.

Liverpool fær tvö tækifæri á að komast í gegnum Fulham og þeir eiga svo sannarlega að gera það þrátt fyrir að það vanti eitthvað í leikmannahópinn. Skyldusigur á Anfield og vonandi nógu stór til að seinni leikurinn ætti að vera svona í þægilegri kantinum – vonandi verður það raunin.

11 Comments

  1. Ég held að Quansah sé alltaf að fara að byrja þennan leik með Van Dijk ef að fyrirliðinn okkar er búinn að jafna sig af veikindunum.

    ———————–Kelleher—————-
    -Bradley–Quansah–Van Dijk–Beck-
    —-Elliot——Gravenbergh—–Jones—
    ———Diaz——–Jota——Nunez—-

    6
  2. Því og miður já munum við missa Trent okkar næstu vikur. Varnarmenn hefa verið kallaðir heim úr láni, en þeir eru varla meira en la, la, leikmenn svo að nú verður að bregðast strax við og fá alvöru varnarmenn, helst tvo, slíkur er meiðslalistinn orðinn.

    5
  3. Trent frá í nokkar vikur, nú fer heldur betur að verða áhugavert hvort það verði ekki gerð einhver kaup eða einhver fenginn í láni í vörnina, enda liðið að verða aldeilis þunnt þarna aftast.

    4
  4. Kaupa já.
    Liverpool er í toppmálum efstir í deild.
    Nú eru báðir bakverðir frá. Matip out og miklu meira.

    Þetta er gamal draugur sem hefur loðað við þetta lið núna undanfarinn ár og hefur kostað okkur pottþétt oft í baráttunni og nú þegar maður sér frammá að það sé að vara endurtaka sig. Þarf félagið og þeir sem vinna þarna að fara spyrja sig spurninga þetta er of dýrt. Ef við myndum alltaf kaupa í Janúar eins og krafan hefur alltaf verið frá okkur til að dekka upp í þessi meiðsli ættum við 30 manna aukalið.
    En hvað er hægt að gera ? Þetta endurtekna efni er vel þreytt

    5
  5. Fá Milner heim og láta hann spila báðar bakvarðastöðurnar 🙂
    Klopp hlýtur að slá í borðið núna og krefjast þess að það verði fenginn inn mannskapur sem getur leyst af þó það sé tímabundið.
    engan Ozak Kabak eða þennan sem aldrei var til og sást aldrei, heldur alvöru leikmenn.

    Ekki er ég scout en ef þeir myndu gefa mér 2-3 daga þá gæti ég fundið leikmenn sem kæmu á láni og myndu styrkja liðið þannig að vonandi koma þeir ekki með eitthvað kjaftæði um að það séu engir leikmenn í boði.

    6
  6. Ég held að við verðum að sætta okkur við að Liverpool er ekki að fara að kaupa neinn í janúar. Þeir eru búnir að kalla 4-5 tilbaka úr láni, þá er það komið, því miður 🙁
    Svona vinnur bara FSG ! Þá fer shitty að taka þetta allt

    5
  7. Það er aldrei gott að missa Trent frá en við verðum að vona að Klopp geti leyst þetta.
    Það eru fáir leikir í janúar í deildini allavega ekki nema 2 og svo eru bikarleikir gegn Fulham og á móti minni spámönnum í FA bikar.

    Þetta er alveg hægt og já líka með kjúlla sem hafa staðið sig vel en við meigum alls ekki við meiru td að missa Gomez út eða VVD/Konate þó að Quansah hafi virkilega heillað mann þá yrði maður ansi stressaður ef það gerist.

    Ég væri til í að heyra góðar fréttir af Robbo sem allra fyrst right about now allavega.

    YNWA !

    4
  8. Ég var nú að horfa á viðtalið við Lijnders á Sky.
    Þar talar hann um 3 vikur.
    Það hefði verið svo auðvelt að segja 3 vikur í stað nokkrar hjá fjölmiðlum.
    Hann er þá að missa af leikjunum við Fulham í deildaribikar og svo fá cup leiknum og
    Deildarleiknum við Chelsea. Kæmi þá inn gegn Arsenal .
    En þetta er vonandi og hljómar eins og minniháttar og vonandi kemur hann sem fyrst bara

    3
  9. Sælir félagar,
    Ég spái 3-1 sigur, ég er mjög spenntur að sjá Conor Bradley í kvöld og ætli hann leggji ekki upp 1 mark fyrir okkur í kvöld.

    1

Arsenal 0 – 2 Liverpool

Gullkastið – Skytturnar skotnar niður