Fyrir leikinn komst Man City tímabundið á toppinn með öruggum 2-0 sigri á duglausum Evertonmönnum. Eins voru alls 10 leikmenn fjarverandi úr leikmannahópi Liverpool, þar á meðal voru Alisson og Gomez veikir. Sá ellefti bættist síðan við í hálfleik þegar Trent Alexander Arnold þurfti að fara út af vegna meiðsla.
Mörkin
1-0 31.mínúta. Diogo Jota, stoðsending: Trent Alexander Arnold.
1-1 45.mínúta. Dara O´Shea, stoðsending: Josh Brownhill.
2-1 52.mínúta. Luis Diaz, stoðsending: Harvey Elliot.
3-1 79.mínúta. Darwin Nunez, stoðsending: Harvey Elliot.
Hvað gerðist helst markvert í leiknum?
Liverpool byrjaði mjög rólega í leiknum. Fyrstu 10 mínúturnar þurfti Kelleher að verja tvisvar, þar af var annað færið hjá Burnley mjög gott. Smátt og smátt unnu Liverpool sig inn í leikinn. Þeir náðu þó ekki upp neinum sérstökum takti í leikinn, tvö langskot, föst leikatriði og slíkt án þess að ógna marki Burnley. Fyrsta mark leiksins skoraði Diogo Jota eftir frábæra hornspyrnu Trent Alexander Arnold og skógarhlaup James Trafford, þar sem hann fór í úthlaup en lenti á samherja sínum. Jota að vanda réttur maður á réttum stað og skallaði í tómt markið. Jöfnunarmark Burnley kom síðan á 45. mínútu, líka eftir horn, skalli af löngu færi, verulegt klúður í dekkningunni.
Í hálfleik þurfti Trent Alexander Arnold að fara út af og leikmannahópurinn er orðinn það þunnur að Curtis jones fór í bakvörðinn. Það gekk þó alls ekki illa því seinni hálfleikur hófst eins og maður hefði viljað að leikurinn hefði byrjað. Pressan var algjör og á 52. mínútu skoraði Luis Diaz eftir nokkuð þunga sókn og snyrtilega stoðsendingu frá Harvey Elliot sem tók auðvitað óratíma að skoða í VAR.
Í hönd fór mjög fjörugur leikhluti, bæði lið fengu ágætis færi, mikill hraði og fjör sem endaði á 79. mínútu með fallegu marki frá Darwin Nunez eftir aðra stoðsendingu frá Harvey Elliot. Síðan dó leikurinn nokkurn veginn út, nokkur áhlaup frá Liverpool en allur vindur var úr Burnley.
Hvað réði úrslitum?
Heitir framherjar. Hávær og loksins stútfullur Anfield. Gott lið Liverpool og góðir þjálfarar sem lögðu leikinn vel upp.
Hverjir stóðu sig vel?
Þeir sem þurftu að stíga upp. Jones í hægri bakvörðinn. Jota, Diaz og Nunez með mörkin. Robertson að koma inn eftir meiðsli. Endo með fyrsta leikinn í mánuð. Kelleher með mikilvæga vörslu í byrjun leiks og aðra í seinni hálfleik. Ellito með tvær stoðsendingar. Maður er orðinn svo vanur Quansah að hann gleymist í svona upptalningu, gerði reyndar slæm mistök sem kostuðu sem betur fer ekki neitt. Aðrir að mestu á pari, dómarinn meira að segja líka.
Hvað hefði mátt betur fara?
Halda hreinu. Byrja betur. Klára leikinn fyrr. Ekki missa Trent í meiðsli. Burnley eru ekki einhverjir stórmeistarar, við eigum bara að sigla örugglega í gegnum þá, ekki að halda okkur í spennitreyju í 80. mínútur.
Hvað er framundan?
Toppsætið er okkar. Vikupása, aðra vikuna í röð. Brentford á næstu helgi. Áframhaldandi toppbarátta þar sem hvert einasta misstig á eftir að skipta máli. Vonandi nokkrir af lykilmönnunum okkar að koma til baka. Þessi þrjú stig sem höfðust í pokann í dag verða jafnmikilvæg og öll önnur þegar upp verður staðið.
Erfið byrjun en sigurinn aldrei í hættu.
Vonandi er TTA ekki mikið meiddur.
YNWA
Sælir félagar
Þetta hafðist en erfitt var það. Burley að spila sinn besta leik á tímabilinu og hefði getað komist í2 – 3 ef þeir hefðu nýtt dauðafærin sín. Leikur Liverpool slakur í fyrri en sínu skárri í seinni semer venja liðsins. Sigur og að halda marki yfir á M. City er mikilvægt til að halda á þeim pressunni. Sem sagt góð 3 stig og svo fara leikmenn að tínast inn aftur vona ég.
Það er nú þannig
YNWA
Frábær leikur – hraður og skemmtilegur. Þetta Burnley lið er ekkert að fara að spila einhvern Tony Pulis/Ten Hag fótbolta. Sækja og sprikla.
Kelleher bjargaði okkur á ögurstundum. Framhjáskotið var auðvitað framhjá því hann lokaði markinu.
Ægilega gaman að sjá Úrúgvæann okkar á sprettinum allan leikinn, alltaf að bjóða sig, alltaf að pressa, alltaf að ógna. Hefðum átt að skora slatta af mörkum í viðbót. Gamla sóknartríóið hefði vissulega nýtt þessi færi betur – en ok – það er ekkert grín hvernig byrjunarliðinu er sífellt róterað. Þegar við pökkuðum deildinni saman þá var þetta alltaf sami hópurinn. Sama vörnin, miðjan og sóknin. Núna er sífellt verið að rótera og það verður að segjast eins og er – að það er afrek að vera á toppnum með öll þessi meiðsli og vandræði sem hafa hrjáð liðið.
Á toppnum. Já, við skulum enda tímabilið þar!
Langar að stinga upp á umræðuefni fyrir Gullkastarana: Hver er staða TAA á næstunni og í framtíðinni?
Hvar passar hann í liðið? Ekki í hægri bak, svo mikið er víst. Og ég læt það fara gífurlega í taugarnar á mér hvað hann virkar áhugalaus um allt annað en Hollywood sendingarnar (sem eru að vísu góðar).
Passar hann ekki í hægri bak?
Kannski veit Klopp ekkert hvað hann er að gera?
Hefur spilað yfir 300 leiki fyrir LFC í hægri bakverði og verið með bestu mönnum hjá toppliðinu þetta tímabil.
Reyndar hefði ég viljað sjá einhvern annan vera varafyrirliða
Ég sagði ekki orð um Klopp.Trent passar ekki í hægri bak, af því að hann hefur engan áhuga fyrir varnarvinnu. Hefur meira að segja sagt það sjálfur. Það vita það allir sem fylgjast stíft með Liverpool að hægra hornið lekur oft hjá Trent. Það er of auðvelt að fara framhjá honum. Sjáðu bara hvað Conor Bradley gaf liðinu mikið þegar hann spilaði hægri bak núna tvo leiki í röð. Styrkleikar Trents liggja framar á vellinum. Spurningin er bara hvort hann er að fara að taka eitt af þremur miðjuplássum miðað við núverandi leikkerfi 4-3-3 eða hvort nýr stjóri hefur aðrar hugmyndir t.d. þriggja manna vörn og þá gæti Trent verið hægri vængur.
Breytir því ekki að það er Klopp sem ákveður að spila Trent í hægri bakverði og það með frábærum árangri hingað til.
Best að treysta stjóranum fyrir þessu, amk á meðan liðið er á toppnum og að slást um 4 bikara.
Henderson14….Endilega sýndu mér hvar Trent segist ekki hafa áhuga á varnarvinnu?
Mér finnst alltaf magnað að sjá menn sem sjá alltaf bara eina hliðina á teningnum, jújú, Trent er ekki besti varnarbakvörður í heimi, það vita allir, en myndi liðið tikka jafn vel ef hann væri ekki í þessu bakvarðar hybrid hlutverki?
Þetta er ekki handbolti þar sem þú getur stillt upp í vörn og sókn, og augljoslega sér Klopp það sem besta kostin að veikja hægri hliðina aðeins varnalega, til að styrkja liðið sóknarlega.
Það að stilla Trent upp á miðjuna, tekur líka út þennan “auka” mann sem hann verður inn á miðjunni í sókninni.
Það má t.d. fletta upp 90min.com grein sem birtist haustið 2022, eftir tap Liverpool á móti Arsenal, og ber yfirskriftina Trent Alexander-Arnold: Focusing on defending is ‘like playing with shackles on’
Þar segir m.a:
Trent Alexander-Arnold says that focusing on defensive positioning is “like playing with shackles on.”
Not for the first time this season, Alexander-Arnold was heavily criticised for his defending by many following Liverpool’s 3-2 defeat to Arsenal at the weekend.
Arsenal’s first goal of the match was scored on the right-back’s side of the pitch while the second was created there.
His poor defensive positioning was to blame for both in the eyes of many, but he says focusing on that aspect of the game limits his freedom and creativity.
“I never like to play the position, I play the game,” he told GQ. “[If] you play the position, it limits you. It’s like playing with shackles on.
Þessi “frétt” lyktar af því að orð hans hafa verið tekin úr samhengi til að búa til smellibeitu – hann virðist vera að tala almennt, enda fer hann oft út úr stöðu (skellir sér í sókn þegar tækifæri er til) – það segir ekki neitt um að hann hafi ekki áhuga á varnarvinnu (þó það virki þannig stundum þegar við horfum á hann spila).
“I never like to play the position, I play the game,” he told GQ. “[If] you play the position, it limits you. It’s like playing with shackles on.
“Mér líkar ekki við að spila í stöðu, ég spila leikinn” – Að spila stöðu, takmarkar þig. Það er eins og að spila í fjötrum.
Smellibeitur sem taka eina setningur og búa til fyrirsögn eru óþolandi.
Gott að vinna og heldur okkur í besta sætinu og nú er bara að halda haus í næstu leikjum og vinna svo City og ef það tekst set ég kampavínið í ísskápinn . En Alonso for létt með Bayern svo nú hlýtur hans leið að liggja heim á Anfield í vor .
Bíddu Liverpool á toppnum?
Hélt að Arsenal hefði orðið meistarar síðustu helgi.
Góður??
Spurningamerkin eru broskall.