Liverpool vann í dag Deildarbikarinn sem verður vonandi fyrsti af fjórum titlum sem liðið vinnur á leiktíðinni.
Deildarbikarinn er keppni sem oft hefur svona verið sú keppni hjá mörgum liðum sem hefur hvað mest fengið að sitja á hakanum og þegar þið mætið í vinnuna á morgun þá munið þið eflaust fá að heyra “Engan æsing, þetta er nú bara Deildarbikarinn” en við ætlum ekkert að láta það slá okkur niður. Þetta var síðasti leikur Klopp í Deildarbikarnum og miðað við það sem á hefur gengið á leiktíðinni þá er þetta gífurlega mikilvægur árangur.
Þunnt og ungt lið Liverpool mætti til leiks og var meðalaldur bekkjarins nú ekki hár þó svo að Adrian hafi reynt að toga hann eitthvað ofar en hann var það ungur að Adrian hefur kannski náð að hækka hann upp í tuttugu ára!
Það var hins vegar Virgil van Dijk, fyrirliðinn og tröll af manni, sem sá um að klára þennan leik í blálok framlengingu. Hann hafði komið Liverpool yfir en það var fundin einhver leið til að taka það af svo liðin fóru í framlengingu og þá kom þessi hálf guð og ákvað bara að skora aftur með geggjuðum skalla.
Liverpool mætir til leiks með mjög laskað lið eins og áður hefur komið fram þá vantar næstum því heilt byrjunarlið af frábærum leikmönnum og bekkurinn meira en minna aðeins samansettur af tveimur bakvörðum sem eru yfir 25 ára, Adrian og svo bara unglingar – margir hverjir sem hafa fáar eða jafnvel engar alvöru mínútur í deild. Chelsea hins vegar með sterkt byrjunarlið og nokkra dýra leikmenn á bekknum, öllu jafna hefði maður talið að lið í stöðu eins og Liverpool hefði ekki átt neinn séns – hvað þá í leik sem var spilaður í einhverjar 130-140 mínútur.
Þar sem Liverpool er ekki eins og önnur lið – í raun bara langt því frá – þá var það svo sannarlega ekki raunin og heilt yfir var Liverpool betri aðilinn í leiknum. Auðvitað áttu Chelsea nokkra kafla og góð færi en Liverpool átti það líka og yfir stærri hluta leiksins.
Það er kannski mjög erfitt í dag að velja eitthvað eitt eða tvennt sem stóð sérstaklega upp úr sem “hluturinn sem réði úrslitum” en það er hægt að súmmera það upp í rosalegum gæðum, hugarfari og því að vera með hjartað á réttum stað.
Ég get skrifað eflaust þrjú hundruð orð um hvern einn og einasta leikmann Liverpool sem tók þátt í leiknum í dag og hve frábærir þeir voru en ég reyni að súmmera þetta aðeins upp.
Kelleher elskar að spila á Wembley, hann elskar að halda hreinu þar og hann elskar að vinna Chelsea. Hann sýndi það allt í dag – vá, hann var geggjaður! Átti tvær sturlaðar markvörslur í leiknum og hefur komið frábærlega inn í þetta lið í fjarveru Alisson, þessar tvær vörslur urðu til þess að Liverpool tapaði ekki. Þess á milli gerði hann allt annað vel.
Vörnin var virkilega sterk með þá Konate og Van Dijk í fararbroddi. Þeir voru virkilega öflugir og lentu stundum í nokkuð erfiðum stöðum en nær undantekningalaust díluðu þeir við það vel og Van Dijk ætlaði svo sannarlega að vinna þennan leik og lét það ekkert stöðva sig þegar hann skallaði boltann eftir fyrirgjöf Andy Robertson í seinni hálfleik en það var dæmt af – svo hann ákvað að gera þetta bara aftur í blálok leiksins með fyrirgjöf Tsimikas sem leysti Robertson af hólmi.
Bradley var sprækur eins og alltaf og átti fínar rispur, var hent í framlínuna þegar Gravenberch var tæklaður úr leiknum eftir ljóta tæklingu Caicedo og vonlaus dómari leiksins dæmdi það ekki einu sinni sem brot. Gomez kom þá inn í bakvörðinn og gerði vel.
Elliott byrjaði á kantinum en fór á miðjunni við breytinguna í fyrri hálfleik og var að mínu mati frábær allan leikinn. Hann var alltaf í baráttunni, alltaf að leita af boltanum og skapa – úff hvað ég hélt að hann hefði lúðrað honum upp í samskeytina seint í leiknum en því miður var það ekki. Þeir félagar Mac Allister og Endo voru frábærir á miðjunni – þeir eru ekkert eðlilega öflugir þarna saman og vá hvað ég held að það sé leiðinlegt að spila á móti þeim, þeir stoppa aldrei.
Hápressa Liverpool var frábær og Luis Diaz var mjög svipaður og í síðasta leik. Hann var endalaust að, það var alltaf líf í kringum hann og hann var ógnandi þegar hann fékk færi en tókst ekki alveg að nýta þau en það er fyrirgefanlegt þegar hann reynir svona. Það má saka hann um eitt og annað eins og það að hlaupa sig stundum í vandræði eða flækja hlutina stundum fyrir sér á ögurstundu en hann stígur upp, reynir og hættir ekki – það kunnum við að meta!
Strákarnir sem komu inn voru sömuleiðis frábærir. Mér fannst mikið líf í Tsimikas sem telst nú ekki endilega inn í þennan stráka flokk en þarf að koma honum að, var ógnandi og lagði upp markið. Bobby Clark, Danns, Quansah og McConnell komu allir inn á í leiknum og stóðu sig frábærlega. Alvöru bitar þarna á ferð og þó það séu fáar mínútur hjá Danns þá átti hann stóran þátt í marki í síðasta leik og var ekki langt frá því að skora í tvígang í dag, í annað skiptið nær hann hörku skalla sem er varinn og í seinna rétt missir hann af boltanum í frákasti. Sá sem stóð upp úr í þessum hópi samt er Bobby Clark, hann var frábær í leiknum og innkoma hans var mikil vítamínsprauta á miðjuna fannst mér.
Mikilvægur sigur fyrir Liverpool og frábær auglýsing fyrir starfið sem þeir vinna í unglingastarfinu hjá Liverpool.
Næsti leikur er á miðvikudaginn gegn Southampton á Anfield í FA bikarnum svo við byrjum á að horfa þangað, það verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið verður í þeim leik þar sem það eru enn margir meiddir og búið að bætast við á þann lista þar sem Gravenberch og Endo gengu frá Wembley á hækjum og nokkrir eflaust ansi þreyttir. Vonandi verða Szoboszlai, Salah og Nunez tilbúnir í slaginn en annars er ekki ólíklegt að einhverjir af þessum strákum sem voru á Wembley í dag fái einhverjar mínútur.
Njótum fram á þriðjudag og þá getum við byrjað að spá í þeim leik! Til hamingju öll og vonandi munum við fagna saman þremur í viðbót áður en Klopp fer í frí.
Uss hvað þetta var fallegt og gott!
Í tilefni konudagsins samgleðst ég frúnni minni fyrir að við erum komin úr barneign. Það næsta hefði fengið nöfnin:
Kelleher Endo Virgil Lúðvíksson Sverriz
(eða í einhverri annarri röð)
Til hamingju Púlarar. nær og fjær. Þvílíkt lið.
Hahahaha…. góður! :0) :0) Til hamingju sjálfur!
Þú og frúin…… YNWA
Stórkostlegt hjarta í þessu liði. YNWA.
Erfiður leikur á að horfa, en alveg magnaður kjúklingasigur – Takk fyrir mig Jurgen Klopp !!!
Já!!!!!!!!!
What a freaking game!
Ég veit að þetta var bara litli bikarinn, en einhvern veginn hef ég nánast aldrei verið jafn ánægður með bikar. Kannski allt þetta rugl um að þetta legendary lið hafi ekki unnið nóg, að Klopp sé að hætta eða öll þessi börn á vellinum, en vá, þvílíkur leikur og þvílíkur sigur!!!!! ?
Hvernig væri, að skýra stúkuna í hinum endanum til móts við The Kop.. The Klopp ?
Þetta er auðvitað miklu meira en einn snotur bikar. Þetta er stórsigur liðs sem hefur mátt þola söguleg affföll vegna meiðsla lykilmanna. Þeir geta sett þessa ungu gutta inn á völlinn og þeir spila af slíkri ákefð og gæðum að ætla mætti að þeir væru þaulreyndir lykilmenn.
Magnað. Algjörlega magnað!
Geggjað til hamingju öll sömul !
Erfitt að horfa á dómgæsluna í leiknum og vonandi er Gravenberch ekki mikið meiddur en þessi character í þessu liði..og ungu strákarnir stóðu sig eins og hetjur.
VVD er leiðtogi og alvöru fyrirliði þvílíkur leikmaður.
Kellegher átti stórleik algjörlega frábær !!!
Maður leiksins ásamt að sjálfsögðu VVD !
YNWA !
The Klopp Kids!!
Its not alabout money… sky sports
Strákarnir okkar frá bítlabænum fengu geggjaða reynslu á að vinna eitthvað!.
Reynslu sem Eiður Smári talaði um að kæmi sér vel fyrir þetta Chelsea lið upp á framhaldið .
En það er allt okkar meigin núna.
Engin orð, magnað, magnað, magnað….. maður er bara eins og fyrliðinn…. klökkur!
Virgil kominn í mitt “all times” Liverpool lið.
Endo er að verða minn uppáhalds leikmaður, “Ol’ reliable”.
Who needs Enzo when you got Endo 🙂
Virgil van Dijk átti heldur betur skilið að lyfta bikar með Klopp. Búinn að vera ótrúlegur á þessum meiðslatímum.
Þvílík kaup í þessum Endo. Allt í öllu. Mccallister ef hann heldur uppteknum hætti Lfc season player. King virgil bara alltof góður. Og kelleher sem ég var með áhyggjur yfir ” með performance to remember”…
King Jurgen Lfc legend
Þvílík frammistaða, þvílíkur sigur, þvílíkt afrek.
Herr Klopp, einfaldlega bestur.
Love it
Sælir félagar
Það var gaman í Mini-garðinum í dag að horfa á varalið og kjúklinga Liverpool spila betur en Chelsea allan tímann undir öruggri stjórn fyrirliðans sem átti stórleik enn einu sinni. Þetta lið Kopp’s er magnað og líklega hefði enginn stjóri í heiminum búið til slíkt lið úr svo þröngum hópi. Magnað og málmur kominn í hús. Takk fyrir mig.
Það er nú þannig
YNWA
Frábær hjá öllum, það kom ryk í augun hjá manni þegar bikarinn fór á loft. Sýnir hversu flottur stjóri Klopp er, hefur mikla trú á ungu strákunum.
Við hér á Ystu Nöf elskum málma. Gullmálma! Áfram Liverpool.
Verður Gunna spá ekki að fá sér gulltönn?
Gefum Klopp ársleyfi eftir season-ið, Pep Lijnders tekur árið og svo kemur okkar maður Jurgen endurnærður til baka, díll?
Til hamingju með ? kæru Liverpool aðdáendur.
Maður hefur vonda tilfinningu eftir þennan leik þrátt fyrir sigur, það læðist að manni sá grunur að að dómarinn hafi vísvitandi reynt að koma í veg fyrir að það yrðu skoruð mörk í þessum leik og eins það að það hafi ekki komið spjald í leikinn fyrir en í lok leiks og þá fyrir frekar litlar sakir.
Það væri ekkert nýtt í fótboltanum að peningar skifti um eigendur og ef ég mann rétt þá kallast það veðmálasvindl og/eða mútur til þess að hagræða úrslitum.
Tókum þessu brekku….þrjár eftir…..
Til hamingju með bikarinn kæru Liverpool aðdáendur átti þetta að vera en ekki spurningamerki.
Já, djöfullinn bara. Þetta var með eindæmum andstyggilega illa dæmdur leikur frá Liverpool sjónarhorni. Hlýtur að vera fiskur undir steini, þetta er ekkert eðilegt. Myndi vilja sjá reynda dómara fara yfir þennan leik í bresku sjónvarpi.
Hlýtur að vera skoðað…..
mjög einbeittur vilji til að dæma markið af. Gríðarlega langsótt ákvörðun.
Og hefði aldrei gerst án VAR. Þetta er atvik sem sést í hverju einasta horni í hverjum einasta leik og engin leið að dæma á þetta án þess að grandskoða það í sjónvarpi úti í bæ. Einbeittur brotavilji, segi ég.
já, eins og Carragher sagði að það muni fá mörk koma til með að standa hér eftir úr föstum leikatriðum sem þessum, ef svona ákvarðanir eru það sem koma skal.
Jafnvel þó að það sé að færa einhver rök fyrir þessari ákvörðun þá var greinilegt að ætlun VAR var að leita að einhverju til þess að geta dæmt markið af.
Endo í rangstöðu stendur fyrir varnarmanni sem mögulega ætlaði að fylgja VVD og þannig hafði hann áhrif.
Einhverjir vilja líka meina að þessi tæpa rangstaða í markinu sem dæmt var af Chelsea hafi haft áhrif á ákvörðunina.
Ekki furða að Klopp hafi látið í sér heyra eftir leikin og kvartað undan gæðum dómgæslunnar.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómarans frá manchester að skemma leikinn og leyfa síbrotamanninum Casedo að brjóta á leikmönnum okkar eins og honum sýndist og þannig afhenda chel$ki Carabao bikarinn, þá syndum við honum að hvolpasveitin lætur ekkert koma sér úr jafnvægi. Þvílík snilld hjá VVD að skora bara annað skalla mark og gefa þessum dómara langt nef.
Já, en segiði nú okkur hinum hvernig ykkur virkilega líður 😉
Þessi sigur og þessi bikar. Við tökum þeim fagnandi báðum tveim. Gaman að heyra hvað þessi sigur skipti Klopp miklu máli. Ég var fyrir leikinn alveg á því að það ætti alls ekki að taka neina sénsa með Salah, Nunez og Szoboszlai, því það að vinna deildina er margfalt mikilvægara en þessi bikar. Væntanlega eru Klopp og sjúkrateymið ánægð með að hafa gert nákvæmlega það, og sett traust sitt á margumtalaða hvolpasveit, sem sýndu að þeir eru traustsins verðir.
Hvað mann leiksins varðar þá er nokkuð ljóst að Virgil og Kelleher standa þar uppúr, en svo koma aðrar frammistöður ekki langt undan. Endo er ótrúlega mikilvægur. Mac Allister er það líka. Elliott er sífellt að vaxa, og jújú hann er ekki búinn að ná toppnum á sínum ferli, for helvede hann er jú bara tvítugur strákurinn.
Þetta með meiðslin hjá Gravenberch og það að Endo skyldi yfirgefa leikvanginn á hækjum er mikið áhyggjuefni. Það sem manni finnst líka áhyggjuefni er hvað liðið er að missa marga menn í meiðsli fyrir atvik sem er ekki spjaldað fyrir og jafnvel ekki einusinni dæmt á. Er ekki eitthvað prógram í gangi varðandi að vernda heilsu leikmanna? Er ekki litið mjög alvarlegum augum á það þegar menn fara í tæklingu með takkana upp fyrir ofan kúlu? Af hverju eru þá svona atvik látin óátalin? Bara sorrý en ég sé ekki muninn á tæklingunni hjá Caicedo á Gravenberch annars vegar, og svo tæklingunni hjá Curtis í Spurs leiknum í haust. Sturlað að aðeins önnur tæklingin hafi haft í för með sér rautt spjald, og að það sé sú sem EKKI olli meiðslum. Ég veit alveg hvernig reglurnar eru, og ég bara fæ það ekki til að ganga upp í höfðinu á mér hvernig það eigi að teljast eitthvað samræmi í þessu. Í stuttu máli: ef það er verið að reka menn af velli fyrir tæklingar sem HEFÐU getað valdið meiðslum, er þá ekki sjálfsagt að a.m.k. spjalda menn fyrir tæklingar sem RAUNVERULEGA VALDA MEIÐSLUM?
Og í lokin: ef hún Ulla okkar sest ekki niður með Klopp við eldhúsborðið síðar í kvöld og spyr hann “hvernig getum við yfirgefið klúbbinn eftir svona kvöld?”, þá þekki ég hana Ullu mína bara nákvæmlega ekkert (hint: ég þekki hana ekkert).
Nú þarf bara að ná í lið á miðvikudaginn. Forgangurinn í mínum huga ætti að vera:
1) Deildin
2) Deildin
3) Deildin
4) EL
5) FA bikarinn
og persónulega sé ég bara ekkert að því að leyfa Xabi að vinna EL. Auðvitað þýðir þetta ekki að liðið eigi að fara inn í leiki til að tapa þeim, en þessi meiðslalisti er bara svo lööööngu hættur að vera fyndinn. Það er leikur við Forest á laugardaginn kl. 15, og ég vil að það verði hægt að stilla upp liði sem vinnur þann leik.
Dómarar – ætla bara að nefna tvö atriði af milljón.
Ökklatækling með tökkum á Gravenberch sem er í framhaldinu borinn af velli. Ekki rautt. Ekki gult. Ekki einu sinni aukaspyrna. Ha?
Chilwell aumingi hrindir Bradley og reynir af öllum kröftum að snapa fæting við hann. Bradley tekur ekki þátt í ruglinu og labbar bara í burtu. Bradley FÆR GULT SPJALD og er á því stóran hluta leiksins. What?
Það er alveg á hreinu að PGMOL er ein af ástæðunum fyrir því að Klopp er búinn að fá nóg af ensku deildinni. Og það þyrfti í alvörunni að fara yfir þennan leik með toppdómara frá Evrópu (ekki UK) til að benda opinberlega á allt ruglið.
“Það er alveg á hreinu að PGMOL er ein af ástæðunum fyrir því að Klopp er búinn að fá nóg af ensku deildinni. Og það þyrfti í alvörunni að fara yfir þennan leik með toppdómara frá Evrópu (ekki UK) til að benda opinberlega á allt ruglið.”
Þetta er 100% rétt hjá þér.
Ég er nefnilega sannfærður um að eftir 1-2 ár muni Klopp tjá sig um raunverulegar ástæður um af hverju hann ákvað að hætt fyrr en samningurinn hans sagði til um.
Mögulega er það hans karakter sem er kominn í fangelsi hjá dómarasambandinu sem virðist einbeita sér að því að setja Liverpool í sérmeðferð.
Þetta veit Klopp og þess vegna ætlar hann að hætta.
YNWA
Mikið rétt.
Og ég bæti við því sem ég segi.
Caicedo á brot á Mcallaster stígur ofan á hann og hann liggur eftir eftir það. Það er klárt gult .svo kemur þessi rugl tæklingu í framhaldinu.
Ben chillwell missir boltann til conor Bradley sem kemst framfyrir hann og er á leið inn í teig þegar hann rífur conor niður ekki gullt . Svo fær hann gula ásamt conor aðeins seinna
Chelsea átti að vera allavega manni færri eftir fyrri 45.
Svo er dæmt mark af okkur Ok gott og vel þá verður gaman að sjá framhaldið með svona föst leikatriði. Að þetta sé bara ekki einstakur dómur
Held að Endó hafi einungis notað hækjur vegna þess að hann var stífur í fótunum. Það sást í fagnaðarlátunum hversu stífur hann var.
Vissuega þarf Enda góðan tíma í endurheimt og missir væntanlega af FA cup leiknum á miðvikudaginn, en ég yrði hissa ef hann missir af fleiri leikjum en það.
Vonum það besta með Gravenberch. En það eru amk einhverjar vikur í hann.
Svo innilega sammála þér Daníel og ykkur hinum – svo endanlega hætti maður að horfa á boltann ef bláu spjöldin koma til sögunnar! Læt fylgja með hér athugasemd af BBC:
“Endo was seen limping away, they lost Gravenberch in the first half, and one of our people in the tunnel heard one of the Liverpool coaches saying ‘we’re running out of crutches!”
Mín túkall á þá sem komu að leiknum:
Klopp 10
Kelleher 10
Bradley 9
Konate 9
VvD 10
Robbo 8
Endo 9
Mac 9
Ryan 8
Diaz 8
Gakpo 8
Elliot 9
Allir varmenn 8
Aðaldómari leiksins 0
Aðstoðardómarar 3
Starfslið LFC 10
Það er nú þannig
YNWA
Stórkostlegur sigur hjá unga liðinu okkar á móti olíuveldinu. Gjörsamlega frábært!
Sælir.
Bikar í hús. Hreint lak. Bobby Clark spilaði 50 mínútur. Conor Bradley 72 mínútur. Jayden Danns, James McConnell og Kostas Tsimikas fengu 35 mínútur. Jarrell Quansah spilaði síðustu 17 mínúturnar. Þetta fer allt í reynslubankann hjá þessum ungu strákum. Bradley, Tsimikas og Quansah eru í og við aðalliðið.
Geggjaður sigur. Verðskuldaður þar sem fyrra mark VVD átti að standa.
Vont að missa Gravenberch og Endo yfirgaf Wembley á hækjum. Þetta er löngu komið að þolmörkum þetta meiðsla rugl.
Efast nokkur um Klopp lengur ??? Elska hann ekki allir þessa stundina. Munið það ef illa gengur.
Það verður mikil eftirsjá af honum. Enn einu sinni hefur hann byggt upp nýtt lið með ungum leikmönnum. Þvílíkt. Þetta geta bara snillingar. Mórallinn í kringum hann er geggjaður og hefur smitast til annarra stjóra og leikmanna.
Hann getur ekki yfirgefið liðið í vor án þess að klára verkenfnið með unglingana. þeir eiga það skilið að Klopp haldi áfram.
Dómarar í Englandi eru hlutdrægir og hafa áhrif á úrslit. Þeir hagræða úrslitum eftir því hver færir þeim þyngstu ferðatöskuna eftir leik. Fáránlegt að ekki sé hægt að kæra dómara.
Hver segir að mútur eigi sér ekki stað í Englandi eins og víðar ??? Hefur það verið kannað ?
Allt liðið átti frábæran dag þvílíkir snillingar. Alison má fara að passa sig 😉
Elska Liverpool í blíðu og stríðu og það gera alvöru poolarar.
Áhugavert að sjá hvað þeir segja í Mathc of the day á BBC 1
Það sem ég lærði í dag:
1. Liverpool er besta lið í heimi sama hvaða 11 eru í treyjunni.
2. Klopp getur gert eir að gulli og við þurfum að byrja undirskriftarherferð til að fá hann til að vera áfram hjá okkur (með árs fríi ef þarf til)
3. VAR á Englandi er góð hugmynd illa framkvæmd af lélegu dómarasambandi sem þjónar helst þeim tilgangi að neyða dómara til að dæma eftir reglum frekar en skynsemi
4. Í enska boltanum mátt þú brjóta af þér og lappir annarra leikmanna ef þú bara gerir það á réttum tíma og þegar boltinn er ekki nærri (lærði þetta að vísu fyrst með líkamsárá Dickford á Virgil um árið).
5. Besta leiðin til að verjast aukaspyrnum er að hlaupa á sóknarmann sem var rangstæður. Það er alltaf rangstaða er okkur sagt.
Miðvikudagurinn kemur ekki nógu fljótt.
Svo yndislegt!
Mikill tilfinningarússibani sem ég upplifði yfir leiknum sem endaði með öski, hoppi og hamagangi.
Fyrir leikinn, með heilt byrjunarlið af ásum á meiðslalistanum vs milljarða svindl lið Chelsea var ég skíthræddur.
En nei nei, þetta var stórkostlegt.
Þvílíki reynslubankinn fyrir ungu leikmennina okkar.
YNWA
Er vitað hversu mikil meiðsli eru hjá Gravenberch og Endo eftir leikinn í gær ?
Vonandi er þetta lítið og þeir koma sem fyrst til baka við þurfum á þeim að halda.
Þetta var svo sturlaður sigur og að vinna chelsea með þessa ungu stráka inná vellinum var svo sætt.
en það er stutt í næsta bikarleik sem verður núna á miðvikudaginn.
Hvaða leikmenn í undir 10 ára eru tiltækir fyrir Klopp í þann leik ?
Án gríns þá erum við í skuggalegum vandræðum og það styttist í City leikinn og þá verður erfitt að spila með 18-19 ára gutta í liðinu.
Nýjar fréttir af litlu bræðrunum í bláu! Stigafrádráttur Everton minnkaður úr 10 stigum niður í 6 eftir áfrýjun.
Á sama tíma og við getum ekki hætt að dásama stórkostlega frammistöðu ungu strákanna okkar, megum við ekki gleyma miðjumeistaranum Wataru Endo. Ég fullyrði að hann sýndi eina allra bestu frammistöðu miðjumanns í úrslitaleik frá upphafi. Bara vá. Ég man þegar Liverpool vann bikarinn 2022 og Taki Minamino var svo feiminn að hann þorði vart ekki að lyfta honum … jafnvel þó hann hafi verið ein stærsta ástæða þess að þeir komust í úrslitaleikinn. Að sjá Endo lyfta bikarnum eftir að hafa leikið á fullu í 120 mín og á síðustu mínútunum á tómum eldsneytistanki og varla að komast upp tröppurnar á Wembley og ganga út frá leikvanginum á hækjum vekur upp stórt bros á andliti mínu !
Ekki líst mér vel á fréttir um að Jim Ratcliffe rói öllum árum að því að ráða Julian Ward í head of recruitment stöðuna hjá MU. Ég trúi því ekki að okkar fyrrum innkaupa- og sölumeistari láti glepjast yfir til höfuðandstæðinganna. Það væri kjaftshögg.
Kannski er ég að rugla saman mönnum. Var það ekki Michael Edwards sem galdraði manna mest hjá Liverpool?
Jú passar. Ward held ég að hafi ekki náð sömu hæðum og Edwards, tók vissulega við af honum, en hætti svo fljótlega.