Gullkastið – Klopp hættir eftir tímabilið!

Verstu mögulegu fréttir

Þessi föstudagur gat ekki byrjað mikið verr, Juregn Klopp tilkynnti í morgun að þetta tímabil verði hans síðasta sem stjóri Liverpool og ekki nóg með það þá hætta einnig allir hans nánustu samstarfsmenn í þjálfarateyminu.

Reyndum að ná utan um þetta í neyðar Gullkasti og spá aðeins í hvert framhaldið verður.

Það þarf á köflum aðeins að taka viljan fyrir verkið hvað hljómgæði varðar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi, Einar Örn og Sveinn Waage

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 458

21 Comments

  1. Ekki besta bóndadagsgjöfin. Við þurfum víst að lifa við það að meistari Klopp yfirgefi okkur í vor. Það er erfitt að melta það. Við verðum ævinlega þakklát þér fyrir að fá okkur til að trúa á ný. Það var alveg verkefni eftir allt sem áður hafði gengið á. Takk fyrir mig meistari Klopp. YNWA legend.

    5
  2. Við fáum ekki betri stjóra en Klopp, það er ekki séns. Eina sem ég vona er að allir leikmenn og stuðningsmenn fylki sér að baki Klopp það sem eftir lifir af tímabilinu. Hann á skilið að fá unconditional stuðning frá öllum sama hvernig gengur

    11
  3. Vinna bara rest og taka þessa fjóra bikara sem eru í boði og enda þetta með stæl.

    6
  4. “Það er ekki svo mikilvægt hvað fólk hugsar þegar þú kemur inn. Það skiptir miklu meira máli er hvað fólk hugsar þegar þú ferð.“ – Jürgen Klopp á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Liverpool.

    Já þú, Jürgen. Hvar byrjum við …

    Bæði í velgegni og mótlæti á undanförnum árum hefur Klopp verið andlit og leiðtogi okkar ástkæra fótboltaklúbbs. Þessi einstaki maður hefur sameinað okkur bæði fyrir og eftir leiki og meðan á leik stendur. Jürgen Klopp hefur gert það á einstakan hátt sem aðeins okkar sterkustu leiðtogum eins og Bill Shankley hefur tekist að gera. Gleði hans, sannfæringakraftur og trú á verkefið og á vissum stundum reiði á sér engin takmörk. Umfram allt hefur virðing hans fyrir því hver við erum og hvaðan við komum skinið stöðugt í gegnum samskipti hans. Hann hefur á svo margan hátt verið einn af okkur á sama tíma eitthvað svo miklu stærra. Það skiptir ekki máli hver arftakinn verður því sá mun þurfa að takast á við allt annan veruleika en þann sem Jürgen Klopp stóð frammi fyrir árið 2015. Lögin okkar um Jürgen Klopp eru lögin um bestu ár okkar í úrvalsdeildinni. Lögin um leikmennina hans eru lög um lið sem vann allt og gerði það á einstakan hátt. Arfleifð Klopps er einstök og kannski er það nánast ómögulegt verkefni sem eftirmaður Jürgen Klopp tekur að sér . Hvað gerir þú sem þjálfari með lið sem er svo rækilega merkt af svo ástkærum einstaklingi. Við þekkjum fullt af dæmum þar sem allt fer úrskeiðis en þetta þarf ekki að verða vandamál. Það er nú þannig aðleiðtogar verða að fá að setja mark sitt á félagið – Jürgen Klopp hafði það umboð og það verða arftakar hans að fá líka. Að Pep Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos kveðja líka núna sýnir að félagið hefur framtíðarsýn. Það sem er framundan má ekki vera eftirlíking af Liverpool Jürgen Klopps heldur eitthvað nýtt.

    Það er svolítið sárt að skrifa þetta því ég veit hvað Liverpool Jürgen Klopps þýddi fyrir marga. Liverpool hefur sennilega aldrei verið jafn stöndugt fjárhagslega og það er núna, en samt hefur félagið virkilega verið nálægt okkur stuðningsmönnum sem er sjaldgæft á tímum þar sem olíupeningar skemma bæði sjálfsmynd liða og jafnvel liðslitinn. Fyrir leikinn við Arsenal fyrir nokkrum vikum leitaði Jürgen Klopp til okkar stuðningsmanna. „Ef þú hefur ekki rétt hugarfar gefðu þá miðan þinn til einhvers annars,“ sagði hann eftir að hafa gert þá athugasemd að Anfield hafði verið hálf sofandi meðan á leik stóð bæði gegn West Ham og Manchester United. Auðvelt að segja en sú staðreynd að nokkrum vikum síðar gerir hann sömu kröfu til sjálfs síns sem sýnir hvaða mannveru Klopp hefur að geyma. Getur einhver komið í staðinn fyrir svona manneskju. Það má segja að Jürgen Klopp sé Bill Shankly okkar kynslóðar. Stórir persónuleikar og sú sýn þeirra á að fótbolti sé „stærri en lífið“ sameinar þá. Fótboltinn er í þeirra augum sameiningatákn og kraftur til að þora að standa við það sem er bæði rétt og rangt. Fótbolta á að leika með gleði og ánægju og fótbolti á að vera skemmtun. Leikmenn gefa allt til áhorfenda sem gefa aftur allt til leikmanna. Engir olíupeningar geta eyðilagt það. .Jürgen Klopp tók við frekar litlausu liði. Hann skilur eftir sig sterkt lið með bæði mikla reynslu og framtíð. Okkur munu gefast mörg tækifæri á komandi árum að lýsa því hvað Jürgen Klopp gerði fyrir félagið okkar. Sannleikurinn er hins vegar sá að við erum ekki þarna ennþá – áður en það gerist höfum við tækifæri að bæta við nokkrum titlum og fleirri bikurum í safnið. Tíminn líður hratt en áður en hann kveður mun Jürgen Klopp margsinnis fá að heyra hvað Anfield hefur upp á að bjóða og vonandi fær hann tækifæri að keyra um götur Liverpool í vor og gæða sér aftur á köldum bjór á rútuþakinu .

  5. Ég held að umgjörðin í kringum ensku deildina eigi sinn þátt í þessari ákvörðun Jürgen eigi einhvern þátt í hans ákvörðun að stíga til hliðar og þá meina ég ensku dómarastéttina að öllu leyti sem gjörsamlega leggja hann í einelti og kannski er hann búinn að fá nóg af þessum vitleysingum sem stýra umgjörðinni og dómarar eru stórir faktorar í því samhengi – bara pæling en vitleysan í kringum þá “ágætu” stétt er í hæsta máta stórfurðuleg sem gengur í hringekju,ár eftir ár.

    En ég mun sakna kallsins í hvívetna og á enn erfitt með að taka á móti þessum upplýsingum….fyrir mér er Klopp,Liverpool. En vonandi mun einhver taka við keflinu og koma okkur enn hærra,þó sú sýn virðist fjarlæg. En minning um mann mun lifa,allavega um mína lífstíð.

    Deyr fé,
    deyja frændr,
    deyr sjalfr it sama,
    en orðstírr
    deyr aldregi,
    hveim er sér góðan getr.

  6. Deyr fé,
    deyja frændr,
    deyr sjalfr it sama,
    en orðstírr
    deyr aldregi,
    hveim er sér góðan getr.

    22
  7. Ferðalagið með Klopp hefur verið stórkostlegt. Virðing og aðdáun mun alltaf vera í huga manns gagnvart þessum mótíverandi meistara.

    Leikmenn, aðdáendur; allir hafa fylgst spenntir og jákvæðir með næsta leik í öll þessi ár.

    En við skulum nú ekki tala um Klopp í fortíð. Við eigum 17 deildarleiki eftir, Evrópukeppni og tvær bikarkeppnir. Leiðin til að kveðja Klopp sem stjóra Liverpool er að leggja öll bestu sporin í síðasta dansinn.

    Come what may.

    YNWA

    11
  8. Þakklæti,fyrir frábær ár með Klopp. Að mínu mati þá hefur hann alltaf lagt upp með að liðið spili flottan fótbolta.
    Sorg, tilfinningin að missa góðan vin eftir öll þessi frábæru ár.
    Reiði, ekki til hjá mér.
    Ótti, hvað gerist nú? Ótal spurningar, engin svör. Óttast mest að í framhaldinu fylgi skriða af leikmönnum sem voru devoted Klopps menn, en finna sig svo ekki hjá einhverri nýrri Lpool stjórn.

    3
  9. Dagur.2
    Búinn að hlusta á neyðarpodcastið.
    Ég er en heartbroken…
    Fyrir mér verður restinn á tímabilinu eins og að horfa á porsche bílinn sinn sem maður hefur átt í fjölda ára en núna hefur vörubíll keyrt á hann og hann allur beyglaður! Og mér finnst hann ekki eins fallegur en ég ætla reyna dáðst af honum þangað til ég fæ mér nýjan bíl. Því það verður víst ekki hægt að gera við þennan .
    Sú tilhugsun að þessi Klopp era sé að ljúka mér hryllir við henni að maður sjá kallinn aldrei aftur á hliðarlínuni er eins og ákveðin skemmtilegur tíma í lífinu sé lokið ég man en eftir flugvelini á leið til Englands fyrsta blaðamannafundinum og aldri orkuni og gleðinni…

    2
    • Real er væntanlega að fylgjast með Alonso. Hugsa að þeir myndu ekki hika við að borga Ancelotti samninginn í stað þess að missa XA til LFC.

  10. Á köflum leið manni eins og únglíngi í ástarsorg í gær. Um hugann ómuðu textar úr gömlum hittum eins og “Don’t leave me this way”, “Please don’t go” og If you leave me now”! Jafnvel “Dancing with tears in my eyes”.

    Svo harkaði maður af sér, þerraði tárin úr augnkrókunum og fór í texta úr lagi Lionel Ritchie flutt af the Commodores: “Thanks for the time you have given me, the memories are all in my mind”. Ótrúlegur tími undir stjórn Klopp. Mikil spenna, háspenna og ef þetta tekur svona orku frá manni horfandi á leiki, hvernig ætli það sé að skipuleggja þetta allt og innleiða dag eftir dag, ár eftir ár! Það tekur væntanlega á.

    En lifið heldur áfram og ég geri ráð fyrir að FSG séu búinir að setja plön í gang um að Liverpool verði tilbúið með næsta stjóra þegar tímabilinu lýkur þannig að hægt sé að fara í að fá nýja leikmenn og skipta út leikmönnum eftir atvikum. Xabi væri flottur kostur, gæti jafnvel tekið Stevie G inn í teymið sitt. Svo gæti FSG alveg verið trúandi til að athuga með Zidane!

    Lífið heldur áfram, tilhvers

    2
    • Ég er sammála þér um að FSG séu komnir með plön um næsta stjóra og gæt alveg trúða því að þeir séu jafnvel búnir að ganga frá því en að sjálfsögðu verður það ekki gert opinbert fyrr en að loknum síðasta leik í vor.
      Ég er ósammála Magga um Alonso. Hann eyddi næstum því öllum sínum ferli hjá Liverpool,Real og Bayern sem segir manni bara eitt að hann er topp professional fótboltamaður og er nú að sanna sig sem stjóri með lið sem hefur verið miðlungs lið lengi.
      Ég held að hann yrði fínn fyrir okkur þar sem að helmingurinn af liðinu er spænsku mælandi og ég hef heyrt að Nunez tali bara spænsku.

      2
    • Tekið Stevie G inn í teymið???? Það ætli ég vona að gerist aldrei. Hann var geggjaður miðjumaður en hefur ekkert sýnt sem segir að hann eigi erindi í þjálfun. Ef Alonso tekur við Liverpool sem mér finnst spennandi kostur, þá er nokkuð klárt að hann tekur með sér sína aðstoðarmenn.

      3
  11. Þetta eru auðvitað leiðinleg tíðindi en það mundi samt kæta mann ef Xabi Alonso tekur við. Nú er spurning hvort sagan endurtaki sig. Ótrúlegt en satt, fyrir einni öld síðan, snemma á þriðja áratug síðustu aldar vann Liverpool tvo meistaratitla en á seinna árinu hætti stjóri Liverpool á miðju tímabili.

    2
  12. Við vinirnir vorum að gráta á hvors annars öxl og reyna að ímynda okkur hver tæki við þá. Við ræddum um Steve G, Zerbi og náttúrulega Alonso (sem okkur finnst flottasti kosturinn) þá henti hann inn sprengju og spurði: “Hvað með Zidane?”

    Hveð með ZZ?

    2
  13. Vangaveltur….

    Getur verið að það sé verið að tilkynna þetta núna þar sem búið er að finna arftaka Klopp?

    Getur verið að Klopp sé kominn með nóg af eigendum félagsins eða að búið sé að selja félagið og Klopp getur ekki séð fyrir sér að vinna fyrir nýja eigendur?

    Getur verið að þetta sé ekki alveg eins og það er sett fram?

    1
  14. Smá kvart… ég veit að Kennarasambandið er að senda nafna minn út um allar koppargrundir og oftar en ekki eru hljóðgæðin á ferðinni í samræmi við það. Þetta er hinsvegar það versta hingað til. Það hefði mátt halda að maðurinn hafi verið sendur til Tunglsins og eina leiðin til að ná einhverju sambandi hafið verið í gegnum einhvern aflóga rússneskan gervihnött sem var upp á sitt besta þegar það voru ennþá sjónvarpslausir fimmtudagar. Smá tip, ef það er echo cancellation eða eitthvað annað til að takmarka umhverfishljóð, þá dregur það talsvert úr viðnámi upptökunnar og þar með gæðunum. Mögulega þarf bara að skoða heyrnartól með snúru og að menn geti heyrt í sér þegar upptaka er í gangi. Einfalt ráð þar er að taka heyrnartólið af öðru eyranu.

    Að því sögðu, þá tel ég að ef við horfum aðeins í hvað hefur gengið á að undanförnu þá getum við ráðið í stöðuna með hver sé væntanlegur eftirmaður Klopp. Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi með að Real Madrid hafi verið á eftir Xabi Alonzo í allan vetur en svo gerist það rétt fyrir jól að Real Madrid skrifar undir langtímasamning við Ancellotti. Ég tel að þá hafi Real Madrid verið ljóst að Xabi Alonzo yrði ekki í boði og því ákveðið að festa kallinn kyrfilega niður í samningi.

    Ég tel að þegar síðasti leikur tímabilsins verði flautaður af þá muni strax verða dregin hulan af Xabi Alonzo sem næsta þjálfara. Hann hefur forsöguna hjá Liverpool með sér og getur farið óhræddur inn í hlutverkið með stuðningi svo til allra sem styðja félagið. Pressan verður á honum strax í upphafi en hann mun fá ráðrúm til þess að sníða liðið að sínum þörfum og ná árangri fyrr heldur en síðar. Kaninn elskar svona comeback-sögur og á meðan FSG er aðaleigandi þá er þetta narratív sem fellur þeim að skapi.

Jurgen Klopp hættir í vor!

FA Cup – fjórða umferð