Liverpool liðið er komið aftur til æfinga og næsti leikur á dagskrá er úti gegn Bournemouth í deildinni áður en okkar menn fara aftur í tvo bikarleiki. Skoðum stöðuna í deildinni og möguleika okkar manna í seinni hlutanum. Athugðum hvort það sé einhver merkjanlegur púls á leikmannamarkaðnum o.fl.
Það var svo komið að stjóranum í Ögurverk lið aldarinnar
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 456
Mynd sem við ræddum í þættinum
hæ það vantar eitthvað í Tottenham dálkinn fyrir árið í ár. vantar eitt núll eða svo í sölu, var ekki annars Kane seldur en ekki gefinn til Bayern?
Sala að meiðast í leiknum við Gana. Fer af velli og virðist tognun aftaní læri. Úff. Gæti verið nokkrar vikur frá
Andskotinn. En þá er sóknarfæri fyrir Diaz á hægri vængnum.
Henderson6? Naaaa…
Ekki gott, Salah að meiðast, vonandi kemur hann bara heim.
Salah er hörkutól hann verður vonandi ekki lengi frá ef hann er meiddur.
Við fáum betri info vonandi sem fyrst hvernig meiðlin eru.
Gæðin í okkar liði eru þannig að Klopp á að geta leyst þetta þó að hann vanti ég hef fulla trú á þessu.
Drengir mínir, þessi Þórðargleði ykkar yfir vistaskiptum Henderson er ykkur ekki sæmandi.
Hann viðurkennir mistökin og ákveður að leita á önnur mið. Fregnir herma að treyjusalan með nafninu hans hjá Ajax hafi slegið öll met enda ekki von á öðru.
Þið getið gert betur en að glaðhlakkast yfir þessu – hann þó viðurkennir sín mistök, ólíkt mörgum öðrum. Það er til eftirbreytni.
Engin Þórðargleði á mínum bæ.
Skildi alveg á sínum tíma að hann skyldi velja seðilinn á þeim aldri sem hann er og svo bara áttar sig á því að hlutirnir séu ekki að ganga upp og leitar á önnur mið.
Flott hjá honum.