— Hlöðum í NeyðarGullkast um fimmleytið í dag —
Verstu fréttir síðan vorið 1991 hafa raungerst.
Jurgen Klopp hefur tilkynnt það sem virðist hafa verið ljóst nokkuð lengi innanbúðar, þ.e. að hann mun yfirgefa Liverpool FC núna í vor eftir þá 8 og 1/2 ár sem stjóri okkar.
Í stuttu máli eru þetta ástæðurnar sem hann gefur upp í ansi mögnuðu viðtali á opinberu síðunni sem basically setti tár í augað, ókei. Augun!
I love absolutely everything about this club, I love everything about the city, I love everything about our supporters, I love the team, I love the staff. I love everything. But that I still take this decision shows you that I am convinced it is the one I have to take. It is that I am, how can I say it, running out of energy. I have no problem now, obviously, I knew it already for longer that I will have to announce it at one point, but I am absolutely fine now. I know that I cannot do the job again and again and again and again. After the years we had together and after all the time we spent together and after all the things we went through together, the respect grew for you, the love grew for you and the least I owe you is the truth – and that is the truth. That’s it, pretty much.
Liverpool FC hafa staðfest að Pepijn Lijnders, Peter Krawietz og Vitor Matos muni hætt með honum. Þannig hefur það alltaf verið þegar hann hættir, hann er að fara í hvíld en ekki hætta. Hvar hann endar kemur í ljós en þá munu þeir örugglega fylgja honum að lokum. Þó er talað um að Lijnders vilji verða stjóri og í fyrstu líkum sem vefsíður gefa upp er hann í öðru sæti varðandi næsta stjóra félagsins, efst þar hvílir Xabi Alonso og í þriðja sæti er De Zerbi á flestum stöðum.
Sjitt ekki fréttirnar sem við vildum fá. Við uppfærum þráðinn í gegnum daginn, mögulega podcast á leiðinni.
Sigga hugleiðingar.
Blendnar tilfinningar.
SORG
– Þetta snýst um að missa stórkostlegan framkvæmdarstjóra en líka stórkostlegan mann sem náði til stuðningsmanna liðsins.
– Maður vissi að þessi tímapunktur kæmi en kannski ekki alveg svona fljót, þetta var eins og vera kýldur í magan.
ÞAKKLÆTI
– Þakklæti um allt sem hann hefur gert fyrir liðið. Rífa það upp og koma liðinu aftur á toppinn með bestu liðum heims.
– Þakklæti fyrir að láta okkur fara úr þeim sem efast í þá sem trú.
– Þakklæti fyrir alla minningarnar
HRÆÐSLA
– Hræðsla um hvað kemur næst.
Getur næsti stjóri haldið þessu áfram? Getur næsti stjóri skilið stuðningsmenn liðsins? Getur næsti stjóri haldið áfram að spila skemmtilegan fótbolta? Er hægt að ná árangri ef maður tekur við liði eftir Klopp?
Hvað um þetta lífið heldur áfram en það verður ekki alveg eins sem stuðningsmaður Liverpool.
YNWA – Klárum þetta tímabil með stæl
Ja hérna, jæja allt tekur enda og eitthvað annað byrjar.
Sorg
Alvöru sjokk!
Efst í huga mér er þakklæti fyrir allar stórkostlegu stundirnar sem Klopp hefur fært okkur. Og það sem hann skilur eftir sig er hugarfar ólíkt öllum öðrum stjórum – lið sem bera af í samheldni og góðum anda. Megi honum vegna vel á nýjum slóðum.
Það kemur bara ein setning upp í hugan við þessar fréttir.
Djöfulsins fokking fokk.
Xabi
Geri ráð fyrir Alonso er byrjaður að pakka nærbuxunum niður
Það fór bóndadagurinn í vaskinn! Helv…. fokking fokk eins og einhver sagði!
Fyrsta spurning – eftirmaður?? Já Xabi virðist vera að gera góða hluti.
Klopp tekur v þyskalandi eftir EM .. og Xabi inn
Hann gaf það út að það sé engin séns að hann taki við neinu starfi í allavega 1 ár.
Gaf hann það ekki líka út þegar hann hætti með B.Dortmund og tók svo beint við LFC.
Hann er pottþétt með eitthvað í bakhöndinni, Þýska landsliðið.
Er ekki hægt að semja við Alonso í ár og svo kemur Klopp ferskur eftir gott frí?
Sjokk, erum að byggja flott lið.
Maðurinn hefur unnnið kraftaverk á tímum þar sem t. a.m. city hefur ekki þurft að spila eftir sömu reglum.
Lang besti stjórinn í þessari veröld, takk fyrir alllt klopp.
Vonandi verður fallið ekki eins og utd eftir ferguson.
Það er smá munur þar á þar sem eigendur Liverpool virðast ekki vera algerir fávitar eins og Glazer liðið. Þeirra viðskiptamódel er líka allt annað en Glazer fjölskyldunnar. Þetta verður pottþétt stjóri úr efstu hillu og menn munu finna rétta einstaklinginn til að taka við.
Þetta var blaut tuska í andlitið.
Vá hvað ég átti ekki von á þessum fréttum en eftir að hafa horft á viðtalið við hann þá skil ég kallinn vel, það er komin þreyta hjá honum enda gríðarlegt álag í mörg ár sem fylgir því að gera hlutina eins vel og hann gerir.
Vonandi gerir liðið vel og endar þetta tímabil eins vel og hægt er og við tökum nokkra titla, það væri draumur.
Þvílíkur stjór og þvílík manneskja sem Jurgen Klopp er og hann mun alltaf verða Legend hjá þessu félagi.
Mér líður eins og einhver hafi dáið… þetta er sorgardagur
Jæja, nú er að sjá hvernig liðið bregst við, verður þetta til þess að liðið fer á run og klárar mótið með stæl fyrir kallinn eða verður þetta of mikið sjokk fyrir mannskapinn?
Hann skilur amk við liðið á frábærum stað hvað mannskap snertir og engin ástæða til að ætla að eftirmaður hans geti ekki haldið góðu gengi áfram.
Xabi virðist vera hinn fullkomni eftirmaður, bara spurning hvort eigendurnir tími að borga upp samninginn hans í Þýskalandi.
þetta eru akkurat vangavelturnar sem ég hafði, hvernig bregst liðið við þessu. Vonandi að þeir berjist sem aldrei fyrr fyrir stjórann og klúbbinn en gæti allt eins farið á hinn veginn.
Svo hljóta þeir að vera klárir í að borga upp samningin hjá Xabi, Klopp er á ágætis launum og er að gefa eftir 2 ár af samning ef ég skil þetta rétt.
Ég er bara orðlaus.
Var þetta besta tímasetningin til að koma með þetta ? Liðið í dauðafæri við alla titla mun þetta ekki draga úr mannskapnum ?
Annars er þetta glatað.
Varðandi tímasetningu og hvort þetta dragi úr mannskapnum, þá stórefa ég það að leikmennirnir séu að heyra þetta núna um leið og við. En hvað veit maður?
Nei eflaust ekki þetta var eiginlega bara eitthvað sem poppaði upp í hausnum á mér en auðvitað hljóta allir að vita meira bakvið tjöldin.
Þetta er algjört shock bara.
Á þetta ekki einmitt eftir að gera leikmennina dýrvitlausa í að reyna kveðja Klopp með titilum!?
Ömurlegar fréttir.
Takk fyrir allt Klopp, þú átt skilið að starfa fyrir eigendur sem standa þétt við bakið á þér.
YNWA
Skelfilegt að Pep Lijnders og Peter Krawietz sé á förum líka.
Maður bjóst við að Pep tæki við kyndlinum, að þekkingin , reynslan og hugmyndafræðin lifði með honum. …
Úff
Já, sama segi ég, pínu sérkennilegt að það sé ekki einu sinni til umræðu að Pep Lijnders fái tækifæri til að reyna sig við þetta. Bara strax tilkynnt að teymið hætti allt.
Sá fyrir mér svipaða atburðarás og þegar Shankly hætti á sínum tíma. Hann var líkt og Klopp risa karakter með aðstoðarmann í Paisley sem lét lítið á sér bera, kannski ekki ólíkt Lijnders, en sá átti aldeilis eftir að taka liðið áfram og gera enn betra.
Hefði verið smá rómantík í því að láta Pep taka við. En það verður víst ekki og kannski er það betra að fá inn nýtt teymi í stað þess að aðstoðarmenn Klopp reyni að vinna áfram í skugga hans.
Frekar sjokkeraður, set líka spurningamerki við tímasetninguna. Var hann ekki nýlega búinn að framlengja samninginn til 2026! Jæja annaðhvort fer liðið á fulla ferð til að kveðja hann með bikar (bikurum) eða allt fer í skrúfuna. En allt tekur enda og ég vona að við fáum góðan stjóra á næstu leiktíð.
Það verður alla vega eitt fífl á Kópavogsblótinu og það er Auddu Blö ManU viðrini.
Hann á pottþétt eftir að skemmta sér vel yfir þessu enda veislustjóri.
FOUCK
Það er orðið ansi þunnt þegar manju-fólkið fagnar svona fréttum á meðan liðið þeirra er sökkvandi skip.
helvítis helvíti.
maður var sáttur við að salah færi í sumar.. en fokk klopp líka.
ég veit ekki hvort maður geri horft á liverpool spila án klopp satt að segja.. maður verði ekki að gefa þessu frí í nokkur ár.
Sá sem mun taka við Klopp það verður MJÖG erfitt verkefni fyrir þann mann að reyna feta í þaug fótspor ég tel það ómögulegt verkefni og ekki öfundsvert.
Það er bara 1 Klopp lang besti þjálfari í dag.
Pep er frábær og allt það en hann var líka með opið check hefti eitthvað sem Klopp hefur ALDREI haft.
Maður veit að liðið okkar býr yfir miklum gæðum en Klopp er maðurinn sem er á bakvið þessa velgengni það er bara þannig.
Þakklæti og auðmýkt eru fyrstu orðin sem koma upp í huga minn.
Kærar þakkir, Hr. Klopp, fyrir að hafa látið drauma okkar rætast. Takk fyrir að hafa gefið þig allan í þetta verkefni, takk fyrir að sýna öllum hvers megnugur maður er ef maður gefur sig 100% í verkefnið.
Þó svo að innst inni hafi maður vitað að þessi dagur kæmi á endanum þá er þetta samt eins og blaut tuska í andlitið.
Áfram að markinu – YNWA!
Eg vil þakka Jörgen Klopp fyrir alla gleðina sem hann hefur fært okkur Liverpool stuðningsmönnum,
Hann hefur svo sannarlega verið frábær stjóri og líka frábær maður. Þó hann hætti i vor þá er hann kominn á stall með Shankley og Peisley og Sir Kenny sem þýðir að hann gleymist aldrei,svo ég ætla að vera glaður áfram .
Xabi Alonso er með klásúlu i sinum samningi að ef Liverpool,eða Real Madrid koma þá getur hann farið.
Maður er nú eiginlega orðlaus, vitandi að að þessu kæmi einn daginn. Nú er bara að vona að FSG farnist eins vel með næsta stjóra, sem verður fyrir valinu. Ég geri ráð fyrir að leitin sé hafin, hver það verður verður svo að koma í ljós, verða sennilega mýmörg nöfn hent á loft. Eitt er alveg á hreinu, það verður engin ráðinn, sem hefur einungis náð árangri með peningaeyðslu upp í rjáfur, það þrengir valið.
YNWA
Úff þvílíkar sorgarfréttir á Bóndadaginn.
Jurgen Klopp á allt mitt Liverpool hjarta sem er stútfullt af þakklæti fyrir alla skemmtunina sem hann hefur gefið okkur.
Ekkert meira um þetta að segja, lifandi goðsögn kveður eftir frábæra þjónustu.
Nú vona ég bara að Xabi Alonso verði næsti stjóri Liverpool.
Staðan mín núna heartbroken!
Ekkert annað sem kemur upp að svo stöddu
Ja hér er með tár á vanga á erfit með þetta en það hefði verið það líka 2026. Verður ekki bara að selja klúbbinn til Araba og brjóta c.a. 200 reglur eða svo til að halda sér í topp 4 hér eftir ?
YNWA
Í fyrra var talsvert rætt um þreytuna í liðinu og einnig komu sumir inn á það að sama virtist eiga við um Klopp líka. Meira að segja ýjaði hann að þessu líka sjálfur.
Klopp hefur alltaf sagt að hann verði ekki of lengi hjá liðinu og þess vegna kom það talsvert á óvart þegar hann framlengdi samninginn átil 2026.
Klopp hefur alla tíð snúist um ástríðu og orku, þess vegna er skiljanlegt að eftir rúm 8 ár í starfi sé lítið eftir á tanknum.
Góðu fréttirnar eru þó þær að liðið getur enn unnið fjóra titla og nú tel ég að liðið sé jafnvel líklegra en í gær til að taka þá alla.
Kærar þakkir Herr Klopp fyrir þitt framlag síðustu 8 árin eða svo og jú þetta er mikill skellur að fá svona í andlitið. Var þetta samt ekki í kortunum miðað við hvernig hann hefur talað ? Ég vona að þetta hleypi fítonskrafti í leikmenn að vilja taka alla þá titla sem í boði eru til að kveðja kallinn á tilhlýðilegan hátt.
Nú ríður á að stjórnin finni verðugan arftaka fyrir Klopp og það þarf að fara í efstu hillu klárlega. Ef Xabi hefur ekki tök á að koma nú þá endilega reyna að fá De Zerbi hann vill spila fótbolta og það er það sem liðið þarf.
Ég sé einungis tvo möguleika í stöðunni um eftirmann. Efstur er vissulega Xabi Alonso, en einnig held ég að De Zerbi sé álitlegur kostur.
Unai Emery og Ange Postecoglou eru vissulega kostir sem ég gæti hugsað mér en ég er ekki að sjá það gerast.
Einn punktur sem veldur áhyggjum í kringum þetta allt saman – Klopp hefur örugglega virkað sem segull á leikmenn sem vilja koma til Liverpool, verður það eins með eftirmann hans??
Höfum nú ekki beint verið að kaupa leikmenn úr efstu hillu, meira verið að koma þeim þangað.
KLOPP OUT!!!
Besti stjóri allra tíma punktur
Það er eitthvað meira þarna!!
Það er meira þarna en við sjáum. Ég er viss um það.
– ef lífið er svona fràbært í liverpool af hverju hætta
– ef liðið er að vinna og á möguleika á 4 titlum. Af hverju hætta
– klopp að rifta samning, ólíkt honun
– það er ekki meira álag á honum en öðrum stjórum held ég. Er ekki að kaupa þreytu skýringuna. Þetta er partur af þessu starfi og hann er bestur í því
– af hverju hætta allir með honum??
Það kom eitthvað uppá, eigendur klúðruðu. Stóðu ekki með honum þegar á reyndi. Hann er ekki maður sem rifrir samningum eða nýtir sér klásúlur. Honum var misboðið og fékk ekki það sem hann vildi. Þess vegna er hann að fara og allt staffið
Vonandi reyna þeir að endursemja við allt crewið og bjoða þeim gull og græna skóga og alvöru innkaupastefnu og meira vald
– “ef lífið er svona fràbært í liverpool af hverju hætta”
Klopp útskýrir það mjög vel hvers vegna hann er að hætta
Hvernig væri að hlusta á viðtalið við hann áður en þú rífur í lyklaborðið og gerir þig að fífli
Vá flottur Indriði..
Að segja það sem maður hugsar er að gera sig að fífli
Heldurðu í alvöru að ég hafi ekki horft????
Min kenning er að það er eitthhvað meira þarna en hann segir!! Það er mitt point. Þeir fara allir.. það gerðist eitthvað bakvið tjöldin. Er ég fífl? Kannski en ég má vonandi tjá mig hérna áfram. Eg er ekki að trolla eða drulla yfir neinn. Er einfaldlega að koma með tilgátu sem er eins og orðið segir til um… eitthvað sem maður veit ekki
Vá þetta minnir á facebook commentakerfið 🙁
ef þú hefur horft á þetta viðtal þá er líklegt að enskukunátta þín sé afskaplega takmörkuð.
Burt séð frá þessum hjákátlegu kenningum þínum þá ert þú með innleggi þínu að saka Klopp um lygar og óheiðarleika
Sælir félagar
Þakklæti og sorg er það fyrsta sem kemur manni í hug. Þakklæti fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir Liverpool og okkur stuðningsmenn. Sorg og eftirsjá að einum hæfasta stjóra sem hefur stjórnað knattspyrnuliði í fótboltasögunni. Ekkert og enginn getur fyllt það skarð sem Jürgen Norbert Klopp skilur eftir í sögu félagsins og hjörtum okkar stuðningsmanna. En eftir storminn kemur gullin himinn framtíðar og ef vel tekst til með nýjan stjóra (Xabier Alonso Olano) þá mun eitthvað gott gerast og arfleifð Klopp verður tryggð.
Það er nú þannig
YNWA
Sorgardagur. YNWA.
Átti alveg von á þessu, var bara spurning um tíma. Eins og hann sagði sjálfur, hvernig hann er krefst mikillar orku og það var klárt og augljóst sl vetur að hún var að þverra. Ekki bætir úr skák að hann hefur ekki fengið það backup sem hann hefur þurt til að keppa af alvöru við Shitty og ég tel að það hafi tekið meiri toll en menn telja. Einhverjir eflaust ósammála mér í því, kannski hefði það ekki skipt neinu máli, hans tími bara kominn að hans mati. Nú er bara að halla sér aftur og njóta á meðan er, maðurinn hefur umbylt félaginu og gert það að stórveldi. Þetta hefur að mestu verið geggjað en titlarnir færri vegna kaupstefnunnar og að Shitty hafa fengið að svnlda á kerfinu. Eftir stendur goðsögn hjá LFC og goðsögn í Liverpool.
Eins sorglegt og þetta er þá er ég fyrst og fremst þakkláttur, þákklátur fyrir það að hann hafi komið til okkar, þakklátur fyrir leikstílinn og titlana, þakklátur fyrir hann.
Hann er og verður goðsögn hjá LFC, goðsögn í Liverpool og það segir allt sem segja þarf um þennan mann.
Takk Jürgen Klopp, Vielen Dank, immer.
Klopp einn sá besti í sögunni að fara frá okkur.
Salah einn sá allra besti í Liverpool sögunni, líklegast að fara frá okkur.
Ég mun ekki missa af leik út þetta tímabil og ætla að njóta hverrar mín það sem eftir er af tímabilinu.
En þetta mun ekki verða endalok eins eða neins og núna þarf bara að sækja hinn eitursvala Xabi Alonso og hann heldur þessari vegferð áfram.
Já þetta er sjokk… mikið!
Hálf orðlaus.
Frábær og einfaldlega sá besti í heimi að hætta.
Áhugavert hinsvegar að allir eru að hætta með honum.
Bæði yfir og undirmenn hans.
Ég persónulega væri búinn að berja óvart frá mér eða hætta útaf dómurum og stjórnendum deildarinnar… með það hatur gagnvart Liverpool sem má oft sjá.
Málið gegn City sem tekur endalausan tíma.
Jú núna loksins er eitthvað að gerast í þessum málum en þá gegn öðrum liðum en City. En Klopp búinn að taka ákvörðun um að hætta þegar deildin byrjar að refsa klúbbum.
Eitthvað segir mér að margir munu hafa áhuga á síðasta heimaleik liðsins í vor.. úfff það mun kosta!
En þvílíkur stjóri…. okkar Boss!
Brotið hjarta. En takk fyrir allt og löndum þessum 4 titlum!
YNWA
Èg er það langt niðri að èg á erfitt með að sjá LFC án Klopp. Þetta verður aldrei sama ástríðan hjá stuðningsmönnum þegar hann verður farinn. LFC hèkk í City bara vegna Klopp en nú er mikil óvissa allt í einu með framtíð Liverpool og líklega verða tímabilin virkilega erfið framundan.
Danke schön herr Klopp.
Geggjaður þjálfari. Glæsileg manneskja.
Hérna er svo stærsta prófið á gæði hans sem þjálfara:
https://medium.com/@ericasolis/the-school-bus-test-efe0df882625
Call the season off!
Googlið: ,,School bus test, Simon Sinek.”
Danke schön herr Klopp.
Geggjað tímabil að baki. Nú þarf að vinna PL og ekkert rugl.
En skólarútuprófið skilur á milli feigs og ófeigs.
Afhverju tók Klopp ekki eitt síson í frí og fór í VIRK??? Hann hefði komið endurnærður til baka 🙂
Insjallah
Carl Berg
Bæði Shankly og Dalglish sögðu eftir á að þeir hefðu verið klárir nokkrum mánuðum seinna til að taka aftur við.
Fá Carol og Caroline til að taka þetta í 6-12 mánuði og byrja svo ballið aftur.
Döfull eru þetta vonlausar fréttir, úff.
Ég trúi því að hér sér gervgreindin í notkun … eitthvað sem United menn hafa brallað og Klopp er ekkert að hætta … allt í plati 🙂
Maður er í pínu sjokki eftir þessar fréttir, þar sem maður var algjörlega óundirbúinn fyrir þær. Maður var farinn að hugsa útí atburðarrás þegar síðasti samningur var að renna út en hann ákvað þá skyndilega að framlengja til 2026 og þá ýtti maður þessum vangaveltum til hliðar.
Er þetta e.t.v ekki gott dæmi um mann sem þekkir sinn vitjunartíma og tekur ákvörðun sem er best fyrir báða aðila á þessum tímapunkti?
Hann skynjar það að hann hefur gefið allt sitt og hann eigi ekki mikið eftir a tankinum, þá gerir hann það eina rétta að segja þetta gott. Það myndi enginn vilja sjá andlausan Klopp á hliðarlínunni á næsta tímabili að reyna þrauka út tvö ár í viðbót. Slíkt kæmi bara niður á honum og liðinu sjálfu og árangurinn á vellinum væri eftir því.
Ég held að þessi tímasetning sé ekki verri en hver önnur. Klopp er búinn að byggja góðan grunn fyrir næsta stjóra, allavega sterkari grunn en var fyrir tímabilið í fyrra. Nú fær félagið 6 mánuði til þess að undirbúa ráðningu nýs stjóra, sem þarf að fylla virkilega stóra skó. Það verður ekki auðvelt og enginn augljós valkostur blasir við í þeim efnum.
Hins vegar eru framundan spennandi og tilfinningaþrungnir mánuðir. Ég er viss um að það verði magnað andrúmsloftið á Anfield næstu mánuði og ég trúi því að þessar fregnir verði frekar til þess að efla mannskapinn í framhaldinu.
Takk Klopp fyrir að leiða okkur eyðimörkinni. Og fyrir að skilja okkur eftir með vatn og vistir.
1. Ég vona og treysti að það sé búið að ganga frá næsta stjóra en bara ekki hægt að tilkynna á miðju tímabili.
2. Ég óttast mest að ástæðan fyrir að Klopp sé að fara sé sú að það sé verið að selja klúbbinn og að nýju eigendurnir séu honum ekki að skapi.
3. Hver dagur með Klopp nú er sem þúsund ár — njótum meðan kostur er
YNWA á repeat allan daginn.
Ég vaknaði seint í morgun og fylltist fljótt örvæntingu við fréttina. Mér leið þó strax betur eftir að hafa horft- og hlustað á tilkynningina/viðtalið við Klopp og dreg ekki nokkurt orð hans í efa. Í raun virði ég og treysti Klopp meira en nokkru sinni, hann er ekki maður sem talar undir rós.
Menn koma og fara, leikmenn, stjórar og eigendur. Við sjáum eflaust flest eftir Klopp en eftir situr mesta áskorunin, úrlausn. Það er í þessum heimi eins og öðrum að úrlausnir áskorana eru það sem skilur að til lengri tíma litið. Þannig finnst mér Klopp vera að leysa sínar persónulega áskoranir, hlúa að sjálfum sér og fjölskylda. Það er þess vegna sem ég ber meiri virðingu fyrir honum í dag. Svo er það hitt, hvernig leikmenn og eigendur bregðast við. Það er eitthvað sem við stjórnum ekki, ekki frekar en þessari ákvörðun Klopp. Þá kemur mér æðruleysisbænin til hugar og ætla því að taka Klopp mig til fyrirmyndar. Huga að mér og mínum, njóta þess að finna Liverpool hjartað slá sem aldrei fyrr en trúa og treysta FSG fyrir sínu.
Hann er ekki farinn og vonandi verður vorið gleðilegt. En orðin á styttu Shankly munu eiga vel við um Jürgen Klopp. “He made the people happy”
Ömurlegar fréttir svo ekki sé meira sagt, þær verstu frá Liverpool á minni ævi án nokkurs vafa.
Það eru einhverjar spurningar sem vakna, sérstaklega um þessa tímasetningu en maður gerir nánast ráð fyrir að þetta hafi verið á barmi þess að leka. Maður vonar bara að klúbburinn sé tilbúin með nokkrar góðar fréttir í næstu viku til að vega upp á móti þessu. Maður rétt vonar að búið sé að hefja samninga við eftirmann, víst hann lét klúbbinn vita í haust er engin afsökun fyrir að vera ekki tilbúin með frétt um það fyrir sumarið þó það þurfi ekki að vera strax í dag.
En þakklæti manns til Klopp á sér engin takmörk. Hann tók við liði sem var brandari og breytti því fyrst í stórskemmtilegt lið, svo í meistara og besta lið í heimi. Hversu margar minningar á maður um síðustu ár sem maður mun geyma ævilangt?
En nú er að klára tímabilið, vonandi með helling af dollum og svo getur maður horft til baka, þegar búið er að skrifa síðasta kaflan í bókinni.
Allt tekur enda. Ég hef fulla trú á því að það finnist arftaki sem getur viðhaldið hefðinni sem Klopp hefur skapað. Aðstæður hjá Liverpool um þessar mundir eru allt öðruvísi en t.d hjá Man Und þar sem liðið var komið langt fram yfir síðasta söludag og varð Englandsmeistari meira af vana heldur en getu síðasta tímabil Ferguson, sem vanst þá með miklu minnni stigum en hún vinnst nú á dögum.
Liverpool hætti ekkert að verða stórveldi eftir að Bill Shankly hætti.
‘Eg varð vissulega ósáttur við að missa þennan mikla meistara en því lengra sem líður á daginn þá finn ég fyrir meira og dýpra þakklæti að við Púllarar ættum hann sem framkvæmdarstjóra.
‘Afram veginn, áfram gakk. YNWA
Hvernig er það eiginlega….. Verður ekki opnuð fjöldahjálpa miðstöð með áfallateymi frá Rauða krossinum…. Oft verið þörf en nú er nauðsyn!!!
Þegar virðing manns fyrir einum manni, Jurgen Klopp er kominn á þann stað að maður heldur að það sé ekki hægt að bera meiri virðingu fyrir honum þá eykst hún um mörg hundruð prósent…. Virkilega virðingarvert og fagmannlegt hvernig hann og klúbburinn standa að þessu.
En þrátt fyrir þessa sorg þá stendur eftir gífurlegt þakklæti fyrir þessi ótrúlegu ár og mögnuðu samfylgd. Maður hefur breyst úr efasemdarmanni í sanntrúaðan aðdáanda.
Þetta eru hræðilegar fréttir!
Ég var nú að vona að hann yrði út samninginn enn því miður er kallinn að yfirgefa okkur.
Það verður aldrei tekið af Jurgen Klopp að hann er einn allra besti stjórinn í fótboltanum. það er bara þannig, ef við tökum mið af því fjármagni sem hann hefur haft úr að moða miðað við hina stóru klúbbana þá er árangur hans stórkostlegur!
Ég mun sakna Jurgen Klopp, hann er líka einn allra skemmtilegasti karakter sem sést hefur í boltanum 🙂
Hver á að taka við?
Xabi Alonso er í rauninni eina nafnið sem kemur upp í huga minn, næsti kostur er Roberto De Zerbi
José Mourinho og þess háttar rútubílstjórar eru ekki velkomnir!!!
Þetta var ovænt að heyra. Eg samt set spurningarmerki við það að Klopp virðir ekki samninginn sem gildir til 2026. Það fær mig til ad efast um heilindi hans. Hvað er hann gamall, 56? Hodgson er að nalgast áttrætt. Min samsæriskenning er sú að hann vildi meiri pening i sinn eigin vasa en eigendurnir hafa ekki tekið vel i það. Þo hann segi þetta i dag, þa er mjog liklegt að hann þjalfi annað lid a Englandi sem hafa næg fjarrað. Hvað gerði t.d. Benitez? Elti peninginn, þó hann segdist elska LFC. Eins og kaninn segir “money talks but bullshit walks”. Eg mun ekki sakna Klopp.