Spurs heimsókn á Prenton Park

Eins og stundum áður er tvöfaldur leikdagur: strákarnir fóru til Lundúna í gær (Szoboszlai fór víst ekki með liðinu) og spila við Arsenal kl. 16:30 (leikþráður dettur í hús um 15:30), en stelpurnar eru heima á Merseyside og mæta þar stallsystrum sínum í Tottenham núna kl. 14 á Prenton Park. Staðan í deildinni er svona:

Eins og sést mætast hér liðin sem eru fyrir ofan miðju en eru enn að ströggla við að komast í þennan hóp efstu liða. Munum þó að okkar konur unnu Arsenal á Emirates í haust, ásamt því að vinna United í síðasta leik fyrir jól, svo eitthvað geta þær nú. En síðustu tveir leikir gegn City og Arsenal hafa klárlega verið vonbrigði hvað úrslitin varðar.

Svona er stillt upp í dag:

Laws

Fisk – Fahey – Bonner

Koivisto – Nagano – Matthews

Holland – Kearns

van de Sanden – Roman Haug

Bekkur: Doran, Clark, Parry, Daniels, Höbinger, Lundgaard, Lawley, Kiernan, Enderby

Taylor Hinds er frá vegna meiðsla sem hún fékk á æfingasvæðinu fyrir síðasta leik, en Leanne Kiernan er klár á bekkinn eftir enn eitt bakslagið sem hún fékk. Miri Taylor fór á láni til Villa fyrir gluggalok, enda var hún ekki að fá mörg tækifæri. Fékk reyndar ekki spilatíma heldur í leik Villa og Bristol í gær, en var svosem bara nýkomin til Villa.

Teagan Micah er ekki í hóp af einhverjum orsökum, svo þá er varamarkvörðurinn sóttur í unglingaliðið.

Það ætti að vera hægt að sjá leikinn á The FA Player, hann er a.m.k. ekki sýndur á Viaplay í þetta skiptið.

KOMA SVO!!!!

2 Comments

  1. Þess má svo geta að U18 eru að spila gegn Fulham í þessum skrifuðu orðum og er sá leikur sýndur á LFCTV.

  2. Annað 1-1 jafntefli, og aftur voru það Spurs sem komust yfir en svo jafnaði Marie Höbinger í uppbótartíma með fallegu marki, afar sætt. 3 stig hefðu nú samt verið sætari, en við verðum að láta okkur eitt stig duga í þetta skiptið.

    Svo er það bikarleikur gegn London City Lionesses um næstu helgi.

Upphitun: Arsenal á útivelli

Liðið gegn Arsenal