Annað kvöld kemur Sparta Prag á Anfield þegar liðin mætast í seinni leik sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar en staða Liverpool eftir fyrri leikinn er ansi góð þar sem liðið leiðir 5-1.
Það má því segja að leikurinn á morgun sé í raun bara algjört formsatriði sem þarf að klára á þá veg að Liverpool má ekki tapa með fjórum mörkum eða meira. Þar sem bikarleikur við Man Utd á Old Trafford er um næstu helgi þá má nú alveg búast við einhverjum breytingum á liðinu – sem að ég held að verði þó alveg nokkuð sterkt.
Ryan Gravenberch sást á æfingu með liðinu í dag og verður spennandi að sjá hvort að hann verði tilbúinn og Konate virðist ekki tilbúinn fyrir þennan leik en vonandi verður hann tilbúinn á sunnudaginn.
Þar sem Konate er off og auðvitað Matip þá verður áhugavert að sjá hvað verður gert með vörnina. Joe Gomez gæti auðvitað fært sig í miðvörðinn en hann hefur meira en minna spilað bakvörð undanfarnar vikur og mánuði svo spurning hvort hann verði við hlið Quansah eða Van Dijk. Ég yrði þó ekkert hoppandi hissa ef Quansah og Van Dijk byrji leikinn saman og Gomez jafnvel á bekknum.
Nallo, miðvörðurinn ungi sem hefur verið á varamannabekknum einhverja leiki undanfarið, er ekki gjaldgengur í keppnina sem er synd því þarna hefðu kannski opnast mínútur fyrir hann.
Því miður virðist Danns enn vera frá eftir heilahristing sem hann hlaut gegn Nottingham Forest og hefði verið gaman að sjá hann í framlínunni. Koumas hins vegar er líklega í hóp ásamt Musialowski, Nyoni og Gordon og eflaust sjáum við einhvern þeirra fá mínútur og mögulega byrja leikinn.
Bradley – Quansah – Van Dijk – Tsimikas
Szoboszlai – McConnell – Clark
Salah – Gakpo – Koumas
Ætli ég giski ekki á þetta einhvern veginn svona. Leikmenn eins og Salah og Szoboszlai fá mínútur til að vonandi spila sig aðeins í gang, Nunez byrjar eflaust á bekknum og líklega byrjar einn af yngri leikmönnum frammi. Clark byrjar pottþétt og ég myndi giska á McConnell líka. Spurning hvort Adrian gæti jafnvel byrjað líka en ég efa það.
Engin meiðsli, þægilegur leikur og vonandi einhver mörk þegar Liverpool tryggir sig enn öruggara í næstu umferð er vonandi það sem við fáum að sjá á morgun og krafan er svo sannarlega sú að það skuli takast.
Ég væri frekar til í að sjá Gomez leiða liðið á völlinn í kvöld og gefa Van Dijk hvíld í þessum leik og hafa hann ferskan á móti united.
Hvað varð um Kaide Gordon, hef reyndar séð hann á bekknum og koma inná í einum leik um daginn, en var hann ekki einn efnilegasti leikmaður akademiunnar hjá okkur ?
Salah og Szoboszlai fá væntanlega um 60 mín í kvöld.
Sælir félagar
“Algjört formsatriði” segir Ólafur Haukur í upphitun. Ég verð að segja að mér fellur ekki það hugarfar. Það verður ALLTAF að sýna andstæðingum virðingu og meta þá að verðleikum. Þetta lið átti stórhættulegar sóknir á móti okkur í síðasta leik liðanna og hefði með aðeins meiri g´ðum getað komist yfir í þeim leik. Það er því full ástæða til að virða þá vel og varast slysin. Liðið okkar er að spila af mikilli ástíðu og krafti sem kom Spörtu mönnum í opna skjöldu. Þeir brann sig ekki á sama soðinu aftur svo við skulum taka á móti þeim með þeirri virðingu sem þeir eiga skilið sem verðugið andstæðingar. Þetta verður blandaður hópur hjá Klopp og ég spái 2 – 2 í fjörugum og hunderfiðum leik þar sem við lendum undir en komum til baka.
Það er nú þannig
YNWA
Afsakið ásláttarvillurnar 🙂
Nú er talað um að Pinnington hafi verið bætt við B-listann af leikmönnum í hópnum, sem má af því að hann er búinn að vera hjá Liverpool lengur en 2 ár. Svo við gætum séð enn einn kjúklinginn a.m.k. á bekk í kvöld, jafnvel í byrjunarliði! Ég spái því að hann muni ná að skora á undan Gomez.
Ég hlakka til að horfa á leikinn í kvöld. Reikna með að þetta verði ungt og að það leiki sér.
Myndi vilja sjá Adrian í markinu frekar en Kelleher. Meika ekki enn eina falsfréttina um að hann sé laskaður.
Og passa miðverðina!
Svo er það sunnudagurinn…
Númer eitt og upp í tíu…………… engin meiðsli takk!
Svo áfram gakk, allir ferskir í leikinn á sunnudaginn!
YNWA
Utan umræðuefnis…
Stórfurðulegt að Gareth Southgate skuli velja Jordan Henderson í enska landsliðshópinn – en sleppa Kobbie Mainoo, sem hefur verið magnaður á þessari leiktíð. If you’re good enough, you’re old enough.
Hann hefur átt 3 – 4 leiki eftir áramót og er alls ekki í landsliðs klassa. Bara mín skoðun 🙂
Það er allt furðulegt við Southgate sem á eflaust eftir að klúðra enn einu stórmótinu í sumar. Að því sögðu þá spila landslið hægar sem hentar Henderson.
Á móti kemur að Joe Gomez er í hópnum, í fyrsta skipti í fjögur ár. Enda búinn að eiga líklega sínu bestu leiktíð í vetur.
Þess má geta að Kobbie Mainoo er líka hægur.
En vissulega umdeilt að velja Henderson sem hefur ekki byrjað vel hjá Ajax. Hjá landsliðum skiptir það líka máli að vera með reynslu og leiðtogahæfni í hópnum. Hugsa að það sé fyrst og fremst verið að horfa í það.
Hlutirnir eru að gera ansi hratt hjá Mainoo og spurning hvort það sé ekki bara fín jarðtenging fyrir hann að vera í u21.