Viðbót: það var staðfest áðan að faðir Conor Bradley tapaði baráttu sinni við krabbamein í morgun, ömulegar fréttir fyrir hann og hans fjölskyldu. Tippaði á það neðar í upphituninni að hann fengi að byrja á morgun en miðað við fréttir dagsins er það mjög ólíklegt. Gaman fyrir Bradley að hafa náð stórleik vikunnar meðan faðir hans var enn á lífi og er hugur okkar hjá honum í dag.
Á morgun verður einn stærsti leikur tímabilsins þegar okkar menn ferðast til Lundúna og mæta þar skyttunum í Arsenal. Arsenal situr eins og er í þriðja sæti deildarinnar fimm stigum á eftir okkar mönnum. Eftir tilkynningu Klopp um að hann hætti eftir tímabilið er enn mikilvægara að setja stefnuna á titilinn í ár og því er þessi leikur orðinn gríðarlega mikilvægur.
Arsenal komu á óvart í fyrra þegar þeir komust í toppbaráttuna gegn Man City í stað okkar manna en féllu á prófinu undir lokinn. Í ár hafa þeir ekki alveg verið jafn sterkir en stigasöfnunin fín og eru alveg að halda okkar mönnum á tánum. Í vikunni mættu þeir Nottingham Forest og voru mun betri en þurfti að reiða á mistök hjá þeirra fyrrum markmanni Turner til að koma boltanum í netið.
Liðin ættu að þekkjast ágætlega enda mættum við þeim í deildinni á Þorláksmessu í leik sem endaði með 1-1 jafntefli en það var þó ekki síðasti leikur liðanna þar sem við mættum þeim einnig í þriðju umferð í FA-bikarnum þar sem Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi.
Stæstu spurningamerkin fyrir leikinn eru þó í leikmannahópi okkar manna. Darwin Nunez og MacAllister voru báðir tæpir fyrir leikinn en hafa æft og verða að öllum líkindum með á morgun. Annað spurningarmerki er Mo Salah en Egyptaland er fallið úr leik í Afríkukeppninni og spurning hversu lengi hann verður frá vegna meiðsla, það kæmi mér allavega ekkert á óvart að sjá hann á bekk á morgun. Stærsta spurningarmerkið eru þó bakvarðastöðurnar, sem er ótrúlegt að segja miðað við síðustu ár hjá Liverpool. Robertson og Trent fengu báðir mínútur gegn Chelsea um daginn og venjulega væri maður fullviss að þeir kæmu beint inn í liðið en þá er spurningin er þörf á að spila þeim og eiga þeir að byrja? Gomez hefur staðið sig frábærlega í vinstri bakverði og ef Robertson er ekki algjörlega 100% sé ég ekki af hverju það ætti að koma honum inn og innkoma Bradley hefur verið stórkostleg, sérstaklega í síðasta leik. Þetta er þó ansi stór leikur og því stór ákvörðun hvort Klopp ætli að treysta stráknum áfram.
Ég giska því á að liðið verði svona. Fremstu þrír hafa verið að virka vel saman í undanförnum leikjum og óþarfi að fara að eiga við það og ég býst við því að Trent og Robbo séu ekki alveg klárir í níutíu mínútur og Klopp haldi sig við bakverðina sem hafa verið að spila. Annar valkostur væri að spila Trent á miðsvæðinu en MacAllister er búinn að vera einn besti leikmaður liðsins í undanförnum leikjum og ég sé hann ekki byrja þar.
Spá
Ég held að við mætum af miklum krafti inn í þennan leik og keyrum yfir Arsenal 3-0 með mörkum frá sjóðandi heitum Jota og Nunez setur eitt réttu megin við stöngina svo klárar Trent leikinn með marki af bekknum til að minna okkur á að hann getur líka gert það sem Bradley sýndi í leiknum gegn Chelsea.
Já sælll 0-3 sigur gegn Arsenal á útivelli er spá dagsins.
Ég er ekki alveg þar. Leikirnir gegn Arsenal hafa verið stál í stál. Mér fannst þeir betri en við í fyrri leiknum og svo líklega óheppnir að vera ekki yfir gegn okkur í bikarleiknum.
Ég held að Trent fái að byrja þennan leik enda einn af fyrirliðum liðsins og leiðtogi. Svoleiðis leikmenn vill maður hafa inn á vellinum ef Bradley byrjar þá skilur maður það líka enda hefur hann verið frábær í sínum leikjum.
Ég spái hörkuleik því að þótt að við höfum verið frábærir á þessu tímabili þá hafa Arsenal menn verið það líka.
Hjartað segir 0-1 Liverpool sigur en höfuðið segir 1-0 Arsenal sigur.
YNWA – Vona að hjarta hafi rétt fyrir sér.
Ég Eyvindur frá Ystu Nöf, fæddur á norðurhjara, játa mig sigraðan. Ég ætlaði að spá hvernig leikur Liverpool og Arsenal fer með aðstoð Gunnu spákonu. Nei, nei, hún er nú í einhverri lúxussvítu í Blue Lagoon að spá fyrir einhverja útlendinga og dæsverre er að ég næ engu netsambandi við hana. Ég er alveg kexruglaður en hvernig hljómar 1-2?
Ég ætla að fá að vera bjartsýnn og spái 0-2.
Nallar eru með pressuna á sér en hafa verið afspyrnuslakir fyrir framan markið í síðustu leikjum Mörkin gegn NF fengu þeir á silfurfati – amk það fyrra. Takist okkur að spila okkar leik trúi ég því að þeir fari á taugum.
Svo erum við með Jota í líðinu og sá hefur verið öflugur fyrir framan markið. Ég viðurkenni – eins mjög og ég hef argast út í nýtinguna hjá Núnezi þá væri það mikil blóðtaka að missa hann Þvílík orka og það sem hann angrar vörnina hjá andstæðingunum. Gakpo aftur á móti hefur verið stirður og illa fyrir kallaður. Fór illa með færin á móti Chelsea. Væri fengur í Nunezi í fremstu. Hver veit nema að eitt og eitt skot rati stöngin-inn?
Fyrst Bradley verður væntanlega í faðmi fjölskyldunnar á heimaslóðum er enginn vafi á því að fyrirliðinn okkar verður í byrjunarliðinu.
Svo er elsku drengurinn Endo á leiðinni. Hélt við myndum fyrra meira fyrir fjarveru hans, en þvílík breidd sem er komin í miðjuna. Uh… já og sá sem doktorinn taldi vera verstu kaup Klopp – Thiago er víst að skrölta á lappir líka. Það verður fróðlegt að sjá hann aftur.
Vonandi……
Takk fyrir bjartsýna upphitun Hannes. Ég vona ekkert meira en að þú hafir rétt fyrir þér með spánna.
Ég er pínu stressaður fyrir leikinn, rétt eins og fyrir chelski leikinn, sem var rúst.
Vonandi getur Darwin spilað, hann er X factorinn, og elsku JOTA, með 99,9% nýtingu. Við bara þurfum að vinna þennan leik, svo shitty taki þetta ekki.
Blessuð sé minning föður hans Conor Bradley. YNWA
Sælir félagar
Eins mikið og ég hafði áhyggjur af síðasta leik þá held ég að ég sé verri núna. Það er svo mikið undir að sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikið undir. Ef liðið okkar nær að spila sinn leik af öllum þeim krafti sem til er í liðinu þá getum við unnið þetta en það verður erfitt. Hunderfitt. Ég þori ekki að spá tölum en vona hið besta.
Það er nú þannig
Samúðarkveðjur til Conor Bradley
YNWA
Ég er venjulega ekkert nema svartsýnn fyrir leiki hjá Liverpool og því þori ég ekki öðru en að halda áfram með mína dómadags spá og spái því Arsenal sigri með þremur mörkum gegn einu en að sjálfsögðu vona ég að ég hafi rangt fyrir mér eins og endranær.
En að öðru ég held að ég sé orðinn enþá vitlausari en venjulega við það að vera endalaust að spá í hvaða þjálfara gæti hentað Liverpool best úr því að herra Klopp ætlar að yfirgefa skútuna nú í vor til þess að njóta lífsins sem aftur fær mig til þess að vorkenna mér alveg heilan helvítis helling yfir því að hann skuli vera að hætta en þeir ættu þó að geta tekið gleði sína aftur sem göluðu hæðst í fyrra og vildu reka Klopp þegar það gaf á bátinn og gengi okkar manna var ekkert til að hrópa húrra yfir.
YNWA.
Ég held að Klopp sé núna að upplifa örugglega einhvern sinn allra, allra verstu valkvíða á ævinni.
… ég held samt að hann megi nú alveg við því viðfangsefni :-p
2-3! Drullusama hverjir skora enda snýst þetta um að liðið vinni saman.
Sælir félagar. eru þið enþá að notast við þessa síðu?
https://www.kop.is/midar-a-anfield/
ætla reyna að koma mér út á leik áður en meistarinn lætur sig hverfa. allar pakkaferðir farna og búnar.
eitthver tips?
Það var nú meiri lukkan fyrir liðið að hafa ekki fengið þennan Cacedo, sem vildi frekar fara til Celski. Hann er búinn að vera arfa slakur í leiknum við Úlfana.