Stelpurnar mæta Leicester í bikarnum

Það er skammt stórra högga á milli hjá klúbbnum okkar, og við minnum auðvitað á upphitunina fyrir City leikinn ásamt yfirferð Einars Matthíasar á endurkomu nördanna, en núna kl. 12 ætla stelpurnar okkar að mæta Leicester í 8 liða úrslitum FA bikarsins.

Þetta verður í annað sinn á leiktíðinni að þessi lið mætast á Prenton Park, í fyrra skiptið var það í deildinni og þá unnu okkar konur 2-1 sigur. Leicester hafa annars verið á uppleið síðustu 18 mánuði, litu út fyrir að vera fallbyssufóður í upphafi síðustu leiktíðar en tóku sig saman í andlitinu og hafa verið ólseigar síðan. Hins vegar er nú í gangi rannsókn á því hvort þjálfarinn þeirra hafi verið að “liggja á liði sínu”, þ.e. að hann hafi átt í sambandi við leikmann. Höfum sem fæst orð um það þar til niðurstaða fæst í það mál.

Okkar konur stilla upp eftirfarandi liði:

Laws

Clark – Fahey – Fisk

Koivisto – Lundgaard – Matthews

Höbinger – Kearns

Enderby – Roman Haug

Bekkur: Micah, Parry, Bonner, Daniels, Lawley, Kiernan, van de Sanden

Enn vantar nokkra leikmenn: Holland enn í banni, Hinds varð fyrir bakslagi í sínum meiðslum og verður væntanlega frá í 3 vikur til viðbótar, nú og svo er afmælisbarn dagsins ekki á skýrslu en Fuka Nagano verður 25 ára í dag.

Það væri nú aldeilis gaman að ná að komast í undanúrslitin í bikarnum í dag.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player.

KOMA SVO!!!!

Ein athugasemd

  1. Ofboðslega pirrandi 0-2 tap, og okkar konur falla úr leik í bikarnum. Leicester til hróss þá börðust þær einfaldlega meira. Greinilegt að það munar um að missa Nagano og Holland af miðjunni, ekki það samt að Lundgaard, Missy Bo og Höbinger stóðu sig alls ekkert illa.

    Áfram gakk.

    1

Upphitun fyrir leikinn stóra

Byrjunarliðin klár! Quansah og Szoboszlai byrja, kóngurinn á bekknum