Taugarnar þandar til hins ítrasta og klukkutími í leik. Klopp hefur ákveðið að þetta séu þeir 11 sem hefja leik gegn svindlurunum!
The Reds to take on Manchester City ??#LIVMCI
— Liverpool FC (@LFC) March 10, 2024
Hinum megin stilla eftirfarandi 11 leikmenn sér upp:
Today's City squad! ?
XI | Ederson, Walker (C), Stones, Akanji, Ake, Rodrigo, De Bruyne, Bernardo, Alvarez, Foden, Haaland
SUBS | Ortega Moreno, Dias, Kovacic, Doku, Gomez, Gvardiol, Nunes, Bobb, Lewis#ManCity | @etihad pic.twitter.com/p8vXs8LBWC
— Manchester City (@ManCity) March 10, 2024
Líklega síðasti slagur Pep og Klopp, skemmtilegusti stórleikur í heimi. Hvernig eruð þið stemd?
Svosem vel í lagt að kalla Adrian kónginn, en jú hann er búinn að vera drjúgur í gegnum tíðina.
Þokkaleg spenna fyrir þennann leik……Endo, Szoboszlai og Mac Allister verða og munu eiga stórleik og við vinnum!
Vonandi að Endo fái ekki gult snemma….
City með sitt allra sterkasta lið, búnir að hvíla lengur á meðan okkur vantar nokkra lykil leikmenn, styttri hvíld og ferðalag til Prag, þetta verður bras.
En á maður ekki að trúa?!
YNWA
Nógu erfitt er að mæta Man City á venjulegum degi en með 10 menn meidda og marga af þeim lykilmenn, aðra að koma úr langtímameiðslum (Salah, Szobo) og með 4 kjúklinga á bekknum lítur þetta nánast vonlaust út fyrirfram til að vera hreinskilinn. Þyrftum eitthvað kraftaverk í dag, rautt á City snemma eða eitthvað til að eiga möguleika að mínu mati. Vona að ég hafi rangt fyrir og við fáum kraftaverk.
Segi bara Úff!
Það væri frekja að ætlast til að þetta Liverpool lið vinni Man115City….
En ef kraftaverkin gerast eitthverstaðar í fótboltanum þá er það hjá þessu félagi og þessum Velli með þessum stuðningsmönnum
Liverpool+Anfield+Stuðningsmenn=3
Nú ákalla ég Þór, Óðinn og Freyju!
Óminnishegrar: Man ekkert, Veit ekkert, Skil ekkert vík burt!!!
Alltaf vitað að þetta yrði brekka með meiðsli lykilmannna og menn sem eru enn að spila upp form eftir að koma til baka.
City vel hvíldir fyrir leikinn og við erum það ekki.
Eins og var sagt fyrir ofan nógu erfitt að mæta þeim þó við værum með alla til taks.
En maður trúir á Klopp og liðið og það mun ekki breytast hjá mér í dag alveg sama gegn hverjum.
Koma svo !
YNWA
Sigga hringdu í pabba. Ég er eftir að millifæra.
Gunna!! Gunna!! Gunna!!
Ég fór út í góða kraftgöngu til að ná mér niður fyrir leikinn og svitnaði enn frekar þegar ég sá byrjunarliðið.
Skítur skeður en vonandi ekki í dag. City klárlega sterkara liðið á pappírunum en það eru ekki pappírar sem skila sigri. Hvernig sem þessi leikur fer þá erum við samt vel inn í baráttunni og í raun meiri pressa á city. En ég trúi allt til loka og vonandi fáum við bara góðan leik þar sem fótboltinn verður upp á sitt besta og engir skandala og eftirmálar frá dómurum og var.
YNWA
Anfield tekur þetta!
þetta fer því miður bara á einn veg.
of stór biti
Trúa trúa trúa
Aldrei að gefast upp fyrirfram ! ALDREI !
Leikir á milli þessara liða er eitthvað allt annað en önnur lið bjóða uppá…..lofa góðu fyrstu 20min….
Þetta var óþarfi.
Slysalegt mark að fá á sig gegn gangi leiksins. En vel sett upp hjá City
Var fatalt að nota konate í seinni hálfleik á móti sparta. Þurfum hann í þennan leik.
Við erum ekki að fara að tapa þessum leik come on Reds
Var Aké ekki rangstæður þegar hann ýtir Alexis út þannig að Stones fær færið???
Nei því sendingin til hans, eða hornspyrnan er tekin á innsta punkti vallarins.
Frábær skemmtun þessi leikur og góð frammistaða hjá okkar mönnum.
Úff, hvað skipperinn lét snuða sig illa! Stundum of værukær.
Þarna eiga hinir að láta hann vita !
Liverpool búnir að vera miklu betri.
Salah og Robertson inná í seinni við skorum koma svo !
Allester átti að hlaupa á mær og hreinsa en var ýtt og blokkaður . Markið átti ekki að standa. Ef við notum áhærsluna í Carabo cup.
En að öllu gríni slepptu þá var mjög klaufalegt og raun leiðinlegt fyrir okkur að fá svona mark á okkur. Plataðir upp úr skónum.
En erum flottir bara halda áfram og reyna hitta á helvítis markið
Það vantar ekki mikið uppá. Höldum í trúna alla leið!!!!
Það er nú þannig
YNWA
Bara pæling, en er mikill munur á því sem Ake gerði annars vegar og það sem Endo gerði nokkrum leikjum áður. Báðir stoppa manninn sem á að dekka þann sem skoraði. Ake hélt klárlega í Mac.
En kannski eru gleraugun of rauð 🙂
Það var ekki dæmt brot á Endo heldur rangstaða.
Ake var kolrangstæður líka
Má Aké ýta McAllister í burtu þannig að Stones sleppi í gegn? Hugsar aldrei um boltann??
Vonandi koma menn dýrvitlausir til leiks eftir hálfleiksræðu Klopp. Að svo stöddu finnst mér ekki kalla á neina skiptingu í bráð enda með þunnan bekk.
KOMA SVO!
Salah inn strax eða 50-60min fyrir Elliott….
Ágætis frammistaða og eigum alveg roð í þetta City-lið.
Mér persónulega fannst samt frekar slappt að láta Stones ná að skora þarna og á þennan hátt.
En menn verða bara að rífa sig upp og sýna að þeir ætli sér titilinn!
Halda haus í vörn og sýna meiri gæði í sókn og færanýtingu og þá er séns að snúa þessu við.
Þetta mark hjá city er snilld….Trent og Origi gerðu eina útgáfuna…..skorum mörk á eftir…
Holy dem hefði getað verið rautt á hann
MAC en ekki hver !!
koma svo skora annað og vinna þennan leik !
Sala, kemur inná og klárar þetta.
Ég vil fá Salah inn á og það STRAX !
Getur einhver fróðari en ég útskýrt af hverju þetta var ekki rautt á Ederson ?
Af því þetta er City.
Sly útaf ? Búinn að vera frábær
Skil ekki þetta með Sly í staðinn fyrir Elliott ?
Díaz días días. Kom on
Djöfull! Er! Bjarni Guðjóns! Fokking! Leiðinlegur!
Hann getur eyðilagt leiki með innihaldslausu blaðri.
Drepur stemmninguna að mjúta leikinn en það er alveg að detta í það.
Annars geggjaður leikur!
Dýrð sé Klopp í upphæðum. YNWA
Fagna því að 2 séu í settinu finnst Bjarni mjög góður í að lýsa….
Minn straumur er á ítölsku.
… skil mátulega ekkert. Mæli með því, tek leikinn beint í æð þannig!!
Elliott þetta er þinn tími…..
Nú hefði verið gott að hafa Jota.
Nei, ekki Gakpo! Komdu nú með sokkinn, drengur…
Við klárum þennan leik…..Salah kemur með eitt í blálokin eða Gakpo…..
Okkar tími runnin upp…..stöngin inn…..
Halló!! Hvað hefði verið dæmt á þessa takka í brjóstkassann úti á velli?
NKL
Takkar í bringu? Ekki víti?
Næ þessu ekki
Rændir !!!!
Áttum að vinna!
Skil ekki af hverju Nunez var tekinn út af…
Diaz klaufi en frábær á boltanum.
Hver er þessi Haland? Hvar var hann ahh í poppaði úr vasanum hans Virgil ?
Nunez er tæpur, þess vegna útaf. Elliot búinn að vera geggjaður undanfarnar vikur og Sly að koma úr meiðslum.
Ef bara Gakpo gæti komist í gang, virkaði manna slappastur frá því hann kom inná.
Þetta er bara geggjað lið sem við eigum.
Það besta sem getur gerst eftir leik ef city eru ánægðari en við með stigið….vona að þessi barátta sé á milli Liverpool og Arsenal…