Bekkur: Adrian, Konate, Nallo, Scanlon, Mac Allister, Nyoni, Danns, Gordon, Díaz
Líklega náði enginn að giska á uppstillinguna, og við vitum ekki einusinni hvernig þessu verður stillt upp úti á velli. Er Bradley í Salah stöðunni, eða er Harvey þar og Gomez í sexunni? Er Koumas á miðju í 4-4-2? Þetta kemur allt í ljós þegar leikurinn byrjar, en maður vonar að stjóri Southampton sé jafn ruglaður í ríminu og við hin öll með hvernig þessu verður stillt upp.
Númer eitt: KOMA HEILIR ÚR ÞESSUM LEIK!!!!
Númer tvö: vinna og komast í 8 liða úrslitin.
Búið að draga og ef 8 liða úrslitin bíða þá er það útileikur gegn Forest eða United.
KOMASVO!!!!
Það er rosalegt að sjá þetta, sem betur fer erum við í bikarleikjarönni núna en ekki deildarleikjum.
Hef samt áhyggjur að engin af þeim Salah, Nunez eða Szobozlai skuli ná bekk í kvöld.
Ég get ekki sagt flott lið en athyglistvert i meira lagi og vonandi koma þeir heilir úr þessum leik.
Vinandi vinnum við þó og ég held að Joe Gomez verði með sigurmarkið í kvöld
Úff, mig bara svimar að horfa á þessa uppstillingu, sem minnir á bekkjarmynd úr grunnskóla.
Búið að draga næstu umferð. Sigurvegarinn úr þessum leik mætir Forest eða United úti.
Sem sagt Nottingham Forest.
Þetta er áhugavert svo ekki sé meira sagt. Verður spennandi að sjá úr hverju þessir ungu menn eru gerðir. Hef alltaf trú á mínu liði og skal fúslega viðurkenna að ég er ótrúlega spenntur fyrir þessum leik. Hvert verður uppleggið, hver verður hvar, hvað heita þeir….þetta er bara snilld 🙂
YNWA
Fæðast stjörnur í kvöld….
Ekki er einhver með link á leikinn ?
https://footy.soccerstreams100.io/
Er einhver snillingur með hlekk á leikinn?
Það er yfirleitt alltaf hægt að finna linka á footybite punktur to
Það er ómögulegt að geta til um gæði þessara leikmanna. En að Bradley sé vængmaður en ekki bakvörður sem á að vera hans aðalstaða, segir mér að það er fátt um fýsilega kosti. Við eigum möguleika á Macalester, Konate og Diaz af bekknum ef þeir höndla þetta ekki guttarnir okkar. En hvolpasveitin hefur staðið sig vel hingað til, svo mér dettur ekki hug í að afskrifa þá.
YNWA:
Bradley vængmaður?
Reyndar spilaði hann sem vængmaður i gegnum alla yngri flokka.
Þetta er annsi þungt hjá okkar mönnum, sem er skiljanlegt.
Flott mark hjá Koumas!
Mjöögggg sáttur við hálfleikstöðuna. Færin hafa klárlega ekki verið okkar og það sést eðlilega á spilamennskunni að hvolpasveitin er uppistaðan í liðinu. En þvílík reynsla sem þessir gæjar eru að fá. Verst að Klopp sé ekki með þá eitt ár í viðbót. Nú þurfa menn bara að halda haus og halda þetta út
YNWA
Lewis Koumas snilli! 18 ára, fyrsta start fyrir Liverpool og bang – fyrsta markið! Cool as a cucumber.
Hrikalega gaman að horfa á þetta. Guttarnir hafa unnið sig vel inní leikinn.
Liðið er búið að vera heppið að hafa fengið ekki á sig mark. Southampton hefur fengið miklu opnari færi. Ég veit ekki hver það var en einn miðjumaðurinn var að missa boltan á stórhættulegu svæði því hann var að reyna að snúa sér við með mann í bak. Þetta er eitthvað sem má ekki gerast og eitthvað sem leikmenn t.d eins og Macalester hefðu aldrei gert.
En þetta mark hjá Koumas kom á réttum tíma. Í raun er þetta draumi líkast. Hál ótrúlegt að enn einn guttinn er að skrifa söguna hjá Liverpool. Þetta er eitthvað sögulegt í gangi hjá okkar klúbbi.
Enn fyrst þurfa þeir að vinna leikinn og þeir þurfa að laga varnar vinnuna til þess að það gerist.
Macallister hefur reyndar tapað boltanum nákvæmlega svona í vetur og Endo líka, báðir á fyrrihluta tímabilsins
Vel gert hjá 18 ára Koumas, en 24 ára Gakpo skuldar okkur sannarlega mark í seinni hálfleik.
Ok VVD farinn útaf í stað Konate…verið að hvíla hann ekki satt?
Hver tók þá við bandinu?
Tók ekki eftir því og góð spurning.
Joe Gomez.
Selja gakpo. Getur ekkert
Ég vil sjá Jayden Danns koma inná í staðinn fyrir Gakpo. Ekki næg gredda og hraði í Hollendingnum í kvöld.
Geggjað ! Danns !!
K.I.Ð.L.I.N.G.A.R.N.I.R. K.L.Á.R.A. Þ.E.T.T.A. !!!
Það þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu…ungu strákarnir redda þessu bara !
Danns er meira en efnilegur, en Gakpo er enn efnilegur.
Gakpo hefði nú alveg mátt renna boltanum á samherja, t.d. Danns. En ungu mennirnir hafa reykspólað í kringum blessaðan kallinn. Sjálfsagt orðinn stressaður að missa sætið sitt.
Danns aftur !!
Djufulsins snilld er þetta !
Mo Salah 2.0!!
Maður er bara eitt stórt bros. Rosalega er gaman að vera stuðningsmaður Liverpool.
Geggjaður sigur og Klopp er bara einhver galdramaður þegar kemur að því að blása sjálfstrausti í leikmenn!!
Ég er strax farinn að hafa áhyggjur af hvaða dómarafíaskói verður boðið upp á á gamla túninu ? næstu umferð :s
Webb verður á flautunni, Fergie verður vallarþulur og Neville-systur sýna dans í hléi.
Þetta lið vá bara vá
Það verður að hleypa kjúklingunum út á laugardaginn, það er Evrópuleikur næst og svo olíuborna liðið eftir það…
Fyrirgefið mér. Ég er rétt að vona að ég hafi ekki verið sá eini sem tók eftir Joe Gomez sem sexu? Byrjaði nett ringlaður en svo með hraðabreytingar og lesandi leikinn eins og hann hefði gert þetta þrisvar í viku. Það er mega fótbolti í þessum náunga ef hann er heill og spilar.
Gomez hefur alltaf staðið fyrir sínu ef hann hefur fengið nokkra leiki í röð en virkar stundum svolítið ryðgaður þegar hann spilar lítið og sjaldan, hann er einn af mínum uppáhalds leikmönnum, hann hefur haldið tryggð við klúbbinn þótt hann hafi mátt dúsa á bekknum of á tíðum og fengið harkalega gagnrýni hjá stuðningsmönnum Liverpool þeir eru vonandi farnir að hafa vit að þegja sem mest hafa galað um hvað hann sé vonlaus og lélegur.