Við rjúfum dagskrána til að minna á að strax eftir bikarleikinn gegn Norwich, þá byrjar leikur hjá kvennaliðinu í deild gegn Arsenal, og verður leikið á Prenton Park. Fólk á staðnum segir að það gæti litið út fyrir metaðsókn á leik kvennaliðsins á téðum velli, en látum það koma í ljós. Svo kemur að sjálfsögðu leikskýrsla strax þegar Norwich leikurinn klárar.
Liðið lítur svona út, og Matt Beard róterar slatta eftir leiðinlegt tap gegn City um síðustu helgi:
Fisk – Bonner – Fahey – Matthews
Holland – Nagano – Lundgaard
Lawley – Daniels – van de Sanden
Bekkur: Micah, Parry, Koivisto, Clark, Höbinger, Missy Bo, Roman Haug, Enderby
Taylor Hinds varð fyrir hnjaski á æfingu í vikunni og er ekki með, og Kiernan er að ná sér eftir smá bakslag. Nú þá fór Natasha Flint til baka til Celtic á láni af einhverjum ástæðum.
Leikurinn verður sýndur á Viaplay, og sjálfsagt víðar.
KOMASO!!!